Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 29. október 1988 Kjarvalsstaðir: Kristirai G. og Guðmraidur Ármarai Myndlistarmennirnir Guð- mundur Ármann og Kristinn G. Jóhannsson opna einkasýn- ingar á Kjarvalsstöðum í dag, laugardaginn 29. október. Guðmundur sýnir 23 olíumál- verk sem unnin eru á síðast- liðnum tveimur árum og Krist- inn sýnir 20 olíumálverk, einnig unnin tvö síðastliðin ár. Sýningar þeirra íelaga standa til 13. nóvember. Þeir Guðmundur Ármann og Kristinn G. Jóhannsson eru í hópi þekktustu myndlistarmanna á Akureyri og það er mikil upp- hefð fyrir þá að halda einkasýn- ingar á Kjarvalsstöðum. Ég ræddi stuttlega við Kjarvalsstaða- farana á vinnustofu Kristins áður en þeir fóru með verk sín suður til Reykjavíkur. Samspil Ijóss og lita Þau 20 olíumálverk sem Kristinn sýnir eru öll byggð á Lystigarðin- um á Akureyri; samspili Ijóss og iita og áhrifum veðurlags og árstíða. „Þetta eru eins konar ljóð eða hendingar um garðinn," sagði Kristinn, en hann fékk starfslaun listamanna til að vinna að þessari sýningu. - En hvernig bera menn sig að því að fá að sýna á Kjarvalsstöð- um? Kristinn svarar því: „Við byrjum á því að sækja um og síðan verðum við að leggja verk eða myndir af verkum fyrir stjórn Kjarvalsstaða. Stjórnin ákveður hverjir fá inni og hverjir ekki. Það eru tvö ár síðan við fengum loforð fyrir húsinu og við höfum verið að undirbúa sýn- ingarnar síðan,“ sagði Kristinn og Guðmundur bætti því við að þetta hefði verið önnur umsókn þeirra um sýningu á Kjarvals- stöðum. Þeir hefðu sem sagt komist inn í annarri tilraun. - Kristinn yrkir um Lystigarð- inn, en hver eru viðfangsefni þín Guðmundur? „Það eru fuglar. Þeir eru megin- þemað. Einnig er ég með fígúrur, gjarnan fólk eða andlit. Mottó sýningarinnar er: í frelsinu eru fjötrar. Ýmist svífa fuglarnir frjálst um himininn eða eiga í basli með að fljúga, einhver höft sem þeir þurfa að glíma við.“ Ekki rétt nef á kríunni - Er þetta þá sannur realismi? Eru fuglarnir þínir eftirmynd fuglanna sem við sjáum í umhverfinu? Nei, þetta eru ekki lifandi eftirmyndir, þótt fuglarnir eigi að heita kría, spói og skarfur, þá Forsíða þessa blaðs var kvcikjan að Lystigarðsmyndum Kristins. hafa menn ýmsar skoðanir á því að þetta sé nú ekki nefið á krí- unni, ekki rétt vængjahaf á skarfinum o.s.frv. Ég fer dálítið frjálslega með formið. Þó hef ég verið að færast úr fígúratívu mál- verki yfir í meiri realisma og reynt að líkja eftir fyrirmyndinni. Það tókst misjafnlega, en nú er ég meira að hugsa um að breyta hlutunum, brjóta þá upp og ein- falda. Ég hugsa kannski meira um myndbygginguna og breyti jafnvel formi fuglanna til að fá þá til að passa inn í heildarniður- stöðu myndarinnar.“ - En Kristinn, ert þú að glíma við formið? „Nei, ég lít svo á að málverk sé litir og hreyfing og ekkert annað, þannig að við eru guðsblessunar- lega afar ólíkir. Ég mála að vísu allt öðruvísi en ég hef gert áður. Það er vegna þess að ég vil láta á það reyna hvort kenningin sé rétt, að litir og hreyfing nægi til að búa til verk og það þurfi enga viðmiðun. Ég var farinn að nota fyrir- myndir mjög frjálslega, t.d. hér úr bænum, þannig að þetta var orðið að mestu samspil lita. Síð- an ákvað ég að sleppa fyrirmynd- inni gjörsamlega, hún væri óþörf, þvældist fyrir mér og væri gagns- laus.“ Hátíðarblað Dags kveikjan að Lystigarðsmyndunum - Þú málar samt ennþá manna- myndir, er það ekki? „Jú, jú, ég hef hórast í ýmsum hlutum og mála eftir fyrirmynd, en það er annar handleggur, sem hefur líka með brauðstritið að gera. Hér er ég fyrst og fremst að búa til málverk og ekkert annað. Það er ekki þar með sagt að við Guðmundur getum ekki búið til mynd af kríu eða manni ef við viljum, en það er bara annar kafli.“ Kristinn upplýsti að kveikjan að Lystigarðsmyndunum hefði verið forsíða Hátíðarblaðs Dags 29. ágúst 1987, sem gefið var út í tilefni af 125 ára afmæli Akureyr- arkaupstaðar, en þar er stór og litskrúðug mynd sem tekin var í Lystigaröinum. „Ég notaði þessa mynd fyrst til að fá litina úr garðinum og þetta er upphafið að því að ég ákvað að halda áfram. Það er auðvitað ekki nokkur lifandi leið að sjá neina líkingu við myndina, en lit- irnir í myndinni urðu til þess að ég fór að velta því fyrir mér að búa til verk sem byggðist upp á litum,“ sagði Kristinn. „Á þann hátt er þetta auðvitað tengt fyrirmyndinni,“ skaut Guð- mundur inn í. „Málverkin verða aldrei eingöngu til uppi í höfð- inu, heldur eru sótt í einhverja inspírasjón úr umhverfinu." Ferill listamannanna Þar með látum við þessu spjalli lokið, en klykkjum út með því að stikla á stóru yfir feril listamann- anna. Kristinn G. Jóhannsson var í þennan heim borinn þann 21.12. árið 1936. Hann stundaði listnám hjá Jónasi Jakobssyni og Hauki Stefánssyni á Akureyri og síðan í Myndlista- og handíða- skóla íslands og Edinburgh Coll- ege of Art. Hann er félagi í FÍM, Félagi íslenskra myndlistar- manna. Sýningin á Kjarvalsstöðum er Kristinn G. Jóhannsson og Guðmundur Ármann líta ólíkum augum á málverkið og því Ijóst að sýningar þeirra á Kjarvalsstöðum munu kalla fram mismunandi viðbrögð hjá áhorfendum. Mynd: gb 15. einkasýning Kristins. Hinar eru: Hótel Varðborg 1954, Hótel KEA 1956, Hótel KEA 1959, Mokka Reykjavík 1959, Hótel KEA 1961, Bogasalur Reykjavík 1962, Landsbankasalur Akureyri 1964, Landsbankasalur 1968, Gallerí Háhóll 1980, Rauða hús- ið 1982, Alþýðubankinn 1984, Dalvíkurskóli 1985, Gamli Lund- ur 1985 og Gamli Lundur 1986. Þá hefur hann tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum á árunum 1962-1987. Guðmundur Ármann Sigurjóns- son fæddist í Reykjavík, 3. janú- ar 1944. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1963-1967 og útskrifaðist úr málunardeild. Þá stundaði hann nám við Valandskonstskola í Gautaborg í Svíþjóð og út- skrifaðist úr grafíkdeild 1972. Þá fluttist hann til Akureyrar. Fyrir utan fjölmargar samsýn- ingar má nefna þessar einkasýn- ingar: Mokka 1961, Gallerí SUM 1973, Galleri Oktober í Svíþjóð 1980, Kjarvalsstaðir 1981, Gamli Lundur 1986 og einkasýning á grafík í Næstved í Danmörku 1986. Guðmundur er félagi í FÍM og félaginu íslensk grafík. SS B-2 vítamín er nauðsynlegt fyrir augu, húð, negturoghár. Mjólkog mjólkurvörur eru ein auðugasta uppspretta B-2 vítamíns í fæðu okkar fyrir utan innmat. Eflíkaminn færekki nægjaniegt kalk úr fæðunni, gengurhannáforða kalkbankans og aukin beingisnun á sérstað. Þeir sem hreyfa sig mikið virðast nýta kalkið betur og hafa því meiri beinmassa á efri árum en þeir sem hreyfa sig lítið. Það er kjörið fyrir þá sem kjósa fituskerta mjólkað neyta einnig lýsis, sem erríkt affituleysanlegum vítamínum. B vítamín, sem talsvert er af í mjólk eru nauðsynleg til þess að viðhalda heilbrigði taugakerfisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.