Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUFT- 29röRtóber 1988 bílctr Umsjón: Úlfar Hauksson bílnum en ég get fullyrt að nýi afturendinn er vel heppnaður, minnir e.t.v. svolítið á Saab 9000, ef marka má myndir sem við höfum séð. Sams konar útgáfa, þ.e. 5 dyra, af Lancer er svo væntanleg á miðju næsta ári. Með vorinu er einnig líklegt að Pajero-jeppinn vinsæli verði fáanlegur með 3,0 lítra, V-6 vél. Honda Seint á þessu ári er væntanlegur á markaðinn nýr bíll frá Honda. Sá Bílaframleiðendur eru að kynna nýja árgerð þessar vikurnar og kennir þar ýmissa grasa. Við höf- um fregnir af nokkrum athygl- isverðum nýjungum sem gleðja ættu geð guma og meyja hér á norðurhjaranum, mitt f efna- hagshandalögmálum og stjórnar- kreppum. Við byrjum á nokkrum japönskum. Daihatsu Ný gerð af Daihatsu Charade verður til sýnis á bílasýningu í Berlín nú í október. Útlitið er að vísu óbreytt en þessi nýja gerð af Charade hefur 1,3 lítra, 16 ventla vél, sem skilar 90 hö., og svo er hann auðvitað með sítengdu fjór- hjóladrifi. Þá er von á nýjum jeppa frá Daihatsu, sem verður lítið eitt minni en Rocky. Tiltölulega góðar heimildir herma að bíllinn muni Daihatsu Charade 4WD Renault 19 323 bílnum líti dagsins ljós fyrir mitt næsta ár. Nissan Nýr Nissan Prarie verður kynntur á bílasýningunni í París þessa dagana. Sögur herma að nú sé kominn hurðarstafur milli fram- hurðar og rennihurðar á hliðun- um. Þá höfum við fregnir af nýjum jeppa frá Nissan! Já - já ekkert slegið af á þeim bæ. Þessi nýi hef- ur verið nefndur New Safari og er að sögn í ætt við Patrol en búinn meiri þægindum í fjöðrun og búnaði. Og þá nokkrir punktar frá Evrópu - Citroén BX 4x4, fjórhjóladrifs- útgáfa af BX kemur líklega á markað í vor. - Peugeot 405 Break, skutbíll verður fáanlegur á næstu mánuð- um, og í vor bætist svo aldrifsút- gáfan við. - Saab 9000 fær nú með haust- inu nýja 2,3 lítra 4 strokka vél í staðinn fyrir gömlu 2 lítra vélina. - Renault 19 er væntanlegur hingað í mars á næsta ári. Bíllinn var kynntur á Parísarsýningunni fyrir nokkrum dögum. Renault 19 er framhjóladrif- inn, með vélar frá 60-140 hö. og er ætlað að keppa við VW Golf og Fiat Tipo. - Ford Fiesta er væntanleg á markaðinn í nýrri útgáfu næsta vor og verður þá m.a. fáanleg 4ra dyra í fyrsta skipti. verða seldur undir nafninu Fer- oza, vélin er 1,6 lítrar, 16 ventla og 90 hö. Suzuki f maí síðastliðnum kom á mark- að í Japan nýr jeppi frá Suzuki sem heitir Escudo. Sá er u.þ.b. 10 cm lengri en sá Suzuki jeppi sem hér hefur verið á götunum, og lögð er mun meiri áhersla á þægindi og búnað en áður hefur verið í jeppunum frá Suzuki. Mitsubishi Á bílasýningunni í París verður sýndur í fyrsta skipti 5 dyra Galant. Því miður tókst mér ekki að ná í birtingarhæfa mynd af heitir Concerto og á að fylla upp í skarðið milli Civic og Accord. Honda Concerto verður fram- hjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn (sídrif) og fæst 4ra eða 5 dyra. Rover í Englandi mun einnig framleiða þennan bíl undir heit- inu Rover 200, (nú framleiðir Rover bíl sem heitir Rover 800, samsvarandi Honda Accord) en allnáið samstarf hefur tekist milli Rover og Honda. Ekki er líklegt að Honda Concerto komi á markað í Evrópu fyrr en að ári liðnu. Mazda Frá Mazda er væntanlegur skut- bíll af 626 gerðinni. Ennfremur ,er líklegt að þriðja kynslóðin af Mazda 626

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.