Dagur - 29.10.1988, Page 13

Dagur - 29.10.1988, Page 13
29. október 1988 - DAGUR - 13 jbornosíðon wj Umsjón: Stefán Sæmundsson. Tröllasögur frá Grenivík Nemendur í Grenivíkurskóla gáfu út Kvöldblað Höfðahverfis og Grenivík- ur í tengslum við listaviku sem end- aði með Listahátíð um síðustu helgi. Við skulum líta á nokkrar sögur úr þessu skemmtilega blaði. Fyrst er hér Þjóðsaga eftir Sveinlaugu í 4. bekk: „Einu sinni var maður sem hét Halldór. Hann ætlaði að fara að grafa holu í hól, sem er hérna í nesi, en þá heyrir hann rödd, sem segir: Ef þú grefur í hólinn, kviknar bæði í Grenivíkurkirkju og Laufáskirkju. Maðurinn hætti við að grafa.“ Þá er í blaðinu saga sem heitir Sláturtíð. Höfundur er Anna Birna í 4. bekk: „Það var einu sinni lítil skessa, sem á heima uppi á Höfðanum. Skessan var alltaf að syngja „mamma tekur slátur, mamma gerir það.“ Þá sagði mamma skessunnar: Ef þú hættir ekki að syngja þá tek ég ekkert slátur." Loks koma hér þrjú sögubrot eftir Rósu í 3. bekk: „Einu sinni var tröll. Það átti heima uppi í Grenivíkurfjalli. Það fór alltaf við hliðina á kirkjunni þegar Björg var að syngja. Á jólunum fór tröllið í mat til Siggu Sverris." „Tröllið söng alltaf fyrir Bödda. Böddi blístraði oft með og þeir prjón- uðu sokka saman. Tröllið fór í bað til Guggu kennara." „Tröllið prjónaði sokka á Hóbbu. Um morguninn missti Þórður tönn. Tröllið límdi tönnina í munninn og setti varasalfa á Þórð." Stutt sióferð - Pabbi, hvenær má ég koma með á sjóinn, spurði Eggert pabba sinn um hverja helgi. Pabbi hans átti trillu og fór gjarnan út á sjó um helgar til að veiða fisk í matinn. Eggert hafði aldrei fengið að koma með. - Þegar veðrið er betra þá máttu koma með, sagði pabbi gjarnan. Eða: - Þegar þú ert orðinn fjögurra ára. Litlir strákar geta bara dottið í sjóinn. Nú var Eggert orðinn fjögurra ára og þá sagði pabbi: - Þegar þú ert orðinn fimm ára, þá máttu koma með mér á sjóinn. Þetta fannst Eggert ákaflega leiðinlegt og hann hélt áfram að suða í pabba sínum. - Pabbi, hvað er fyrir neðan sjóinn? Pabbi, fara fiskarnir nokkuð upp til guðs þegar þú ert búinn að veiða þá? Pabbi, af hverju borða fiskarnir önglana? Þannig helltust spurningarnar yfir pabba þangað til hann varð þreyttur á suðinu og ætlaði að fara að brýna raustina. Þá datt honum í hug hvort ekki væri rétt að leyfa stráknum að koma með á sjóinn. Eggert var nú hraustur, fjögurra ára strákur og hann hefði bara gott af því að skreppa á veiðar. Næsta laugardag var ágætis veð- ■ S Æ0i- f 3H.*! á. ' Þótt litirnir komi ekki fram þá eru þetta rauður bíll og blá ský, sem Sigurjón Þór Vignisson, 6 ára, Litluhiíð 2f á Akureyri teiknaði. Aa Y Y l /i k/yM A / \ / r / r X / V # ! Katrín Bessadóttir, 7 ára, Einholti 4c á Akureyri, teiknaði þessa mynd af henni Evu. ur og pabbi vakti Eggert snemma um morguninn. - Á fætur með þig svefnpurrka. Við erum að fara á sjóinn, sagði pabbi og ýtti við syni sínum. - Jibbí! Eggert spratt æpandi á fætur og flýtti sér svo að klæða sig að hann sneri Mikka mús peysunni öfugt og fór í buxurnar úthverfar. Mamma hans var að útbúa nesti og benti honum á að snúa fötunum rétt og klæða sig í síðbrók, lopapeysu og regngalla. Feðgarnir lögðu nú af stað niður að höfn. Trillan hans pabba vaggaði mjúk- lega þar sem hún var bundin við bryggjuna. Pabbi bað Eggert að bíða í hæfilegri fjarlægð meðan hann væri að draga trilluna að bryggjunni. - Nei, nei, þú getur dottið í sjóinn, æpti pabbi taugaveiklaður þegar Eggert mjakaði sér nær. Eggert rak upp vein, því honum brá við ópin í pabba, en þá brá pabba svo mikið að hann stakkst á bólakaf í sjóinn. Hann komst þó fljótt upp á bryggjuna aftur og steinþegjandi fór hann með Eggert heim. - Hva, þetta var stutt sjóferð, sagði mamma þegar hún sá feðg- ana koma, Eggert brosandi en pabba hundrennandi og skömm- ustulegan. Þessa dýralífsmynd teiknaði Þórdís Ásta Thorarensen, 5 ára stúlka á Akureyri. Brandarar - Jæja, hvernig svafstu í nótt? - Minnstu ekki á það. Ég hef ekki lokað auga í alla nótt. - Nú, þá er ekki von að þú hafir sofið. Maður verður nefnilega að loka augunum til þess að sofna. Hvað hefur Grenvíkingur sem gengur með rúgbrauð undir handleggnum í rigningu regnhlíf- arlaus? Blautt rúgbrauð! (Úr Kvöldblaði HG) Andrés hafði fengiö sér nýjan bíl. Hann gleymdi sér alveg og ók fullgreitt. Um síðir var hann stöðvaður af lögreglunni. - Þú ekur á 100 km hraða á klukkustund, sagði lögreglu- þjónninn byrstur. - Já, þetta grunaði mig alltaf, sagði Andrés. - Ég vissi að það værí ekki hægt að treysta hraða- mælinum. Læknirinn: - Þessar svefntöflur endast þér í sex vikur. Sjúklingurinn: - Hamingjan góða! Eg hef ekki tíma til að sofa svo lengi. Einu sinni var gamli Jón að koma úteftir. Þá sá hann tjald á vegin- um. Nú, hann stoppaði bílinn og ætlaði út að athuga þetta nánar. Þá flaug tjaldurinn í burtu! (Úr Kvöldblaði HG) Vitið þið af hverju það er svona hreint loftið á Grenivík? Af því að Grenvíkingar sofa alltaf með lokaða glugga. (Úr Kvöldblaði HG) Frímann; - Eggið mitt er ískalt. Ásgeir: - Mitt líka. Ég skil þetta ekki. Frímann: - Kannski mamma hafi soðíð eggin í köldu vatni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.