Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 3
29, pKtóþpr 1938 -DAQyfl -a Hörður Kristinsson, forstöðuinaður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands, er hér í sýningarsalnum, sein gestir fá ókeypis aðgang að á morgun. Einnig verður önnur starfsemi stofnunarinnar kynnt. se Alþingi ÍSLENDINGA Skrifstofa Alþingis óskar aö ráöa starfsmann til aö annast reikningshald og hafa umsjón meö starfs- mannamálum skrifstofunnar. Háskóla- menntun æskileg. Framtíöarstaöa. Umsóknir sendist til skrifstofu Alþingis fyrir 1. nóvember n.k. Náttúrufræðistofnun Norðurlands: Starfsemm kynnt á norrænu tækníárí Nyjar Bœkurnar sem beðið er eftir Náttúrufræðistofnun Norður- lands er með opið hús á morgun, sunnudag, í tilefni af norrænu tækniári. Starfsfólk stofnunarinnar vcrður á staðn- um til að kynna starfsemi hennar, ýmsir gripir úr geymslu- söfnun verða til sýnis og aðgangur að sýningarsalnum á neðstu hæð er ókeypis. Hér verður í stuttu máli farið yfir starfsemi stofnunarinnar. Náttúrufræðistofnun Norður- lands er rannsóknastofnun í nátt- úrufræði með áherslu á grasa- fræði. Innan grasafræðinnar hef- ur stofnunin sérhæft sig í íslensk- um háplöntunj, fléttum og sveppum. Jarðfræðingur er starf- andi við stofnunina, með sérhæf- ingu í kvarterjarðfræði (setlög- um). Auk rannsóknastarfsemi sér stofnunin um rekstur Lysti- garðs Akureyrar, sem jöfnum höndum er skrúðgarður og grasa- garður opinn almenningi, og einnig rekur stofnunin sýningar- sal í náttúrufræði og er hann opinn almenningi. Þá tekur Náttúrufræðistofnun Norðurlands að sér útseld rann- sóknaverkefni og þjónustu fyrir ýmsa aðila eftir því sem aðstæður leyfa. Einnig veitir hún ýmsa fyrirgreiðslu og upplýsingaþjón- ustu í náttúrufræði til almenn- ings, án endurgjalds. Fjórir menn eru í fullu starfi við stofnunina: Björgvin Stein- dórsson garðyrkjufræðingur, Elín Gunnlaugsdóttir grasa- fræðingur, Halldór G. Pétursson jarðfræðingur og Hörður Krist- insson grasafræðingur, en hann er jafnframt forstöðumaður stofnunarinnar. Að auki vinnur Helgi Hallgrímsson líffræðingur í hlutastarfi við rannsóknir á íslenskum sveppum og Dómhild- ur Sigurðardóttir sér um vörslu sýningarsalar á sumrin. Þá er ótalið sumarstarfsfólk við Lysti- garðinn. Rannsóknaverkefni Af grunnrannsóknum má nefna að unnið er að því að kortleggja útbreiðslu allra blómplantna og byrkninga á íslandi á grundvelli 10x10 km reitkerfis. Verkefnið er á lokastigi. Unnið er að rann- sóknum á íslenskum gróðursam- félögum. Það verkefni er á byrj- unarstigi og hefur enn sem komið er aðeins verið unnið í lögsagn- arumdæmi Akureyrar og í Eyja- firði. Rannsóknir á fléttuflóru íslands hafa staðið lengi og bæt- ast sífellt við gögn í hana. Mark- miðið er að greina allar tegundir á landinu, sem munu vera um 500 talsins, og kortleggja útbreiðslu þeirra á sama hátt og blóm: plantnanna. Rannsóknir á íslenskum sveppum hafa staðið lengur en nokkur önnur verkefni, enda mjög viðamikið og erfitt verk. Þær eru unnar í samvinnu við erlenda sérfræðinga. Trúlega verður ekki langt þar til heildar- listi yfir íslenska sveppi lítur dagsins ljós. Þar sem notkun villtra sveppa til manneldis hefur aukist mjög hérlendis er mjög áríðandi að afla sem bestrar vitn- eskju um íslenskar tegundir og geta leiðbeint um greiningu þeirra. Grunnrannsóknir í jarðfræði eru enn í mótun, enda skammt um liðið síðan jarðfræðingur var ráðinn við Náttúrufræðistofnun Norðurlands. Fyrirhugað er að kortleggja útbreiðslu jökla á Norðurlandi eins og hún var und- ir lok síðasta jökulskeiðs. Þá má nefna útseld rannsókna- verkefni, en umfang og verksvið þeirra ákvarðast af sérhæfingu þess starfsliðs sem stofnunin hefur, svo og þeirri aðstöðu sem það hefur. Lystigarður og sýningarsalur Lystigarður Akureyrar er rekinn sem skrúðgarður og grasagarður opinn almenningi. Þar eru rækt- aðar og hafðar til sýnis 2-3.000 tegundir jurta, runna og trjáa víðs vegar úr heiminum. Lögð er áhersla á að sýna sem mest af íslenskum blómplöntum og byrkn- ingum auk erlendu tegundanna. Árlega er safnað fræi af þeim tegundum sem vel þroskast og frælistar sendir til grasagarða og rannsóknastofnana víða um heim. Um 150 erlendar fræpant- anir eru að jafnaði afgreiddar á áxi og jafnframt pantað fræ af er- lendum plöntum til að prófa hér frá álíka mörgum grasagörðum. Lystigarðurinn er mikið sóttur af ferðamönnum yfir sumartím- ann og munu flestir erlendir ferðamenn sem koma til Akur- eyrar hafa þar viðkomu, en engar tölur eru hins vegar til um fjölda gesta. Sýningarsalur Náttúrufræði- stofnunar er opinn almenningi daglega á sumrin en á sunnudög- um yfir vetrarmánuðina. Þar eru til sýnis allir íslenskir varpfuglar auk margra annarra fugla sem hingað koma sem fargestir. Tölu- vert er til sýnis af fjöru- og sjáv- ardýrum og flestar skeljar og kuðungar sem hér eru algengar. Möppur liggja frammi með flest- um íslenskum blómplöntum og byrkningum og nokkuð er af þörungum, sveppum, fléttum og mosum í römmum og sýning- arborðum. Þá eru til sýnis íslensk skordýr og einnig sýnishorn af erlendum og íslenskum steinum og bergtegundum. Allt eru þetta fastar sýningar, sem búa við þröngan húsakost, en rými vant- ar til að koma upp skiptisýning- um og sérsýningum. Um 3.500 gestir hafa heimsótt sýningarsal- inn á þessu ári, að stærstum hluta ferðamenn sem koma yfir sumar- mánuðina. Þetta er meiri aðsókn en verið hefur áður. Náttúrufræðistofnun Norður- lands er einnig gagnamiðstöð og þar er rekin upplýsingaþjónusta. Þar má nefna plöntusafn, dýra- safn, steina og bergtegundir, bókasafn, örnefnaskrá, landa- kort, loftmyndir og ljósmyndir. Þá stendur stofnunin fyrir útgáfu- starfsemi og gefur út ritraðirnar Acta Botanica Islandica, Fjölrit Náttúrugripasafnsins á Akureyri og Ársskýrslu. Loks má nefna að stofnunin veitir svör við náttúrufræðilegum fyrirspurnum og er nú mikið verk fyrir höndum að skipuleggja og tölvuvæða þau gögn, sem stofn- unin geymir, svo að slíkar upp- lýsingar séu ávallt fljótfundnar. SS í frumskóginum Síðasta bónin Fast í bókabúöum og blaösölum um allt land SNORRAHUS Strandgötu 31 • Akureyri Sími 96-24222 AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.88-01.05.89 kr. 339,34 1984-3. fl. 12.11.88-12.05.89 kr. 329,54 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.