Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 20
,,l( CHICOGO Snvrtivörur í úrvali - TBiodmqa cosmetics Snyrtivörudeild Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali Líkantilraunir á Grímseyjarhöfn: Bygging ffullnægjandi smábátahafiiar möguleg - bætt aðstaða fyrir flutningaskip og smábáta kostar nálægt 200 milíjónum króna Gísli Viggósson forstööumaður rannsóknadeildar Hafnamálastofnunarinnar, sýnir þeim Guðmundi Bjarnasyni heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra og Halldóri Blöndal alþingismanni, líkanið af Grímseyjarhöfn. Með þeim á myndinni er Hermann Gudjónsson vita- og hafnamálastjóri. Mynd: jóh Fundur atvinnumálanefndar og forráðamanna fyrirtækja í Skagafirði: Vflji l'vrir stofnun félags fyrirtækja og sveitarfélaga Hafnamálastofnun ríkisins hef- ur nú lokið líkantilraunum á Grímseyjarhöfn. Markmið þessara tilrauna var að kanna möguleika á hafnarbótum fyr- ir heimabáta og flutningaskip auk þess að skapa betri aðstöðu fyrir aðkomubáta. Heildar- kostnaður við þær breytingar sem Hafnamálastofnun leggur Helgarveðrið: Frostíaust í dag - en kólnar á morgun Norðlendingar mega eiga von á frekar rólegu veðri um helg- ina. I gær fór að hlýna en í dag var gert ráð fyrir frostlausu veðri og vestanátt. Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur sagði að sömu- leiðis mætti eiga von á rigningu eða súld í dag, jafnvel svo að snjó tæki sums staðar upp. „Ég býst við að þetta eigi fyrst og fremst við vestan Tröllaskaga.“ Á sunnudag mun kólna aftur með éljum á annesjum; veturinn er senr sagt kominn. VG Loðnubræðsla er komin í gang á Þórshöfn og á Raufarhöfn byrjar bræðsla á mánudag. Fiskimjölsverksmiðja HÞ á Þórshöfn er búin að fá tæplega til nemur nálægt 200 milljón- um króna. Til að bæta aðstöðu flutninga- skipa í Grímseyjarhöfn hafa ver- ið kannaðir tveir möguleikar. Annars vegar er um að ræða byggingu 48 m langs kerakants með stefnu 50 gráður frá núver- andi stefnu hafnargarðs og hins vegar að lengja núverandi kant um t.d. helming, í 42 m. í líkan- tilraunum reyndist fyrri mögu- leikinn hagstæðari hvað varðar lækkun öldu. Afleiðingar þessa eru þær að hafnarbætur í Gríms- ey verður að greina að, þ.e. bætt aðstaða fyrir flutningaskip og bætt aðstaða fyrir fiskibáta. Niðurstöður tilraunanna sýna að hægt er að byggja smábáta- höfn innan hafnargarðs sem er nægjanlega stór fyrir viðlegu heimabáta og uppfyllir gæðakröf- ur um slíkar smábátahafnir. Þessi framkvæmd ein og sér verður að vinnast mjög hratt til að hægt verði að samnýta tæki til grjót- náms og dýpkunar. Bátalægi heimamanna yrði ekki fyrir hendi á meðan á framkvæmdum stæði og af þeirri ástæðu er einnig nauðsynlegt að framkvæmdin gengi fljótt fyrir sig. Kostnaður við smábátahöfnina eina er 70- 100 milljónir króna. JÓH 1300 tonn af loðnu til bræðsiu. Af því voru um 590 tonn af Gullberginu frá Vestmanna- eyjum, en Björg Jónsdóttir frá Húsavík var fyrst til að landa Á fjölmennum fundi Atvinnu- málanefndar Sauðárkróks sl. miðvikudag í Bifröst með for- ráðamönnum fyrirtækja í Skagafirði, kom fram jákvæð- ur vilji fundarmanna á að stofna féiag í sameiningu fyrir- um 200 tonnum. Verksmiðjan átti við smá byrj- unarörðugleika að stríða eins og gjarnan er. Glatvarmatæki sem sett var upp í verksmiðjunni í sumar lofar góðu en það var smíðuð og sett upp af Héðni hf. Þá kom fyrsta síldin í land á Þórshöfn nýlega mcð Eyborgu frá Hrísey cn hún kom með rúm- lega 100 tonn. Það sem frysting- arhæft er verður fryst en afgangurinn fer í bræðslu. „Það er farin að lyftast töluvert á mér brúnin,“ sagði Hilmar Þór Hilm- arsson verksmiðjustjóri hjá Fiski- mjölsverksmiðjunni á Þórshöfn. Fyrsta loðnan barst í vikunni til Raufarhafnar með Albert GK sem kom með rúm 700 tonn. Árni Sörensson hjá Síldarverk- smiðju ríkisins sagði að aflinn hafi aðallega verið fenginn til að prufukeyra tækin. „Við byrjum að bræða á mánudaginn og svo fer ég að eiga von á meiru upp úr því.“ Bræla var á miðunum framan af viku en gott veður var í fyrri- nótt. Um 17 bátar voru þá á mið- unum norður af landinu en Árni sagðist reikna með að bátar sem versli við Síldarverksmiðju ríkisins fari fyrst á Siglufjörð meðan opið er þar, því þangað er mun styttra af miðunum. mþþ/VG tækja og sveitarlélaga er hefði það að markmiði að vinna að úrbótum og þróun atvinnulífs á svæðinu. Tilefni fundarins var að kynna þær hugmyndir sem í gangi eru um rekstur slíks félags og framsögu um það hafði Unnur Kristjánsdóttir iðnráðgjafi á Norðurlandi vestra. Fram kom hjá henni að rekstrarkostnaður slíks félags yrði á ári á bilinu 3-4 milljónir, og þá gert ráð fyrir einum föst- um starfsmanni. Auk Unnar hafði framsögu á fundinum Örn Daníel Jónsson rekstrarfræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Iðntækni- stofnun íslands. Örn talaði urn starfssvið rekstrarráðgjafa við fyrirhugað félag og hvers ætti að vænta frá honum. Að loknu erindi Arnar var gengið til borðhalds með tilheyr- andi veitingum í boði atvinnu- Út í óvissuna er alþekktur reyfari eftir Desmond Bagley, en þetta gæti líka verið yfir- skriftin á 10 ára afmælisfagn- aði hjá Samvinnuferðum- Landsýn. Starfsmenn ferða- skrifstofunnar fengu bréf þess efnis að þeir ættu að mæta við skrifstofuna í Reykjavík klukkan 6 í morgun, laugar- dag, með vegabréf, greiðslu- kort, samkvæmisklæðnað og sundfatnað! Aðrar upplýsingar eru mjög óljósar og enginn veit hvert ferð- inni er heitið. Þó er getið um það í dreifibréfinu að starfsmönnum verður skilað aftur klukkan 18 á sunnudagskvöld. Raddir segja að afmælið verði haldið hátíðlegt í málanefndar og eftir það hélt fundur áfram. Þorbjörn Árnason forseti bæjarstjórnar Sauðár- króks flutti erindi um skilyrði til atvinnurekstrar og þátttöku bæjarins í rekstri fyrirtækja. Að loknu erindi Þorbjarnar fóru fram almennar umræður. „Ég met það af viðbrögðum manna á fundinum og eftir fundinn, að þeir séu jákvæðir og opnir og finni það og skilji að það verður að taka á ef við eigurn ekki að fara inn í eitthvert stöðnunartímabil,“ sagði Jón Karlsson formaður Atvinnumála- nefndar Sauðárkróks í samtali við Dag, en hann hafði forgöngu um að fundurinn yrði haldinn, og jafnframt stýrði honum. Jón sagði að næsta skref atvinnu- málanefndar væri að vinna úr fundinum og ákveða framhaldið. Fundinum í Bifröst verða gerð betri skil síðar í blaðinu. Kulusuk á Grænlandi, en þær raddir eru ekki mjög háværar. Við höfðum samband við ónefndan starfsmann hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn og sagði sá, að í bréfinu væri talað um Brekkuskóg sem ákvörðunar- stað. Hins vegar veit enginn hvar þessi Brekkuskógur er, a.m.k. þurfa menn vegabréf til að kom- ast þangað. „Staðurinn er þoku hulinn. Við höfum ítrekað reynt að fá upplýsingar hjá öllum sem hafa með flugmál að gera, en það hef- ur engum tekist að grafa það upp hvar þessi afmælisfagnaður verð- ur haldinn," sagði heimildamað- ur okkar og óhætt er að segja að þetta er sannarlega óvenjuleg til- högun hjá ferðaskrifstofunni. SS „Þetta er í annað sinn sem ég fer á beinið,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son samgönguráðherra, þegar hann settist á hvalbeinið hjá Jóhanni Sig- urjónssyni, skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Svavar Gestsson menntamálaráðherra, heimsótti MA í gær ásamt Steingrími J. í dag held- ur Svavar fund með nemendum framhaldsskóla í bænum á Hótel KEA. Mynd: EHB Fyrsta loðnan komin til Raufarhafnar - um 1300 tonnum hefur verið landað á Þórshöfn Samvinnuferðir-Landsýn: Afinælisfagnaður á framandi slóðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.