Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 16
* tlG a*ÖÁfeOR Q2Sé. fclítátíér 1§88 4. poppsíðan Umsjón: Valur Sæmundsson. Svona leit Jon Bon Jovi út áriö 1980. Bubbamálið tekur nýja stefnu: Platan 56 er gefín út sem tólftomma Krakkarnir velja lögin fyrir Bon Jovi Núna er nýkomin út platan New Jersey með Bon Jovi, en eins og mörgum er í fersku minni var platan Slippery When Wet sem hljómsveit- in sendi frá sér þar á undan, alger metsöluplata. Seldist í um 17 millj- ónum eintaka, þar af um helmingur í Bandaríkjunum einsömlum. Þegar menn selja svona mikið af plötum þá getur maður gefið skít í, ja segj- um t.d. útgáfufyrirtækið. Ejigla hefur útgáfufyrirtæki hljómsveitárinnar reynt mikið til að fá hljómsveitina til að hafa mynd af sér á plötuumslagi platna sinna, sárbænt á hnjánum og hótað valdsmannslega til skiptis. En ekkert gengur. Bon Jovi hefur efni á þvi að hafna svona löguðu og auð- vitað þorir útgáfufyrirtækið ekki að reka þá (peningasjónarmið skiljiði). Og Bon Jovi heldur þeirri undarlegu stefnu sinni til streitu að hafa enga mynd af hljómsveitinni á umslaginu. Sumir segja kannski núna: „Gott hjá þeim. Þeir eru bara að selja tónlist- ina sjálfa, ekki eigið útlit. Þeir eru að höfða til annarra en krakkagrisl- inga.“ Þetta er afar virðingarvert sjónarmið en lítum aðeins betur á málið. Þegar hljómsveitin var að velja lögin á nýju plötuna, vitiði hvaða aðferð hún notaði? Jú, 50 krakkar voru boðnir í heimsókn og látnir hlusta á hin 30 lög sem hljóð- rituð voru. Eftir þessa þrekraun (er hægt að hugsa sér nokkuð hrylli- legra?) völdu krakkarnir þau 11 lög sem fóru á plötuna. Og hvers vegna? „Það er það skynsamleg- asta sem við getum gert. Fara til krakkanna. Það eru jú þeir sem kaupa,“ segir Bon Jovi sjálfur. Þessi aðferð ku einnig hafa verið notuð þegar lögin voru valin á Slippery Wheri Wet. Það er náttúrlega gott að vita fyrir hverja Bon Jovi eru að semja lög, þótt þetta hafi nú hvarfl- að að manni við það að heyra þessi blessuð lög þeirra í reidíóinu. Núna hugsa sjálfsagt margir af hverju hel- vítis maðurinn er að blaðra um tón- list og tónlistarmenn sem eru leiðin- leg og léleg. Ég gæti náttúrlega sett mig á háan hest og sagst vera að vara fólk við mannskemmandi tón- list en ég geri það ekki. Ég vil að lokum óska Einari til hamingju með afmælið. - segir Bubbi Morthens Það er kannski eins og að bera í bakkafullan lækinn að fjalla meira um plötuna 56 með Bubba Morth- ens en það verður þó gert þar sem nýr flötur hefur komið fram í málinu. Bubbi Morthens hefur gert athuga- semdir við umfjöllun mína um plöt- una og eru þær athugasemdir á þá leið, að í fyrsta lagi sé þessi plata hugsuð sem tólftomma og gefin út sem slík. i öðru lagi sé myndin á umslaginu ekki tekin í Bláa lóninu heldur fyrir austan fjall. Þessar athugasemdir Bubba breyta náttúrlega heilmiklu, enda hefði platan enga gagnrýni fengið frá mér eða öðrum ef þessi vitneskja hefði legið fyrir. Það hefur ekki tíðkast að tólftommur hafi fengið krítík í íslenskum blöðum. Mig langar samt sem áður að nefna nokkur atriði sem hjálpuðust að við að telja mér trú um að um LP plötu væri að ræða. 1. Það eru fimm lög á plötunni. Fimmlaga tólftommur eru afar sjald- gæf sjón en vissulega hafa verið gefnar út fimmlaga tólftommur áður, þótt fáar séu í samanburði við „normal" tólftommur. 2. Platan er 33ja snúninga - tólf- tommur eru 45 snúninga. Stuttar 33ja snúninga plötur hafa yfirleitt verið nefndar mini LP, þótt oft geti verið óljóst hvort eigi að flokka þær með breiðskífum eða tólftommum. Engir staðlar eru til um slíkt. 3. Platan heitir sérstöku nafni - 56. Það er afar óvenjulegt að tólftomma beri sjálfstætt nafn, vanalega heitir hún í höfuðið á þvi lagi sem verið er að koma á framfæri hverju sinni. 4. Ekki verður heldur séð af verð- lagningu plötunnar að um tólf- tommu sé að ræða. Hún kostar 699 krónur en (slenskar tólftommur kosta yfirleitt 449 krónur. Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því að ég var svo grænn að halda að um breiðskífu Bubba væri að ræða. En platan mun sumsé vera hugsuð til að koma titillaginu úr Foxtrot á framfæri, og nokkur aukalög sem bónus. Fyrst að útgáfa plötunnar hefur ver- ið hugsuð á þennan veg, þá er nátt- úrlega út í hött að fjalla um þessa plötu. Foxtrot er aðallagið, hitt eru aukalög og um þau er að sjálfsögðu engin ástæða til að fjalla. Þau standa lika ágætlega fyrir sínu sem aukalög, þ.e.a.s. ekki umfjöllunar verð. Um annað er það að segja að ég sagði aldrei að myndin væri tekin í Bláa lóninu. Þá held ég að ég láti þetta gott heita og vona að allar hliðar málsins hafi komið fram. Ég vil bara taka það fram að lokum sem aðdáandi Bubba Morthens, að mér þykir sárt að hann skulu varpa tónlistarlegum metnaði fyrir borð og láta þess í stað stjórnast af markaðsöflunum. Punktur. Molar og mylsna Góðan dag góðir hálsar. Núna eru nýju plöturnar farnar að streyma í búðir og margt forvitnilegra titla er þar innan um. Ég ætla rétt að minnast á nokkra. Af íslensku efni ber fyrst að nefna væntanlega djass/blús plötu frá þeim félögum Bubba og Megasi. Áhugavert... Þá er væntanleg á hverrj stundu safnplata með keppendum úr lát- únsbarkakeppninni 1988, og í næsta mánuði má búast við plöt- um frá t.d. Síban skein súl og Deira Sæm... Nýkomin er út platan Big Time með gamla brýninu Tom Waits og rétt ókomin er The Flag með Yello... Enginn annar en Syd Barrett, fyrrum höfuðpaur Pink Floyd (í árdaga ferils hennar) er að senda frá sér hljómplötu. Sú heitir Opel. Talandi um Pink Floyd þáervænt- anleg frá þeim tvöföld hljómleika- plata. Talandi um hljómleikaplötur, þá er ein slík væntanleg frá Super- tramp... Af fleiri athyglisverðum titlum Þetta er Tanita Tikaram, írska stúlkan sem á örugglega eftir að slá í gegn. má nefna Ancient Heart með 19 ára írskri stúlku, Tanita Tikaram. Síðan ættu menn að leggja nafnið Jon Astley vel á minnið (hann er alls óskyldur Rick). Rödd hans þykir ótrúlega lík rödd David Bow- ie og það eitt veit á gott. Enda hef- ur platan hans, The complete Angler, fengið frábæra dóma... Þá er önnur plata Fine Young Cannibals loksins komin út og heitir því mjög svo viðeigandi nafni The raw and the cooked... Þá er vert að veita athygli vænt- anlegri plötu Till Tuesday sem heit- ir Everything’s different og sömu- leiðis plötunni Pop Art með Trans- vision Vamp... Af komandi titlum (útgáfa óákveðin) má minnast á nýja plötu með B.E.M. og Crosby, Stills, Mash & Young, ásamt og frá T’Pau og Harold Faltermeyer... Við skulum þá segja þetta gott í bili en það er af nógu að taka því útgáfa fer óðum vaxandi og nær væntanlega hámarki rétt fyrir jólin. Ég moka svo tíðindum út vikulega. Staldrið því við. Svona er hann núna. Sæti Vinsældalistar Hljóðbylgjan - vikuna 22/10-29/10 1988 Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (4) When it’s love 2. (2.) (7) Frozen feelings Jan Bang 3. (13.) (2) De smukke unge mennesker 4. (4.) (2) Pípan 5. (3.) (4) Long and lasting ... Glenn Medeiros 6. (19.) (2) Push it 7. (6.) (3) Im nin alu 8. (5.) (4) I need you B.V.S.M.P. 9. (15.) (2) Where did I go wrong UB-40 10. (8.) (4) She wants to dance Rás 2 - vikuna 21/10-29/10 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (7) Groovy kind of love 2. (2.) (12) Foxtrot ... Bubbi Morthens 3. (4.) (4) Don’t worry, be happy ... Bobby McFerrin 4. (3.) (7) Cocomo 5. (5.) (5) De smukke unge mennesker Kim Larsen 6. (6.) (7) Frozen feelings Jan Bang 7. (7.) (6) When it’s love Van Halen 8. (15.) (4) Where did i go wrong UB-40 9. (28.) (2) Desire U2 10. (13.) (3) The twist Chubby Checker & Fat Boys íslenski listinn - vikuna 22/10-28/10 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (6) Dont worry, be happy ... Bobby McFerrin 2. (6.) (5) Cocomo Beach Boys 3. (4.) (6) Groovy kind of love Phil Collins 4. (2.) (7) Frozen feelings Jan Bang 5. (3.) (9) Foxtrot .... Bubbi Morthens 6. (7.) (6) One moment in time . Whitney Houston 7. (13.) (3) Desire U2 8. (14.) (6) Where did i go wrong UB-40 9. (11.) (4) Push it 10. (10.) (7) The only way is up Yazz & The plastic population

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.