Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 9
29. október 1988 - DAGUR - 9 Eggert Helgason, tamningamaður á Nautabúi. Hesthúsið á Nautabúi er enn í byggingu en á að geta hýst yfir 40 hross. hann hjá mér í fjóra mánuði og hann breyttist mikið á þeim tíma. Stjörnufákur var toppurinn og svo Neró frá Gilá, það er mikið góður hestur.“ - Tamdir þú Neró frá byrjun? „Nei það var búið að temja hann fjögurra vetra gamlan í tvo mánuði og eftir það stóð hann alveg óhreyfður. Hann var þá graður en svo var hann geltur fjögurra eða fimm vetra og ég tók hann fyrst um sumarið þegar hann var fimm vetra og var þá með hann í nokkra daga. Svo tók ég hann aftur í vetur, skömmu fyrir ískappreiðarnar, hann vann þar 150 m skeiðið. Ég var líka þar með Stjörnufák sem varð þar annar í töltinu og vann firma- keppnina.“ - En þessir bikarar þarna á hillunni, hvernig vannst þú þá? „Peir eru frá íþróttadeild hesta- mannafélaganna. Neró vann fimmganginn á íþróttamótinu, Stjörnufákur vann fjórganginn og töltið. Svo varð Neró þriðji í gæðingaskeiðinu. Svo var ég með fjórða og fimmta hest í A- flokknum, það voru Neró og brúnn klár frá Reykjum. Stjörnu- fákur vann B-flokkinn og eigandi hans Trausti Kristjánsson fékk þar bikar og skjöld. Ég átti sjálf- ur klárinn sem varð í þriðja sæti í B-flokknum, ég er nú búinn að selja hann. Stóra bikarinn vann ég með '' því að verða stigahæsti knapinn á mótinu á Neistavellinum í mv sumar.“ - Átt þú sjálfur lítið af hestum? „Ég á níu merar sem ég er með í folaldseignum, svo á ég núna þrjá tamda klára.“ - Þú varst með mann með þér við að temja hér í sumar, var nóg að gera fyrir ykkur báða? „Mágur minn, Sigurður Kol- beinsson, kom hingað í apríl og var hjá mér í sumar. Við vorum að temja fram um mánaðamótin ágúst-sept. og það var yfirdrifið nóg að gera, eftirspurn eftir tamningu er orðin mjög mikil. Við vorum m.a. með tólf merar.“ - Voru merarnar undan ætt- bókarfærðum foreldrum? „Yfirleitt var það nú ekki en þær geta verið vel ættaðar án þess. Þessar merar komu nokkuð vel út og á kynbótasýningunni sem var haldin í ágústlok voru átta þeirra sýndar, þrjár fóru reyndar aðeins í byggingadóm. Af þeim fimm hryssum sem fóru í gegnum alla sýninguna fóru bara tvær í ættbók. Það er nú sérstakt ef hægt er að hafa einhverja skrautsýningu á hrossum eftir 2-3 mánaða tamningu." Jöfn að gæðum - Ég spurði þig áðan hvort hún- vetnsku hrossin væru hrekkjótt- ari en önnur hross, en finnst þér vera jafn mikið af góðum hross- um hér og annars staðar þar sem þú hefur verið við tamningar? „Hrossin eru miklu jafnari að gæðum hér en ég hef kynnst ann- ars staðar. Ég get varla sagt að ég hafi lent hér á hrossum sem hafa verið algjörar bikkjur. Það eru flest af þeim hrossum sem til mín hafa komið þokkaleg eða a.m.k. nothæf reiðhross og upp í mjög góð hross.“ - Er Stjörnufákur sá besti sem þú hefur fengið í tamningu síðan þú fluttir hingað norður? „Já, hann er það en þrátt fyrir það hefði ég heldur viljað eiga Neró ef ég hefði átt að velja á milli þeirra. Ég fór með Neró á íslandsmeistaramótið og seldi hann þar. Stjörnufákur er eigin- lega kominn á toppinn hann batnar ekki meira hér eftir, hann er þannig hestur. Hann er alveg flugvakur en töltið er svo geysi- lega mikið hjá honum að hann nýtist betur sem klárhestur með tölti. En hann er líka vakur og það mikið og hefur mikinn vilja. Neró er miklu skemmtilegri sýningarhestur hann er miklu geðbetri og allur mýkri og lipr- ari.“ Ég hef tamið mjög góða fola frá Enni - Hefur þú orðið þess var að það komi sérstaklega góð hross frá einhverjum ákveðnum bæjum? „Það er nú ekki gott að segja til um það vegna þess að það er svo mikið um að ég hafi bara tamið eitt hross frá bæ og það verður aldrei marktækt. Ég hef fengið flest hross frá Leysingja- stöðum og Enni. Hrossin frá Enni hafa skarað fram úr. Ég er búinn að vera með sex fola þaðan síðan í vetur og það hafa allt ver- ið góðir hestar. Þó ekki neinir topphestar en allt mjög góðir reiðhestar og auðveldir í tamn- ingu, geðgóðir og hrekkjalausir." - Eru þeir þá allir undan sama stóðhestinum? „Nei ekki aldeilis, tveir þeirra eru undan Léttfeta frá Enni, einn undan Feyki, tveir undan Örvari frá Hömrum og einn undan brún- um klár frá Enni sem ég held að heiti Blakkur." - Voru folarnir undan Örvari ekki skapharðir og stórir eins og faðirinn? „Þeir voru báðir geðgóðir en annar þeirra er feikilega vænn, hinn var bara svona vel meðal- hestur á stærð. Þeir voru báðir mjög ljúfir og nægur gangur, þeir bjuggu reyndar ekki yfir miklu skeiði en mjög góðu brokki og tölti. Ég held að það sé enginn vafi á því að það séu mjög góð hross í Enni, a.m.k. er það mín reynsla af þessum folum. Stóri kosturinn við þessa fola var hvað þeir voru auðveldir og skemmtilegir í tamningu og sérstaklega námfús- ir og það er ekki lítill kostur." - Hvernig líst þér á framtíð- ina, er hægt að lifa af tamning- um? „Nei blessaður vertu, þetta hefst með aðhaldssemi en það verður enginn feitur af þessu, það er öruggt mál. Það hjálpar mikið ef maður kaupir fola og temur þá og selur en það þurfa þá að vera góöir folar. Ég hef alltaf keypt svona fjóra til fimm fola á ári og það hefur gengið ágætlaga. Mér hefur gengið vel að selja þá. Það hefur hjálpað manni við að lifa af þessu. Ég er í góðum samböndum og hef alltaf losnað við þau hross sem ég hef þurft að selja. Það sem ég hef selt hafa kaupendurn- ir yfirleitt verið ánægðir með og þá koma þeir aftur eða benda öðrum á að tala við mig ef þá vantar hest. Það er mjög mikil eftirspurn eftir hrossum núna. Svo hef ég fram að þessu alltaf sótt aðra vinnu á haustin og þá yfirleitt farið til sjós. Það verður alltaf að klóra í bakkann." - Ætlar þú að halda þessu áfram? „Já, alveg grjótharður.“ - Hvað finnst þér með verð á hrossum? „Mér finnst það vera nokkuð sanngjarnt. Það er alveg óskapleg breidd í þessu eftir því hvernig hesturinn er, en góður og galla- laus hestur selst á ágætu verði enda má meta hann hátt. Topp- hestarnir fara á því verði sem á þá er sett og stór hluti þeirra er seldur úr landi, þar er borgað vel fyrir þá.“ - Éru merarnar þínar ættbók- arfærðar og ætlar þú að nota þær í ræktun? „Þrjár þeirra eru ekki enn komnar á tamningaraldur. Hitt eru tamdar hryssur sem ég veit hvernig eru en þær eru ekki ætt- bókarfærðar en nokkuð góðar hryssur. Að fara út í ræktun verður ekki nema í litlum mæli því ég held að ræktunin sem slík verði sjaldan lifibrauð hjá einstaklingi. Þetta tekur svo óskaplega langan tíma en ég stefni að því að koma mér upp svona þremur til fimm ættbókarfærðum merum, þær verða alls ekki fleiri." - Hvenær hefjast svo tamning- arnar í vetur? „Ég stefni á að byrja 1. nóv. Þá tek ég inn fimm fola sem ég á sjálíur og ætla að temja og selja. Það er ekki víst að það komi mik- ið af hrossum á þessum tíma frá öðrum en þó er ég búinn að lofa að taka nokkur hross frá öðrum þá. Það er gott að eiga hesta til- búna í söluna þegar markaðurinn fer að lifna eftir áramótin. Ég stefni að því að mínir folar verði orðnir sölufærir í lok janúar eða í byrjun febrúar eftir svona þriggja mánaða tamningu. Það er oft góður sölutími í kringum áramót- in þegar menn eru að taka reið- hestana á hús. Þá fara þeir á stúf- ana og skoða þá hesta sem vitað er að eru til sölu, og kaupa þá gjarnan eitthvað um leið og þeir fara að taka hesta inn.“ - Ert þú bjartsýnn á að það verði mikið að gera í tamningum í framtíðinni? „Já, því ekki það. Það virðist vera mikil eftirspurn eftir tamn- ingum og það er alveg geysilegur fjöldi af hrossum hérna í hérað- inu og það eru ekki líkur til að þau verði öll étin. Áhuginn fyrir ræktun á hrossunum hefur aukist alveg gríðarlega mikið. Það er það mikið gott í húnvetnsku hrossunum að það ætti ekki að taka langan tíma að ná veruleg- um árangri ef ræktuninni verður sinnt af einhverju viti og það virðist nú vera að gerast. Maður hefur rekið sig á það héma að hrossin skortir ekki hæfileika né vilja en það eru vissir vankantar í sambandi við byggingu margra hrossanna. Ég held að það sé hlutur sem fljótlegt ætti að vera að laga með ræktun þegar hæfi- leikarnir eru fyrir hendi.“ - En svona að lokum, stefnir þú að því að halda bikurunum sem eru þarna á hillunni næsta ár? „Þeir verða fleiri næst.“ fh Hér situr Eggert verðlaunahryssuna Gustu frá Ketu. Eigandi hryssunnar er Símon Traustason á Ketu í Hegranesi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.