Dagur - 29.10.1988, Síða 7

Dagur - 29.10.1988, Síða 7
29. október 1988 - DAGUR - 7 „Ég sagði að hundurinn væri með flær og hún sagði mig Ijúga og fór heim í fússi og hefur ekki yrt á mig síðan.“ - pistill frá Bandaríkjunum Vinkona mín á hund. Hrikalega stóran og vöðvamikinn og kjaft- urinn á við Jaws og augun eins og rýtingar. Hann er andstæða flagðsins undir fagra skinninu því hann er forljótur og sauðmein- laus, en þar sem vinkonan hefur sumt sem aðrir hafa ekki þá er hundurinn með flær. Svo kom helgi og vinkonan til mín og sagði að hún bara yrði að skreppa og spurði hvort ég gæti passað hundinn á meðan og það var nú sjálfsagt. Hún skyldi bara koma með dýrið. Enda er hún falleg, vinkonan. Hún kom með hundinn og hann settist á gólfið og klóraði sér óskaplega og stanslaust þar til vinkonan kom aftur og ég sagði að hundurinn væri með flær og hún sagði mig ljúga og fór heim í fússi og hefur ekki yrt á mig síðan. En ég sat heima eitt kvöld við annan mann; við sötruðum bjór og vorum á stuttbuxum, enda gerist þetta í landi þar sem er hlýtt og þar sem bjór er seldur í matvöruverslunum. Nú, ég sat þarna og klóraði mér á öðrum ökklanum, svo á hinum, á lærinu, aftur á ökklanum, og svo hopp- aði eitthvað svart og pínulítið upp á hné mér og beit mig. Ég varð vondur og skellti lófanum á lærið og meiddi mig og þetta litla svarta hoppaði niður og beit mig í ökklann. - Hvernig? - Kauptu sprey. Ég fór í súpermarkað sem er eins og sex Hagkaup á einni hæð og fann sprey sem lofaði mér útrým- ingu allra flóa á mínu heimili og ef ekki þá skyldu framleiðendur endurgreiða mér kostnaðinn við kaupin að undanskildu póstgjaldi og var það hærra en kaupverðið og með það fór ég heim og spreyjaði íbúðina alla. Lyktin var svo hroðaleg að ég nánast kafn- aði og því flúði ég og fór í apótek og keypti meira smyrsl og kom ekki heim allan daginn. Um kvöldið kom ég heim og fann dauða á gólfinu kakkalakka í stórum hrúgum og ýmsar aðrar tegundir af torkennilegum pödd- um en enga sá ég flóna, enda fór það svo að þegar ég hafði mokað út líkunum og sest niður að ein stökk upp á hné mér og beit mig. Ég brjálaðist, æddi út í súper- markað og fjárfesti í fimm mis- munandi tegundum af flóaeyði í spreyformi, fékk lánaða gas- grímu hjá hernum, fór heim; ég kláraði úr öllum brúsunum á íbúðina og svaf hjá kunningja um nóttina. Daginn eftir sneri ég heim og eftir að hafa uppgötvað fjölmarg- ar nýjar tegundir af pöddum og skorkvikindum í útrýmingarstöð- inni íbúðinni minni og mokað þeim öllum út settist ég niður og sat grafkyrr og beið eftir flónni sem ætlaði að bíta mig og ég beið í tvo tíma en engin kom flóin. Pað var ekki fyrr en ég fékk heimsókn seinna um daginn að flóin, þessi síðasta, stökk upp á hné mér og beit mig. Svo drapst hún. Síðan hef ég ekki passað hund- inn vinkonu minnar. Jens Kristjánsson, Bandaríkjunum. - Hvað er þetta, sagði ég. - Þetta er fló, sagði gesturinn. Með það sama þaut flóin upp á hnéð á mér og beit mig og ég náði henni og muldi hana milli fingr- anna. Ég var hróðugur og hugðist líta líkið augum þegar kvikindið stökk í burtu og beit gestinn í ökklann. - Pað er erfitt að drepa flær, sagði gesturinn og klóraði sér. - Jæja, sagði ég. Seinna um kvöldið fór ég að sofa og vaknaði um miðja nótt til að klóra mér og var að því fram á morgun og þá voru leggirnir og lappirnar opin sár með húðsnepla inn á milli og þar sem húðin var klæjaði mig og þar sem hún var ekki sveið mig. Ég fór í apótek og keypti smyrsl og bar á og leið betur og fann síma og hringdi. - Heyrðu, sagði ég, - það eru flær í húsinu mínu. - Dreptu þær. Þessi hundur er greinilega vænsta skinn og það var hundur vinkonunnar cinnig. Hann var andstæða flagðsins undir fagra skinninu. Ekki flóarfriður Sjómenn athugið! Ávallt til línuefni og ábót. Setjum upp línu. Ennfremur flestar aðrar útgerðarvörur SANDFELL HF v/Laufásgötu • Akureyri • s. 26120 Kiwanis- félagar bæði núverandi og fyrrverandi. 20 ára afmælishátið Kaldbaks, verður haldin að Jaðri þann 5. nóvember '88, kl. 19.00. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 28. okt. hjá Eiríki í síma 24411 eða Þorsteini í síma 22337. Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Hólmavík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Selfossi. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Neskaupstað, Norðfirði. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 25. október 1988. {MS xmc Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á sjúkra- og ellideild Hornbrekku í Ólafsfirði. Umsóknir sendist forstöðumanni Hornbrekku fyrir 10. nóv. n.k. Forstöðumaður veitir jafnframt allar nánari upplýsingar í síma 96-62480. Stjórn Hornbrekku, Ólafsfirði. frv-,| FJÓRÐUNGSSJÚKRAHUSIÐ lOCl Á AKUREYRI Óskum að ráða læknaritara í fullt starf á Handlækningadeild sem fyrst. Upplýsingar veitir Sigurunn Agnarsdóttir, lækna- fulltrúi. Umsóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A. Vigni Sveinssyni fyrir 5. nóvember n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, s. 96-22100.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.