Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 29. október 1988
ggert Helgason á Nautabúi í Vatnsdal er
S ' mikill bjartsýnismaður. Hann er 25 ára
gamall, fæddur á Akranesi en fyrir
S hálfu öðru ári tók hann Nautabú á
JB.___leigu og ákvað að lifa þar á því að
temja og versla með hross. Þetta var almennt ekki
talinn arðvænlegur atvinnuvegur og flestir töldu
víst að pilturinn hlyti hreinlega að flosná upp á
mjög skömmum tíma. Blaðamaður Dags heimsótti
Eggert til að forvitnast um hvernig honum gengi að
lifa með hestadellunni sinni og ekki var að finna
neinn bilbug á drengnum. í stofunni á Nautabúi
mátti sjá fjóra verðlaunabikara og eina tólf pen-
inga allt verðlaun sem Eggert hafði unnið á hesta-
mannamótum í Húnaþingi sl. sumar.
Verðlaun þau sem Eggert hlaut á þessu ári eru fjórir bikarar og tólf verðlaunapeningar.
- Hvenær fékkst þú þennan
mikla áhuga á hrossum?
„Það var þegar ég var 7 eða 8
ára, þá var ég í sveit á Skelja-
brekku í Borgarfirði. Beljurnar
þar voru reknar svo langt að ég
var alltaf ríðandi við að reka þær
og þá byrjaði þetta. Eldri bróðir
minn Leifur var þá farinn að
stunda tamningar og hann ýtti
mikið undir þetta hjá mér. Það
voru líka alveg ágætis hross á
Skeljabrekku."
- Hvað varst þú mörg sumur á
Skeljabrekku?
„Eg held að ég hafi verið þar
ein 4-5 sumur í allt og einn vetur.
Ég vildi alltaf vera í sveit og var
m.a. á Hesti í Borgarfirði tvö
sumur og einn vetur, einn vetur
og tvö sumur var ég norður í
Skagafirði, einn vetur var ég hálf-
an hjá Búnaðarsambandi Borgar-
fjarðar í afleysingum og hinn
helming vetrarins hjá Búnaðar-
sambandi Skagafjarðar."
- Hvenær fórst þú að hafa
atvinnu af tamningum?
„Það var 1983 sem ég fór fyrst
að hafa atvinnu af þessu og þá
fyrst bara yfir sumartímann, það
var á Miðfossum í Borgarfirði.
Það var ekki á tamningarstöð
heldur tamdi ég fyrir bóndann
þar en það var sami bóndinn og
ég hafði áður verið hjá á Skelja-
brekku. Þaðan fór ég í „bæinn“
og var þá að temja í Laxnesi í
Mosfellssveit einn vetur. Um
sumarið vann ég á jarðýtu og var
við það næstu þrjú sumrin en
tamdi þá á veturna. Ég tamdi hjá
Halldóri Sigurðssyni, gullsmið og
austur í Hólmahjáleigu í Land-
eyjum og Búðarhóli. Þá var ég
með 20 hross og reið út sinn dag-
inn frá hvorum bænum. Það var
mikið að gera á meðan þetta stóð
yfir.
Það töldu allir að ég
væri brjálaður
Ég var búinn að ganga með það
lengi í maganum að ná mér í jörð
og auglýsti eftir henni þegar ég
var í Landeyjunum, þetta var
búinn að vera alveg voðalegur
flækingur á manni. Þannig komst
ég í samband við þá bræður Jón
og Pál Hannessyni sem eiga
Nautabú. Svo fór ég og skoðaði
þetta og okkur samdist og ég
flutti hingað."
- Þótti þetta ekki vitlaust þeg-
ar þú varst að flytja hingað norð-
ur og ætlaðir að lifa á tamning-
um?
„Jú, það töldu allir að ég væri
brjálaður. Kunningjar mínir
sögðu að ég myndi verða kominn
aftur suður eftir hálft ár og þá
sennilega í hjólastól því það fór
það orð af húnvetnsku hrossunum
fyrir sunnan að þau væru almennt
alveg svínhrekkjótt og miklir
óþverrar. Fram að þessu hafði ég
ekki unnið með neinum tamninga-
mönnum nema Leif bróður mín-
um þegar ég var í Laxnesi.“
- Hvernig hefur svo gengið
með húnvetnsku hrekkjahest-
ana?
„Þeir eru ekki hrekkjóttari en
annars staðar, ekkert betri
heldur, þetta voru bara sögur
sem hafa kjaftast út en hitt er
staðreynd að það hafa komið
héðan algjörir óþverrar sem hafa
komið þessu orði á hrossin. En
að hross séu hrekkjóttari hér en
annars staðar, það er tómt kjaft-
æði.“
- Hvenær fluttir þú svo hingað
að Nautabúi?
„Það var í mars 1987. Ég fór
ekki að temja þá fyrr en 1. júni
og fékk þá strax nóg að gera. Það
er mikil eftirspurn eftir að koma
hrossum í tamningu. Sumt af
hrossunum sem ég var með fyrsta
sumarið komu að sunnan og svo
var þetta hérna úr dalnum og úr
nágrannasveitunum. “
Eg var sérstaklega
heppinn með hesta
- Þér hefur gengið vel á mótum í
sumar, voru hestarnir sem þú
hefur verið að taka verðlaunin á
komnir af stað í tamningu áður
en þeir komu til þín?
„Mér hefur gengið ágætlega,
ég var líka sérstaklega heppinn
með hesta, ég fékk mjög góða
hesta. Þeir voru nokkuð tamdir
en mikil vinna eftir við þá þegar
ég tók við þeim.“
- Hvaða hestar eru það sem
þú hefur verið að taka verðlaun
á?
- Það er nú Stjörnufákur
Trausta Kristjánssonar á Blöndu-
ósi. Hann var dálítið taminn þeg-
ar ég tók við honum og svo var