Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 11
29. október 1988 - DAGUR - 11 Freestyle í SjaUanum Keppni í frjálsri hárgreiðslu eða freestyle, var haldin í Sjall- anum laugardagskvöldið 22. október sl. á vegum tímaritsins Hár og fegurð. Þátttakendur voru 19 talsins frá Akureyri, Húsavík, Skagaströnd og Reykjavík. Keppt var í tveimur flokkum, hárskurði og hárgreiðslu. Sigur- vegarar í hárskurði urðu þessir. I fyrsta sæti var Soffía Jónsdóttir Rakarastofunni Kaupangi, þá Særún Jónsdóttir Skagaströnd, Auður Hinriksdóttir Hársnyrti- stofunni Passion, Hulda Haf- steinsdóttir Rakarastofu Haf- steins og Jóhanna Kristinsdóttir Rakarastofunni Kaupangi. í hárgreiðslu sigraði Kristín Sigvaldadóttir Hártískunni Kaupangi, þá kom Erna Arnars- dóttir sömu stofu, Ágústa Ólafs- dóttir Hárgreiðslustofunni Sigurmódel Soffíu var Jón B. Þorsteinsson, ógnvænlegur ekki satt' Hárfín, Þórunn Árnadóttir Hár- greiðslustofu Steinunnar og Gunnlaugur Stefánsson Hártísk- unni Kaupangi. Fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni sem var jöfn og spenn- andi, þó að þær sem lentu í fyrsta sæti í hvorum flokki hafi sigrað með yfirburðum. VG Sigurvegarar í hvorum flokki, t.v. Soffla Jónsdóttir hárskurði og Kristín Sig- valdadóttir hárgreiðslu. Og hér er sigurmódel Kristínar, Hrafnhildur Theodórsdóttir. Hárgreiðslukona þessarar dulúðlegu stúlku er Erna Arnarsdóttir og lenti hún í öðru sæti. \ Beingisnun hefst venjulega um miðjan aldur. Beinin gisna innan frá og styrkurþeirra minnkar. Þess vegna eykst hætta á beinbrotum og að hryggjarliðir falli saman. Próteinið í mjólk hágæðaprótein og nýtist því vel í stöðuga endurnýjun og uppbyggingu líkamans. Eldur í æðum? Þegar aldurinn fserist yfir er mikilvægt aö muna, aö lífsfjörið og heilsan eru háö réttri næringu. Rétt næring leggur grunn aö góða skapinu og ásamt hreyfingu hamlar hún gegn beingisnun og hrörnun og blóðið rennur mun léttar um æðarnar. MJÓLK er mikilvægur hlekkur í fæðuhringn- um. Hún er einn fjölhæfasti bætiefnagjafi sem völ er á. Erfitt er að fullnægja kalkþörf líkamans án mjólkur eða mjólkurvara. Auðvelt er að velja mjólk og mjólkurvörur með mismunandi fitumagni eftir þörfum hvers og eins en ráðlagður dagsskammtur fyrir fólk yfir 50 ára aldri samsvarar 2 glösum af mjólk á dag*. 'Margir telja aö kalkþörf aldraðra sé meiri, eða sem samsvarar 3 glösum á dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.