Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 29.10.1988, Blaðsíða 2
2-DAíSijR - SG. oktÖbér ’t988 Leiðinlegur og langrækinn Góöan daginn háttvirtu lesend- ur. Fjölmargir hafa komið að máli við mig, hringt í mig og skrifað mér í þeirri von að ég haldi áfram með söguna af Sigríði í Koti, Valtý á Felli og riddaranum á hvíta hestinum. Hingað til hef ég vísað öllum beiðnum á bug og mun gera það enn um sinn. Hitt er ekki útilok- að að ég taki upp þráðinn að nýju, enda er mér ekki sama um þennan ástarþríhyrning og vildi gjarnan stýra elskendunum í gegnum öldurót örlaganna. Hugsið ykkur bara ef sakleysinginn hún Sigríður lendir í klónum á lostafullum flagaranum án þess að Valtýr fái rönd við reist. Það væri skelfi- legt. „Þú ert bæði leiðinlegur og langrækinn," sagði konan mín við mig á dögunum þegar ég benti henni á þá staðreynd, að ef hún hefði ekki keypt sér ný föt í sumar, nánar tiítekið um miðjan maí, þá hefðum við getað farið á tónleikana með Kim Larsen á Hótel íslandi. Þetta er engu að síður satt og sorglegt að vita hve konur cru skammsýnar. Þær hugsa bara um tískuna og líðandi stund. „Þú ættir ekki að segja mikið Hallfreður Þór Örgumleiða- son,“ gólaði konan og henni var greinilega mikið niðri fyrir fyrst hún nefndi mig fullu og réttu nafni. „Ef þú hefðir aldrei reykt eða drukkið þá ættum við skuldlausa fjögurra herbergja ibúð núna með bílskúr, sána og nuddpotti,“ hélt konan áfram, nær örvita. Þvílík röksemdafærsla! Ef ég hefði hvorki reykt né drukkið um ævina þá væri ég einfaldlega ekki á lífi. Látinn maður getur ekki keypt íbúð, það er á hreinu. Hvers virði er lífið án lífsnautna? Spyrjið hvern sem er nema presta og bindindis- Vélsleðar til sölu Arctic Cat 1987 Cheetah. Loftk. Ekinn 850 mílur kr. 340.000,- Góð greiðslukjör. Arctic Cat 1988. Wildcat sem nýr. Ekinn 800 mílur kr. 430.000,- Arctic Cat 1987 Cheetah. Raf- start - bakkgír. Ekinn 480 míiur, kr. 390.000,- Ski Doo Formula plus. Ekinn 3400 km, árg. '86, kr. 350.000,- Ski Doo 1987. Grár MX. Ekinn 2600 mílur, kr. 420.000,- Arctic Cat Cougar 1987. Svartur. Ekinn 2600 milur, kr. 320.000,- Vélsleðamarkaðurinn er hjá okkur. Vantar sleða á söluskrá. Hocboitu níiASAiA □ □ ö BILASALINN VIDHVANNAVUU 5:24119/24170 menn. Nei, það má ekki horfa í nauðsynlegan lífselexír þegar peningar eru annars vegar, en föt og annað prjál er allt annar handleggur. Auðvitað getur hver heilvita maður gengið í sömu fötunum árum saman. Lítið bara á mig. Hvað minn gamla vin, Kim Larsen, varðar þá er það sorgleg staðreynd að ekki þýðir að bjóða Akureyringum upp á skemmtikrafta af neinu tagi. Spyrjið bara Laufdalinn. Akureyringar eru svo tregir og nískir að þeir glápa frekar á hundfúlt Sjónvarpið en að skreppa í Sjallann og skemmta sér ærlega. Þess vegna þýðir ekkert að fá Kim Larsen norður, mér og félögum mínum af eldri kynslóðinni til mikillar armæðu. Það verður því ekkert af upprifjun á dönskum sælu- stundum að sinni, nema ég vinni í lottófimmþrjátíuogátta- leikandiléttmeðbónus eða í lukkubílahappaferða- fjarkatríóinu. Ég er í fýlu. Dóttir mín er líka í fýlu. Þegar ég spurði hana hvers vegna þá svaraði hún: „Þú áttir ekki að skamma mig.“ „Ha, skamma þig, hvenær gerði ég það?“ hváði ég sljór. „Á jól- unum þegar ég ætlaði að taka upp stóra pakkann,“ ansaði sú stutta, hvessti augnaráðið enn Hallfreður Örgumleiðason: , yw; ; ■ , ; : fp! 11 j '! \ f í Ef Hallfreður hefði hvorki reykt né drukkið um ævina, þá ætti hann 4ra herbergja íbúð með sána. og framlengdi stútinn á munnin- um. Ég skil bara ekki hvaðan barnið hefur þessa langrækni, hugsaði ég með mér og leit á konuna sem söng og trallaði. Sú þóttist vera í góðu skapi. Ég var fljótur að breyta því. „Æ, hættu þessu endemis útburðarvæli. Sérðu hvað sífellt nöldrið í þér og tilgangslaus óhljóðin hafa gert dóttur okkar. Hún er orðin langrækin og leiðinleg eins og þú og öll þín ætt, allir þínir vinnufélagar, gamlir skólafélagar og annað hyski,“ hreytti ég út úr mér og fann sæluhroll hríslast um mig er ég sá uppsveigð munnvik konunnar detta niður í blý- þunga skeifu. Hún gat ekki einu sinni svarað fyrir sig. Þar með vorum við öll komin í fýlu, enda er það bjargföst trú mín að fjölskyldan eigi að standa saman á erfiðleikatím- um. Eitt skal yfir alla ganga og allir verða að finna til sam- kenndar með öðrum, sérstak- lega mér. Nei, ég er sko ekki langrækinn að eðlisfari, en ef einhver hundur er í hinum fjölskyldumeðlimunum þá verð ég auðvitað að gelta með. Fasteignatorgið Geislagötu 12, Sími: 21967 Sölustjóri Björn Kristjánsson, heimasími: 21776 Opið frá kl. 13-19 F.F. Félag Fasteignasala Til sölu nokkur einbýlishús við Bakkasíðu, úr timbri Verð fyrir alla Fullbúin með teppum og innréttingum, lóð grófjöfnuð. Mögulegt er að taka minni íbúðir upp í kaupverð. Þá er miðað við fullbúið hús. 135 fm ásamt 32 fm bílskúr. Verð 7.000.000,00. 128 fm ásamt 34,40 fm bílskúr. Verð 6.783.230,00. 119 fm ásamt 28 fm bílskúr. Verð 6.287.923,00. 109 fm ásamt 28 fm bílskúr. Verð 5.861.053,24. Verktaki er Aðalgeir Finnsson hf. Grenílundur: Glæsilegt par- hús ca. 289 fm á tveim hæðum. Innbyggður bíl- skúr. Möguleiki að hafa 2ja herb. íbúð á n.h. Hamragerði: Einbýlishús á besta stað í bænum 300 fm með tvöföldum bílskúr. Furulundur: 3ja herbergja raðhús á e.h. ca. 77 fm. Falleg eign. Seljahlíð: 4ra herbergja endaraðhús. Mjög falleg eign. Kjalarsíða: 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í svalablokk. Laus fljótlega. Til sölu framleiðslufyrirtæki í matvælagerð á Reykja- víkursvæðinu í fullum rekstri. Góð viðskiptasam- bönd. Möguleiki að taka íbúð í skiptum. Upplýsingar á skrifstof- unni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.