Dagur - 19.11.1988, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 19. nóvember 1988
Helga Kristjánsdótlir
skrifar
Ítalíuferð
ir orðnir æði þreyttir eftir langan
og strangan dag - en ekki var allt
búið enn, því nú var eftir að aka
í „einn og hálfan ítalskan tíma“
(sem gat orðið allt að þrír
íslenskir tímar) áður en komið
var til bæjarins Sottomarina. I
Sottomarina gisti hópurinn á
tveimur hótelum um nóttina.
Tvær máltíðir á dag voru inni-
faldar í ferðinni meðan við vor-
um á Ítalíu. Einnig voru allar
rútuferðirnar innifaldar nema
skoðunarferðirnar sem farnar
voru frá Sorrento og ferðir á
diskótek á kvöldin.
Feneyjar
10.09. Farið var í skoðunarferð
til Chioggia, bæjar á austur-
ströndinni um morguninn og síð-
an var siglt þaðan til Feneyja.
Siglingin tók ekki langan tíma,
enda vorum við á alveg þokka-
legri ferju. Efra þilfar ferjunnar
var opið svo það var strax hægt
að skella sér í sólbaðið.
Allar vegalengdir í Feneyjum
eru mjög stuttar og hægt er að
ganga borgarenda á milli á 5
mínútum - þ.e.a.s. villist maður
ekki, því borgin er mörgum völ-
undarhús. Nú, við gengum þarna
um í hóp eftir þröngum götun-
um, horfandi ofan í græn sýki,
upp á þvott sem hékk milli hús-
anna, eða einfaldlega aftan á
hnakkann á næsta manni. Pegar
við höfðum m.a. skoðað Frari-
kirkjuna og Rialtobrúna og
í haust, þann 9. september hélt núverandi 4. bekkur MA upp í
draumaferð sína. Skólaferð sem tilvonandi fjórðubekkingar fara
venjulega á haustin, - rétt áður en sest er á skólabekk og alvara lífsins
tekur við. í 3. bekk höfum við safnað í ferðasjóð með sjoppurekstri,
dansleikjahaldi, happdrætti, áheitaakstri og öðru tilheyrandi eins og
venja er. Afrakstur fjáröflunarinnar var góður miðað við undanfarin
ár enda veitti ekki af því við vorum 93 sem fórum í þessa ferð. Ítalía
var fyrirheitna landið að þessu sinni en einnig höfðum við viðkomu í
Luxemborg og London. Ferðin var farin á vegum Ferðaskrifstofunnar
Útsýnar.
Fíér kemur ferðasagan en
vonlaust er að gera öllu því sem
við upplifðum tæmandi skil.
09.09. Brottför frá Keflavík til
Luxemborgar eldsnemma
morguns. Vegna þess að lagt var
upp til Keflavíkur frá Reykjavík
um kl. 5.00 um morguninn tók
því auðvitað varla að fara að
sofa, svo sumir skelltu sér bara í
ellefubíó kvöldið áður og dund-
uðu svo eitthvað til morguns.
Partur af hópnum svaf heldur
ekki fyrir spenningi - enda sumir
að fara í fyrstu utanlandsferðina.
Allir hressir með
visakortið upp á vasann
Það var meiri háttar gaman að
hitta krakkana eftir sumarið, alla
hressa og með visakortið upp á
vasann. Mig minnir að á leiðinni
til Luxemborgar hafi sumir verið
farnir að syngja gömul ættjarð-
arljóð, - já það var greinilegt að
bjórinn hafði tekið við af hangi-
kjöti og saltfiski... og bráðum
yrði það pizzan.
Upphaflega var alls ekki ætlun-
in að koma við í Luxemborg, en
vegna hagræðingar í utanlands-
fluginu kom þetta til. Ferðin var
því lengd um einn dag sem eytt
var í Luxemborg okkur að kostn-
aðarlausu.
Um 25°C stiga hiti tók á móti
okkur er við stigum út úr vélinni
og á flugvellinum tók svo íslenski
fararstjórinn, Halldór Laxness
Einarsson (sonarsonur nóbels-
Helga Fanney með dæmigert útsýni í Luxemborg í baksýn, því þar eru svona
brýr víða.
verðlaunahafans) á móti okkur
og fór með þá sem vildu í skoð-
unarferð um borgina. Ég held að
það hafi komið okkur öllum á
óvart hve glæsilegar byggingar
borgin á og hve gott virki hún
hefur verið í gegnum tíðina. Pað
voru allir að leka niður í hitanum
og menn fóru að ímynda sér
hvernig það yrði þegar komið
væri til Ítalíu... en þar reyndist
ekkert heitara. Eftir skoðunar-
ferðina var komið við í verslunar-
hverfunum, þar sem kaupgleðin
fékk útrás í fyrsta skipti í ferðinni
en svo sannarlega ekki í það síð-
asta. Seinni part dagsins var síð-
an flogið frá Luxemborg til borg-
arinnar Trieste á Ítalíu, skammt
frá landamærum Júgóslavíu. Á
flugvellinum í Trieste voru marg-
Ferjan sem við fórum með til Feneyja.
Fyrrihlutí
heimsótt eina glerverksmiðju á
þessari heilsubótargöngu okkar,
hálfgrilluð í hitanum, komum við
að lokum á Markhúsartorgið
fræga. Þetta torg er stórglæsilegt
og ábyggilega hið mesta á Ítalíu
utan Péturstorgsins í Róm.
Markhúsartorgið er eins og önn-
ur torg sem við komum á, fullt af
dúfum, minjagripasölum (sem
hægt er að prútta við), veitinga-
stöðum þar sem gestunum er
þjónað til borðs undir berum
himni og síðast en síst fullt af
ferðamönnum. Eitt átti Mark-
húsartorgið þó ekki sammerkt
með öðrum torgum á Ítalíu, á því
voru ekki leigubílar eða leigu-
vagnar reiðubúnir handa ferða-
mönnum, heldur biðu gondólar
(leigubátar) við bryggjuna fyrir
enda torgsins. Hópurinn skipti
sér niður á gondóla og skellti sér
í smá hringferð um borgina, -
„prófa allt sem gefur lífsreynslu“
var mottó margra í ferðinni.
Það er ógleymanlegt að sigla
um í gondól og þannig fær fólk
meiri tilfinningu fyrir sérstöðu
Feneyja. Um kvöldið, áður en
við héldum aftur á hótelið í
Sottomarina, borðuðum við sam-
an á veitingahúsi sem áður var
fangelsi.