Dagur


Dagur - 26.11.1988, Qupperneq 10

Dagur - 26.11.1988, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 26. nóvember 1988 Baldur og hundarnir, tíkin og hvolpur scm verið er að ala upp, nýr hundur fyrir nýtt fé. Myndir og texti I.M. sjálfan mig og tjá mig á þann hátt en ég geri víst mikið af því.“ Þarna kom eyða „Þetta haust vorum við fimm úr Aðaldalnum sem þurftum að skera niður okkar fé, tveir úr Reykjahverfi og stór hópur bænda í Kelduhverfi. Samstaðan var mikil og það var farið út í niðurskurð vegna óskar frá bændum um að gera átak í þess- um málum. Veikin var búin að grassera hér í Aðaldal í ein tíu ár.“ - Hverju kennir þú um útbreiðslu veikinnar og heldur þú að hægt hafi verið að sporna bet- ur við henni á einhverju stigi? „Ég býst við að hægt sé að halda þessu eitthvað betur niðri með meiri pössun. Veikin barst á einn bæ, sennilega með kind norðan úr Kelduhverfi, og barst síðan út frá honum á næstu bæi, þó ekki í neinum stökkum. Veikin er búin að vera lengi hér á íslandi en fór ekki að breið- ast út að neinu marki fyrr en bændur fóru að breyta um bú- skaparhætti, gefa fénu inni en hætta útibeitinni. Veikin er í hús- unum og smitast ábyggilega oft- ast þar.“ - Hvernig leið þér um haustið eftir að féð var farið? „Mig vantaði alltaf eitthvað, var alltaf að leita að einhverju. Pó voru verkefnin mikil við að endurnýja fjárhúsin og hreinsa til. Þetta er mikil breyting að Böðvar Baldursson og unnusta hans, Guðrún Lára Pálmadóttir, bæði nýútskrifaöir búfræðingar. ég yrði fimmtugur, vera þá kom- inn vel á flot fjárhagslega og búa með sauðfé og svín. En ég hætti ekki með kýrnar því riðan var komin á fullt hér í kringum mig.“ Baldur er fæddur og uppalinn í Yztahvammi, var næstyngstur af sjö börnum hjónanna Guðrúnar Gísladóttur frá Presthvammi og Jóns Gunnlaugssonar frá Geita- felli. Bóndi í þeim öllum Um tildrögin að því að Baldur tók við búinu á sínum tíma segir hann: „Ég held að aldrei hafi ver- ið rætt neitt sérstaklega um þetta, Ég hafði varla farið út fyrir tún- garðinn áður og maður þroskast á því að fara að heiman. Pað var ekki fyrr en 1958 sem Fanney kom hingað. Þar til var ég vinnu- maður hjá foreldrum mínum og fór á vertíðir á veturna, ætlaði að græða eins og aðrir en það tókst nú aldrei. Vélamenningin var kominn af stað og maðurþurfti að hafa pening sem enginn var til. Við Fanney bjuggum síðan fé- lagsbúi með foreldrum mínum þar til 1967 er heilsan bilaði hjá föður mínum og þeir fluttu til Húsavíkur. Börnin okkar, öll fimm, hafa verið ákaflega hjálpleg við búskapinn. Pað er bóndi í þeim Hvaða tilfinningar bærast í brjósti bóndans sem dag nokkurn þarf að sjá á eftir öllu fé sínu í gröfina vegna riðuveiki? Maður getur veigrað sér við að spyrja slíkrar spurningar. Baldur Jónsson, Yztahvammi í Aðaldal er einn þeirra bænda sem fyrir tveim árum upplifði það að þurfa að farga öllu sínu fé. En í haust voru fjárhúsin í Yztahvammi tekin í notkun á ný eftir að fallegur hópur af gimbrum hafði verið sóttur í Þistilfjörðinn. Fjármaðurinn, Baldur var glaður á góðviðrisdegi yfir nýja fjárhópnum. Þá kvaddi Dagur dyra og spurði fyrst um þessa skelfilegu reynslu, niðurskurðinn. ær aftur, og ég hef sennilega fengið góð ærefni.“ - Stóðstu mjög einn í þessum átökum? „Fanney stendur alltaf við hlið- ina á mér. Og einnig aðrir í fjöl- skyldunni en það var bara ekkert barnanna heima þessa daga, Sig- þóra var í skóla fyrir sunnan og Böðvar á Hvanneyri en dóttir okkar sem býr á Húsavfk skrapp til okkar. Ég sótti ekki eftir styrk annars staðar frá. Jú, í sjálfu sér er ég trúaður maður og hef fengið sönnun fyrir því í lífinu að til eru miklir kraft- ar sem maður skilur ekki. Pórir Sveinbjörnsson, gamall maður sem var hér í sjálfsmennsku og ég var mikið með sem barn, talaði mikið við drottin og sýndi honum hiklaust í tvo heimana ef honum mislíkaði eitthvað. Þessi maður átti nokkrar kindur sem hann heyjaði fyrir og ef rigndi ofan í hjá honum þá talaði hann við þennan þarna uppi. Ég ímynda mér að ég hafi lært af gamla manninum að tala upphátt við „Auðvitað var maður lengi búinn að búast við þessari veiru. Fyrsta kindin var tekin á Hrauns- rétt fyrir tveim árum, hún kom þá af fjalli. Eftir hálfan mánuð var kominn úrskurður um að hún væri með riðu og um miðjan október fór það allt saman, 226 ær.“ Pað er sársauki í rödd Baldurs en hann er beðinn að lýsa þessum erfiðu stundum nánar: „Pað var bara ein þögn hjá mér. Ég man þegar ég kom hér ofan brekkurn- ar með ærnar í síðasta sinn í glaðasólskini. Fimm forystuær, þar af þrjár veturgamlar, langaði til að fá frelsið og það munaði engu að ég leyfði þeim að fara - og öllu saman. Ég var alveg að guggna. En maður lét náttúrlega eitthvert vit komast að. Það var þungbærast þegar ég smalaði fénu inn í hús. Ég vissi að ég mundi aidrei sjá þessar for- ystuær framar og sennilega aldrei fá svona góðar forystuær eins og mér fannst þessar vera. En ég bjóst við að ég gæti fengið góðar Hjónin í Yztahvammi, Baldur Jónsson og Fanney Helgadóttir. missa einn liðinn úr búskapnum. Við erum með einar 20 kýr og þekktum ekkert annað en að vinna frá morgni til kvölds, en þarna kom svo eyða sem við viss- um ekki hvað við áttum að gera við.“ - Ertu mikið gefinn fyrir sauð- féð? „Já, ég hef aldrei viljað sjá neitt annað. Kýrnar höfum við aðeins vegna teknanna. Kúabúið var hér fyrir, það setti faðir minn upp 1944 þegar skorið var niður vegna mæðiveikinnar. Ég ætlaði mér að hætta með kýrnar þegar það þótti bara sjálfsagður hlutur. Ég var drifinn á bændaskóla og þótt ég væri ekki yfir mig hrifinn af því þá nýttist mér námið, en margt sem kennt var er orðið úrelt nú.“ Baldur fór ekki erind- isleysu að Hólum því þar kynntist hann Fanneyju Helgadóttur frá Hafursstöðum í Öxarfirði sem siðar varð lífsförunauturinn. Hún var við nám í Húsmæðra- skólanum á Löngumýri og heimboð tíðkuðust milli skól- anna. „Hólar voru góður staður og Kristján Karlsson var geysi- lega góður og elskulegur maður. öllum. Maður er að berjast við að hafa búið í lagi svo einhver af marins fólki vilji taka við því, það er búið að byggja þessa jörð tvisvar upp. Faðir minn byrjaði og byggði hana upp og síðan tók ég við og endurnýjaði allt saman.“ Eitt barna Baldurs og Fanneyj- ar var heima þegar Dag bar að garði í Yztahvammi. Það var Böðvar, hann útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri í vor ásamt unnustu sinni sem heitir Guðrún Lára Pálmadóttir og er úr Kópavogi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.