Dagur - 29.11.1988, Page 3
íbúðarhúsnæði á Akureyri:
Verðhækkanir helmingi
meiri en á Suðumesjum
- hátt í 50% hækkun á einu ári
Fyrri hluta þessa árs, janúar til
júní, hækkaði söluverð íbúðar-
húsnæðis á Akureyri um 46-
49% frá fyrri hluta árs 1987. Á
sama tímabili hækkaði sölu-
verð íbúða á Suðurnesjum um
24-27%. Hækkun umfram láns-
kjaravísitölu er 20-22% á
Akureyri en aðeins 2-4% á
Suðurnesjum. Þó hefur dregið
úr verðhækkunum á Akureyri
á árinu, en þær voru verulegar
árið 1987.
Þessar tölur er að finna í
Markaðsfréttum Fasteignamats
ríkisins. Par kemur einnig fram
að útborgunarhlutfall á Akureyri
hefur lækkað um 5% á tímabilinu
en nær staðið í stað á Suðurnesj-
um. Hlutur verðtryggðra lána í
viðskiptum hefur aukist á báðum
stöðum.
Meðalverð íbúða á Akureyri
umrætt tímabil hefur hækkað úr
2.478 þúsundum króna í 3.680
þús. kr. Söluverð á fermetra
hækkaði úr 24.745 kr. í 36.146
kr. Fermetrinn er dýrastur í 3ja
herbergja íbúðum á Akureyri en
í eins til tveggja herbergja íbúð-
um á Suðurnesjum. Fermetrinn í
Reykjavík kostar 48.331 kr.
Lítum nánar á þessi þrjú
svæði, svigatölur tákna fyrri hluta
árs 1987. Útborgunarhlutfall var
76,3% (76,9) í Reykjavík, 74,1%
(79,1) á Akureyri og 69,9%
(70,8) á Suðurnesjum á fyrri
hluta þessa árs. Hlutur verð-
tryggðra lána var 15,6% (11,1) í
Reykjavík, 22,2% (16,6) á Akur-
eyri og 22,8% (19,6) á Suður-
nesjum. Óverðtryggð lán voru
aðeins 3,7% á Akureyri, 7,3% á
Suðurnesjum og 8,1% í Reykja-
vík. SS
Einn kemur þá annar fer:
Sá svarti skotirai
grimmt á Ejjafirði
Undanfarna daga hefur verið
allgóð sjófuglsveiði á Eyja-
firði. Á þessum síðustu og
verstu kvótatímum er sjófugl-
inn, sem tíðum er nefndur
svartfugl, trillukörlum og öðr-
um áhugamönnum mikil
búbót.
Dalvíkurbátar hafa „róið“
nokkuð stíft á svartfugl og gert
það gott. Dagur hefur spurnir af
allt að 150 fugla veiði yfir daginn
og mun það afrakstur tveggja
veiðimanna. Þá eru fregnir af
fjórum skyttum sem náðu 80
fuglum.
Fuglinn er nú sagður í mikla
æti á Eyjafirði og því er holdafar
hans með besta móti. Reyndar er
svartfuglinn snemma á ferðinni í
ár því oft fæst hann ekki í umtals-
verðum mæli fyrr en vel er liðið á
desember.
Þessi nóvemberglaðningur skot-
veiðimanna við Eyjafjörð er
nokkur sárabót fyrir dapra rjúpna-
veiði að undanförnu. Rjúpnatúr-
ar skotveiðimanna hafa að
undanförnu breyst í venjubundna
fjallgöngu. Menn labba fram og
aftur um fjöll og firnindi án þess
að verða varir við jólasteikina.
Algengur afrakstur yfir daginn er
á bilinu 1-5 rjúpur. Nokkuð sem
menn hrópa ekki húrra fyrir.
Vanir veiðimenn telja að rjúp-
an haldi sig þessa dagana á há-
lendinu þar sem einhver umtals-
verður snjór er. Þeir segja enn-
fremur að hennar sé vart að
vænta aftur á hefðbundnar rjúpna-
slóðir í nágrenni byggðar fyrr en
veðurguðir reiðast á nýjan leik og
ausa aðventusnjónum á þíða
jörð. óþh
29. nóvember 1988 - DAGUR - 3
Nýkomnir sfðir herrafrakkar
Léttfóðraðir. Litir: Blátt og grátt
Stærðir: S - M - L - XL.
Verð aðeins!!! kr. 4.500.-
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
I ~
VersIunarhiLsnæði
Yerslunarhúsnæði til leigu í Kaupangi.
Húsnæðið er laust til afnota 1. janúar n.k.
Stærð ca. 40 fm á jarðhæð auk rýmis í kjallara af
sömu stærð eða meira.
Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 487 fyrir 7.
desember n.k.
Hitablásarar
Andrews hitablásarar fyrir steinolíu og gas.
Einhell hitablásarar fyrir gas.
Stærðir: 9kW-47kW.
Súluborvélar verð frá kr. 9.378.-
Skeljungsbúðin,
Shell Hjalteyrargötu 8, sími 22850.
Ný áætlun Skipadeildar:
Frá Reykjavík alla fímmtudaga.
Á Akureyri á mánudagsmorgni.
Þetta er þáttur í að gera Akureyri
að miðstöð flutninga skipadeildar
úti á landi.
Athugið að nú er búið að stytta
biðina eftir innflutningi frá Reykja-
vík um 5 daga.
Takið vikuna snemma með
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
AKUREYRI
Hafnarstræti 91-95, sími 27797
TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA