Dagur


Dagur - 15.12.1988, Qupperneq 2

Dagur - 15.12.1988, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 15. desember 1988 Hljóðbylgjumenn þjást ekki af heimþrá: Við höfum fengið frábærar viðtökur ■ segir útvarpsstjórinn, sem segir stöðina komna til að vera „Þetta hefur gengið alveg Ijómandi vel,“ segir ánægður Pálmi Guðmundsson Hljóð- bylgjuútvarpsstjóri. Fyrsta útsending Hljóðbylgjunnar í Reykjavík var þann fyrsta þessa mánaðar og fjölgaði þar með mjög þeim er stillt geta Flugleiðin Reykja- vík-Sauðárkrókur: Nóg pláss í allar ferðir fram að jólum „Nóg pláss í allar ferðir fram að jólum,“ sagði María Blön- dal á afgreiðslu Flugleiða á Sauðárkróki í samtali við Dag, aðspurð um flugumferð tií Sauðárkróks um jólin. Það hefur sjaldan komið upp að ferðir hafí verið fullbókaðar fyrir jól, þetta hefur dreifst á allra síðustu ferðir áður en jólahátíðin hefur gengið í garð. Að sögn Mariu hefur það að- eins verið á annan í páskum og annan í nýári sem flugferðir hafa verið fullbókaðar frá Sauðárkróki með Flugleiðum. Að sögn Maríu hefur það auk- ist að skólafólk nýti sér svokölluð hopp-fargjöld, sem eru fargjöld sem ekki er hægt að bóka sig í, heldur eru miðarnir seldir um klukkutíma áður en flugvélin fer í loftið. Þessi hopp-fargjöld eru mun ódýrari en venjuleg fargjöld, jafnvel ódýrari en barnafargjöld. María á ekki von á að það verði fullt í eina einustu vél fyrir jól. „Það verður kannski fullt í eina vél einhvern daginn á milli jóla og nýárs, og síðan á annan í nýári. Meðan ekkert er að færð þá notar fólk bílana sína, það er nú það sem að er gagnvart fluginu, hvað vegirnir eru orðnir góðir,“ sagði María. Það kom einnig fram í máli Maríu að flugfrakt hefur aukist undanfarna daga og sagði hún að það ætti eftir að aukast þegar nær dregur jólum. -bjb Sauðárkrókur: 45 manns á atvinnu- leysisskrá - á eftir að Qölga Um síöustu mánaöamót voru 45 manns á atvinnuleysisskrá á Sauðárkróki. Er þaö aðeins meira en á sama tíma í fyrra. Af þessum 45 er flest fisk- vinnslufólk, sjómenn og físk- verkunarfólk, en sem kunnugt er hafa frystihúsin stöðvast vegna hráefnisskorts og eru komin í svokallað jólastopp. Að sögn Matthíasar Viktors- sonar félagsmálafulltrúa má búast við að fjöldi atvinnu- lausra eigi eftir að aukast það sem eftir er af árinu, gæti farið í 60-65 manns. „Vonandi er þetta tímabundið ástand, og lagast eftir áramót. Það sem af er þessu ári hefur ver- ið ágætt. Við verðum bara að horfa björtum augum á framtíð- ina,“ sagði Matthías. -bjb inn á stöðina. Útvarpsstöðin nær nú til eyrna rúmlega 80% landsmanna og segir Pálmi að það séu ívið fleiri eyru en stillt geti inn á Bylgju og Stjörnu, þar sem útsending stöðvarinn- ar næst víðar á Norðurlandi. „Hlustendur hafa verið mjög ánægðir og við höfum fengið frá- bærar viðtökur. Fólk er að koma hingað með kökur og blóm að færa okkur. Við áttum alls ekki von á þessu,“ segir Pálmi og bæt- ir við að menn þjáist síður en svo af heimþrá. Símalínur segir hann rauðgló- andi þegar hlustendum er boðið upp á að hringja inn og til marks um það tók Pálmi stjörnuspeki-. þátt sinn síðasta laugardag. Svo mikið hringdu menn inn með stjörnumerkjafyrirspurnir að stöðva þurfi innhringingar hlust- enda. Um auglýsingar og aukningu þar að lútandi segir Pálmi að nokkuð vel gangi að afla þeirra á hinu nýja hlustunarsvæði. Þó seg- ir hann nokkurn barlóm vera á svæðinu og áberandi hræðsla hjá forráðamönnum fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. „En það er engan bilbug á okkur að finna. Við erum komin til að vera.“ Pálmi segir að Hljóðbylgjan nái upp í Borgarnes, á Selfossi hefur stöðin náðst ágætlega sem og um Suðurnesin. Nú vinna um 20 manns á útvarpsstöðinni og segir Pálmi að þegar suðurfarar flytji aftur norður og útvarpað verði alfarið frá Akureyri, sé fyrir- sjáaniegt að fækka þurfi starfs- fólki. „Við erum með tvöfalt gengi núna,- en þegar við fáum dagskrárlínu suður þá er augljóst að einhver niðurskurður verður í mannahaldi.“ mþþ Fegurðardrottning í góðum félagsskap Linda Pétursdóttir, sem valin var fegursta ungfrú heims fyrir skömmu, er á þessari mynd með nokkrum leikfélögum í Sólbrekku á Húsavík fyrir 14 eða fimmtán árum. Linda er fremst til vinstri á myndinni. Hún átti heima á Sólbrekku 4, við hlið hennar er Jón Örvar, sem átti heima á Sólbrekku 7, fyrir aftan þau eru: Ester, Sólbrekku 8, Magnús og Völundur, Sól- brekku 5 og Nanna, Sólbrekku 6. Linda hefur verið á ferð um Evrópu eft- ir sigurinn en kemur heim til íslands á morgun. Á laugardag verður síðan sigurhátíð til heiðurs Lindu á Hótel íslandi. Mynd: im Ekki allir á eitt sáttir um jarðarkaup í Hrafnagilshreppi: Forkaupsrétturinn nyttur til kaupa hreppsins á Arbæ Við teljum best þjóna hags- luununi sveitarfélagsins að nýta forkaupsrétt á Arbæ. Fyr- ir þeirri ákvörðun eru ríkar ástæður og þeirra vegna telur hreppsnefnd Hrafnagilshrepps það réttlætanlegt að ganga inn í kaup á jörðinni. Ég hef ekk- ert frekar um málið að segja,“ sagði Haraldur Hannesson, bóndi í Víðigerði og oddviti Hrafnagilshrepps, um ástæður þess að hreppsnefnd Hrafna- gilshrepps ákvað á fundi sínum í síðustu viku að nýta for- kaupsrétt sveitarfélagsins, lög- um samkvæmt, á jörðinni Arbæ. Aður hafði verið gerður kaupsamningur milli Kristins Jónssonar, ábúanda í Árbæ, og Benedikts Hjaltasonar, bónda á Hrafnagili, um kaup þess síðarnefnda á jörðinni. Að þeirra sögn var samningur- inn undirritaður 30. nóvember að framkomnum orðum oddvita um að hreppsnefnd myndi ekki nýta sér forkaups- rétt á jörðinni. Kaupsamning- urinn var lagður fyrir hrepps- nefnd og á fundi hennar fyrir liðlega viku var ákveðið að ganga inn í kaupsamning þeirra Kristins og Benedikts. Haraldur Hannesson oddviti hreppsnefndar segir að ákvörðun hreppsnefndar um þessa máls- meðferð hafi verið fullkomlega samhljóða. Hann segir að gengið verði inn í allan fyrirliggjandi samning, „allan pakkann", eins og Haraldur orðar það. „Frá þessu máli verður gengið ein- hvern næstu daga. Við munum ganga frá útborgun eins og samn- ingurinn kveður á um,“ segir Haraldur. Samkvæmt upplýsingum Dags var gangur samningagerðar Benedikt og Kristins sá að Bene- dikt gerði Kristni tilboð um kaup á Árbæ 18. nóvember sl. Kauptil- boðið hljóðaði upp á 11,2 millj- ónir króna. Kristinn gekk að til- boðinu og þann 22. nóvember, daginn áður en auglýst þriðja nauðungaruppboð á jörðinni átti að fara fram, greiddi Benedikt honum 1,5 milljónir króna upp í umsamið kaupverð. Samningur- inn var síðan undirritaður, eins og áður segir, 30. nóvember sl. Þann dag lét Benedikt Kristni í té bifreið, metna á 1,2 milljónir króna, sem viðbótargreiðslu upp í umsamið kaupverð jarðarinn- ar. Þannig mun hafa verið á það litið af hálfu samningsaðila að kaupandi hafi innt af hendi greiðsiu til seljanda að upphæð 2,7 milljónir króna. Á hreppurinn að greiða 2,7 milljónir? Kristinn Jónsson, seljandi Árbæjar, segist líta svo á að eftir að Hrafnagilshreppur ákvað í síðustu viku að ganga inn í kaup á jörðinni beri sveitarfélaginu að greiða 2,7 milljónir króna, sam- kvæmt ákvæði kaupsamnings um útborgun við undirritun hans. Þessar greiðslur hafi hins vegar enn ekki borist. Samkvæmt upp- lýsingum sem Dagur hefur aflað sér hjá lögfræðingi, sem vel þekkir til slíkra mála, eru ekki nein ákvæði í lögum sem kveða á um að þeim sem nýtir forkaups- rétt að jörð beri að ganga frá fyrstu útborgun í jörðina strax og ákvörðun um nýtingu forkaups- réttar liggur fyrir. Hins vegar er það álit lögfræðingsins að óeðli- legt sé að sveitarfélagið dragi það lengur en í mesta lagi viku að inna af hendi fyrstu greiðslu sam- kværnt gerðum kaupsamningi. Lögfræðingurinn sagðist enn- fremur telja að ef frekari dráttur yrði á greiðslu forkaupsréttar- hafa væri eðlilegt að seljandi gæfi honum frest með bréfi, t.d. í tvo daga, til að ganga frá umsömdum greiðslum. Ellegar kæmi til greina að rifta kaupunum. Sam- kvæmt upplýsingum Magnúsar Leopoldsonar hjá Fasteignamið- stöðinni í Reykjavík, sem hefur annast sölu á Árbæ, hafði honum í gær ekki borist 2,7 milljóna króna greiðsla frá Hrafnagils- hreppi. Magnús kvað það ótví- rætt að hreppnum bæri að greiða þessa upphæð nú. Haraldur Hannesson sagði hins vegar í samtali við Dag að hann liti svo á að það sem Benedikt hafi greitt Kristni fyrirfram væri Hrafnagils- hreppi óviðkomandi. „Hann verður að gera það upp við þann sem hann greiddi," sagði Harald- ur. „Sáttur við þennan samning“ Kristinn segist undrast mjög meðferð hreppsnefndar Hrafna- gilshrepps á þessu máli. í því sambandi vísar hann til þess að ákveðnir aðilar þar „hafi greini- lega skipt um skoðun á því eftir að kaupsamningur við Benedikt lá fyrir.“ Hann segist vilja taka fram að ekki hafi verið gengið frá sölu á Árbæ til Hrafnagilshrepps. „Ég hef ekki skrifað undir neinn samning við hreppinn og það sem meira er að ég hef ekkert heyrt frá forsvarsmönnum hans síðustu daga. Ef ekkert fer að gerast í málinu liggur ekkert annað fyrir en að rifta gerðum kaupsamn- ingi,“ sagði Kristinn Jónsson. Heildarsöluverð Árbæjar er eins og áður segir um 11,2 millj- ónir króna. í þeim „pakka“ er um 30 ha tún, allur bústofn, vélar og hús. Kristinn Jónsson segist vera sáttur við þennan samning. Auk áðurnefndra greiðslna við undirritun samningsins upp á 2,7 milljónir króna, á jörðin að greiðast á eftirfarandi hátt: Þann 15. janúar er víxilgreiðsla upp á 1,5 milljónir, síðan eru tvær 930 þúsunda greiðslur dagana 10. apríl og 1. júní á næsta ári. Heildarupphæðin er því 6,06 milljónir króna. Mismunur 11,2 milljóna og 6,06 milljóna eru veðskuldir sem skiptast á fjóra aðila, drýgstur hluti þeirrar upp- hæðar er skuld við Stofnlánadeild landbúnaðarins. Ekki borist erindi til Stofnlánadeildar Eins og fram kemur í máli Har- aldar oddvita Hrafnagilshrepps hér að framan ákvað hrepps- nefndin að nýta sér forkaupsrétt á Árbæ með hagsmuni sveitarfé- lagsins að leiðarljósi. Spurður um í hverju þeir hagsmunir væru fólgnir vildi Haraldur ekki tjá sig frekar. Hann sagði ekki Ijóst á þessari stundu hvernig sveitar- stjórn myndi ráðstafa jörðinni. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um endursölu hennar eða sölu fullvirðisréttar af jörðinni. Leifur K. Jóhannesson, for- stjóri Stofnlánadeildar landbún- aðarins, sagði í samtali við Dag að litið sé svo á að ekki sé heimilt að selja framleiðslurétt af jörð með áhvílandi láni Stofnlána- deildar nema með leyfi hennar. „Við höfum lögfræðilegt álit þess efnis að framleiðslurétturinn fylgi jörðinni. Það skiptir máli hvort rétturinn er seldur eða leigður. Á leiguna er litið sem eins konar rekstur," sagði Leifur. Aðspurð- ur um hvort erindi, formlegt eða óformlegt, hafi borist Stofnlána- deild um sölu fullvirðisréttar af Árbæ sagði Leifur svo ekki vera. Hann sagðist ekki vilja spá um það hvernig hugsanlegt erindi um sölu fullvirðisréttar af Árbæ yrði afgreitt hjá Stofnlánadeild. „Það hafa ekki komið upp mörg sam- bærileg dæmi. í þeim tilfellum að menn hafi selt fullvirðisréttinn hafa flestir ávísað á afborganir í Stofnlánadeild," sagði Leifur K. Jóhannesson. Þess má að lokum geta að mjólkurlítrinn er nú verðlagður á milli 44 og 45 krónur samkvæmt útreikningum Framkvæmda- nefndar búvörusamninga, sem tekur mið af launahlut og vaxta- kostnaði í verðlagsgrundvelli. Samkvæmt upplýsingum sem Dagur aflaði sér í gær hefur mjólkurlítrinn í fullvirðisrétti verið seldur á allt að 62 krónur. Miðað við þetta hámarksverð er framleiðsluréttur Árbæjar met- inn á allt að 5,5 milljónir króna. Ef miðað er hins vegar við 45 krónur má meta tæpra 90 þúsund lítra framleiðslurétt Árbæjar á um 4 milljónir króna. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.