Dagur - 28.12.1988, Page 4

Dagur - 28.12.1988, Page 4
4 - DAGUR - 28. desember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MANUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. Af skamm arstri k u m Emils í Kattholti RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRIMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGlBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTT'IR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vinnumiðlun er meira en atvinnuleysisskráning Á tímum óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar hlýtur athygli manna að beinast að ráð- stöfunum til að tryggja afkomu heimilanna, ekki síður en afkomu þeirra fyrirtækja sem atvinnu skapa á hverjum stað. Þessi mál eru ekki einkamál ríkisstjórnar og alþingis, eins og stundum má skilja, heldur einnig viðfangs- efni sveitarstjórna um land allt. Sveitarfélögin eiga að sjálfsögðu mikilla hagsmuna að gæta í atvinnumálum byggðar- laganna, bæði beint og óbeint. Með tilkomu staðgreiðslukerfis skatta endurspeglar út- svar atvinnutekjur íbúanna mun fyrr en áður. Bæjarfélögin þurfa því að aðlaga sig breyttu tekjuöflunarkerfi að þessu leyti. Rekstur almennrar vinnumiðlunarskrif- stofu er mikilvægur þáttur í þjónustu sveitar- félags eins og Akureyrarbæjar, ekki síst á tímum þegar útlit er fyrir samdrátt í atvinnu- lífi og vaxandi atvinnuleysi, ef spár ganga eftir. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, annar bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins í Bæjarstjórn Akureyrar, hefur vakið athygli á því að í bæn- um stendur vinnumiðlunin varla undir nafni, miklu fremur sé um atvinnuleysisskráningu að ræða. Flutti hún tillögu um að þrír fulltrúar yrðu kosnir í stjórnarnefnd vinnumiðlunar samkvæmt lögum frá árinu 1985. Jafnframt tilnefni samtök verkafólks og atvinnuveit- enda fulltrúa í nefndina. Tillaga Úlfhildar vakti verðskuldaða athygli og vakti meirihluta bæjarstjórnar vonandi til meðvitundar um þá brotalöm á vinnumiðlun sem hefur viðgengist í bænum. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt breyting á „Samþykkt fyrir Atvinnumálanefnd Akureyr- arbæjar frá 20. október 1987,“ í þá veru að nefndin geri tillögu um þrjá fulltrúa í stjórnar- nefnd vinnumiðlunar. Bæjarráð lagði jafn- framt til að félagsmálaráð annist framkvæmd vinnumiðlunar og sjái um mannaráðningar fyrir skrifstofuna. Heimir Ingimarsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, lýsti ánægju með tillögu Úlf- hildar um að lögum um vinnumiðlun væri fylgt eftir á Akureyri. Kvaðst Heimir einnig vera þeirrar skoðunar að starfsemi vinnumiðl- unarskrifstofunnar í bænum væri nær ein- göngu atvinnuleysisskráning, auk þess sem þar hefur farið fram vinnumiðlun fyrir fatlaða. Vonandi verður þessi umræða og tillögugerð til að vinnumiðlun á Akureyri verði í framtíð- inni meira en nafnið tómt. EHB Leikfélag Akureyrar: Emil í Katthoiti Höfundur: Astrid Lindgren Þýðandi: Vilborg Dagbjartsdóttir Leikstjóri: Sunna Borg Leikmynd og búningar: Hallmundur Kristinsson Lýsing: Ingvar Björnsson Hljómsveitarstjóri: Magnús Blöndal Jóhannsson Börn eru kröfuharðir áhorfend- ur, ekki síður en fullorðna fólkið. Sjónvarpstækni nútímans hefur sýnt þeim mörg undur og stytt þeim stundir með misjafnlega góðu efni. Börn horfa einnig á kvikmyndir, í kvikmyndahúsum, sjónvarpi og á myndböndum. Við þessa miðla þarf leikhúsið að keppa. I kvikmyndum sjást engin mistök. Atriðin eru tekin upp aft- ur og aftur uns fullkomnum árangri er náð. Með klippingum eru atriðin skeytt saman, hægt er að skipta um svið á sekúndu- broti. í leikhúsinu er ekkert til sem heitir „taka tvö“ því sýningin verður að rúlla og sviðsskiptingar kosta oft mikla fyrirhöfn. Ef þær taka langan tíma er hætt við að athygli áhorfenda glatist. Leikfélag Akureyrar frum- sýndi barnaleikritið Emil í Katt- holti á annan dag jóla. Hinn kunni sænski barnabókahöfund- ur, Astrid Lindgren, samdi leikritið upp úr fyrstu bókum sín- um um prakkarann Emil og fjöl- skylduna í Kattholti. Flest börn þekkja söguna af bókum, hljómplötu eða úr sjónvarpi og á sýningu Leikfélags Akureyrar mátti heyra athugasemdir frá börnum ef leikritið stangaðist á við þá þekkingu sem þau höfðu af sögunni. En þau skemmtu sér vel, sem og foreldrar þeirra og aðrir gestir, enda var sýningin Ijómandi góð og leikritið bráð- skemmtilegt. Lífið hjá fjölskyldunni í Katt- holti er æði fjörugt og á Emil mestan þátt í því, sbr. atriðið með súpuskálina og þegar hann hífði Idu systur sína upp í fána- stöng. Oft mátti „strákskrattinn“ dúsa í smiðjukofanum og tálga spýtukalla þegar Anton faðir hans hafði fengið nóg af skamm- arstrikunum. Alma móðir hans þurfti líka ýmislegt að þola svo og Lína vinnukona og Títuberja- Maja. Alfreð vinnumaður var góður vinur Emils, en Emil leist ekkert á að Lína vildi trúlofast Alfreð. Þið kannist áreiðanlega við þetta ágæta fólk. Ég fæ ekki betur séð en að Sunna Borg leikstjóri hafi leyst verk sitt prýðilega af hendi. Víst er að leikritið er ekki ýkja heil- steypt og sum atriðin æði snubb- ótt frá hendi höfundar, en þessa vankanta hefur Sunna yfirleitt komið auga á og lagfært. Sviðs- skiptingar eru margar en leik- mynd Hallmundar Kristinssonar er haganlega útfærð og auðveld í meðförum. Á meðan liprir sviðs- menn gjörbreyta umhverfinu sýnir Ingvar Björnsson okkur kynjamyndir með Ijóskösturum og Lína syngur vísur. Þannig heldur sýningin athygli áhorf- enda og er sérstök ástæða til að hrósa aðstandendum fyrir liðleg- ar sviðsskiptingar. Eftir stendur þó að sum atriði leikritsins eru stuttaraleg og harla fábrotin. Tónlistina við leikritið samdi Georg Riedel og þýðingu söng- texta önnuðust þeir Böðvar Guðmundsson og Pétur Eggerz. Magnús Blöndal Jóhannsson stjórnar ágætri hljómsveit sem skilaði sínu vel. Þó fannst mér vanta dálítið á samræmingu tón- listar og texta. Leikendur voru stundum byrjaðir á texta sínum áður en hljómsveitin hafði lokið við viðkomandi lag og var þá erf- itt að greina orðaskil. Söngatriði eru með miklum ágætum í leikrit- inu. Ingvar Már Gíslason, 12 ára, fer með hlutverk Emils. Hann er trúverðugur í hlutverki sínu, strákurinn sá, og börnin sættu sig vel við hann sem hinn eina sanna Emil í Kattholti. Ingvar Már komst í hann krappann er hann hneigði sig fyrir lækninum og súpuskálin brotnaði ekki á borð- brúninni eins og til stóð. Hann lét þó ekki slá sig út af laginu og endurtók atriðið með fullnægj- andi árangri. Ingvar Már stóð sig mjög vel í söngatriðum og kvíði hans í þeim efnum reyndist' ástæðulaus. ídu systur Emils leikur 11 ára gömul stúlka, Júlía Egilsdóttir. Hún er ekki alveg óvön sviði Samkomuhússins og hér fer hún prýðilega með hlutverk sitt. Hún hefur fallega söngrödd og er örugg í framkomu. ída er hæglát stúlka, algjör andstæða við grall- arann Emil. í meðförum Þráins Karlssonar er Anton pabbi nokkuð frá- brugðinn þeim skapofsamanni sem maður hefur átt að venjast. Þessi Anton er vissulega allæstur, en þótt hann öskri á „strákskratt- ann“ er glettnin aldrei langt undan. Skapið hefur kannski batnað með árunum. Nanna I. Jónsdóttir kemst klakklaust frá frekar daufu hlutverki Ölmu og Pétur Eggerz er skemmtilegur í hlutverki Alfreðs vinnumanns. Lína vinnukona er ein litrík- asta persóna leikritsins og á Margrét Pétursdóttir drjúgan þátt í því með sköruglegum leik, skýru tali og kröftugri söngrödd. Þórey Aðalsteinsdóttir átti hins vegar á brattann að sækja í hlut- verki Títuberja-Maju vegna þess hve hás hún var og því erfitt að greina hvað hún sagði. I leikritinu má líka greina þekkt andlit á borð við Kristjönu Jónsdóttur, Marinó Þorsteins- son, Björgu Baldvinsdóttur og Árna Val Viggósson. Innan um eru lítt reyndir leikarar og stóðu þeir sig misjafnlega. Leikfélag Akureyrar hefur ekki þurft að sækja langt eftir góðum leik- mynda- og búningahönnuði því innanbúðarmaðurinn Hallmund- ur Kristinsson leysir það verk sér- deilis vel. Ingvar Björnsson hefur hannað skemmtilega lýsingu við verkið og umgjörðin því hin besta. Emil í Kattholti er stór og mik- il sýning og gott til þess að vita að Leikfélag Akureyrar skuli leggja metnað í slíka barria- og fjöl- skyldusýningu. Leikritið er afþreying, býsna góð afþreying í þessari uppfærslu, sem er á marg- an hátt vönduð. Börn eru líka fölk, þau eiga aðeins skilið það besta. Það vill stundum gleymast. Hér er sannarlega munað eftir þeim. Stefán Sæmundsson Súpuskálin brotnar þegar Emil hneigir sig fyrir lækninum og þannig græddi fjölskyldan í Kattholti heila krónu! Þrá- inn Karisson, Nanna I. Jónsdóttir, Ingvar Már Gíslason og Marinó Þorsteinsson í hlutverkum sínum. Mynd: GB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.