Dagur - 18.02.1989, Page 8

Dagur - 18.02.1989, Page 8
8 - DAGUR - 18. febrúar 1989 „Hoflegir vextir farsœlastir við islenskar aðstœðurí( - Seðlabankastjórinn Tómas Árnason ræðir um þingmannsferilinn, bankastjórastólana, vaxtamálin og yfirlýsingar ráðherra Tómas Árnason, fyrrverandi þing- maður Austurlandskjördæmis, er einn þriggja bankastjóra Seðla- banka íslands. Tómas er fæddur á Hánefsstöðum í Seyðisfjarðarhreppi árið 1923. Hann kynntist störfum bæði til lands og sjávar í æsku en síðan lá leiðin úr hér- aði. Stúdentsprófi lauk Tómas á Akureyri árið 1945 og þá var stefnan sett á Háskóla Islands þar sem hann innritaðist í lögfræði. Að loknu lögfræðináminu árið 1949 hélt hann aftur til Akureyrar þar sem hann fékkst við margvísleg störf, m.a. blaða- mennsku við Dag og kennslu í Gagnfræða- skóla Akureyrar. Tveimur árum síðar fór hann í framhaldsnám til Bandaríkjanna þar sem hann settist á skólabekk í hinum virta Harward lagaskóla. En til Akureyrar sneri hann á ný enda kunni hann hið besta við sig þar. „Eiginlega voru það Þorsteinn M. Jónsson og Jakob Frí- mannsson sem áttu mestan þátt í að fá mig norður. Ég hafði með höndum lögfræðistörf fyrir Kaupfélag Eyfirð- inga, kennslu í Gangfræðaskólanuni, skrifaði í Dag og var erindreki Framsóknarfélaganna á Akureyri. Ekki get ég nú sagt að launin hafi verið há en fjölbreytnin í störfunum bætti það upp.“ Á þessum tíma var Haukur Snorrason, góðvinur Tómas- ar, ritstjóri við Dag. Tómas aðstoðaði við blaðið, skrifaði greinar um pólitík og stöku sinnum leiðara. Pólitísku greinarnar fjölluðu um landsmálapólitíkina sem Tómas segir að hafi á þessum tíma verið í fastari skorðum en nú er. „Menn voru fastari í flokkum, flokkarnir höfðu sínar ákveðnu stefnur og menn fóru lítið á milli flokka. Slíkt tíðkaðist einfaldlega ekki,“ segir Tómas. Landsbyggðin stendur enn höllum fæti Áhugann á pólitík segist hann hafa fengið strax í barn- æsku. „Ég er fæddur í rótgróinni framsóknarfjölskyldu og það lá ljóst fyrir að Framsóknarflokkurinn varð fyrir val- inu. Síðan dreif það mann áfram að mér fannst þá, eins og reyndar enn, að landsbyggðin stæði höllum fæti og ég hafði áhuga á að rétta hlut hennar. Og Framsóknarflokkurinn studdi landsbyggðina þá, eins og nú, og átti mikið fylgi úti á landi. Landsbyggðin var að sumu leyti mun sterkari en hún er nú. Hins vegar fór fólkið að streyma til Reykjavíkur eftir stríðið og það hafði búseturöskun og atvinnuröskun í för með sér. Ennfremur vildi ég vera í frjálslyndum umbótaflokki á miðju stjórnmálanna." Árið 1949 stjórnaði Tómas kosningabaráttu framsókn- armanna á Akureyri þegar Dr. Kristinn Guðmundsson var í framboði til Alþingis fyrir Akureyringa. Ekki náði Krist- inn að slá þingsætið úr höndum sjálfstæðismanna sem alltaf höfðu haft þetta þingsæti. Fjórum árum síðar var Tómas í fyrsta sinn í framboði í Alþingiskosningum þegar hann tók annað sæti á framboðs- lista framsóknarmanna í Eyjafjarðarsýslu. Bernharð Stefáns- son skipaði efsta sætið og var kosinn og Tómas varð vara- þingmaður. Hann settist fyrst á þing árið 1956 og þá sem þingmaður Eyfirðinga. Tómas man þessa tíma vel. „Kommúnistarnir voru harðir á þessum tímum og það setti sinn svip á umræðuna og átökin. Ég hafði hins vegar enga trú á kommúnismanum. En á þinginu voru sjálfstæðismenn okkar höfuðandstæðingar og við höguðum okkur í sam- ræmi við það, þótt við næðum öðru hvoru samstöðu við þá um landsstjórnina. Ég hef alltaf verið hlynntur samvinnu við Alþýðuflokkinn en borgaralegur í hugsun.“ Oft skammaður eins og hundur Við stjórnarmyndun árið 1953 varð Dr. Kristinn Guð- mundsson utanríkisráðherra og þá. bað hann Tómas að taka að sér varnarmál í ráðuneyti sínu. Við þessari bón varð Tómas og fluttist því suður yfir heiðar. „Ég vann fyrst að því að konta á sérstakri varnarmálaskrifstofu þannig að einstakir málaflokkar á varnarsvæðunum, t.d. dómsmál, félagsmál, lögreglumál o.s.frv., heyrðu öll undir þessa deild en ekki einstök ráðuneyti. Tilgangurinn var sá að aðskilja varnarliðið.frá þjóðlífinu til að það fléttaðist ekki of mikið saman. Pað voru mikil átök vegna varnarliðsins og ég var oft skammaður eins og hundur. Ég var á vissan hátt pólitískur embættismaður í þessu og fékk náttúrlega minn skerf eins og aðrir. Þó að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur ynnu saman í þessari ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors þá voru deilur milli flokkanna um varnarmálin, sér- staklega um framkvæmd varnarsamningsins. Við vildum stofna þessa varnarmálaskrifstofu og Sjálfstæðisflokkurinn gekk inn á það. Einnig var deilt um verktaka á vellinum og það var geysilega mikið mál að gera þá breytingu að íslenskir verktakar tækju að sér framkvæmdir á vellinum í stað amerískra verktaka. Pví var annað meginverkefnið að stofna íslenska aðalverktaka og ég vann mikið að því verki. Priðja meginverkefnið var að setja verulegar hömlur á ferðir varnarliðsmanna út af Keflavíkurflugvelli.“ - Hvernig finnst þér hafa tekist til, þegar þú lítur til baka? „Mér finnst hafa tékist ótrúlega vel til og ég held að þessi þrjú atriði hafi verið mjög skynsamleg. Mér finnst hafa ásannast að það kerfi sem tekið var upp'á þessum tíma hafi gefist vel vegna þess að því hefur verið haldið allar götur síðan.“ í óróastjórn Ólafs Jóhannessonar Tómas vann að varnarmálunum allt þangað til árið 1960 þegar viðreisnarstjórnin tók við. Hann brosir út í annað þegar hér er komið sögu og segir að sú stjórn hafi ekki haft sértakar mætur á sér og hann ekki á henni. „Stjórnin og ég vorum engir sérstakir vinir. Ég sagði upp í utanríkisráðu- neytinu með þriggja daga fyrirvara eftir nær sjö ára starf.“ Segja má að Tómas hafi verið nokkuð lengi á þröskuldi Alþingishússins við Austurvöll því árið 1956 varð hann varaþingmaður framsóknarmanna í N-Múlasýslu. í kosn- ingunum 1967 skipaði hann fjórða sætið á lista flokksins í Austurlandskjördæmi og litlu munaði að hann kæmist inn. En þar sem hann var nú orðinn varaþingmaður fyrir þrjá þingmenn kom hann árlega inn á þing fram til 1974 og var því orðinn hagvanur í þinghúsinu þegar hann var kjörinn fastur þingmaður það ár. Fastri þingmennsku gegndi hann til 1985 þegar hann fór í Seðlabankann. Tómas settist í stól fjármálaráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar árið 1978. Hann segir að þessi stjórn hafi verið mjög óróasöm stjórn. „A-flokkarnir höfðu unnið mikinn kosningasigur árið 1978 og létu eiginlega öllum ill- um látum. Alþýðuflokkurinn var alla tíð klofinn í afstöðu sinni til þessarar stjórnar og svo fór árið 1979 að hann dró sig út úr stjórninni og boðað var til kosninga þar sem við unnum mikinn sigur. í framhaldinu urðu miklar pólitískar Tómas ásamt samstarfsmönnum sínum í Seðlabankanum, bankastjórunum Jóhannesi Nordal og Geir Hallgrímssyni. sviptingar sem leiddu til myndunar stjórnar Gunnars Thor- oddsen. Sú stjórn var mjög vinsæl framan af en missti síðan meirihlutann og varð þá mjög veik og réði ekki við málin,“ segir Tómas en í ríkisstjórn Gunnars sat hann í stól við- skiptaráðherra. Landsbyggðin og pólitísk vonbrigði Tómas var einn af forstjórum Framkvæmdastofnunar ríkis- ins frá 1972 sem hann segir að stutt hafi landsbyggðina mjög ötullega. En er Tómas sáttur við störf sín í Ijósi þess að hann lagði. upp með þá hugsjón að bæta hag landsbyggð- arinnar? „Þau málefni sem ég hafði mestan áhuga á voru utanrík- ismál, atvinnumál og byggðamál. Framkvæmdastofnunin var ekki síst sett á stofn til þess að reyna að styrkja lands- byggðina, sem hún og gerði. Það urðu geysilega miklar framfarir á landsbyggðinni á árunum 1972-1978, því er ekki að neita. Kosningarnar 1978 voru því mestu pólitísku von- brigði mín vegna þess að þá fannst mér landsbyggðin ekki meta þessa uppbyggingu eins og ég bjóst við,“ segir Tómas og heldur áfram. „Kannski var það vegna þess að í þessum kosningum var kosið um kaupið, þegar upp var staðið.“ - En engu að síður halda því margir fram að Framsókn- arflokkurinn standi sig ekki nógu vel í því hlutverki að verja landsbyggðina. „Menn standa sig kannski aldrei nógu vel en ég held að á þessu umrædda tímabili hafi verið unnið vel. Fyrir því er auðvelt að finna rök. En reyndar fengum við þessi mál metin í kosningunum árið 1979. En hvað varðar Framsókn- arflokkinn og landsbyggðina þá var lengi uppi sú skoðun í flokknum að hann yrði aldrei nægilega stór til að geta náð fram virkilegum stórmálum fyrir landið og landsbyggðina nema að sækja fylgi til þéttbýlissvæðanna við Faxaflóann. Yrði hann eingöngu landsbyggðarflokkur þá yrði hann ein- faldlega of lítill vegna þess að hinir flokkarnir fengju alltaf eitthvert fylgi úti á landi. Ég hef verið fylgjandi þeirri skoð- un að flokkurinn þyrfti að vera stór flokkur á landsvísu til að ná fram stórum málum. Um þetta má deila og menn hafa ólíkar skoðanir hvað þetta varðar.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.