Dagur - 18.02.1989, Side 11

Dagur - 18.02.1989, Side 11
18. fébrúar 1989 - DÁGUR - 11 poppsíðon i? Umsjón: Valur Sæmundsson. U Loksins er komin ný piata frá New Order * - hún og fleiri teknar til umfjöllunar Ég er nú nokkuð viss um að fáir muna eftir því að ég var búinn að lofa að láta ykkur vita álit mitt á plöt- um sem ég kynni að eignast. Það er nú sama, ég man eftir þessu loforði og þar sem ég hef eignast nokkrar þlötur upp á síðkastið er best að efna loforðið. New Order - Tecnique Núna rétt um daginn kom út ný plata með þeim eftirlifandi meðlim- um Joy Division sem nú skipa New Order. Ég fjallaði heilmikið um þessar hljómsveitir í þætti fyrir nokkru, þannig að það er engin ástæða til að hafa langan formála að þessari umfjöllun. Þegar þetta nýjasta afkvæmi New Order kom út, fór það beint í efsta sæti vinsælda- lista í Bretlandi, sem er ekki svo lítið afrek hjá hljómsveit af þessu tagi. Enda er þarna virkilega góður gripur á ferðinni og kærkominn öllum New Order aðdáendum sem hafa beðiö í ofvæni í alllangan tíma eftir að heyra eitthvað nýtt frá goðunum. Lög plötunnar eru alls 9 og mér kæmi ekkert á óvart þótt öll lögin gætu plumað sig sem smáskífur. Fine time hefur þegar komið út og gert það gott. Spá mín er sú að All the way verði næsta smáskífulag, annars veit maður aldrei. Lögin eru öll það frambærileg, í ekta New Order stfl. En þrátt fyrir afbragðs- dóma í erlendum blöðum og góðar viðtökur erlendis, þá hef ég heyrt raddir þess efnis að tónlistin á Tecnique sé „bölvað hip-hop“. Það er nú það. Eina leiðin er sennilega að kaupa og hlusta, smekkurinn er misjafn. Bubbi Morthens - Serbian Flower Á síðasta ári gaf sænska fyrirtækið Mistlur út plötu með Bubba Morthens. Platan er stíluð fyrir aðra markaði en þann íslenska og þ.a.l. er Bubbi látinn syngja á ensku. Lög- in á þlötunni eru ekki ný af nálinni en hafa þó fengið andlitslyftingu. Það er skemmst frá því að segja að sem íslendingi sem hefur alist upp við það að hlusta á Bubba syngja á íslensku, vefst mér tunga um penna þegar ég hlusta á þessa plötu. And- litslyfting laganna hefur að vísu undantekningalítið heppnast vel og grunar mig að þar eigi samstarfs- menn Bubba stærstan þátt, þeir Stefán Glaumann og Christian Falk. En ég get engan veginn sætt mig við ensku textana. Flestir eru þeir svo kauðskt þýddir af íslenskunni yfir á enskuna að þeir verða aðeins hjáróma mjálm af sjálfum sér. Að minu mati hefði verið heppilegra að styðjast minna við upprunalegu textana við gerð þeirra ensku. Annað atriði sem lýtir plötuna er hversu „klemmd" rödd Bubba virkar þegar hann syngur á ensku. Maður hefur það einhvern veginn á tilfinn- ingunni að Bubbi geti ekki beitt sér almennilega þegar hann syngur á tungumáli sem er honum ekki eins tamt og íslenskan og jafnvel dansk- an (sbr. Lili Marlene). Það er í sjálfu sér mjög eðlilegt. Hins vegar kann það auðvitað að vera að útlendingar sem ekki hafa heyrt til Bubba á íslensku, finni ekki fyrir þessum annmörkum. Hins vegar er alveg Ijóst að Bubbi er kominn í góðan félagsskap með þeim Falk og Glaumann. Að lokum: Umslag plötunnar er henni ekki til framdrátt- ar. Ornamental - Crystal Nights Þarna er um að ræða fjögurra laga plötu með ensk-íslenska tríóinu Ornamental. Stór plata er síðan væntanleg innan tíðar. En aðallagið (þrjú af fjórum lögum plötunnar) er lagið Crystal Nights sem hefurfarið nokkuð hátt á vinsældalistum hér- lendis, þrátt fyrir fremur litla spilun. Lagið er, auk þess að vera í venju- legri útgáfu, í tveimur endurhljóð- blönduðum útgáfum sem heita nokkuð svo frumlegum nöfnum. í fyrsta lagi e'r það gratuiously extended & really quite silly mix sem er sú útgáfa sem oftast hefur heyrst og síðan singalongahigh- chaperal mix, sem er instrumental útgáfa eins og nafnið gefur til kynna. Flljómsveitin Ornamental er annars skipuð þeim Hilmari Erni Hilmarssyni, þúsundþjalasmið svokölluðum, Mel Jefferson og söngkonunni Rose McDowell. Crystal Nights er lag sem hefur eitthvað við sig. Það glymur í hausnum á manni þegar maður er búinn að hlusta á það og maður stendur sig ósjálfrátt að því að raula það, slík eru áhrifin. Sitthvaö um hljómtæki 2. þáttur: Magnarinn er slagæð hliómtækjakeðiunnar Þá er komið að öðrum þættinum í þáttaröðinni um hljómtæki en eins og ein- hverjir muna sjálfsagt eftir þá birtist fyrsti þátturinn fyrir hálfum mánuði. Þarvarfjall- að um ýmislegt í sambandi við hátalara en að þessu sinni er ætlunin að fjalla dálítið um magnara og hlut- verk þeirra í hljómtækjakeðj- unni. Eins og áður eru upp- lýsingarnar fengnar úr bæklingnum Gott er að vita (nr. 1) sem fræðsludeild SÍS gaf út árið 1985. Hlutverk magnara í hljómtækjakeðj- unni er tvíþætt. Annars vegar for- mögnun og hins vegar aflmögnun. Ýmist er þetta sameinað í eitt tæki eða aðskilið í tvö. Formögnunin felst í því að magna mjög veik merki sem koma frá jað- artæjum s.s. plötuspilara, upp í svokallaðan llnustyrk. Þessi mögn- un getur verið allt að þúsundföld. Öll jaðartækin tengjast formagnar- anum svo og öll stilli og skiptarar. Reyndar er það svo að styrkstilli er eina stillið sem nauðsynlegt er að hafa á magnara. Tónstilli og „balance" eru við eðlilega staðsetn- ingu hátalara hvort sem er í núll og miðjustöðu. Segja má að flestir nýlegir magnar- ar uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um lágmarksbjögun, rása- aðgreiningu, tíðnisvörun og lítið suð. Aftur á móti er aflmögnunin það atriði sem margir framleiðendur fara flatt á. Uppgefnar vattatölur eiga að segja til um útgangsafl magnarans og gera það vissulega. En hvað þýða þessar tölur? Þýða þær að 80 W magnari sé helmingi betri en annar sem er 40 W eða gefi helmingi meiri hljómstyrk? Svo er ekki. Þessar tölur segja ekkert til um raunverulegt útgangsafl magnarans nema vitað sé við hvaða aðstæður þær eru fundnar. Hvað álagið var mikið, hvaða tíðni og hvort báðar rásir voru keyrðar. Tökum dæmi: 2 x 40 W RMS. 20-2000 Hz. 8 ohm. Þetta segir að magnarinn geti gefið út 40 W á hvorri rás, yfir heyranlega tíðnisviðið ef viðnám hátalaranna er 8 ohm. En við erum litlu nær um gæði magnarans. Hátalarar eru þannig úr garði gerðir að viðnám þeirra er ekki stöðugt heldur er það breytilegt eftir tíðni og styrk hljóðsins. Viðnámið getur á einu augnabliki verið 30 ohm og á því næsta 2 ohm en samviðnám hátal- arans er eftir sem áður 8 ohm. Lít- um nú á hvernig magnarinn þarf að bregðast við þessu. Hann er 40 W og gefur 2 ampera straum í 8 ohm og er spennan þá nálægt 20 volt. Við 2 ohm þarf hann hins vegar að skila 8 amper. En getur hann það? Ábyggilega ekki. Til þess þarf hann fjórfalt öflugri spennugjafa en þegar miðað er við 40 W í 8 ohm og spennugjafinn er dýrasti hluti magn- arans. Vísbendingu um hæfni magnarans í þessa áttina má finna með því að bera saman hve mikið afl hann gef- ur við 8 ohm annars vegar og 4 ohm hins vegar. Áðurnefndur 40 W magnari er líklega 100 musik vött við 8 ohm og til þess að teljast góð- ur þarf hann að vera a.m.k. 180 vött við 4 ohm. Væri hann aftur á móti 120 vött við 4 ohm kemur munurinn þannig fram að minni hljómstyrk þarf til að hlustandanum finnist tón- listin vera orðin hávaði. Næmi hátalaranna segir til um hversu kraftmikinn magnara þarf. í stóra stofu þarf ekki kraftmeiri magnara en 2 x 30 vött ef hátalarnir eru næmir (90 dB SPL 1 m) og topp straumgeta magnarans er mikil. Því miður er það svo að margir magnarar hafa verið framleiddir frekar af kappi en forsjá, til að mynda þeir sem hafa máttlítinn sþennugjafa og eru að öðru leyti svo illa hannaðir að tónlistarflutn- ingur er það síðasta sem manni dettur í hug í sambandi við þá. Sumir þeirra líta samt glæsilega út, með mörgum tökkum, Ijósum, mæl- um og eru jafnvel „tölvustýrðir". Aðrir hafa verið framleiddir af natni i og kostgæfni, með það eitt í huga I að ná sem mestum hljómgæðum. Athyglisvert er að margir af bestu mögnurum sem hægt er að fá í dag eru lampamagnarar. Framsóknarfélaganna á Akureyri og nágrennis verður laugardaginn 4. mars að Hótel KEA. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefnd. Firma- og einmenningskeppni Firma- og einmenningskeppni Bridge- félags Akureyrar verður haldin þriðjud. 21. febrúar n.k. Spilað er í Félagsborg og hefst spilamennskan kl. 19.30. Skráning fer fram á staðnum. Spilafólk fjölmennið. Stjórn B.A. NámskeiÓ í raddbeitingu, framsögn og undirstöðum í ræðutækni, fyrir sjónvarp, hljóðvarp og ræðustól. Kennarar: Kristján Hall og Theodór Júlíusson. Námskeiðið fer fram að Hafnarstræti 90, Akureyri 24. febrúar og hefst kl. 18.00, 25. febrúar kl. 13.00 og 26. febrúar kl. 13.00. Tilkynnið þátttöku mánud. 20. febrúar, miðvikud. 22. febrúar og fimmtud. 23. febrúar milli kl. 16.00 og 18.00 í síma 21180. V_______________________________________/ Auglýsing um styrki til þýðinga á erlendum bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 um þýðingarsjóð, en hlutverk sjóðsins er að styrkja út- gefendur til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingar- launa. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæða- kröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggö. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1989 nemur 4.600 þús. krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðunum fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 31. mars nk. Reykjavík, 14. febrúar 1989 Menntamálaráðuneytið. Allar útgerðarvörur ★ Vírasala* Víravinnsla ★ Þrykkingar* Kaðlar ★ Snæri ★ Girni Einnig eigum við alls konar smávörur. T.d. lása, hnífa, keðjur, hosuspennur, skóflur o.fl. o.fl. m • • EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 96-25222 Útgerðardeild.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.