Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. mars 1989 - DAGUR - 9
Hermann Sigtrygsson segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af unglingunum og fullorðna fólkinu í sambandi við bjórinn. Mynd: tlv
nefndar. Ég vona bara að hún
verði ekki ófullgerð um aldur og
ævi. Mig langar mest til að klára
íþróttahöllina en auðvitað liggja
önnur mikilvæg verkefni fyrir á
borð við sundlaugina í Glerár-
hverfi. Þólt ég sé hvorki sáttur
við stærð né staðsetningu laugar-
innar þá verður þetta eflaust góð
sundlaug af þessari stærð, góð
kennslulaug og kannski hægt að
æfa í henni.
Ef sundlaugin hefði verið 25
metrar á lengd hefði verið hægt
að keppa í henni allan veturinn
og sundfólk haft æfingaðstöðu
innanhúss í löglegri laug. En
þetta er búið og gert og nú liggur
bara fyrir að hún verði tilbúin í
haust og vonandi nýtist hún á
sem bestan hátt.
- Verður þessi sundlaug ekki
líka opin fyrir almenning?
„Jú, það er meiningin að geta
haft hana opna fyrir almenning,
en reynslan verður að leiða það í
ljós. Akureyrarsundlaug er oft
þétt setin á sumrin og við höfum
í mörg ár falast eftir því að
byggja þar einhvers konar barna-
laug, eða 25 metra laug, til að
rýmra verði um þá sem vilja
synda í stóru lauginni.
Á hinn bóginn er það af hinu
góða þegar íþróttamannvirkin
dreifast um hverfin eins og verið
hefur á undanförnum árum og
hið sama má segja um æskulýðs-
miðstöðvar. Það hefur smám
saman verið að skapast meiri
jöfnuður og meira framboð á
tómstundastarfi í hverfum bæjar-
ins. Miðað við stærð held ég að
Akureyri bjóði upp á býsna
marga kosti í félagsmálum."
Áfengisneysla unglinga
og B-dagurinn
- Víkjum þá að æskulýðsmálun-
um. Drykkjuskapur unglinga
hefur verið í sviðsljósinu að
undanförnu. Er þetta nokkuð
nýtt vandamál?
„í rauninni ekki. Æskulýðs-
ráð bókaði í janúarmánuði
áhyggjur þess af drykkjuskap ungl-
inga, en það hefur' ekki oft verið
gert. Það var ákveðið að opna
umræðu um þessi mál á þennan
hátt, en það er ekki þar með sagt
að það sé allt á niðurleið hjá
unglingum. Þessi umræða, t.d. í
Degi og bæjarstjórn, hefur haft
þau áhrif að unglingarnir sjálfir
eru farnir að velta hlutunum fyrir
sér og við finnum að það hefur
slaknað á þessari spennu og
drykkjuskapur minnkað. Þetta er
bara eitt af vopnum okkar, að
halda umræðunni opinni, ekki
fela hlutina.
Ég tel að unglingarnir sjálfir
hafi næga skynsemi til að bera til
að taka á áfengismálunum í sín-
um röðum. Við verðum að
athuga eitt að það er ekkert ungl-
ingavandamál til. Þeir eru ekkert
vandamál en auðvitað koma upp
vandamál hjá þeim eins og
öðrum. Þar er bara um lítið brot
af heildinni að ræða. Við verðum
að líta til þess að á þessum aldri
eru unglingarnir í fullu fjöri og
geta rasað út án þess að bera of
mikla ábyrgð og fá kannski aldrei
tækifæri til þess aftur. Við meg-
um ekki vera of hörundssár út af
smávægilegum uppákomum."
- Hvað með bjórinn í þessu
sambandi? (viðtalið tekið 27.Ö2.)
„Nú er búið að magna þennan
B-dag upp í fjölmiðlunum og
sjálfsagt bíða þei.r spenntir eftir
því hvort unglingarnir standast
prófið og kannski verður smjatt-
að á því ef þeir gera það ekki. Ég
treysti unglingunum, jafnvel bet-
ur en fullorðna fólkinu, til þess
að standast þetta próf. Það er
búið að magna þennan dag upp
svo lengi að fólki finnst að það
verði að prófa bjórinn og sjálf-
sagt er það eins með unglingana.
Misgóðir árgangar
Ef við ætlum að laga þetta svo-
kallaða „unglingavandamál" þá
held ég að við verðum að byrja á
almenningsálitinu. Umræðan um
brennivínsmál unglinga á Akur-
eyri að undanförnu stafar af því
að málin eru að koma upp á yfir-
borðið. Ástandið er ekkert verra
en oft áður, þetta gengur í sveifl-
um og er misjafnt eftir árgöng-
um. Þeir eru misgóðir eins og
síldarárgangarnir, en að lang-
méstu leyti er þetta allt saman
ágætis fólk.
Ég hef kynnst því vel hve ungl-
ingar vinna vel að sínum málum,
t.d. í sambandi við félagsmið-
stöðvarnar. Þeir stjórna þeim að
nriklu leyti og ráða alveg eins vel
við áfengismálin og fullorðna
fólkið. Þeir taka þetta fyrir viku-
lega á fundum og koma með
virkilega góðar hugntyndir. Við
sem störfum að æskulýðsmálum
erum ekkert óvön gagnrýni frá
unglingunum og oft er það sann-
gjörn gagnrýni.
I flestum tilfellum þegar
vandamál skapast hjá unglingum
er hægt að rekja þau til ytri
aðstæðna. í ekki stærra bæjar-
félagi en þessu held ég að við eig-
um góða nröguleika á að taka
skynsamlega á málunum og að
við þurfum ekki að tala um ungl-
inga og vandamál í sömu andrá.
Við þurfum að fleyta unglingun-
um yfir erfiðan aldur og það eru
margir sem vilja þeirn vel.
Fyrir utan æskulýðsstarf bæjar-
ins, skátana og íþróttastarfsemi
félaga má nefna skákfélag, hesta-
mannafélag, bílaklúbba og margt
fleira. Það er víða mjög vel unnið
að æskulýðsmálum og ég vil taka
það fram að þótt Dynheimar séu
einhvers konar toppventill á þá
óreglu sem við erum að tala um
þá fer þar margt annað fram en
dansleikjahald og þar er ágætt
starf unnið.“
Krakkarnir hræddir
við eiturlyf
Hermann minntist á þátt foreldra
í þessu sambandi. Þeir verða að
vera félagar barna sinna í blíðu
og stríðu og sýna þeim umhyggju.
Gagnkvæmt traust verður að
ríkja milli barna, foreldra og for-
ráðamanna æskulýðsmiðstöðva.
Hann sagði að það kæmi fyrir að
unglingur kæmi ofurölvi á ball í
Dynheimum og í framhaldi af því
vildi hann að hægt væri að
hringja í foreldrana sem myndu
taka við barni sínu í þessu
ástandi, án þess að rjúka upp
með látum.
„Eitt verðum við að athuga í
sambandi við brennivínið. Ég tel
það vera fyrstu undirrót þess að
menn fari út í eiturlyf. Við verð-
um að vera hörð í því að fræða
krakka um skaðsemi víns, tó-
baks og eiturlyfja, strax á barna-
skólaaldri, og ég tel að hver
fullorðinn maður, hvort sem
hann drekkur brennivín eða
ekki, eigi að vera heill í því að
predika yfir unglingum að þeir
eigi ekki að fara út í þetta. Æski-
legt væri að koma á svipaðri hug-
arfarsbreytingu í sambandi við
áfengisneyslu og gerðist með
tóbakið. Það á ekki að vera sjálf-
sagður hlutur að fá sér í glas.“
- Hefur þú orðið var við eit-
urlyfjaneyslu meðal unglinga?
„Nei, ég hef ekki orðið var við
hana. Ég var á fundi með fólki úr
félagsmálastofnun og skólafull-
trúa og enginn fundarmanna
hafði fengið mál tengt eiturlyfja-
neyslu inn á sitt borð. Við veltum
því fyrir okkur hvort það sé
svona leynt með þetta farið eða
hvort við höfum einangrað okkur
frá þessu máli og við ætlum að
kanna það hvort þetta umtal sé
staðreynd. Við vitum það í raun-
inni ekki. Þegar eiturlyfjamál
hafa komið upp í bænum hafa
þau yfirleitt tengst fullorðnu
fólki. Krakkarnir eru að ég held
hræddir við eiturlyf og gera ekki
meira en að prófa t.d. hass. Hins
vegar hefur það gerst að krakkar
á Akureyri hafa lent í eiturlytjum
og farið þá til Reykjavíkur."
„Hét því að verða betri
afí en pabbi“
Við ræddum frekar um ungling-
ana og ýmsar þjóðfélagsbreyting-
ar, sjónvarpsgláp og fleira.
Einnig um aðra þætti í starfi
Hermanns, s.s. vinabæjatengslin
sem hann hefur unnið við í 25 ár,
en þau heyra nú undir skóla- og
menningarfulltrúa. Gervigras bar
einnig á góma, íþróttasamband
íslands, en Hermann var kjörinn
í stjórn ÍSÍ 1986. Lottó kom inn í
umræðuna en mér finnst rétt aö
hverfa aðeins frá starfinu í lokin
og víkja að persónulegum áhuga-
málum Hermanns.
„Ég hef mjög gaman af því
taka ljósmyndir og hef einnig
mikla ánægju af göngu- og fjalla-
ferðum og ferðalögum. Svo hef
ég óskaplega gaman af því að
föndra. Ég er með lítið verkstæði
heima og föndra þar í frístund-
um, sker út o.fl. Ég þarf bara að
gefa mér meiri tíma til þess að
sinna þessum áhugamálum. en
vissulega má ég teljast heppinn
að vinna við þau mál sem ég hef
áhuga á; íþróttir og æskulýðs-
mál.“
Hermann er kvæntur Rebekku
Guðmann, en hún er innfæddur
Akureyringur eins og Hermann.
Þau hjónin eiga tvær dætur,
Eddu og Önnu. Þær eru báðar
íþróttakennarar.
„Félagsmálin hafa tekið mik-
inn tíma fyrir utan hinn hefð-
bundna vinnutíina og þetta hefur
auðvitað bitnað á fjölskyldunni.
Barnabörnin eru Ííka áhugamál
hjá mér og eitt það skemmtileg-
asta sem ég þekki er að brasa
með þeim. Maður hefur oft heit-
ið því að verða betri afi en pabbi
því svo til allur rninn tími fór í
félagsmál og stúss þegar dæturn-
ar voru að alast upp. Nú gefst
tækifæri til þess að sinna fjöl-
skyldunni betur,“ sagði Hermann
að lokum og vil ég þakka honum
kærlega fyrir spjallið.
Norðurlandsmeistarar 1951 í 4x100 m boðhlaupi. Frá vinstri: Jón Arnþórs-
son, Höskuldur G. Karlsson, Hreiðar Jónsson og Hermann Sigtryggsson.
(Mynd úr KA-bókinni.)