Dagur


Dagur - 11.03.1989, Qupperneq 10

Dagur - 11.03.1989, Qupperneq 10
1 o hh myndasögur dags 1 ÁRLAND Það gekk ekki... svo ég ætla að byrja á nýrri sögu. Nokkurs konar blöndu af njósnaspennu-náttúru ■gögu. ...sem „þema-rithöfundur“ hólt ég að þú þyrftir að klæða þig eins| j og persónurnar sem þú skrifar um... hvers vegna ert þú klædd eins og tré? Ég ætla að kalla söguna..Trjá- rótarveikin I Lystigarðinum"! ANPRÉS ÖND BJARGVÆTTIRNIR Haldið ykkur! Stormur í aðsigi!... Ben Lsjáðu hvort kofinn fari ekki að. |komaj. Ijós... “ Heyrðu væna, ég sagði þér að ég væri flughræddur! Fyrst er það^ ijóargadýrið þitt... og núna/ •ÞETTAI! Ég get þetta ekkj' ’lengur! Ijr' . 'ý y'/l Akureyri Akureyrar Apótek .......... 2 24 44 Dagur...................... 2 42 22 Heilsugæslustöðin......... 2 23 11 Tímapantanir............ 2 55 11 Heilsuvernd............. 2 58 31 Vaktlæknir, farsimi.... 985-2 32 21 Lögreglan.................. 2 32 22 Slökkvistööin, brunasími.. 2 22 22 Sjúkrabill ................ 2 22 22 Sjúkrahús ................. 2 21 00 Stjörnu Apótek............. 2 14 00 2 37 18 Blönduós Apótek Blönduóss............. 43 85 Sjúkrahús, heilsugæsla...... 42 06 Slökkvistöð................. 43 27 Brunasími....................41 11 Lögreglustöðin.............. 43 77 Breiðdalsvík Heilsugæsla............. 5 66 21 Dalvík Heilsugæslustöðin......... 61500 Heimaslmar..............6 13 85 61860 Neyðars. læknir, sjúkrabíll 6 13 47 Lögregluvarðstotan........612 22 Dalvíkur apótek...........61234 Djúpivogur Sjúkrabíll ........... 985-2 17 41 Apótek ................... 8 89 17 Slökkvistöð................8 81 11 Heilsugæsla............... 8 88 40 Egilsstaðir Apótek.................... 1 12 73 Slökkvistöð .............. 1 12 22 Sjúkrah.-Heilsug.......... 1 14 00 Lögregla.................. 1 12 23 Eskifjörður Heilsugæsla.................61252 Lögregla.....................611 06 Sjúkrabíll ............. 985-217 83 Slökkvilið ................. 612 22 Fáskrúðsfjörður Heilsugæsla.............. 512 25 Lyfsala..................512 27 Lögregla.................5 12 80 Grenivík Slökkviliðið.............. 3 32 77 3 32 27 Hofsós Slökkvistöð ................ 63 87 Heilsugæslan................ 63 54 Sjúkrabill ................. 63 75 Hólmavík Heilsugæslustöðin............31 88 Slökkvistöð ................ 31 32 Lögregla.....................32 68 Sjúkrabill ................. 31 21 Læknavakt....................31 21 Sjúkrahús .................. 33 95 Lyfsalan ................. 31 88 Hvammstangi Slökkvistöð.................. 14 11 Lögregla..................... 13 64 Sjúkrabíll .................. 1311 Læknavakl..................... 1329 Sjúkrahús ................... 13 29 13 48 Heilsugæslustöð.............. 1346 Lyfsala...................... 13 45 Kópasker Slökkvistöð............... 5 21 44 Læknavakt..................5 21 09 Heilsugæslustöðin........ 5 21 09 Sjúkrabill ........... 985-2 17 35 Neskaupstaður Apótek...................711 18 Lögregla.................713 32 Sjúkrahús, sjúkrabíll....714 03 Slökkvistöð ............. 7 12 22 Ólafsfjörður Ólafsfjarðar apótek........ 6 23 80 Lögregluvarðstofan......... 6 22 22 Slökkvistöð.................6 21 96 Sjúkrabill ............... 6 24 80 Læknavakt...................6 21 12 Sjúkrahús - Heilsugæsla .... 6 24 80 Raufarhöfn Lögreglan - Sjúkrabíll... 5 12 22 Læknavakt................ 5 12 45 Heilsugæslan............. 511 45 Reyðarfjörður Lögregla...................6 11 06 Slökkviliö .................. 412 22 Sjúkrabíll .............. 985-219 88 Sjúkraskýli ..................412 42 Sauðárkrókur Sauðárkróksapótek ......... 53 36 Slökkvistöð ............... 55 50 Sjúkrahús ................. 52 70 Sjúkrabíll ................ 52 70 Læknavakt.................. 52 70 Lögregla................... 66 66 Seyðisfjörður Sjúkrahús ...............2 14 05 Læknavakt................21244 Slökkvilið .............. 212 22 Lögregla.................21334 Siglufjörður Apótekið ................. 714 93 Slökkvistöð .............. 718 00 Lögregla................. 7 11 70 '7 1310 Sjúkrab. - Læknav. - Sjúkrah. 711 66 Neyðarsimi ..........„....; 7 16 76 Húsavík Húsavíkur apótek...........4 1212 Lögregluvarðstofan.........4 13 03 4 16 30 Heilsugæslustöðin..........413 33 Sjúkrahúsið.............. 4 13 33 Slökkvistöð................414 41 Brunaútkall ...............4 19 11 Sjúkrabíll ................ 4 13 85 Kristinn G. Jóhannsson skrifat Bakþankar Þá verður alit svo undur hvítt. Nú er nokkuð um liðið síðan bakþankar minir birtust síðast og kemur ýmislegt til sem ekki verður rakið hér. Hinu ber að fagna að nú hefur blað allra lands- manna, Morgunblaðið, fyrir nokkru tek- ið upp eftir okkur þennan þátt og birtir nú bakþanka í hverri viku. Eins og oft vill verða um eftirlíkingar eru þeir þank- ar auðvitað ekki svipur hjá sjón en virða ber viðleitnina. En hvað sem nú svona hógværum yfirlýsingum liður er þar til máls að taka að nú er kominn snjór. Hann var ýms- um kærkominn enda margir sem vilja hafa svona úrkomu um vetrin. Þá verð- ur allt svo undur hvítt og fallegt að mað- ur nú ekki tali um skíðafærin, sleðafær- in og tækifærin öll sem bjóöast til að ástunda súrefnisrlkar skemmtanir í byggðum og uppi til fjalla. Alll er þetta voða gaman. Þetta er líka afar skemmti- legt hér í þéttbýlinu þangað til maður þarf að komast leiðar sinnar á milli húsa eða flandra i vinnuna og þess háttar óþarfa ferðalög. Ég er reyndar svo heppinn að hafa upp á síðkastið búið við götur sem verða að teljast til öræfa. Náttúruleg snjóalög þeirra fá að halda sér og þannig er reyndar líka háttað með götuna sem skólinn minn stendur við. Að vísu myndast með tímanum dálítii einstigi eftir farartæki íbúanna en við erum blessunarlega laus við öll stór- virkari tæki svo sem ýtur eða gröfur eða þessháttar sem okkur er sagt að sé not- að til að raska jafnvægi náttúrunnar í sumum götum. Að visu fylgir þessu skammrifi sá böggull að vegna fjar- lægða hér innan bæjar ætla menn stundum að nota bílanasína. Það er nú verkurinn. Þetta hefur hent mig llka nokkuð oft. Ég hef verið býsna heppinn á þessum ferðum og mér telst svo til að ég hafi ekki misst neitt af bílnum eða skemmt hann að ráði. Þá er óg ekkert að nefna pústkerfið sem ég skildi ein- hvers staðar eftir í fönninnl á dögunum né stuðarann að aftan sem hún frænka mln tók af mér þegar ég mætti henni á milli skafla (fyrragær. Hún var líka á bíl. Hún er af Hreiðarsstaðakotsættinni. Nú er frá því að segja að þar sem Brattahlfð er stutt gata og fáfarin var afar mjó slóð þar og þess vegna engin leið að leggja þar bílum né í næsta nágrenni. Eg greip því það til bragðs að fá góðan mann og stæðilegan á pinu- lítilli ýtu til að ryðja bilastæðið okkar við skólann. Þetta gerði hann fljótt og vel gegn vægu gjaldi og gátum við nú öðru hverju rennt okkur inn á þennan auða blett. Það gerðum við þegar okkur auðn- aðist að böðlast þangað á bilunum okk- ar gegnum ófærðina allt í kring. Við vor- um dálítið stolt af þessu auða og fal- lega bílastæði. Nú unum við sátt við okkar hlut og bílastæðið okkar i annars óspjallaðri mjöllinni allt um kring og ber fátt til tíð- inda. Svo verður sá atburður síðdegis á þriðjudag að ókunnur hvinur heyrist utan af götunni og þegar að er gáð kemur í Ijós að nú er snjóruðningstæki komið að eyðileggja snjóinn en það þótti okkur samt drengilegt og fórum að horfa á þetta furðuverk og hvernig það fór að þvi að vinna og búa til bílfæra slóð um götuna. Það þarf ekki að taka það fram að auðvitað stóð bíllinn minn með nýtt pústkerfi og stuðara bæði að aftan og framan á fínmokuðu bilastæð- inu við skólann og þegar tækið nú fer fyrstu ferðina fram hjá myndast dálítill hryggur fyrir aftan hann eins og verður einatt við slik tækifæri. Það þótti mér ekki tiltökumál en þar sem ég þurfti að mæta í vinnu á öðrum stað innan skamms sagði ég samstarfsmanni mín- um að ég ætlaði út til þess að ég lokað- ist nú ekki inni. I þann mund fór ruðn- ingstækið framhjá öðru sinni og torfær- an hækkað milli bílsins og götunnar. Enn var nokkur timi til stefnu svo að ég set bílinn i gang og stilli mér upp aftan vlð hann til að nota merkjamál við ýtu- stjórann þegar hann kemur hið þriðja sinnið. Enn hækkaði farartálminn en þar sem ég vissi að maðurinn sem hreykti sér á tækinu hafði orðið min var beið ég rólegur þess að hann kæmi mér ( vegasamband að götumokstri loknum. Þegar hér var komið sögu var ég orðinn heldur seinn i hina vinnuna en lét samt ekki á neinu bera. Enn æðir ferlíkið framhjá með gleðibros á vör en bros mitt hins þolinmóða og skilnings- ríka borgara dálítið farið að stirðna. Þá gerist það næst að hvinurinn dvín og allt í einu er þessi góði bæjarstarfsmað- ur horfinn fyrir næsta skafl á leikfanginu sinu og kemur ekki framar. Ég var dálitla stund að átta mig á þessu og vildi bara ekki trúa því að strákar væru sendir langar leiðir til þess eins að auka á ófærðina hjá okkur. En svona var þetta nú samt og nú stóð ég þarna handan ófærunnar með bílinn minn og stórum verr settur en áður en ég varð aðnjótandi þjónustu bæjarins. Þar sem ég nú stóð þarna bjargar- laus gagnvart máttarvöldunum fann ég fyrir máttvana bræði og þess konar skilningslausri heift að ég held mig hafi helst langað til að fara að skæla. Nú tók hins vegar við mokstur, spól og festur fram eftir degi eða þar til drengilegur maður frá „Möl og sandi" kemur aðvífandi á sínu tæki og bjargar mér vesalingnum. Nú veit ég auðvitað ekkert um það til hvers bærinn okkar setur menn upp á svona tryllitæki og það getur svo sem vel verið að þeim sé fyrirskipað að grlpa hvert tækifæri sem gefst til að loka menn inni, einkum ef auðséð er að þeir eru rétt í þann mund að bakka út á götuna. Þá er þetta sennilega dálítið spennandi starf og keppni milli manna hverjum auðnast að loka fleiri af. Þegar hins vegar ósvífnin ekur framhjá manni glottandi hvað eftir annað á stórvirkri vél liggur við að maður hrósi happi hve sjaldan þessi tæki sjást i venjulegum íbúðargötum. Æ, já. Þetta var nú dálitil saga um snjóinn og því sem honum fylgir i mannabyggð, saga um hjálpsemina og þjónustuna i umferðinni á milli húsa. Og verður nú ekki meira spólað að sinni. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.