Dagur - 23.03.1989, Síða 1

Dagur - 23.03.1989, Síða 1
Mvnd: TLV Klofningurinn í Skólanefnd Akureyrar: „Ekki ástæða að óttast um framkvæmdir við eldri skóla“ - segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir skólanefndarmaður Heilsupóslurinn 2 Bakþankar KrislinsG. rÁ Mömmusleikin er alitaf ógœt - Þorgeir B. Hlöðversson í helgarviðtali 8&13 Póskamynda- góta 19 Richard Burton + a kvikmyndasíðu 6 Eins og kunnugt er klofnaði Skólanefnd Akureyrar í afstöðu sinni til tillögu for- manns nefndarinnar um að fresta því um ótilgreindan tíma að hafa tvo safnskóla á Akur- eyri fyrir 7.-9. bekki grunn- skóla. Samkvæmt tillögunni eiga börn í Síðuhverfi að sækja 7.-9. bekkjarnám í Síðuskóla. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, vara- bæjarfulltrúi, ræddi um skóla- málin á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag, en hún á sæti í skóla- nefnd. Hún lét bóka að hún væri sammála tillögu formannsins, Björns Jósefs Arnviðarsonar, enda væri hún í samræmi við stefnu Alþýðubandalagsins. Hún benti á að samkvæmt nútímahug- myndum um stærð og staðsetn- ingu skóla væri mikilvægt að endanlegt skipulag Giljahverfis miðist við að í því miðju verði byggður tveggja hliðstæðna grunnskóli fyrir 6-16 ára nernend- ur hverfisins. Sigrún sagði m.a. á bæjar- stjórnarfundinum að ef fólk vildi ekki byggja einnar hliðstæðu skóla í Giljahverfi af hagkvæmnis- ástæðum, væri einfalt að stækka hverfið þannig að skólinn þar gæti orðið tveggja hliðstæðna. Börnin þyrftu þá ekki að fara yfir hættulegar umferðaræðar og slík- ur skóli gæti orðið eðlileg félags- miðstöð hverfisins alls. Sér sýnd ist hugmyndir manna um íbúa- fjölda í Giljahverfi vera þannig að slíkt vel orðið. Varðandi það sem Kolbrún Þormóðsdóttir hefði sagt um að framkvæmdum við aðra skóla myndi seinka, ef tillaga formanns skólanefndar næði fram að ganga, þá hefðu skólastjórar talið, þegar þetta barst í tal á síð- asta skólanefndarfundi, að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af við- haldi og framkvæmdum við eldri skóla þótt tillaga formannsins yrði samþykkt. Skölastjórarnir hefðu allir, fyrir utan skólastjóra Gagnfræðaskóla Akureyrar, sem ekki hefði tekið þátt í umræð- unni, verið sammála skólastjóra og kennurum Síðuskóla um að ekki þyrfti að að hafa minnstu áhyggjur af þessu máli. £pjB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.