Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 22. apríl 1989 Heil og sæl. Nú er veturinn á enda og víst var hann býsna harður hér norðanlands. Með komu sumars fyllist hjarta mitt fögnuði og andagift og róman- tískar hugsanir sópa áhyggjum vetrarsortans í burtu. Allt í kring kviknar lífið. Náttúran vaknar af vetrardvala og það er ekki laust við að fólkið taki hliðstæðum breytingum. Við íslendingar erum sveiflukennd þjóð hvað skapferli varðar. Langan, dimman veturinn húkum við í horni með fýlu- svip og hreytum ónotum í náungann. Þegar sólin hækkar á lofti verðum við eilítið blíð- ari á manninn og loks þegar sumardagurinn fyrsti rennur upp þá getum við leyft okkur að skríkja framan í sólina, syngja og tralla. f»á gleymast harðindi, fannfergi, myrkur, kuldi og vonleysi vetrarins, en bjartsýnin tekur við. Mér finnst ekkert undarlegt við það hve mjög við þráum birtu og yl. Megnið af árinu erum við umlukin myrkri og köldum vindum og sá tími get- ur hreinlega bugað besta fólk. Sumir skella sér í sólarlanda- ferð og bjarga geðheilsunni fyrir horn, eða leggjast á ljósa- bekk og láta hugann reika. Pað hef ég gert undanfarna mánuði og er því orðin gríðarlega brún og skorpin, líkt og konur í Suður-Evrópu, meðan flestar stallsystur mínar koma mænu- hvítar undan vetrinunr. En það furðulegasta við þetta allt sam- an er það að maðurinn minn er ekkert hrifinn af þessum ljósa- ferðum mínum, eins og ég legg á mig til að líta vel út, fyrir hann og sjálfa mig. Hitt er sjálfsagt rétt að húðin verður skorpin og hrukkótt og mögu- leikar á húðkrabba margfald- ast, en ég verð þó brún. Eiga konur ekki að líta þannig út? Svarbrúnar með stinn brjóst og maga, enga appelsínuhúð, ljóst og þurrt hár og vel snyrtar hendur. Það hefði ég nú haldið. Þetta er dýrt spaug en maður lítur þó vel út um stundarsakir. En þetta átti ekki að vera neinn heilsuþáttur hjá mér heldur ætlaði ég að fjalla um andleg málefni og þá sérstak- lega bókmenntir. Eg er svo kynlega gerð að mér þykir miklu skemmtilegra að sitja í makindum með góða bók í stað þess að glápa á sjónvarp, fara á námskeið eða í sauma- klúbba, eða leggja rækt við aðrar tómstundir. Bækur eru mitt líf og yndi og hafa verið það allt frá barnæsku þegar ég gleypti í mig Fimm-bækurnar, Pollýönnu, Nancy og reyndar allt sem auga á festi. Síðan tóku við Sannar sögur og Eros og þá Theresa Charles, Denise Robins, Bodil Forsberg og uppáhaldið mitt, frændi vor Ib Cavling. Þá má ekki gleyma Snjólaugu Bragadóttur en nú í seinni tíð hef ég aðallega lesið ástarsögurnar frá Snorrahúsi og bækur Birgittu Halldórs- dóttur. Maðurinn minn þykist vera ægilega hneykslaður á bók- menntasmekk mínum og segir þetta vera rugl, en ég segi að þetta sé rómantík. Ég bað hann að rifja upp hvað hann las í æsku og þá kom á daginn að það voru helst harðsvíraðar karlrembubækur og bækur fyr- ir „fríska og fjöruga stráka“ sem hann las. Með aldrinum urðu bækurnar æ groddalegri, morð og nauðganir á hverri síðu og kvenfyrirlitningin alls ráðandi. Lítið bara t.d. á Morgan Kane og skoðið við- horf hans til kvenna. Ég las eina slíka bók og ég geri það aldrei aftur. Þetta er sko rugl. Þá er rómantíkin betri. Sól og sumar leysa nú róm- antískar bækur af hólmi uns skammdegið skellur yfir á ný. Það verður indælt að kúra á sólpallinum, skreppa í útilegu og skoða sig um úti í náttúr- unni. Svei mér þá ef þetta allt- of stutta sumar er ekki bara forsenda fyrir fastri búsetu á þessu annars volaða landi. Þetta heldur hreinlega í okkur lífinu, vonin um þrjá sólríka sumarmánuði, jafnvel fjóra ef vel árar. Nú frusu vetur og sumar saman og það boðar gott. Ég segi því: Gleðilegt sumar og þakka ykkur sam- fylgdina í vetur, eða frá því í febrúarbyrjun. Anna Ýr fjallar bæði um líkamleg og andleg málefni að þessu sinni og hún gerir m.a. grein fyrir uppáhaldsrithöfund- um SÍnum. Mynd: TLV \I heilsupósturinn Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann Mannkynið á egóflippi Það er í einhverju tíbesku helgi- riti sem vandamál mannkynsins er sett upp á einfaldan hátt. Þar segir: „Öll hamingja í heiminum er sprottin af ósk um farsæld ann- arra. Öll vansæla í heiminum er sprottin af ósk um farsæld sjálfs sín.“ Þetta er skemmtileg ein- földun á öllum vandamálum mannsins, en sé gert ráð fyrir því að þetta sé kjarni málsins, má einnig gera ráð fyrir því að þetta sé það eina sem mannkynið þarf að laga til þess að öðlast hina eftirsóttu hamingju. Við nánari umhugsun þarf þetta alls ekki að vera svo frá- leitt. Þarna er í raun og veru ver- ið að tala um eigingirnina marg- umræddu. Þó svo að hún sé margumrædd er hún hins vegar einhverra hluta vegna þess eðlis að enginn telur ómaksins vert að grafast fyrir um hvað eigingirni er í raun og veru. Þetta ætti nú að vera verðugt rannsóknarefni þar sem einhver góður maður sagði fyrir u.þ.b. 2000 árum: „Maður elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig“ en samt sem áður er ekki að sjá að margir hafi kært sig um að reyna að fara eftir þeirri ráðleggingu. Eigingirnin kemur frá hinni persónulegu ég-vitund sem hefur fólgna í sér þá tilfinn- ingu að maðurinn sé í vitundarlífi sínu aðgreind vera, eins og eyja í hafi sem stendur ein og sér. Öll þjáning mannsins kemur frá þess- ari ég-vitund, bæði beint og óbeint einfaldlega vegna þess að hún er ósönn. Heimsmynd og lífsviðhorf margra byggjast þann- ig á nrisskilningi þar sem það er talinn sjálfsagður hlutur að við- horf þeirra sé þannig að þeir gera einungis það sem þeir telja sjálf- um sér eða sínum til góðs. Þetta eru ekki neinar heim- spekilegar vangaveltur heldur er þetta einungis tilraun til þess að skoða þjáningu mannsins í nýju ljósi. Upplausn ég-vitundarinnar er það sem myndi vera lausnin á þessu, jafn einföld og vandamál- ið. Hún felst í því að gleyma sér við störf sín vegna starfanna, en það getur komið fram í fegurðar- skynjun listamannsins, bæn hins trúaða, rannsókn vísindamanns- ins og yfirleitt í daglegu lífi hvers og eins sem sér, heyrir og dregur andann fyrir mannkynið í heild en ekki bara fyrir sjálfan sig. Þeg- ar vitundarlífið hættir að snúast um egóið er samt sem áður ekki hægt að segja að þú hættir að vera til, eða að þú missir per- sónuleika þinn. Þú hefur miklu fremur hlotið aðra viðmiðun og útgangspunkta í lífinu. Það getur varla verið tilviljun að þetta sé eitt aðal kjarnaatriðið í Biblí- unni. Séu hugleidd nánar þau áhrif sem upplausn á egóinu myndi hafa sést að stór hluti af áhyggjum og stressi sem hrjáir manninn hyrfi hreinlega. Það hefði vafalaust þau áhrif að sjúk- dómar og þjáningar af þessum völdum yrðu úrsögunni. Kannski erum við að tala um einhver fjar- læg markmið, en ekki er gott að segja til um í hvað stefnir með þróun mannsins nema að eitt er víst og það er að þróunin heldur áfram rétt eins og hún hefur gert frá örófi alda og víst er að vitund- arþróun á sinn þátt þar sem og líkamleg. Þetta eru ekki neinar heimspckilegar vangaveltur heldur er þetta cinungis tilraun til þess aö skoöa þjáningu niannsins í nýju Ijósi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.