Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. apríí 1989 - DAGUR - 15 af erlendum vetfvangi f Kínveqar ftrndu upp sáningarvél sem fest er á reiðhjól - Með því að nota reiðhjólin við sáningu nást íjórföld afköst miðað við eldri aðferðir Kínverja Til að flýta fyrir sér og létta störf- in á ökrunum eru Kínveyjar nú farnir að framleiða sánittgarvél- ar, sem festar eru á reiðhjól. Framleiðsla þessa einfalda vél- búnaðar hófst á árinu 1986, og Magasár er smitandi Nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós, að bakterían, sem veldur magasári, getur borist frá manni til manns. Magasár er smitandi, sótt- kveikjan berst frá manni til manns. Sú er nýjasta niðurstaðan af rannsóknum á þessum mjög svo útbreidda sjúkdómi. Pað er nýjast hjá læknavísind- unum í sambandi við magasár, að því valdi bakterían campyl- obakter pylori, og nú hefur hóp- ur ástralskra vísindamanna kom- ist að því, að bakterían getur borist frá einum manni til annars. Læknarnir rannsökuðu blóð- sýni frá 98 einstaklingum á heimili fyrir þroskahefta til að kanna, hvort í blóði þeirra fynd- ust mótefni gegn umræddri bakteríu. Mótefni sýna, hvort viðkom- andi annaðhvort er eða hefur verið með bakteríuna. Niður- staða mótefnaprófunarinnar var síðan borin saman við sams kon- ar rannsókn, þar sem í hlut áttu blóðgjafar og börn. Rannsóknin leiddi í ljós, að meðal þeirra, sem voru í sambýli á heimili þroskaheftra, voru miklu fleiri, sem höfðu mótefni í blóðinu heldur en reyndist vera hjá samanburðarhópnum. Á stofnuninni lifir fólkið í mjög nánu sambýli, svo að þar hlýtur að teljast meiri hætta á smitun. Það þekkja allir t.d. í sambandi við kvef eða aðrar umgangspestir. Niðurstaðan er því sú, að magasársbakterían berist frá manni til manns. Bakterían finnst hjá um það bil 90 hundr- aðshlutum þeirra, sem fá maga- sár, en læknar vita ekki ennþá, hverjar smitunarleiðirnar eru. Sumir álíta, að smitun geti orðið við kynmök. Campylobacter-bakterían hef- ur aldrei fundist annars staðar en í maga eða skeifugörn sjúklinga með magasár eða magabólgur, og læknar vita ekki til að nein dýr geti verið smitberar. Magasárssérfræðingar álíta, að bakterían valdi skemmdum á slímhúðinni í skeifugörninni, þannig að síðan verði opin leið fyrir magasýrurnar til að mynda sár. Þeir eru ófáir, sem fá magasár einhvern tíma á ævinni, og meðul við því eru einhver mest seldu lyf í heiminum. (III. Videnskab 2/88. - Þ.J.) voru þá smíðaðar 20 þúsund vélar. Nú hafa Kínverjar skýrt svo frá, að með því að nota reiðhjól við sáninguna gangi hún fjórum sinnum hraðar fyrir sig en með hefðbundnum aðferðum þeirra. Landbúnaðurinn í Kína hefur ekki tekið miklum breytingum síðustu 2000 árin. Jarðir bænda eru margar mjög litlar, og ennþá eru um 80 prósent jarðnæðisins ræktuð með ævafornum aðferð- um, þar sem helstu verkfærin eru haki og uxaplógur. Því getur nýja sáningarvélin valdið landbúnað- arbyltingu í Kína. Sáningarvélin er ekki margbrot- Hér sést hvernig sáningarvélinni er in, það er frægeymir og niður- fallsrör frá honum, og framan við neðri enda rörsins örlítill plógur. Lítið hjól, sem er í tengslum við afturhjól reiðhjólsins sér til þess, að frækornin falli niður með jöfnu millibili. Þegar hjólað er áfram, ristir litli plógurinn far í jarðveginn og fræin falla jafn- harðan niður í þetta far. Sá, sem heiðurinn á af upp- finningu þessa búnaðar, heitir Chang Xiang og er bóndi í Hubei- héraði í grennd við Peking. Til þess að reiðhjólið yrði ekki bund- komið fyrir á hjólinu. ið við landbúnaðarstörfin ein- göngu lagði hann mikið upp úr því, að tengibúnaður vélarinnar við hjólið væri einfaldur. Sáning- arvélin er fest við hjólgrindina, en það þarf aðeins eitt handtak til að taka hana af eða setja hana á aftur. Verði reynslan af þessu nýja tæki jafngóð og vonir standa til, ætti að verða mikill markaður fyrir það. í Kína vinna um 800 milljónir manna við landbúnað og eiga um 200 milljónir reið- lljóla. (III. Vidcnskab 2/88. - f.J.) Skortur á zinki veldur lesblindu hjá bömum Nýlegar rannsóknir á zinkmagni í svita barna benda til þess, að skortur á zinki í líkamanum valdi lesblindu. Zink er lífsnauðsyn- legt snefilefni og rannsóknir á dýrum hafa leitt í ljós, að hjá þeim gegnir það miklu hlutverki í sambandi við taugakerfið. Vísindamenn hafa hins vegar ekki verið á eitt sáttir um það, hvort þessu væri eins farið að því er mannfólkið snertir, m.a. vegna þess, að það hefur verið erfiðleikum bundið að mæla zinkmagnið. Til þess hefur skort öruggar aðferðir. En með því að mæla zinkmagn í svita manna, er nú unnt að sýna fram á áhrif þess. Sviti 26 barna á aldrinum 6 til 14 ára, sem áttu í erfiðleikum með lestur, var efnagreindur og niður- stöðurnar bornar saman við sams konar efnagreiningu á svita 26 barna, sem ekki áttu í neinum erfiðleikum með lesturinn. Niðurstaðan sýndi, svo ekki varð um villst, að minna zink var í lík- ama lesblindu barnanna. Að meðaltali var zinkmagnið, sem þau gáfu frá sér, 66 prósent af því eðlilega. Vísindamenn þeir, sem að rannsókn þessari stóðu og birtu niðurstöður sínar í British Medical Journal, telja einnig líkur til, að zinkskortur hjá öðru hvoru foreldranna á getnaðartímanum geti haft þau áhrif, að barnið verði lesblint. Zink er í fjölda efnakljúfa, ekki aðeins þeirra, sem hafa áhrif á þroska heilans, heldur einnig þeirra, sem áhrif hafa á ónæmis- kerfið. Dagleg þörf barna fyrir zink er 0,5 mg á hvert kg líkams- þunga, en fullorðnir þurfa 15 mg. (III. Vidcnskab. - Þ.J.) vísnaþátfur Hinn mikli ferða og fjallamaður Hallgrímur Jónasson á næstu vísurnar. Virðast þær ortar í göngum, en í slíkar ferðir fór hann víða. Brosir sól um brún og skörð, blika sundin fagurgjörð. Meðan við erum ofar jörð allir muna Breiðafjörð. Hún á greiðum himinvæng heldur leiðar sinnar. Yfir breiðir blakka sæng bunga heiðarinnar. Ónýtur við arg og sig, - enda lítils virði. - Enginn hundur eltir mig í öllum Skagafirði. Næsta vísa er gáta, ort af Kristleifi Þorsteinssyni, Stóra-Kroppi. Einfæting ég úti sá ei til ferða laginn. Báðum öxlum ber hann á bull og ragn á daginn. (Ráðning: Símastaur.) Ekkert veit ég um konu þá sem kvað þessa gátu, en vísan er langt að komin og gömul: Nafn mitt blundar bárum í blandað táraflóði. Sjá má prýði svanna í því. Svaraðu þessu góði. (Ráðning: Margrét.) Séra Sigurður Norland sá fram í tímann er hann kvað: Bráðum sneiðast byggðir hér, borgin seiðir marga. Tjörn í eyði eflaust fer, engin leið að bjarga. Þetta minnir á sumt sem mér, göml- um sveitakarli, dettur í hug: Meðan bólar ekkert á uppreisn sveitavina Suðurnesja glæfragjá gleypir landsbyggðina. Byggðastefnan verst í vök. Vargar yfir standa. Því er von að verði slök vörn til beggja handa. Þá flyt ég hlýlegar vísur eftir Jór- unni Ólafsdóttur frá Sörlastöðum. Að kvöldi afmælisdags. Mér fékk yljað margt í dag, muna skal það lengi. Yndið hefur leikið lag, ljúft - á hjartansstrengi. í Fnjóskadal á sumarmorgni: Glitrar dögg á grænum skrúða, glóir allt í skini sólar, engi, hlíðar, áin prúða, ásar, lautir, móar, hólar. Ritað í gestabók á Sörlastöðum: Ástarþökk til ættarslóða ætíð votta ber. Drottinn blessi dalinn góða. - Dásamlegt er hér. Vilhjálmur Húnfjörð hefur líklega ort þessa á helgidegi: Út um blómabeð á ný berast hljómar klukkna, heimsins tómahljóði í helgarómar drukkna. Næsta vísa er eftir séra Benedikt Jónsson, Bjarnanesi. Þótt mig allir tyggi tönnum og töngli hold með beinum, samt er ekki mörgum mönnum matur í mér einum. Arnþór Árnason frá Garði kvað næstu vísu. Lítið mína léttúð græt, lífi er þannig varið. Alltaf finnst mér syndin sæt. Sækir í gamla farið. Séra Guðmundur Einarsson á Breiðabólsstað vildi stappa stáli í ungu menninga: Von ei deyi drengjum hjá drós þó teygi á langinn þá. Þreytist ei, en þrýstið á, því að meyjar nei - er já. Hljómlist nútímans lét illa í eyrum Braga Jónssonar frá Hoftúnum: Þessa hljómlist drósir dá, dillast við þá hreima. Mig þó helst hún minni á mjálm í köttum breima. Morgunvísur þessar kvað Pétur Hannesson á Sauðárkróki: Sólin hægt úr hafi rís, heilsar mild í blænum. Gyllta lokka geisla-dís greiðir upp úr sænum. Kvaddi nóttin hljóð og hlý, himinn tók að bláma þegar dögun dró við ský dagsins bjarta fána. Viljinn. (Heimagert.) Viljinn einn er allt sem þarf oft þeir vitru kilja. Þeir sem tóku eld í arf einir þetta skilja. Þeirra seint í föt ég fer sem fólksins örlög skilja. Kannski hefur allt sem er orðið til af vilja. Enn ég man úr minni sveit margt sem átti að dylja. Falleg kona framhjá leit. Fráleitt skorti vilja. Karli Sigtryggssyni hefur þótt nóg um ferðafjör ríkisstjórnarinnar er hann leit í blöðin. Hvað hefði hann hugsað nú? Ríkisstjórnar ferðafjör freyðir í línu hverri. III er hennar utanför, - en afturkoman verri. Næsta vísa er einnig eftir Karl Sig- tryggsson á Húsavík. Mér finnst orðið illa breytt íslenskt þjóðarsinni: Runnið út í ekki neitt eftirtekt og minni. Séra Bjarni Pálsson á Felli átti óró- lega nótt, þar sem hann gisti. Flæmar setjast fljótt til borðs, flá og naga gestinn. Það mun kallast illt til orðs ef þær drepa prestinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.