Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 22. apríl 1989
Leikfélag MA frumsýnir söngleikinn Gretti nk. þriðjudagskvöld:
„Ég þyki ekki lengur gjaldgengur“
- andvarpar Tarzan á Qölum Samkomuhússins á Akureyri
Krakkarnir í Leikfélagi
Menntaskólans á Akureyri
sitja ekki auðum höndum
þessa dagana. Stíft er æft fyrir
frumsýningu árlegrar leiksýn-
ingar félagsins sem verður
næstkomandi þriðjudagskvöld
kl. 20.30 í Samkomuhúsinu á
Akureyri. í ár hefur orðið fyrir
valinu stórskemmtilegur söng-
leikur sem ber nafnið Grettir
og er eftir þá Þórarin Eldjárn,
Olaf Hauk Símonarson og Egil
Ólafsson. Leikfélag Reykja-
víkur frumsýndi Gretti árið
1980 í Austurbæjarbíói við
Sigríður Ólafsdóttir fer með
hlutverk Gullauga í Gretti.
Hún hefur komið áður við
sögu hjá Leikfélagi Mennta-
skólans og fór með eitt af aðal-
hlutverkum í uppfærslu félags-
ins í fyrra á Kertalogi.
Að sögn Sigríðar er Gullauga
nokkuð vandasamt hlutverk.
„Gullauga er mjög svo áhuga-
verð persóna en hún er afar ólík
mér. Ég er til að mynda ekki jafn
skapstór og hún. Gullauga er
ákveðin kona og að sumu leyti
má segja að hún sé nokkuð á
skjön við heildarmynd verksins.
- Hvers konar verk er Grettir?
„Pað er erfitt að lýsa því. Petta
er fyrst og fremst bráðskemmti-
legur söngleikur. Tónlist Egils
miklar og góðar undirtektir
áhorfenda og gagnrýnenda.
En nú hafa MA-ingar ráðist í
að setja Gretti upp í Samkomu-
húsinu. Lætur nærri að um 40
nemendur hafi unnið við upp-
færsluna. Þar af eru fjórir hljóð-
færaleikarar, fimm sjá um bún-
inga og leikmuni og um 10 manns
syngja í öflugum stuðningskór
þegar mest á reynir. Lýsing og
stjórnun hljóðs er í höndum
starfsmanna Leikfélags Akureyr-
ar. Leikstjóri og hönnuður leik-
myndar er Pétur Eggerz. Dagur
hitti hann að máli í Samkomu-
Ólafssonar er hreinasta perla. Til
dæmis er lagið sem ég syng
óskaplega fallegt. En það má
segja að leiktextinn sé ekki djúp-
hugsaður. Höfundarnir eru ekki
að velta sér upp úr pælingum en
leggja þess í stað alla áherslu á
„sjóvið.“
- Hefur þetta verið stíf vinna?
„Já, það er óhætt að segja það.
En þetta hefur að sama skapi ver-
ið geysilega skemmtileg vinna.
Við byrjuðum strax í febrúar að
æfa söngvana og höfum lagt
áherslu á að ná þeim vel. Síðustu
daga hefur verið linnulítið æft á
sviði. Af þeim sökum er komin
nokkur þreyta í mannskapinn.
En við hvílum okkur nú um helg-
ina og söfnum kröftum fyrir
frumsýninguna." óþh
húsinu í vikunni og innti hann
eftir því af hverju Grettir hefði
orðið fyrir valinu?
„Ég fékk fyrst hugmyndina að
því að setja upp söngleik þegar
við unnum að skemmtidagskrá
fyrir árshátíð Menntaskólans
þann 1. desember sl. Sú dagskrá
var að stærstum hluta sungin og
þá kom í ljós að í röðum Leikfé-
lagsfólks eru margir góðir
söngmenn. Mér fannst því tilval-
ið að virkja þessa hæfileika
krakkanna í stærri leikuppfærslu.
Þá hafði það sitt að segja með val
á Gretti að í fyrra setti LMA upp
frekar alvarlegt stykki, Kertalog
Jökuls Jakobssonar. Við töldum
rétt að gera eitthvað allt öðruvísi
í ár.“
- Um hvað fjallar söngleikur-
inn Grettir?
„Hann fjallar um unglingsstrák
í Breiðholtinu í Reykjavík sem
heitir Grettir Asmundsson.
Nafnið vísar til Grettissögu sem
kemur til af því að þráðurinn í
söngleiknum er spunninn í kring-
um þá sögu. Þarna kemur við
sögu draugurinn Glámur sem í
meðförum höfundanna er orðinn
að sjónvarpsdraug. Grettir er
keyptur af sjónvarpinu til þess að
takast á við drauginn.
Ég tel tvímælalaust að söng-
leikurinn Grettir eigi ekki síður
erindi til okkar nú en þegar hann
var frumsýndur árið 1980. Það ár
var einungis til staðar Ríkisút-
varp og -sjónvarp en nú eru fjöl-
miðlarnir fleiri og um leið eru
þeir fyrirferðarmeiri í daglegu lífi
fólks. Að þessu leyti hefur verkið
elst mjög vel og mér heyrist á
krökkunum að tónlistin hafi
einnig elst vel því þau eru raul-
andi lögin daginn út og inn.“
- Er Grettir erfitt verk í upp-
færslu?
„Já nokkuð. Þetta er vissulega
mjög viðamikil sýning. Leikend-
ur eru 23 og þar af eru nokkrir
með fleiri en eitt hlutverk. Þá
njótum við aðstoðar fimm manna
hljómsveitar og fjöldi manns er
baksviðs. Allt í allt vinna því hátt
í 40 manns við sýninguna. Auð-
vitað reynir oft á þolrifin að
halda utan um svo stóran hóp.
En þetta hefur verið geysi-
lega skemmtileg vinna og sem
betur fer hef ég getað einbeitt
mér að þessari vinnu síðustu vik-
urnar. Það hefur heldur ekki
veitt af. Það liggur við að maður
hafi haldið til hér í Samkomuhús-
inu allan sólarhringinn síðustu
dagana.“
- Að lokum. Er frumsýningar-
skrekkurinn kominn?
„Ég er nú ekki farirtn að finna
fyrir honum. Það hefur verið það
stíft unnið að undanförnu að ég
Arnhildur Valgarðsdóttir
stjórnar fimm manna hljóm-
sveit af öryggi auk þess að spila
á píanó. Hún er hagvön í
hljómsveitargryfjunni í Sam-
Pétur Eggerz, leikstjóri.
hef ekki haft tíma til að hugsa um
hann.“
Það skal ítrekað að frumsýning
á Gretti verður í Samkomuhús-
inu á Akureyri nk. þriðjudags-
kvöld kl. 20.30. Allar líkur eru á
því að tveir af höfundunum verði
viðstaddir frumsýningu, þeir
Egill Ólafsson og Ólafur Haukur
Símonarson. Þriðja hjólið undir
vagninum, Þórarinn Eldjárn, býr
nú út í London og verður því
fjarri góðu gamni á þriðjudags-
kvöldið. Önnur sýning verður
fimmtudaginn 27. apríl kl. 20.30.
óþh
komuhúsinu því þar spilaði
hún í uppfærslu LA á Emil í
Kattholti fyrr í vetur og Fiðlar-
anum á þakinu í fyrravetur.
Auk þess að stjórna tónlistinni
sá Arnhildur um að æfa söng-
inn í Gretti.
„Músíkin í Gretti er eftir Egil
Ólafsson og óneitanlega minnir
hún á tónlist Þursaflokksins.
Þetta er mjög kraftmikil músík
og alveg bráðskemmtileg. Fjöl-
breytnin er í fyrirrúmi. Þarna eru
valsar, rokk, blús, sálmur og lag
sem minnir á pönktímabilið.
Við lögðum mikla vinnu í
söngæfingarnar. Sum laganna eru
rödduð og þau tóku vissulega
sinn tíma. Við byrjuðum á
raddprufum og völdum krakkana
í hlutverk í kjölfar þeirra. Besta
söngfólkið fékk þannig sólóhlut-
verkin. Margir höfðu aldrei sung-
ið áður en nokkrir höfðu sungið í
kór. Þetta hefur verið geysilega
skemmtileg vinna og krakkarnir
sýnt mikla vinnuhörku.“ óþh
Arnhildur Valgarðsdóttir, hljómsveitarstjóri (til vinstri) og Sigríður Ólafs-
dóttir, sem fer með hlutverk Gullauga.
Hinn fullkomni maður er fundinn/og framtíðin komin í lag/sveinninn er
samningi bundinn/sjónvarpið keypti hann í dag. Myndir óþh
Sigríður Ólafsdóttir:
„Gullauga er ólík mér“
Arnhildur Valgarðsdóttir:
„Mjög krafitmM músík“
Kirkjulistavikan:
Hátíðarmessa í
Akureyrarkirkju
- Flutt verður Litla orgelmessan eftir Haydn
Kirkjulistavlku lýkur í Akur-
eyrarkirkju á morgun, sunnu-
daginn 23. apríj, með hátíð-
armessu kl. 14. í guðsþjónust-
unni verður flutt Missa brevis
St. Joannis de Deo eftir
Joseph Haydn, sem oftast er
kölluð Litla orgelmessan.
Litla orgelmessan er sniðin eft-
ir því formi sem tíðkaðist í Aust-
urríki og Suður-Þýskalandi um
miðbik 18. aldar. Hinn hefð-
bundni messutexti er þá mjög
styttur, þannig að ýmsir hlutar
textans voru sungnir samtímis.
Þetta var algengast með kaflana
Gloria (dýrðarsöngur) og Credo
(trúarjátning) og svo er einnig
hér. Hins vegar kemur nýbreytni
tónskáldsins fram í kaflanum
Benedictus (blessaður), en þar er
einsöngur og einnig einleikur á
orgel. Af hinu síðarnefnda er hið
algenga nafn messunnar, Litla
orgelmessan, dregið.
Þess má geta að hljóðfæraskip-
an við þennan flutning er sú sama
og var á tímum Haydn og hljóð-
færin sem leikið er á eru sams
konar og þá tíðkuðust.
Flytjendur eru Kirkjukór Ak-
ureyrarkirkju, Margrét Bóas-'
dóttir, sópran, Lilja Hjaltadóttir,
fiðla, Rut Ingólfsdóttir, fiðla,
Richard Korn, bassafiðla, og
Dorota Manczyk, orgel.
Kirkjukór Akureyrarkirkju og stjórnandinn, Björn Steinar Sólbergsson lengst til vinstri
Wm jljf jmt JSBf v
pyfyíf 1 ÍMm 'JijB i mm s Wm f| JwU y
‘ig iflSt j Jp MmBb t
8L | gBSiy MŒKBtö % ajm < > Wjm il flp \
jFI|j 1 JP '1 fM Wk PSffo ^ TmMr tUjBB v IJ| y ]
Jw - < ■ Hr ía
Stjórnandi er Björn Steinar
Sólbergsson. Séra Birgir Snæ-
björnsson þjónar fyrir altari, séra
Þörhallur Höskuldsson predikar
og meðhjálpari er Heiðdís
Norðfjörð.
Að sögn Björns Steinars Sól-
bergssonar, organista Akureyrar-
kirkju, er tónlistarmessa af þessu
tagi nýbreytni í kirkjunni. Hann
sagði jafnframt að Kirkjulistavik-
an hefði heppnast mjög vel og
aðsókn hefði verið góð til þessa.
Hátíðarmessan í Akureyrar-
kirkju er því lokapunktur vel-
heppnaðrar kirkjulistaviku, sem
hefur verið kærkomin menning-
aruppbót á Akureyri. SS