Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. apríl 1989 - DAGUR - 5
Viðhald þjóðvega:
Fjárveitingar hafa aðeins
numið 60-80% af fjár-
magnsþörf á síðustu 10 árum
- kostnaður við vetrarþjónustu á þjóðvegum stefnir í að verða
sá mesti frá 1979 eftir snjóþyngsli síðustu mánaða
Samkvæmt vegaáætlun sem
Alþingi hefur nú til afgreiðslu
verður 980 milljónum króna
varið á þessu ári til sumarvið-
halds þjóðvega landsmanna. A
undanförnum árum hafa fjár-
veitingar til sumarviðhalds ver-
ið af mjög skornum skammti
en samkvæmt úttekt á fjár-
magnsþörf til sumarviðhalds,
sem nú er verið að vinna að,
hafa fjárveitingar til sumarvið-
halds þjóðvega á undangengn-
um 10 árum aðeins verið á bil-
inu 60-80% af reiknaðri fjár-
magnsþörf.
Stærstur hluti þeirrar upphæð-
ar sem á þessu ári rennur til við-
halds þjóðvega fer í viðhald mal-
arvega og vega nteð bundið slit-
lag. Á þessu ári er t' fyrsta sinn
sérstök fjárvejting vegna umferð-
aröryggisaðgerða, kr. 5 milljónir.
Gert er ráð fyrir að þessi upphæð
hækki í 20 milljónir króna á
næsta ári.
Stöðugt stækkandi bílafloti
landsmanna gerir að verkum að
erfitt er að halda stórum hluta
malarvega í viðunandi ástandi.
Samkvæmt athugunum setn gerð-
ar voru í lok síðasta árs eru um
35 km. malarvega með meiri
sumarumferð en 1000 bt'la á dag,
188 krn. með meira en 500 bíla á
dag og 1160 knt. með tneira en
200 bíla sumardagsumferð.
Kostnaður við vetrarþjónustu
á þjóðvegum á síðustu 10 árum
varð mestur árið 1984, 383 ntillj-
ónir króna (miðað við verðlag
1988). Þessi kostnaður varð 248
milljónir króna á síðasta ári og
varð 20 millj. kr. afgangur af fjár-
veitingunni. Sá afgangur er fok-
inn út í veður og vind eftir snjó-
þyngsli á fyrstu mánuðum þessa
árs og breytingar á snjómoksturs-
reglum. Nú stefnir í að kostnaöur
við vétrarþjónustuna slái metið
frá 1984 og má því búast við að í
meðförum Alþingis taki fjárvcit-
ing til vetrarþjónustu á þjóðveg-
um breytingum. JÓH
Óskar H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar:
S.Á.Á.N.
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur alkó-
hólista hefjast þriðjudaginn 2. maí 1989.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
S.Á.Á.N. í síma 27611 milli kl. 09 og 17.
Vélstjóri
Óskum eftir að ráða yfirvélstjóra á B/V Stakfell ÞH-
360 frá Þórshöfn.
Upplýsingar í síma 96-81240 eða 96-81308.
Á AKUREYRI
Hef mikiiin áhuga á
ostabúð á Akureyri
- en lít svo á að boltinn sé hiá KEA
„Ég heföi mikinn áhuga á því
að komið yrði á fót ostabúð á
Akureyri eða a.m.k. sérstakri
ostadeild í matvöruverslun
þar. En ég lít svo á að boltinn í
þessu máli sé hjá KEA,“ segir
Óskar H. Gunnarsson, for-
stjóri Osta- og smjörsölunnar,
en á fundi Akureyrardeildar
Kennarar af Norðurlandi
vestra sem eru í KI komu sam-
an á baráttufundi á Blönduósi
sl. mánudag, sem Kennara-
samband Norðurlands vestra
stóð fyrir. Um 90 kennarar
mættu á fundinn, sem er um
68% mæting. Framsögumenn
voru Svanhildur Kaaber, for-
Kirkjukór
Akureyrarkirkju:
Boðið að
syngja í Hall-
grímskirkju
Kirkjukór Akureyrarkirkju
vakti verðskuldaða athygli á
kirkjulistavikunni og nú hefur
kórnum verið boðið að syngja í
messu á kirkjulistahátíð í Hall-
grímskirkju sunnudaginn 7.
maí.
Björn Steinar Sólbergsson,
stjórnandi kirkjukórsins, sagði
að kórinn myndi flytja Missa
brevis St. Joannis de Deo, eða
Litlu orgelmessuna, eftir Joseph
Haydn. Litla orgelmessan var
einmitt á dagskrá í hátíðarmessu
á lokadegi Kirkjulistavikunnar í
Akureyrarkirkju. SS
Kaupfélags Eyfiröinga í fyrri
viku beindi Bragi Jóhannsson
þeirri spurningu til Magnúsar
Gauta Gautasonar, kaupfé-
lagsstjóra, hvort ekki væri inni
í myndinni að nýta húsnæði
kjörbúðar KEA að Hafnar-
stræti 91, sem verður lögð nið-
ur þann 1. júní nk., fyrir osta-
maður KÍ, og Loftur Magnús-
son, varaformaður KI. Fund-
urinn samþykkti svohljóðandi
ályktun:
„Baráttufundur KSNV og KÍ,
haldinn á Blönduósi 17. apríl
1989, lýsir fullri ábyrgð á hendur
ríkisvaldinu á því ástandi sem nú
er að skapast í öllu skólastarfi.
I mörgum opinberum skýrsl-
um, sem birtar hafa verið, hefur
komið fram að störf kennara eru
stórlega vanmetin. Því lýsir fund-
urinn furðu sinni á ummælum
hæstvirts forsætisráðherra um
launakröfur kennara, sem ganga
þvert á fyrri yfirlýsingar hans.
Harmar fundurinn minnisleysi
ráðherrans.
Nú eru um það bil tveir mán-
uðir frá því að viðræður liófust
um nýjan kjarasamning fyrir
félagsmenn Kennarasambands-
ins. Lítið hefur þokast í átt til
samkomulags og svo virðist sem
ríkisvaldið ætli ekki nú, frekar en
áður, að bæta kennurum kjara-
skerðingu síðustu ára og gera sitt
til þess að tryggja skólastarfi í
landinu viðunandi aðstæður.
Fundurinn lýsir yfir fullum
stuðningi við baráttu félaganna í
HÍK, og skorar á stjórnvöld að
koma nú þegar til móts við kröfur
kennara, því að með hverjum
deginum sem líður, eykst vand-
inn í skólum landsins.“ -bjb
og brauðbúð.
í svari kaupfélagsstjóra kom
fram að þessi möguleiki hafi ver-
ið nefndur lyrir nokkrum árum
síðan, en af framkvæmdum hafi
þá ekki orðið. Magnús Gauti
kvað það alls ekki fráleitt að
KEA myndi leggja Osta- og
smjörsölunni til húsnæði fyrir
sérstaka ostabúð.
„Það færi eflaust mjög vel á því
að reka sameiginlega osta- og
brauðbúð. Ég skal ekki um það
segja hvort ostabúð er út af fyrir
sig nægilega stór eining til þess að
hún stæði undir sér,“ segir Óskar
H. Gunnarsson.
Á höfuðborgarsvæðinu eru nú
þrjár ostabúðir á vegum Osta- og
smjörsölunnar. Þar gefst fólki
kostur á að bragða á ostunum
áður en þeir eru keyptir. Þetta
hefur mælst mjög vel fyrir og
Óskar segir greinilega vaxandi
áhuga fólks á þessum búðum.
Stór liður í starfsemi þeirra er að
útbúa ostaveislur fyrir stór og
smá samkvæmi. „Það er meira
um þcssa þjónustu á okkar veg-
uin cn margan grunar. Fólki þyk-
ir þctta mjög góð þjónusta og
vissulega væri æskilegt að koma
henni einnig upp á Akureyri
hvort sem væri í sérvcrslun cða
sérstakri deild í matvöruversl-
un,“ segir Óskar H. Gunnars-
son. óþh
Hótel Norðurland
opnað í júní
- leiðrétting
Meinleg prentvilla í þriðjudags-
blaðinu gerði það að verkum að
við frestuðum opnun Hótel
Norðurlands óvart um mánuð.
Stefnt er að því að opna hótelið í
byrjun júní, ekki júlí, og leiðrétt-
ist þetta hér með um leið og allir
hlutaðeigandi eru góðfúslega
beðnir velvirðingar á þessum
hörmulegu mistökum sent stöf-
uðu af ómarkvissri beitingu
fingra á lyklaborði tölvu og von-
andi að tjón hafi ekki orðið óbæt-
anlegt vegna þessa.
Kennarar í KÍ af Norðurlandi vestra:
Harma miimisleysi
forsætisráðherra
- lýsa yfir Mum stuðningi við kennara í HÍK
Kaupvangsstræti 16
Umsóknir um skólavist veturinn 1989-1990
þurfa að hafa borist skólanum fyrir 16. maí.
Nánari upplýsingar veittar í skrifstofu skólans.
Skólastjóri.
S.T.A.K. auglýsir
Aðaifundur félagsins verður haldinn að
Hótel KEA þriðjudaginn 25. apríl n.k. kl.
20.30.
Að aðalfundarstörfum loknum verða kynntar og
bornar undir atkvæði nýgerðar breytingar á kjara-
samningi S.T.A.K. við launanefnd sveitarfélaga.
Félagsmenn fjölmennið.
Stjórn S.T.A.K.
(--------------------------------\
Hestamannafélagið Léttir
Irl Kaffisala
y í Skeifunni
á laugardögum
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri verður með
kaffisölu í Skeifunni, félagsheimili sínu í Breið-
holti á laugardögum frá kl. 15.00.
Þarna verður hægt að fá kaffi, gos og alls kyns
meðlæti.
V________________________________^
m m
Framsóknarmenn!
Stjórn K.F.N.E. boðar til fundar með stjórnum allra
flokksfélaga í Norðurlandskjördæmi eystra, ásamt
þingmönnum Framsóknarflokksins í kjördæminu,
framkvæmdastjóra flokksins, ritara og vararitara,
laugardaginn 29. apríl nk. kl. 13.00 að Stórutjörnum.
Dagskrá augiýst slðar. s,j6rn ^.F.N.E.