Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 13
sakamálasago
" ’LáuöáTda'ð'uí 22. ápííl 1989 - DÁÖOR -13
Að kvöldi hins 7. nóvember árið
1974 flúði lafði Veronica Lucan
heimili sitt að Lower Belgrave
Street í bæjarhlutanum Belgravia
í London. Hún hljóp eins og fæt-
ur toguðu, blóðug og grátandi.
Skerandi hróp hennar voru upp-
hafið að einni furðulegustu
morðrannsókn áratugarins.
Inni í stórfenglegu raðhúsíbúð-
inni, steinsnar frá Buckingham
Palace, lögheimili Bretadrottn-
ingar, lá lík barnfóstrunnar,
Söndru Rivett 29 ára. Hún hafði
verið myrt á hroðalegan hátt og
líkinu troðið í strigapoka.
lafði Lucan hljóp inn á næstu
ölkrá, The Plumber’s Arms, og
kallaði: „Hjálp, það er morðingi
á hælunum á mér.“
Eftir yfirheyrslur á sjúkrahúsi
nokkrum tímum síðar hófst
árangurslaus leit lögreglunnar að
manni hennar, John Bingham,
sjöunda jarli af Lucan. Andlit
lafði Lucan var lamið í kássu og
hún var með nokkur djúp sár á
höfðinu. Hún sagði lögreglunni,
að hún hefði lent í slagsmálum
við hávaxinn, kraftalegan
brjálæðing, sem hcfði ætlað sér
að drepa hana.
Hún sá dökkklædda
mannveru
Hún hafði átt náðugt kvöld
heima hjá börnunum sínum
tveim ásamt barnfóstrunni, þótt
eiginlega væri þetta fríkvöld
barnfóstrunnar. En kærasti
Söndru var upptekinn við vinnu
sína, svo hún ákvað að vera
heima líka.
Um níuleytið um kvöldið leit
Sandra inn hjá lafði Lucan og
bauðst til að laga te fyrir þau öll.
Þegar Sandra var ekki komin
aftur eftir hálftíma, gekk lafði
Lucan niður í eldhúsið til að
athuga hví henni dveldist.
Hún sá þá dökkklædda mann-
veru, sem stóð hokin yfir barn-
fóstrunni dauðri og var að troða
henni í poka.
Lafði Lucan rak upp hljóð, en þá
réðst maðurinn á hana og mis-
þyrmdi henni. Hún þekkti hann
ekki í myrkrinu, en þegar henni
hafði tekist að slíta sig lausa og
flýja upp á efri hæðina, heyrði
hún breytta en þó þekkjanlega
rödd kalla á sig. Hún var ekki í
vafa um, að það væri rödd
mannsins hennar.
Nokkrum augnablikum síðar lá
hún skjálfandi á rúminu og hann
sat á rúmstokknum og reyndi að
róa hana. Meðan lafði Lucan fór
út eftir hjálp, hvarf hann út í næt-
urmyrkrið.
Útgáfa Lucans
af sögunni
Geysileg leit að jarlinum af Lucan
hófst með það sama. Fyrst rann-
sakaði lögreglan íbúð hans, sem
var ekki langt frá heimili frúarinn-
ar. Þangað hafði hann flutt fáum
árum fyrr, er hann sótti um skiln-
að og þau skildu að borði og
sæng. En um svipað leyti og lög-
reglan kom að íbúðinni tveim
tímum eftir morðið, knúði jarl-
inn dyra hjá vini sínum ein-
um, sem bjó í 70 km fjarlægð.
Hann kom þangað á lánsbíl.
Þar hafði jarlinn, sem var sam-
kvæmisvanur heimsborgari og
fjárhættuspilari, sagt vini sínum
sína útgáfu af morðinu hryllilega
á barnfóstrunni. Hann fullyrti, að
hann hefði verið á leið heim til að
skipta um föt fyrir kvöldverð á
rándýrum og fínurn spilaklúbbi.
Leið hans lá framhjá heimili eig-
inkonunnar og þá sá hann gegn-
um eldhúsgluggann, að einhver
réðst á, að því er honum virtist,
lafði Lucan.
„Eg notaði lykilinn minn og rauk
inn í eldhúsið til að hjálpa
henni,“ sagði Lucan vini sínum.
„En ég rann til í blóðpolli og
maðurinn komst undan. Veron-
ica var örvita af hræðslu og hélt
því fram, að ég hefði ráðist á
hana.“
Þrátt fyrir yfirlýsingu sína um
sakleysi, lét Lucan jarl undir
höfuð leggjast að staðfesta frá-
sögn vinarins. Hvorki lögreglan
né nokkur annar en vinurinn
fékk að heyra þessa frásögn hans.
Daginn eftir morðið fannst bíll
hans yfirgefinn í Newhaven í
Sussex, hafnarbæ með áætlunar-
samgöngum til Frakklands. í
bílnum lá blýrör það, sem Sandra
hafði verið myrt með.
Lögreglan hóf nákvæma rann-
sókn meðal aðalsins á Englandi,
því að hún taldi, að einhver vina
hans reyndi að halda verndar-
hendi yfir honum, én án
árangurs.
Einu ári eftir morðið var rann-
sóknarréttur settur vegna þess.
Allt, sem fram kom, var gaurn-
gæft og að því loknu kom það
óvenjulega dómsorð, að barn-
fóstran hefði verið myrt af Lucan
jarli. Nokkru síðar var enskum
lögum breytt þannig, að engan
mætti kalla morðingja án þess, að
viðkomandi væri handtekinn,
ákærður, yfirheyrður og
dæmdur.
Þegar jarlinn hafði verið
týndur í sjö ár, án þess að hreyfa
innstæðu á neinum bankareikn-
inga sinna og án þess að gefa sig
fram sjálfviljugur, var hann opin-
berlega lýstur látinn.
Skiptar skoðanir
Þeir tveir lögregluþjónar Scot-
land Yard, sem stjórnuðu rann-
sókninni, eru ennþá á öndverð-
um meiði um hvað gerðist.
Roy Hansom, sem fór nákvæm-
lega yfir allar yfirheyrslur og
stjórnaði mörgum þeirra sjálíur,
segir: „Hann myrti barnfóstruna
Lucan hjónin nieðan allt lék í lyndi.
í þeirri trú, að það væri frúin.
Hann ætlaði sér að fá yfirráða-
réttinn yfir börnunum, sem voru
augasteinar hans. Þegar hann sá
misgrip sín, þá framdi liann
sjálfsmorð á einhverjum afvikn-
um stað eins og sönnum herra-
manni sæmir.“
En Dave Cerring er með aðra til-
gátu: „Lucan jarl er enn í felum
einhvers staðar og hann er sá
eini, sem veit alla málavöxtu.
Hann er raunar herramaður, en
hann er líka fjárhættuspilari.
Hann veðjar ennþá á þann kost,
að enginn finni hann.“
Barnfóstran Sandra Rivett.
Raðhús á einni hæð með bílskúr
Erum að hefja byggingu á raðhúsum á einni hæð við
Bogasíðu 10-12-14 á Akureyri
Stærð 113 fm + 30 fm bílskúr.
íbúðirnar verða afhentar fokheldar 1. oktober.
Athugið! Hægt er að fá íbúðirnar
á hvaða byggingastigi sem er.
Allar nánari upplýsingar í símum:
96-25131 Haraldur,
96-22351 Guðlaugur.
I larakiur Gudlaugur
b>£gingaverktakar
Möðmsiðu 6. Simar: Har. 25131. Guðl. 22351.