Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 17

Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 17
Laugardagur 22. apríl 1989 - DAGUR - 17 dagskrá fjölmiðla 19.35 Um daginn og veginn. Helgi Þorláksson fyrrverandi skólastjóri talar. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Barokktónlist. 21.00 Fótgangandi um öræfi íslands. Þorvaldur Orn Arnarson segir frá. 21.30 Útvarpssagan: „Heiðaharmur“ eftir Gunnar Gunnarsson. Andrés Björnsson les sögulok. 22.00 Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Hugurinn ber þig hálfa leið. Tölvur í íslenskum iðnaði. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. 23.10 Kvöldstund i dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Laugardagur 22. apríl 8.10 Á nýjum degi Þorbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöð- in og leikur bandaríska sveitatónlist. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynn- ir dagskrá Útvarpsins og Sjónvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Dagbók Þorsteins Joð. 15.00 Laugardagspósturinn. 17.00 Fyrirmyndarfólk. Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum og bregður lögum á fóninn. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Kvöldtónar. 22.07 Út á lífið. Lára Marteinsdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Eftirlætislögin. 03.00 Vökulögin. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2,4,7,8,9,10,12.20,16,19, 22 og 24. Rás 2 Sunnudagur 23. apríl 09.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 11.00 Úrval vikunnar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Spilakassinn. 15.00 Vinsældalisti Rásar 2. 16.05 126. Tónlistarkrossgátan. 17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson tengir saman lög úr ýmsum áttum. (Frá Akureyri) 19.00 Kvöldfréttir. f------------------------- 19.31 Áfram ísland. 20.30 Útvarp unga fólksins. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Á elleftu stundu. - Anna Björk Birgisdóttir í helgarlok. 01.10 Vökulögin. Lög af ýmsu tagi í næturútvarpi til morguns. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir sagðar kl. 2, 4, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. Rás 2 Mánudagur 24. apríl 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun. Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur með afmæliskveðjum kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. 14.05 Milli mála. - Óskar Páll á útkíkki og leikur ný og fín lög. - Kristinn R. Ólafsson talar frá Spáni. 16.03 Dagskrá. 18.03 Þjóðarsálin. Þjóðfundur í beinni útsendingu. Málin eins og þau horfa við landslýð. Sími þjóðarsálarinnar er 38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Áfram ísland. 20.30 Útvarp unga fólksins. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir. 01.10 Vökulögin. Veðurfregnir kl. 1.00 og 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2,4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Ríkisútvarpið Akureyri Mánudagur 24. apríl 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Laugardagur 22. apríl 09.00 Ólafur Már Björnsson. Það leynir sér ekki að helgin er byrjuð þegar Ólafur mætir á vaktina. Hann kem- ur öllum í helgarskap með skemmtilegri tónlist úr ýmsum áttum. 13.00 Kristófer Helgason. Leikir, uppákomur og glens taka völdin á laugardegi. Uppáhaldslögin og kveðjur í síma 611111. 18.00 Bjarni Haukur Þórsson. Laugardagskvöldið tekið með trompi. Óskalög og kveðjur í símum 681900 og 611111. 22.00 Sigursteinn Másson mættur á næturvaktina, næturvakt sem segir „6". Hafið samband í síma 681900 eða 611111 og sendið vinum og kunningj- um kveðjur og óskalög á öldum helgar- ljósvakans í bland við öll nýjustu lögin. 02.00 Næturdagskrá. Bylgjan Sunnudagur 23. apríl 09.00 Haraldur Gíslason. Hrífandi morguntónlist sem þessi morg- unglaði dagskrárgerðarmaður sér um að raða undir nálina. Förum snemma á fætur með harðsnúna Halla! 13.00 Ólafur Már Björnsson. Þægileg tónlst er ómissandi hluti af helg- arstemmningunni og Ólafur Már kann sitt fag. 18.00 Kristófer Helgason. Helgin senn úti og virku dagarnir fram- undan. Góð og þægileg tónlist i helgar- lokin. Ómissandi við útigrillið. 24.00 Næturdagskrá. Bylgjan Mánudagur 24. apríl 07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt- um og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustendur, í bland við góða morgun- tónlist. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdís er með hlutina á hreinu og leikur góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri tónlist eins og henni einni er lagið. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin, gömlu góðu lögin - allt á sínum stað. Bjami Ólafur stendur alltaf fyrir sínu. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þér? Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt í umræðunni og lagt þitt til málanna í síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert undan og menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir þá stundina. Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum. Fréttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. Meiri tónlist - minna mas. 20.00 Sigursteinn Másson. Ný - og góð tónlist, kveðjur og óskalög. 24.00 Næturdagskrá Ijósvakarýni Mikill léttir að Bylgjan og Stjaman voru sameinaðar Ljósvakarýni...hvað heyrði ég nú og sá í vikunni? Fyrst kemur að sjálfsögðu upp í hugann eini þátturinn sem ekki er hægt að missa af, en það eru Lagakrókar f Los Angeles á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Hér er á ferðinni yndislega vit- laus þáttur sem ég fagnaði mjög að hæfi göngu sína á ný. I þættinum bregðurfyr- ir stórskemmtilegum persónum, hver annarri sérvitrari og saman tekst þeim að fá mann til þess að gleyma amstri dagsins um stund. Spaugstofumenn bregðast heldur ekki á laugardagskvöldum. Þáttur þeirra er ótrúlega „jafngóður11; að sjálfsögðu er ekki hægt að ætlast til að maður grenji úr hlátri yfir hverju einasta atriði, en þeir hitta oft í mark, svo mikið er víst. Undir- rituð er t.d. mjög hrifin af atriðunum sem snerta okkur norðanmenn, þegar þeir gera góðlátlegt grín að fréttaritara Sjón- varpsins á Norðurlandi og finnst þeir ná honum frábærlega vel. Nú er búið að sameina Bylgjuna og Stjörnuna og mikið skelfing er ég fegin. Þannig er nefnilega mál með vexti, að ég gafst mjög fljótlega upp á því að hlusta á aðrar stöðvar en „Rásina“ hjá Ríkisút- varpinu. Einhvern veginn blundaði samt alltaf í mér sú tilfinning sem er svo rík hjá mörgum, að ég væri að missa af ein- hverju. Þið hljótið að kannast við þetta! Nú jæja, fagnaðarefni mitttengt samein- ingu fyrrnefndra útvarpsstöðva felst sem sagt í því, að nú er ég bara að missa af einni stöð en ekki tveimur. Léttir minn er mikill! Sumarið er komið og því fylgir sérstök dagskrá hjá Ijósvakamiðlum. Þegar til- kynnt er að sumardagskrá sé að ganga í garð, má allt eins segja, að nú verði aus- ið yfir mann efni sem auðvelt sé að vera án. Það er ágætt, því tíminn sem fer í sjónvarpsgláp er allt of langur, hversu stuttur sem hann er. Við ættum að þakka stjórnendum stöðvanna fyrir að geta gert hann að engu yfir sumarið. Vilborg Gunnarsdóttir. Húseign til sölu Húseignin Lyngholt 3, Hauganesi er til sölu. Húsið er rúmlega 200 fm. með sambyggðum bílskúr. Til greina kemur að taka minni eign uppí. Upplýsingar gefur Karl í síma 96-61804. Hjúkmnarfræðingar Styrkir til framhaldsnáms Háskólinn á Akureyri og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri auglýsa styrki til framhaldsnáms fyrir hjúkrunarfræðinga. Sú kvöð fylgir styrkveitingum þessum, að styrkþegi skuldbindur sig í ákveðinn tíma eftir að námi lýkur til starfa við áðurnefndar stofnanir. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður heilbrigðis- deildar Háskólans á Akureyri, sími 96-27855. Umsóknir sendist til H.A. og F.S.A. fyrir 20. maí, 1989. Háskólinn á Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við grunnskóla Umsóknarfrestur til 5. maí. Skólastjórastöður við Grunnskólann Grímsey og Hvammshlíðarskóla, Akureyri. Stöður grunnskólakennara við Grunnskólann Dalvík, með- al kennslugreina stærðfræði, danska og myndmennt, Þelamerkurskóla, kennsla yngri barna, mynd- og hand- mennt og við Grunnskólann Svalbarðsstrandarhreppi. Umsóknarfrestur um eftirtaldar áður auglýstar stöður framlengist til 28. apríl. Norðurlandsumdæmi eystra. Staða skólastjóra við Grunnskólann í Svalbarðshreppi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akureyri, meðal kennslugreina íslenska, danska, enska, stærð- fræði, náttúrufræði, hand- og myndmennt, tónmennt, íþróttir og sérkennsla, Húsavík, meðal kennslugreina sér- kennsla, Ólafsfirði, meðal kennslugreina danska, eðlis- fræði og tónmennt, Grímsey, Hrísey, Þórshöfn og við Stórutjarnarskóla. Vestfjarðaumdæmi. Staða skólastjóra við Grunnskólann á Flateyri. Stöður sérkennara og grunnskólakennara við Grunnskól- ann á ísafirði, meðal kennslugreina heimilisfræði, mynd- og handmennt. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Bolungar- vík, Reykhólaskóla, Barðastrandarhreppi, Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Mosvallahreppi, Flateyri, Suðureyri, Súðavík, Finnbogastaðaskóla, Drangsnesi, Hólmavík, meðal kennslugreina íþróttir, Broddanesi og Borðeyri. Vesturlandsumdæmi. Staða skólastjóra við Grunnskólann á Hellissandi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akranesi, meðal kennslugreina náttúrufræði, sérkennsla og kennsla á bókasafni, Ólafsvík, meðal kennslugreina íþróttir, handmennt, heimilisfræði, tónmennt og sérkennsla, Borgarnesi, meðal kennslugreina heimilisfræði og kennsla á bókasafni, Stykkishólmi, Hellissandi, meðal kennslugreina handmennt og kennsla yngri barna, Grundarfirði, með- al kennslugreina erlend tungumál, handmennt, náttúru- fræði og kennsla yngri barna, við Heiðarskóla, Kleppjárns- reykjaskóla, Laugagerðisskóla, meðal kennslugreina íþróttir, og við Laugaskóla, meðal kennslugreina íslenska, hand- og myndmennt og íþróttir. Suðurlandsumdæmi. Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunnskóla: Vest- mannaeyjum, meðal kennslugreina líffræði, eðlisfræði, tónmennt og myndmennt, Selfossi, meðal kennslugreina tónmennt, íþróttir og sérkennsla, Hveragerði, meðal kennslugreina handmennt, Hvolsvelli, meðal kennslu- greina mynd- og handmennt, Hellu, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, Þykkvabæ, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, Laugalandsskóla, Villingaholtsskóla, Reykholtsskóla og Ljósafossskóla. Menntamálaráðuneytið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.