Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 10
Hún hefur staðið á fjölunum í 40 ár og leikur nú sem gestaleikari í sýningu
LA, Sólarferð, sem frumsýnd var um síðustu helgi. Hún var taiin fjörkálfur
í æsku og valdist því oft í hlutverk af léttari kantinum. Bak við þetta andlit
sem við þekkjum svo vel, leynist hins vegar kona sem hefur reynt mikið allt
frá barnæsku. Sigurveig Jónsdóttir lcikkona lýsir í helgarviðtali í dag dvöl
sinni sem berklaveikt barn á Kristneshæli og segir opinskátt frá þeirri lífs-
reynslu að missa lífsförunaut sinn og því hvernig hún lærði að lifa upp á nýtt.
Við ræðum líka um gleðistundir í lífínu, sem eru sem betur fer fleiri en hinar,
um leiklist og margt fleira.
Um uppruna Sigurveigar er það að
segja, að hún er Ólafsfirðingur og
bjó þar sem barn. Hún fór þaðan í Gagn-
fræðaskólann á Akureyri og eftir það var
hún aðeins tvö sumur í viðbót í Ólafsfirði.
„Þegar ég kom til Akureyrar fjórtán ára
gömul var ekki um annað að ræða fyrir
mig en að leigja ein herbergi úti í bæ og
það er svo skrítin tilviljun að þetta her-
bergi var í húsinu númer 22 við Helga-
magrastræti, einmitt í sama húsi og ég fékk
herbergi þegar ég kom nú til Akureyrar að
æfa Sólarferð."
Sigurveig sagði að á þessum tíma hefðu
verið matsölur víða um bæinn og að í einni
slíkri í Oddeyrargötunni hefði hún keypt
sitt fæði. „Þar borðaði mikið af skólafólki
og var greidd ákveðin upphæð fyrir fæði en
fyrir hana fékk maður morgunmat, hádeg-
ismat, kaffi og kvöldmat. Pegar farið var
að heiman að hausti var maður sendur
með pening sem dugði nákvæmlega fyrir
fæði og húsnæði, það var ákveðinn kvóti
fyrir námsbókum, mamma saumaði fötin
sem maður var í allan veturinn og meira
fékk ég ekki.
Fimm með eina Límónaði
✓
Eg var óskapleg ballrófa, sem kallað
var og þá var alltaf opið frá klukkan
þrjú til fimrn á sunnudögum á gamla Hótel
Norðurlandi. Þar var spiluð dans- og kaffi-
húsamúsik og þá var lcitað í öllum krukk-
um og krúsum til þess að skrapa saman 25
aura fyrir einni Límonaði. Við vorum
kannski fjórar eða fimm stelpurnar saman
við borðið með eina Límonaði því við urð-
um að kaupa eitthvað á borðið. Og svo var
dansað; okkur var sko alveg sama hvernig
strákarnir litu út ef þeir dönsuðu vel, það
var aðal málið. Utan við þetta var farið á
skólaböllin en í þá daga mátti sko ekki
missa af neinu. Þarna var alltaf allt fullt af
fólki, sem kom til að kaupa sér kaffi,
hlusta á fína fiðlumúsik og fá sér snúning.
Stjórnsamur krakki
Hvernig kom leiklistin til?
„Mér finnst í minningunni ég alltaf
hafa verið að leika leikrit. I Ólafsfirði var
ekkert um að vera. Þar var sundlaugin og
félög sem voru að æfa leikrit og við krakk-
arnir vorum líka alltaf að fara í búninga,
búa til og æfa leikrit. Auðvitað seldum við
ekki inn, en það voru samt alltaf einhverjir
krakkar að horfa á og stundum vildu
áhorfendur fá að leika með. Mínir félagar
og vinir voru sem sagt mikið í þessu og ég
verð að viðurkenna að ég stjórnaði dálítið
mikið sjálf."
Níu ára gömul veiktist Sigurveig af
berklum. Hún þurfti að yfirgefa Ólafsfjörð
og fara á Kristneshæli. „í fyrstu skildi ég
ekki hvert ég var að fara. Það var talað um
að ég væri að fara á hæli og það rann ekki
upp fyrir mér að þetta var sjúkrahús fyrr
en ég kom á staðinn og sá sjúkrarúmin. Þá
fór ég auðvitað að skæla og svo fóru
mamma og pabbi og ég sá að mamma var
farin að skæla líka svo ég varð að hætta.
Þarna voru margir Ólafsfirðingar því
berklarnir geysuðu um landið og eftir alls-
herjar skoðun sem farið hafði fram, lentu
margir á Kristneshæli sem ekki hafði grun-
að að neitt væri að. Ég þekkti því marga
sem voru mér ósköp góðir.
Lifði í gerviheimi
etta var voðalega skrítinn tími, því
ég var það frísk að ég var alltaf á fót-
um og fann lítið fyrir veikindunum. Það
þurfti t.d. lítið að gera fyrir mig, ég var
hvorki pústuð, sem kallað var eða
höggvin. Mér bara batnaði þarna af góðri
meðferð og var alltaf á fótum. En það var
enginn krakki þarna til að leika við, ég var
ein. Og þá sá ég allar bíómyndir, því það
var ekki hægt að banna þessu eina barni að
horfa, auk þess sem að oft komu þarna
skemmtikraftar. Ég man sérstaklega eftir
Hallbjörgu Bjarnadóttur. Þegar hún kom
fóru allir sjúklingarnir niður í dagstofu og
allir hrifust af söngnum hjá henni. Eftir
það var ég í því að herma eftir henni og
öllum bíómyndunum. Ég var í einhverjum
gerviheimi þarna. Mér fannst ég vera
Shirley Temple, þó varla sé til neitt ólíkara
en við og ég var allar þessar persónur eins
og Judy Garland og Ginger Rogers." Sig-
urveig rifjar einnig upp að á Kristneshæli
hafi hún átt þykkar úrklippubækur sem
hún hafði límt í myndir af leikurum sem
birst höfðu í dönsku blöðunum Familie
Journal og Hjemmet sem komið höfðu inn
á hælið. „Mér leiddist ekki á meðan.“
„Hún dó í nótt“
Tíminn á Kristneshæli var líka oft erfið-
ur níu ára gamalli telpu. Þarna kynnt-
ist hún dauðanum í fyrsta skipti og var
rækilega minnt á hann á meðan á dvölinni
stóð. „Þarna var alltaf að deyja fólk. Krist-
neshæli var fullt af sjúklingum og ég sem
barn vissi í raun og veru ekkert hvað dauð-
inn var. Ég man t.d. eftir atviki sem gerð-
ist fljótlega eftir að ég kom. Stofan sem ég
lá á, var inni af annari svo það þurfti að
ganga í gegnum þá stofu til þess að komast
inn á mína. Á fremri stofunni voru fjórar
konur, ein þeirra var ung, afskaplega fal-
leg með dökkt hár. Ég hafði stoppað við
rúmið hennar og spjallað við hana; hún
tók í höndina á mér og ég get ímyndað
mér að hún hafi e.t.v. átt barn á sama aldri