Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 20

Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 20
Ekkert lát á fiskflutningum frá sv-horninu: Verð á hausuðum og slægðum þorski á bilinu 75-80 krónur - flutningskostnaður á kíló um 5 krónur Ekkert iát er á fiskflutningum frá suðvesturhorninu til ver- stöðva við Eyjafjörð. Fiskur- inn er ýmist keyptur á mörkuð- um syðra eða milliliðalaust af útgerðarmönnum og fluttur landleiðina norður í land. Þar er fiskurinn hengdur upp í skreið fyrir Ítalíumarkað. Að sögn Eiríks Ágústssonar, fiskverkanda hjá Rán hf. á Dalvík, verður fiskur væntanlega hengdur upp fram í maímánuö. Sem stendur er ekki um neitt annað að ræða en að hengja allan fisk upp. Þrengingar eru á salt- fiskmörkuðum og því er ekki tal- ið ráðlegt að salta eitt einasta kóð. Á þessu kunna að verða breytingar á næstunni vegna ákvörðunar stjórnvalda í Noregi um að hætta þorskveiðum. Norð- menn hafa verið ráðandi á þess- Norðurland: Félagsfimdir um verkfallsheimildir eftir helgi í næstu viku verður að lík- indum boðað til félagsfunda í vel flestum verkalýðsfélög- um á Norðurlandi og þar farið fram á að þeim verði veitt vcrkfallsheimild. Eitt félag hefur þegar aflað sér slíkrar heimildar, en það er Félag verslunar- og skrif- stofufólks. Sævar Frímannsson formað- ur Einingar segir að hjá þeim verði haldinn einn sameigin- legur l'undur á Akureyri fyrir allar deildirnar og verður boð- að til hans fljótlcga eftir helgi. VG Akureyri: Tekinn á 112 kmhraðaá Hörgárbrautinni Það er stundum reynt að stelast til að „kitla pinnann“ þegar haldið er að enginn sjái til. Það sást hins vegar til eins slíks ökumanns í fyrrinótt og var hann vita- skuld gripinn glóðvolgur. Umræddur ökumaður var á ferðinni á Hörgárbraut á Akureyri, á hvorki meira né minna en 112 knt hraða á klukkust'und. Eins og menn vita er hámarkshraði á þessum stað 50 km á klukkustund svo líklegt má telja að um ökulcyf- issviptingu verði að ræða. VG um mörkuðum og því er fastlega gert ráð fyrir að veiðibannið leiði fljótlega til skorts og verðhækk- ana á saltfiski. Rán hf. kaupir fisk milliliða- laust af útgerð í Grindavík og er verð á kíló af hausuðum og slægðum þorski á bilinu 75-80 krónur. Þá bætast við 5 krónur í flutningskostnað á kílóið. „Við teljum að þetta borgi sig. Að minnsta kosti er betra að fá fisk- inn með þessu móti en að standa uppi fisklausir,“ segir Eiríkur. Þar vísar hann lil mjög tregrar veiði heimabáta að undanförnu. Til skamms tíma fengu þeir góð- an afla við Hvalnes og á Þistilfirði en nú virðist sá guli vera horfinn af þeim slóðum. Netabátarnir eru nú vestur á Malarrifi. Eiríkur segir að erfitt sé að segja til um verð fyrir skreiðina á Ítalíumark- aði á þessu ári. „Við vitum það bara að Norðmenn hafa hengt upp mun meira en í fyrra og þeir eru sterkari en við á markaðnum og ráða þannig miklu um verð- þróun,“ segir Eiríkur. Enn sem komið er hefur kulda- tíðin ekki sett strik í reikninginn í Ítalíuverkunninni. Fiskurinn er í hættu fyrstu 4-5 sólarhringana og eru hættumörk við -5 gráður. Sem betur fer liefur kuldaboli ekki pínt kvikasilfur hitamæl- anna niður fyrir 5 gráðu mörkin að undanförnu. óþh I Um 400 manns sóttu tónleika Sykurmolanna í íþróttaskemmunni á Akureyri síðasta vetrardag. Áður en hljóm- sveitin kom fram, léku hljómsveitirnar Lost frá Ákureyri og Ham úr Reykjavík nokkur upphitunarlög. Akureyrskir unglingar kunnu vel að meta söng og leik Sykurmolanna en á myndinni sjást söngvarar sveitarinnar, þau Björk Guðmundsdóttir og Einar Orn Benediktsson. Mynd:TLV Nýjung í markaðssetningu grásleppuhrogna: Fersk grásleppuhrogn með Flying Tigers til Japans - búið að ganga frá samningum um sölu 4000 tunna af söltum grásleppuhrognum Landssamband smábátaeig- enda þreifar nú fyrir sér meö sölu ferskra grásleppuhrogna í Japan og á Taiwan. í liöinni viku fór prufusending héðan með þotu Flying Tigers og að sögn Arnar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Landssam- bandsins, var að vænta fyrstu viðbragða Japana og Taiwan- búa þessa dagana. Ef að við- tökur verða góðar má gera ráð fyrir að allt að 7 tonn af fersk- um grásleppuhrognum verði flutt út á þessu ári. Sala á söltum grásleppuhrogn- Engin samræmd próf í vor: Ekki litið með vel- þóknun á verkfallsbrot - segir aðstoðarmaður menntamálaráðherra í gær barst skólastjórum grunnskóla og fræðslustjórum utn allt land skeyti frá mennta- málaráðuneytinu vegna sam- ræmdra prófa í vor þar sem m.a. er lögð áhersla á að sam- komulag sé um skólastarfið og að það sé jafnframt árekstra- Akureyri: Elsti borgarinn 100 ára Rannveig Jósefsdóttir, Helga- magrastræti 17 á Akureyri, verður 100 ára mánudaginn 24. aprfl, en hún fæddist þann dag árið 1889. Samkvæmt upplýs- ingum frá manntalsskrifstofu Akureyrarbæjar er Rannveig elsti núlifandi borgarinn með lögheimili á Akureyri. Rannveig býr hjá dóttur sinni, Freyju Jóhannsdóttur, og mun hún vera hin hressasta þrátt fyrir háan aldur. Rannveig ætlar að halda upp á aldarafmæli sitt og tekur hún á móti gestum á morgun, sunnudaginn 23. apríl, á Hótel KEA kl. 15. Dagur færir Rannveigu árnað- aróskir á 100 ára afmælinu. SS Rannveig Jósefsdóttir verður 100 ára á mánudaginn. laust á stendur. meðan á kjaradeilu lnnihald skeytisins er á þessa leið: „Ljóst er að ekki tekst að semja við HÍK í tæka tíð, áður en samræmd próf eiga að fara fram. Samræmd próf verða því ekki lögð fram í vor. Hins vegar er heimilt að nota þau verkefni sem samin hafa verið og hafa verið send út til skóla. Ráðuneytið ítrekar og leggur áherslu á að allt skólastarf fari fram í samvinnu og samkomulagi við alla hlutaðeig- andi aðila, þannig að hvergi korni til árekstra í skólastarfi meðan á kjaradeilunni stendur.“ Guðrún Ágústsdóttir, aðstoð- armaður menntamálaráðherra sagði í samtali við Dag í gær, að með skeytinu væri m.a. verið að ítreka það sem áður hefur komið fram, þ.e. að skólastjórum sé ekki heimilt að leggja verkefnin fyrir nemendur kennara í HÍK. „Ráðuneytið vill ekki að verk- fallsbrot séu framin; við lítum ekki með velþóknun á slíka atburði." VG um gekk heldur treglega í fyrra og því fóru forsvarsmenn Lands- sambands smábátaeigenda að horfa í kringum sig með nýja markaði. Eyþór Ólafsson tók að sér könnun á markaði fyrir grá- sleppuhrogn og í framhaldi af hans vinnu leituðu Japanar og Taiwanbúar eftir prufusendingu af ferskum hrognum. Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins kannaði geymsluþol þeirra og í ljós kom að þau héldust fersk í allt að 12 daga með því móti að pakka þeim í loftkældar umbúðir og sprauta í þær koldíoxíði. Örn Pálsson segir að ekkert liggi fyrir með verð fyrir grá- sleppuhrognin í Japan og Taiwan. Hann segir að sökum hás flutningskostnaðar hjá Flying Tigers verði gott verð að fást fyrir framleiðsluna. Flutningsgjald á hvert kíló er 2,5 dollarar. Það lætur nærri að vera hráefnisverð upp úr sjó, sem er 161 króna. Hvað viðkemur sölu á söltuð- um grásleppuhrognum segir Örn að búið sé að ganga frá samning- um um sölu rúmra 4000 tunna til Danmerkur og Frakklands. Von- ir standa til að Danir kaupi tölu- vert rneira inagn en þegar hefur verið samið um. „Síðan seljum við verksmiðjunum hér innan- lands. Menn hafa staðið þar í stappi í sambandi við verð. Á sameiginlegum fundi útflytjenda grásleppuhrogna, veiðimanna og untboðsmanna náðist samkomu- lag um að útflutningsverðið yrði 1100 þýsk mörk fyrir saltaða tunnu, sem þýðir 161 krónur á kílóið upp úr sjó. Síðan hafa menn lent í vandræðum með verksmiðjurnar sem höfðu sam- þykkt þetta verð. Ég hvet menn til að standa fast á þessu verði og hvika í engu frá því,“ segir Örn Pálsson. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.