Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. apríl 1989 - DAGUR - 3
Undirskriftasöfnun í gangi í Skagafirði:
Skorað á Bifreiðaskoðun íslands hf.
- að opna skoðunarstöð á Króknum hið fyrsta
í vikunni hófst dreifing á undir-
skriftalistum á Sauðárkróki og
í Skagafirði, þar sem skorað er
á Bifreiðaskoðun íslands hf.
að koma upp skoðunarstöð á
Nýtt 200 rúmlesta skip
fyrir Borg hf. í Hrísey
í smíðum í Portúgal:
Útsöluverð
á skipinu
- segir Birgir Sigur-
jónsson, framkvæmda-
stjóri Borgar hf.
Nú er unnið að smíði fiskiskips
í Aveiro-skipasmíðastöðinni í
Portúgal fyrir Borg hf. í Hrís-
ey. Skipið verður 200 rúmlestir
að stærð og mun það væntan-
lega koma fánum prýtt til Hrís-
eyjar eftir rúmt ár. Fjögur
samskonar skip eru í smíðum
hjá Aveiro, en auk skips fyrir
Borg hf. er verið að smíða þrjú
skip fyrir sjávarútvegsfyrirtæki
á Höfn í Hornafirði, Þinganes
hf., Auðunn hf. og Haukafell
hf..
Borg hf. gerir nú út tvö skip,
ísborgu EA-159, sem er 55 brúttó-
rúmlesta eikarskip og Eyborgu
EA-59, 148 brúttórúmlesta
stálskip. Að sögn Birgis Sigur-
jónssonar, framkvæmdastjóra
Borgar hf., er ætlunin að úrelda
Eyborgu þegar nýtt skip verður
tekið í notkun.
Smíði skipsins hófst í maí á sl.
ári og hefur verkinu seinkað um
tvo mánuði. Um er að ræða fjöl-
veiðiskip sem búið verður til
línu- neta- og trollveiða.
Birgir segir að skipið muni
kosta um 100 milljónir króna
komið til heimahafnar. Hann
segir að það sé mjög hagstætt
verð, „það má eiginlega segja að
þetta sé útsöluverð.“ Astæða lágs
smíðaverðs segir Birgir að sé
fyrst og fremst lágt tímakaup
verkamanna í skipasmíðastöð-
inni í Portúgal. óþh
Vísitala
byggingarkostnaðar:
Hækkar um
2,1 prósent
Hagstofan hefur reiknað vísitölu
byggingarkostnaðar eftir verðlagi
um miðjan apríl 1989. Reyndist
hún vera 139,0 stig, eða 2,1%
hærri en í mars (júní 1987=100).
Pessi vísitala gildir fyrir maí
1989. Samsvarandi vísitala miðuð
við eldri grunn (desember
1982=100) er 445 stig.
Af einstökum verðhækkunum
má nefna, að 3,3% hækkun á
steypu og 6,8% hækkun á sem-
enti olli um 0,3% hækkun vísi-
tölunnar. Auk framangreinds
hafði verðhækkun ýmissa ann-
arra efnisliða í för með sér alls
0,9% hækkun á vísitölunni.
Hagstofan hefur nýlega lokið
við að endurskoða vinnuliði
byggingarvísitölunnar. Þar kom í
ljós að mælieiningafjöldi ýmissa
verkþátta hefur aukist á undan-
förnum mánuðum og hefur þetta
í för með sér u.þ.b. 0,9% hækk-
un byggingarvísitölunnar.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala byggingarkostnaðar
hækkað um 25,5%. Síðustu þrjá
mánuði hefur vísitalan hækkað
um 7,3% og samsvarar það
32,8% árshækkun.
Sauðárkróki hið fyrsta. Listun-
um hefur verið dreift á bensín-
stöðvar og umboðsskrifstofur
tryggingafélaganna, þar sem
bifreiðaeigendur helst ná til
þeirra. Það eru Karl Lárusson
og Björn Mikaelsson á Sauðár-
króki sem standa að þessari
undirskriftasöfnun, en þeir
vilja kalla sig áhugamenn um
hagsmuni bifreiðaeigenda á
staðnum.
í haus undirskriftarlistans
stendur: „Hér með skorum við,
undirritaðir bifreiðaeigendur í
Skagafirði, á Bifreiðaskoðun
Islands hf. að skoðunarstöð verði
starfrækt á Sauðárkróki, þannig
að ekki þurfi að færa bifreiðar til
skoðunar úr héraði. Einnig vilj-
um við benda á að á Sauðárkróki
er tollhöfn og afgreiðsla nýrra
bifreiða, og því óeðlilegt að þurfa
að fara úr héraði með nýjar bif-
reiðir til skráningar.“
„Við ætlum að hafa þessa lista
klára um næstu mánaðarmót og
koma þeim til höfuðstöðva Bif-
reiðaskoðunar, það þýðir ekkert
að bíða lengur. Þeir segja bara að
það sé stefnt að því að koma hér
upp stöð og ekkert meira. Með
þessari undirskriftasöfnun sýnum
við vilja þeirra sem skrifa undir.
Það hlýtur að vera hagur allra
sem hér búa að fá hingað skoðun-
arstöð," sagði Björn Mikaelsson
í samtali við Dag, annar aðstand-
enda undirskriftasöfnunarinnar.
Peir Karl og Björn benda á að
ef allir bílar í Skagafirði færu til
skoðunar á Blönduósi þýddi það
að 10 þúsund vinnustundir hyrfu
úr héraðinu, því það tæki um 4
tíma að fara með bt'lana á Blöndu-
ós að meðtöldum ferðatíma. -bjb
SAFNAR
MAKI ÞINN
SKULDUM?
í
á'
Ef svo er, hafðu þá í huga að
fjölda hjónaskilnaða og sam-
búðarslila má rekja til þess að
annar aðilinn safnaði skuldum
en hinn fylgdist ekki með.
Dæmi um þetta eru fjölmörg.
Á ÞEYTINGI MILLI
LÁNASTOFNANA?
Sumir þræða lánastofnanir,
án þess að maki hafi hugmynd
um. Stundum er þetta vegna
draumóra um skjótan gróða,
stundum vegna rangra fjárfest-
inga sem komnar eru í óefni og
svo kemur jafnvel fyrir að fólk
tekur á sig skuldir vina og
vandamanna.
BERÐ ÞÚ EKKI LÍKA
ÁBYRGÐ?
Þið berið bæði ábyrgð á fjár-
málum heimilisins, og því er al-
veg sjálfsagt að fylgjast vel
með þeim. Of seint er að setja
sig inn í málin eftir á.
Stuðlaðu að því að treysta
sambúðina við maka þinn og
fylgstu því með hvaða skuldum
hann eða hún safnar. Þið berið
sameiginlega ábyrgð á velferð
fjölskyldunnar.
HAFÐU ÞITT Á HREINU
RÁÐGTAFASTOÐ
HUSNÆÐISSTOFNUNAR
Notumljós
V/ í i auknum mæli
T — i ryki, regni,
^ þoku og sól.
J tí3r°“