Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. apríl 1989 - DAGUR - 11 Texti Vilborg Gunnarsdóttir Mynd Tómas Lárus Vilbergsson og ég. Einn morguninn þegar ég kom fram, er enginn í rúminu. Mig minnir að konan hafi heitið Sigga og ég að sjálfsögðu spurði konurnar: „Hvar er Sigga?“ „Hún dó í nótt,“ sögðu þær bara í sama tón og hefði ég verið að spyrja um einhvern hversdagslegan hlut. Mér varð bylt við, fór franr í dagstofu og þar var fólk að spila og syngja. Ég spurði einhvern: „Vitið þið að hún Sigga er dáin?“ „Jú, jú, vina mín, það var ekki um annað að ræða. Það var vitað að hún myndi deyja.“ Það var erfitt fyrir mig að skilja dauðann. Var orðin myrkfælin AKristneshæli komu heilu fjölskyld- urnar framan úr Eyjafirði og ég man að það kom sérstaklega mikið af fólki úr Saurbæjarhreppnum. Ég man eftir systkin- um, strák og stelpu sem komu þarna og ég hugsaði með mér hvað væri gaman að þarna skyldi vera komin stelpa. Ég sat við rúmið hennar þessa daga sem hún lifði og var alltaf að þvo henni og setja stykki á fæturna á henni, því ég vildi halda í hana. Einn morguninn þegar ég kom inn til hennar var hún farin. Það dóu líka konur inni á herberginu þar sem ég var og þegar ég loks kom heim var ég orðin svo myrk- fælin að ég varð að sofa á milli mömmu og pabba í mörg ár og það þurfti að halda í höndina á mér á meðan ég var að sofna. Þetta var geysilega mikill reynslutími fyrir svona unga sál svo það var e.t.v. þess vegna sem ég lét mig hverfa inn í hinn heiminn og reyndi að gleyma mér.“ Efir að Sigurveig kom heim af Kristnes- hæli og hernámið stóð sem hæst, hlustaði hún mikið á útvarpsstöð sem sendi út tón- list stríðsáranna þ.e. blues og jass, Louis Armstrong og Ellu Fitzgerald. „Ég var oft látin þurrka af fyrir mömmu heima og á veturna þegar dimmt var úti naut ég þess að sjá sjálfa mig í stórri rúðu sem var í ganginum heima. Þar var fínt gólfpláss, útvarpið á fullu og ég gat horft á sjálfa mig dansa. Þá ímyndaði ég mér að ég væri Ginger Rogers eða einhver önnur fræg leikkona." 40 ára leikafmæli m þessar mundir eru nákvæmlega fjörutíu ár síðan Sigurveig lék sitt fyrsta hlutverk á sviði hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Hún segist ekki skilja hvernig fyrsta hlutverkið kom upp í hendurnar á henni, aðeins að það hafi verið hringt í sig þegar hún var í Gagnfræðaskólanum og hún spurð hvort hún gæti tekið að sér að leika með Leikfélaginu. „Ég sagði strax já án þess einu sinni að spyrja hvað ég ætti að leika. Síðan hefur þetta verið mitt aðal starf.“ Fyrsta hlutverkið var hlutverk Önnu Lísu í „Orustan á Hálogalandi“ sem mig minnir að hafi verið nefnt „Glímu- kappinn" hér. Ég man eftir Önnu Lísu eins og ég hafi verið að æfa hana í gær. Hún var færeysk-dönsk og til að eyða ekki of miklum tíma í æfingar inni í leikhúsinu fór ég þrisvar sinnum heim til Jóns Norð- fjörð leikstjóra til þess að læra þennan sérstaka hrcim sem stúlkan talaði. Þetta var hress stelpa sem talaði bjagaða ís- lensku nreð kokhreim og hún var í poka- buxum, stórköflóttri skyrtu og með rauða spanjólu. Þetta var þó nokkuð stórt hlut- verk fyrir byrjanda þó það hafi ekki verið neitta aðalhlutverk. Ég man að Bragi Sig- urjónsson senr kenndi mér íslensku þá, skrifaði gagnrýni á verkið í blað og honum fannst leikurinn hressilegur og lofa góðu. Ég var auðvitað mjög ánægð, sérstaklega að fá þetta lof frá kennaranum mínum.“ Þegar barnið fór að spyrja barnið... Eftir 1949 var Sigurveig búsett á Akur- eyri og allt til ársins 1980, að hún flutti ásamt eiginmanni sínum, Valdimar Pálssyni sem nú er látinn, til Reykjavíkur. Tvö börn þeirra voru þá flutt til Reykja- víkur og langaði þau að prófa að breyta til. Sigurveig, sem þá var fastráðinn leikari hjá LA, fékk launalaust leyfi í eitt ár. Valdi- mar veiktist skömmu síðar og fannst þeim hjónum þá öruggara að vera áfram í Reykjavík svo þau ákváðu að brenna allar brýr að baki sér og búa áfram fyrir sunnan. „Við kynntumst þegar við vorum 14 ára í Gagnfræðaskólanum. Systir hans, sem var fimm árum eldri en ég, kom á Kristneshæli og var mér þar samtíða í fjóra mánuði. Þegar ég kom aftur til Akureyrar í skóla, fór ég að heimsækja hana en hún var þá enn á hælinu og lést þar síðan kornung, aðeins 26 ára gömul. Hún sagði mér að hún ætti bróður í skólanum og spurði hvort ég hefði séð hann. Ég sagði nei, en hún vildi endilega að ég hitti hann. Það gerðist á fyrsta ballinu sem haldið var og eftir það var ekki snúið við. Dóttir okkar fæddist 1950 og ég man hvað mér fannst ég vera ung. Sérstaklega fannst mér það þeg- ar barnið fór að spyrja mig, barnið, og ég þurfti að taka ákvarðanir fyrir hana. Atta árum seinna áttum við strákinn svo þá var maður orðinn þroskaðari, en þetta bjarg- aðist nú alltaf allt saman." Ýmislegt prófað Minningar Sigurveigar streyma fram og hún talar um blönku árin þegar eiginmaðurinn var í námi og hún starfaði á símanum. Þau leigðu fyrstu árin pínulitlar íbúðir, kröfurnar voru engar og hún lifði það t.d. að þvo á þvottabretti og nota kolakyntan suðupott, „svo maður hefur prófað ýmislegt," sagði hún og það er greinilegt að minningarnar eru sælar. Hlutverk Sigurveigar eru nú komin á áttunda tug og þegar við biðjum hana að segja okkur hvert þeirra sé henni minnis- stæðast, kemur dálítið hik á hana, enda eflaust erfitt að gera upp á milli margra þeirra. Hún nefnir hlutverk eins og Hel- enu í „Hunangsilmi" eftir S. Delaney og segir það með skemmtilegri hlutverkum senr hún hafi leikið. „í „Alfa-Beta“ lék ég á móti Erlingi Gíslasyni, en hlutverkin voru aðeins tvö. Þetta var í tíð þeirra hjóna, Brynja Benediktsdóttir var þá leikhússtjóri hér, og það var mjög lær- dómsríkt og gaman að lcika á móti Erlingi, þó það hafi jafnframt verið erfitt. Fjörkálfur og dansfífl Það var vendipunktur á leikferli mínum þegar Gísli Halldórsson kom til Akur- eyrar árið 1967 til þess að setja upp „Óvænt heimsókn" eftir Priestley. Fram að því hafði ég eingöngu leikið léttúðug hlutverk, en þetta var mjög átakamikið verk. Aðspurð urn hvers vegna hún héldi að áður hafi hún frekar valist í léttari hlutverkin segist hún hafa verið mikill fjörkálfur og dansfífl. „Ég var í hressari kantinum má segja, fannst lífið yndislegt og það vill oft verða þannig að ef maður „lukkast“ í einhverju hlutverki, lendir maður í því að vera í sömu skúffu í nokkur ár. Eftir Priestley stykkið hjá Gísla breytt- ist þetta og ég fór að fá alls konar erfiðari „karakterhlutverk“. Undir niðri var mig farið að langa að leika eitthvað sem reyndi meira á. Það vilja allir leikarar fá að glíma við hvortveggja, alvarleg og léttari hlutverk. Þegar LA verður atvinnuleikhús erum við aðeins átta og leikararnir því gjörnýttir. Þá er ekki um annað að ræða en að leika hvað sem er. Á því lærum við og fengum ómetanlegu reynslu og breidd. Þá er líka óskaplega mikilsvert að hafa góða leikstjóra, því ég fór aldrei í leiklistarskóla heldur reyndi að sækja öll þau námskeið sem ég komst á. Sjálfstraustið var í lægri kantinum framan af og þegar þekktir leik- stjórar komu, var það eins og að finna fjár- sjóð að fá að vinna með þeim því maður lærði svo mikið á því. Að þessu leyti er það mjög mikilvægt, sérstaklega á stað eins og hér, að það komi reglulega gesta- leikarar til þess að fá nýtt blóð í hópinn.“ Sviðsskrekkurinn versnar með aldrinum ú sjá margir leikhúslíf í rósrauðum bjarma, er það eins skemmtilegt og fólk heldur? „Þetta er vinna, vinna, vinna! Það er ómögulegt að útskýra hvað það er sem togar svona í niann, því stundum þegar maöur er að glíma við þessar persónur sem maður er að skapa, leita að eðlisþáttum í manneskjunni og koma þessu saman, hugsar maður með sér: „Guð minn al- máttugur, þetta get ég aldrei. Það væri nú munur að vera í áhyggjulausu starfi. Og þegar maður bíður eftir því að koma inn á frumsýningu hugsar maður með sér: „Því í veröldinni ertu ekki löngu hætt þessu? En þegar allt hefur gengið vel upp er engin til- finning eins góð og léttirinn á eftir." Margir leikarar halda því fram að sviðs- skrekkur sé nokkuð sem aldrei sé hægt að losa sig við. Okkur lék forvitni á að vita hvort þetta væri rétt og sagði Sigurveig svo vera. „Hann versnar með árunum. Það eru sífellt gerðar meiri kröfur til manns sem maður vill reyna að standa undir. Mér finnst ég sífellt taka hlutverkin mín alvar- legar og verða óöruggari með sjálfa mig eftir því sem árin líða því mér finnst ég verða að gera enn betur, en svo er það kannski líka ég sjálf sem er að gera meiri kröfur til sjálfrar mín." Sviðsskrekkurinn er mjög misjafn, að sögn Sigurveigar, því það er aldrei sama fólkið í salnum. „Spennan er auðvitað lang rnest á frumsýningu og viðbröðg fólks þá mikilvæg. Það þarf að ná sambandi við áhorfendur og ef það tekst ekki líður manni hræðilega. Ef þeir hrífast ekki með er mjög erfitt að halda kvöldið út, því maður finnur nokkuð fljót hvort salurinn er góður eða ekki. Það er t.d. ekkert eins ömurlegt og að leika gamanleik sem á að vera fyndinn, en fólki finnst hundleiöinleg- ur.“ Þýðir ekki að fúska fyrir börnin Sigurveig hefur ekki aðeins leikið á sviði, hún hefur lcikið í íslenskum kvikmyndum og í sjónvarpi. Hún sagði þaö allt öðruvísi en leikhúsvinnuna en jafnframt mjög gaman. Allt annarri tækni er beitt, andrúmsloft meðal samstarfsfólk- isins verður sömuleiðis öðruvísi, sérstak- lega ef t.d. verið er að kvikmynda úti á landi og allir dveljast saman um einhvern tíma. Þegar leikið er fyrir framan mynda- vélarnar fást ekki viðbrögð áhorfenda og sviðsskrekkur er þá væntanlega víös fjarri, eða hvað? „Þegar búið er að taka sjón- varpsmynd, mánuðir líða og búið er að klippa myndina, er lokst auglýst að sýna eigi hana í sjónvarpinu ákveðiö kvöld. Þá situr maður heima með magapínuna og hjartsláttinn og nagar neglurnar því maður hefur ekkert séð og veit ekkert hvernig þetta kemur út. Ég man t.d. eftir því þegar ég lék í „Löggulíf“ að þá hafði ég ekkert séð þegar kom að frumsýningu, enda þurfti ég að fara aftur á myndina því ég mundi ekkert, var alveg frosin þegar ég sá hana fyrst. í tökunum sjálfum er maður hins vegar laus við skrekkinn sjálfan því það er hægt að taka atriðin upp aftur og aftur.“ - Er einhver munur á því að leika fyrir börn eða fullorðna? „Ég lék í barnaleikritunum hérna eins og „Kardimommubænum" og „Dýrin í Hálsaskógi“ og nei, það er ekkert frekar hægt að komast upp með fúsk þegar leikið er fyrir börn en þegar leikið er fyrir full- orðna. Það er aftur á móti mjög gaman að leika fyrir börn því þau taka svo mikinn þátt í sýningunni og eru mjög lifandi. Ef við t.d. leikum á salinn og vörpum ein- hverju fram til hans, fáum við geysileg viðbrögð. Ég man t.d. að Gestur Einar Jónasson var alveg snillingur í þessu þegar hann lék refinn í „Dýrin í Hálsaskógi". Að læra að lifa ein igurveig er nú á Akureyri í annað skipti sem gestaleikari eftir að hún flutti til Reykjavíkur. í fyrra skiptið tók hún þátt í verkinu „Sölvi Helgason“ sem Sveinn Einarsson leikstýrði. Þá hafði hún nýlega þurft að horfast í augu við þá stað- reynd, að þurfa að hefja nýtt líf ein síns liðs, því eiginmaður hennar var þá ný látinn. „Þarna hafði ég svo nrikið að gera við að læra að lifa ein, að ég vissi varla að ég væri á Akureyri. Þá var ég ekki sama Veiga og ég er í dag, því þetta hefur verið mikill reynslutími og sálarlíf mitt var mjög erfitt. Ég hafði þó mjög gott af því að koma þá, komast frá húsinu, burt frá erfiö- leikunum sem mér fannst ég vera í. Ég konr liins vegar hressari til baka, því inér leið vel hér og þetta hjálpaði mér yfir viss- an hjalla í mínu persónulega lífi. Þarna fann ég að ég átti góða vini og fann að ég gat hlegið. Það hefur t.d. aldrei hvarflað að mér að sakna Akureyrar vegna þess hvað ég hef haft mikið að gera við að aðlagast þessu nýja lífi. Við hjónin vorum búin að vera það lengi tvö ein og það voru vissir hlutir sem hann hafði á sinni könnu og aðrir sem ég hafði á minni. Hætta á einangrun og uppgjöf Hans hlutverk þurfti ég að læra frá grunni, ég t.d. rataði lítið í Reykja- vík og hafði lítið keyrt, en nú er þessi tími orðinn mér fjarlægur og mér finnst jafnvel fyndið í dag að ég skuli hafa verið dauð- hrædd við að keyra og hrædd við alla hluti. Ég vissi ekki hvar Gjaldheimtan var, ég vissi ekki hvar ætti að skoða bílinn, ég hafði aldrei látið skoða bíl, ég hafði aldrei þvegið bíl! Þetta var skrítinn tími. Þegar ég lít til baka núna, sé ég að við hefðum átt að skipta aðeins með okkur verkum, ég held nefnilega að margt fólk hafi og eigi eftir að lenda í sömu sporum og ég. Það er nefnilega óskaplegt högg og mikil hætta á einangrun og uppgjöf þegar maður lendir í slíkri aðstöðu. Og eftir því sem maður er eldri þegar maður nrissir maka sinn, því meiri einmanakennd og því crfiðara aö byrja nýtt líf. Ég er orðin mjög sjálfstæð í dag, en ég tók ekki nokkra ákvörðun áður án þess að ráðgast við hann. Nú hef ég enga ráðgjöf og þarf að taka ákvarðanir sjálf; ég er búin að læra þetta. Örlítil heimþrá Mér líður allt öðruvísi í dag og finn nú þetta aðdráttarafl sem Akureyri hefur á mig sem ég var búin að gleynra. Kannski var ég bara búin að útiloka það vegna þess að ég var farin og búin að skera á öll bönd. Ég sé núna hvað þessi bær er yndislega fallegur og hvað veðrið getur verið gott þrátt fyrir snjóinn. Þar er senr sagt komin örlítil heimþrá í mig sem ég er í raun pínulítið hissa á, því ég er búin að festa rætur í Reykjavík og þar eru börnin mín og barnabörnin. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef fundið fyrir því að ég muni kannski sakna þess að fara héðan. Ég finn aö Akureyri á stóran hluta í mér.“ Að lokum Sigurveig, segðu okkur að- eins frá henni Elínu vinkonu þinni og Pétri manninum hennar í „Sólarferð", hvernig hjón eru þetta? „Þau eru nú orðin fullorðin hjónin og hafa allt til alls. Fara til útlanda tvisvar á ári, þau skemmta sér mikið og eru drjúg á veigarnar. Og þegar Bakkus er með kemur ýmislegt upp á yfirborðið. Kannski er heimilislífið ágætt hjá þeim, en það getur vel verið að þetta sé orðið þreytt hjóna- band því ég held að þau séu orðin afskap- lega þreytt hvort á öðru. Þau hanga samt saman, en eru samt bæði að leita að ein- hverri lífsfyllingu sem þau greinilega ekki finna. Alla vega finna þau hana ekki þarna í þessari sólarferð, kannski þeirri næstu . . . !“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.