Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 22.04.1989, Blaðsíða 8
‘"8-'tíÁáÖR^ÍáíaaÍSr i Bókhaldspakkinn Vilt þú lækka bókhalds- og skrifstofukostnaöinn? Er bókhaldið ekki nægjanlega skilvirkt? Bókhaldspakkinn kann að vera lausnin sem þú ert að leita að. Það kostar ekkert að kynna sér málið. I kýrhausnum — gamansögur, sannar og uppdiktaðar Mörg áhöld Snyrtimennska Málshættir Fatnaður firá Marks og Spencer ásamt úrvali af öðrum fatnaði á böm og fullorðna Einnig sportskór Fatamarkaður hefst í Kjallaranum I Iiisalundi máuudaginn 24. apríl Komið og geríð góð kaitp í Kjallaranum Hrísalundi SlMI (96)21400 Kjallari If rísalundi j i ryyt'x. BKI J^AFFE Gottkaffi Reyndu það næst Heildverslun Gunnars Hjaltasonar Reyðarfirði Sími 97-41224 KJARNI HF. Bókhalds- og viðskiptaþjónusta. Tryggvabraut 1 • Akureyri • Sími 96-27297 • Pósthólf 88. Framkvæmdastjóri: Kristján Ármannsson, heimasími 96-27274. Gott er heilum barnavagni heim að aka. Hver er sínum hrútum kunnug- astur. Pað er enginn kolfullur þar sem hann kemur ekki. Betri er Imba en Auður. Marilyn Monroe Þetta var í Bandaríkjunum. Marilyn Monroe kom í veislu. Allir karlmenn voru hrifnir og sælir, nema einn. Hann sagði: - Huh! Takið þessa varafegurð af henni, hárið og vöxtinn, og hvað er þá eftir, má ég spyrja? Einn viðstaddra, karlmaður, stundi við og sagði: - Konan mín. Hann ætlar að gifta sig Hann hringdi heim til sína af skrifstofunni: - María mín, sagði hann. - Ég kem heim með hann Jón, aðstoðarmann minn, í mat á eftir. - Hvað segirðu! hrópaði María. - Ertu orðinn ær og örvita? Þú veist vel, að vinnukon- an stökk burt, báðir krakkarnir eru lasnir, ég er að drepast úr kvefi, og þar að auki skulda ég reikning í búðinni og fæ þar enga úttekt fyrr en ég er búin að borga. Svo dettur þér í hug að koma með þennan mannfjanda í mat. - Mér er alveg sama, sagði hann ákveðinn. - Ég kem með hann samt. Bölvaður hálfvitinn 'sá arna er í alvöru að hugsa um að gifta sig. Hann verður að fá að sjá eitthvað með eigin augum. Kona Sigurðar varð skyndilega veik eitt kvöld og hann kallaði því á næturlækni. Þetta var ein- hver nýr læknir sem Sigurður þekkti ekki. Hann benti læknin- um á stigann og sagði, að konan sín lægi þarna uppi og dyrnar væru beint á móti uppganginum. Læknirinn skálmaði upp með töskuna sína, en Sigurður gekk órólegur um gólf niðri í stofunni. Eftir nokkrar mínútur kom læknirinn niður aftur og spurði: - Hafið þér ekki tappatogara að lána mér? Jú, Sigurður átti hann og læknirinn fór upp með áhaldið í hendinni. Nokkrum mínútum síðar kom læknirinn aftur niður. - Eigið þér skrúfjárn? spurði hann Sigurð, sem var farinn að ókyrrast ákaf- lega. Læknirinn hljóp upp með skrúfjárnið. En hann kom hlaupandi niður stigann strax aftur og kallaði: - Ég þarf að fá hamar og meitil, fljótt. Nú stóðst Sigurður ekki mátið. - í guðs almáttugs bænum læknir, hvað gengur að konunni minni? - Ég veit það ekki enn, svaraði læknirinn. - Ég get ekki opnað töskuna mína. Vinur hans reyndi að hugga hann. - Þú verður nú að athuga það maður, að snyrtimennska og þrifnaður er ákaflega mikils virði. - Já, já, já, já, sagði eiginmað- urinn, - en ég skal bara segja þér, að þegar ég vakna á nóttunni og fer niður til þess að fá mér brauð- sneið eða vatn að drekka og kem svo aftur eftir 5 mínútur, ja, þá er hún búin að búa um rúmið. Huggun Hann lést af slysförum eina nótt í allt öðrum bæjarhluta en hann átti heima í. í býtið um morgun- inn kom presturinn til þess að segja ekkjunni tíðindin og hugga hana. Hún stundi og hugsaði sig um dálitla stund og sagði svo: - Það er a.m.k. eitt, sem mér er til mikillar huggunar. Nú veit ég hvar hann verður í kvöld. Þetta er pabbi þinn Móðirin var að sýna 8 ára göml- um syni sínum gamlar fjölskyldu- myndir. - Hver er þessi ungi maður þarna á baðströndinni með þér, þessi granni með hrokkna hárið og vöðvahnyklana? - Þessi! Þetta er hann pabbi iþinn. Þetta var í fyrsta skipti sem við hittumst. - Er þessi rnaður pabbi minn? sagði strákur. - Hver er þá þessi gamli og sköllótti fitukeppur sem býr hérna hjá okkur núna? Páskamyndagáta Dags: Þótti óvenju snúin að þessu sinni - Dregið úr réttum lausnum í gær í gær var dregið úr réttum lausnum á páskamyndagátu Dags, sem birt var í blaðinu þann 23. mars s.l. Myndagátan var óvenju þung að þessu sinni, því færri skiluðu inn lausnum en oftast áður þegar svipuð þraut hefur verið lögð fyrir lesendur. Sá lesandi sem hreppir verð- launin að þessu sinni er Sigríður Jónsdóttir, Byggðavegi 86, Akur- eyri. Hlýtur hún vöruúttekt að eigin vali að verðmæti kr. 12 þúsund. Um leið og við óskum henni til hamingju, viljum við þakka öllum þeim sem sendu inn lausnir og einnig hinum sem spreyttu sig á lausn gátunnar en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lausn gátunnar var fólgin í þremur málsgreinum (sjá mynd). Þær voru eftirfarandi: Sterkur bjór orðinn að staðreynd á Fróni. Menningunni borgið piltar. Hús- bréfafrumvarp veldur meðal ríkisstjórnar kurri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.