Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 19. október 1989 frétfir Aðalfundur Iðnþróunarfélags Þingeyinga: Rætt um verksmiðjur til framleiðslu á raka- þolnum spónaplötum, myndbandsspólum og skyrtum „Ég var ánægður með stemmn- inguna, fannst málum tekið mjög vel og koma fram að menn vilja taka á,“ sagði Asgeir Leifsson, iðnráðgjafi hjá Iðnþróunarfélagi Þingey- inga eftir aðalfund félagsins sem haldinn var um helgina. Asgeir kynnti tíu kosti at- vinnuþróunarverkefna á fund- inum og sýndu menn nokkrum þeirra talsverðan áhuga. Hugmynd hefur komið fram um virkjun Köldukvíslarfoss, 2 km ofan við Kvíslarhól á Tjör- nesi. Aðilar frá Orkustofnun hafa gert frumáætlun um virkjun- ina, er þar gert ráð fyrir 3.5 ntw virkjun, en toppálag rafmagns- notkunar á Húsavík nemur 2.5 mw. Byggingarkostnaður er tal- inn nema 4-500 milljónum króna. Svör hafa ekki fengist við mörg- um óvissuþáttum og samkvæmt frumáætluninni er virkjunin óhagkvæm. Áætlaður rannsókn- arkostnaður fyrir frumhönnun virkjunar nemur 2-300 þúsund krónum og fram kom áhugi um að láta kanna staðhætti og fleiri þætti nánar, til að fá nákvæmari svör um hagkvæmni og hugsan- lega virkjunarmöguleika. Kynntir voru möguleikar á inn- flutningi tilbúinna verksntiðja, eins og fram hefur komið í frétt í einnig um virkjun Köldukvíslarfoss á Tjörnesi Degi fyrir helgina. í samtali við Dag sagði Ásgeir að núna væri söguleg nauðsyn á að koma upp útflutningsiðnaði, en þarna væri um stórt fjárhagslegt dæmi að ræða. Ef veruleg samstaða skapaðist ætti þetta þó að geta gengið og von er á ýtarlegri upp- lýsingum og frekari gögnum um fleiri kosti erlendis frá. Mest var rætt um verksmiðjur til fram- leiðslu á rakaþolnum spónaplöt- um, myndbandsspólum og skyrt- um, á fundinum. Ásgeir hefur hug á að gefa fleiri sveitarfélög- um kost á að fylgjast með þessunt möguleikum og hyggst ferðast um og kynna málið á næstunni. Hraðréttaframleiðsla er einn hinna tíu kosta sem kynntir voru og aðilar hafá sýnt því verkefni áhuga og eru að þreifa fyrir sér. Á fundinum var kynntur möguleiki á innflutningi nýs tækis, einskonar tveggjahjóla traktors með aldrifi. Var hæfni farartækisins sýnd á myndbandi og er hún einstök til ferðalaga á vegleysum, auk þess sem marg- vísleg verkfæri og búnað, t.d. til landbúnaðar, er hægt að fá til að tengja við tækið. Pað er líkast mótorhjóli í sjón, en er sagt valda minni skemmduni á náttúr- unni en önnur þekkt torfærufar- artæki. Auk hjólsins, kynnti Ásgeir hugmynd um innflutning á samanbrotnum bátum og há- kuldatjöldum. Á fundinum kom fram sú hug- mynd að Iðnþróunarfélagið boð- aði til fundar byggingamanna til umræðu um atvinnuhorfur og jafnvel til fundar járniðnaðar- manna og fleiri starfstétta um horfur í sínum atvinnugreinum. Ákveðið var að halda fram- haldsaðalfund 10. des. Stjórn var falið að gera úttekt á starfshátt- um félagsins fyrir fundinn, en fram hafa komið hugmyndir um að breyta því í hlutafélag. IM Eiga Húsvíkingar eftir að eignast myndbandaverksmiðju? Mynd sem Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi hjá Iðnþróunarfélagi Þingeyinga tók í einni slíkri verk- siniðju sem hann skoðaði í sumar. Ásgeir segir að ýmsar gerðir verksmiðja séu til sölu og kynnti 10 hugmyndir um atvinnuuppbyggingu á aðalfundi félagsins. Ásgeir Leifsson Fræðslumál og vinnubrögð Brunamálastofnunar voru hclstu málin á Lands- þingi slökkviliðsmanna, sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Landsþing slökkviliðsmanna: Mynd: KL Hörð gagnrýni á Brunamálastoíhim Á Landsþingi slökkviliðs- manna sem haldiö var á Akur- eyri helgina 13.-15. október sl. kom fram hörð gagnrýni á Brunamálastofnun íslands. Slökkviliðsmenn telja að stofn- unin sinni alls ekki því hlut- verki sem henni er ætlað, t.a.m. í fræðslumálum, sem voru mikið til umræðu á þing- inu. Gunnlaugur Búi Sveinsson hjá slökkviliði Akureyrar sagði að helsta mál landsþingsins hefði verið fræðsla slökkviliðsmanna, eða réttara sagt skortur á henni. „Okkur finnst að fræðslu slökkviliðsmanna sé mjög ábóta- vant, t.d. varðandi eiturefni, en þar er ástandið ákaflega bágbor- ið. Brunamálastofnun á að sjá um þennan fræðsluþátt en hún stendur sig ekki í stykkinu,“ sagði Gunnlaugur Búi. I framhaldi af umræðum um fræðslumálin kom fram harkaleg gagnrýni á Brunamálastofnun. Landsþingið samþykkti ályktun þar sem lagt er til að slökkviliðin og tryggingarfélögin yfirtaki Brunamálastofnun Islands. Þing- ið taldi þessa aðila betur færa um að sinna því hlutverki sem stofn- unin hefur vanrækt. SS íslenskir dagar hjá KEA: KyraiingarátaMð nær hámarki ran helgina I dag verða vörukynningar í ýmsum verslunum KEA í tilefni af íslenskum dögum, en þessir kynningardagar eru nú að ná hámarki. Það má búast við stórtíðindum um helgina en laugardagurinn 21. október er lokadagurinn í kynningar- átakinu á íslenskum vörum sem hófst 12. október sl. Við greinum frá því á morgun hvað verður á döfinni um helg- ina, en það er ekkert leyndarmál að neytendafrömuður Spaugstof- unnar, Kristján Ólafsson, mun leggja sitt af mörkum til að fólk kaupi íslenskar vörur. Þá má minna á kynninguna frá Leir og postulíni sem verður í Svarfdæla- búð á Dalvík í dag og í Járn- og glervörudeild KEA á morgun. Það er alltaf eitthvað um að vera í flestum deildum Kaupfé- lags Eyfirðinga þessa daga. Til dæmis má geta þess að Trésmiðj- an Vinkill á Akureyri kynnir uppsettar TV-innréttingar í Byggingavörudeild KEA, en ís- lenskur innréttinga- og húsgagna- Akureyri: Fargjöld strætis- vagna hækka Stjórn Strætisvagna Akureyrar samþykkti á fundi sínum í byrj- un október að hækka fargjöld strætisvagna bæjarsins. Einstök fargjöld fullorðina hækka í kr. 55,- og einstök far- gjöld barna hækka í kr. 17.-. Kort fullorðina (20 stk.) kostar framvegis kr. 825.-, kort barna (20 stk.) kostar kr. 225.- og kort aldraðra (20 stk.) kostar kr. 410.-. iðnaður hefur ávallt staðið í harðri samkeppni við innfluttar vörur. SS Kópasker: Framleiða blóðmör og lifrarpylsu „Við höfum nóg að gera við sláturgerðina. Eins og er vantar mannskap,“ segir Jón Gríms- son á Kópaskeri, sem vinnur á fullu við sláturgerð á vegum Kaupfélags Þingeyinga. „Við göngum frá bæði lifrar- pylsu- og blóðmörskeppum í kassa sem eru sendir í verslanir víða um land, annaðhvort soðnir eða ósoðnir. Ég hygg að stærsti hlutinn fari í verslanir syðra,“ sagði Jón. Auk sláturgerðarinnar verða verkuð svið á Kópaskeri. Jón segir þá vinnu lítið komna af stað. „Uppskriftin af slátrinu og lifr- arpylsunni er leyndarmál. Við höfum notað þessa uppskrift hér í mörg ár og hún hefur líkað mjög vel. Eigum við ekki að segja að þetta sé sérstakt Kópa- skersslátur,“ bætti Jón við. Að öllu óbreyttu verður unnið í allan vetur við sláturgerð á Kópaskeri. Jón segir að út af fyrir sig sé það mjög jákvætt en hins vegar komi hún aldrei í stað sauðfjárslátrunar á Kópaskeri. óþh rni ÓlafsQörður: punktar ■ Bæjarráð samþykkti nýlega að taka tilboði frá Tréveri hf., í steypu gangstétta og fl. en auk þess barst tilboð í verkið frá Steypustöðinni á Dalvík. ■ Fjögur tilboð bárust í varmaskipti við íþróttavöll og samþykkti bæjarráð að taka tilboði Landssmiðjunnar og jafnframt var samþykkt að taka tilboði frá ís’eifi Jónssyni í stjórnbúnað. ■ Bæjarráð hefur samþykkt erindi frá stjórn verkamanna- bústaöa. þar sem þess er farið á leit að samþykktar verði umsóknir um lán til kaupa á 4 fbúðum úr Byggingarsjóði verkanranna v/úthlutunar úr sjóðnum árið 1990. ■ Bæjarráð hefur samþykkt tillögu skólanefndar Tónlistar- skólans, að ráða Kormák Bragason skólastjóra skólans í 50% starfi og að pólsku hjónin Jakub og Lidia Koloswski verði ráðin kennarar í V/i stöðu. ■ Bæjarstjórinn á Akureyri upplýsti nýlega á fundi bæjar- ráðs, að Akureyrarbær hafi sótt um aðild að héraðsnefnd Eyjafjarðar. Jafnframt er hvatt til að Ólafsfjörður og Dalvík sæki um aðild. ■ Magnús Sigursteinsson hef- ur sagt upp starfi sínu sem slökkviliðsstjóri frá og með áramótum. Bæjarstjóra var falið að ræða við Magnús og auglýsa starfiö laust til umsóknar. ■ Vilhelmína Héðinsdóttir hefur lokið við tölvuskráningu bókasafnins, sem telur 6242 bækur. Eitthvað er til af óskráðum bókum bæði í heimahúsunr og í togurunum sem ckki hefur verið skilað en bókaverði hefur tekist að ná inn mörgum bókunr sem árum saman hafa verið í útláni. ■ Á fundi menningarmála- nefndar fyrir skömmu, upp- lýsti bókavörður að Ingibjörg Asgrímsdóttir heföi gefið safninu 50 myndasögubækur. ■ Halla Harðardóttir hjúkr- unarforstjóri Hornbrekku hef- ur sagt starfi sfnu lausu frá 1. ágúst að telja. Stjórn Horn- brekku hefur auglýst starfið laust til umsóknar. ■ Á fundi stjórnar Horn- brekku fyrir skömmu var sam- þykkt að öska eftir því við félagsmálaráð í samvinnu með félagi eldri borgara og þjón- ustuhóps aldraðra, að könnuð yrði þörf fyrir þjónustuíbúðir handa öldruöum. ■ Bæjarstjóri skýrði á fundi bæjarráðs nýlega frá fundi oddvita, sveitarstjóra og bæjarstjóra af Eyjafjarðar- svæðinu nýlega. Þar konr fram eindreginn vilji til að stofna sameiginlega gjaldheimtu á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig kom fram að það væri ekki unní nenra Ólafsfjörður væri með.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.