Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 7
OOO t*
i 4 o h r%
FROÐLEIKSMOLAR
Sölugengi verðbréfa 13. desember
Einingabréf 1 4.482,-
Einingabréf 2 2.468,-
Einingabréf 3 2.954,-
Lífeyrisbréf ............. 2.254,-
Skammtímabréf ............ 1 ,533
Miðvikudagur 13. desember 1989 - DAGUR - 7
37.000.- kr. lægri skattar!
Með kaupum á hlutabréfum er einstaklingum
heimilt að draga ca. 100 þús., (hjón 200 þús.)
frá tekjuskattstonfni og lækka þar með skattinn
um 37 þús. (hjón 74 þús.)
Dagskrá menningarvökunnar var fjölbreytt og in.a. leikgerðu nemendurnir Ijóð og sögur Kára Tryggvasonar.
Mennmgarvaka í Bama-
skólanum í Bárðardal
- verk skáldbóndans og kennarans
Kára Tryggvasonar frá Víðikeri kynnt
Nýlega var haldin menningar-
vaka í Barnaskólanum í Bárðar-
dal. Vaka þessi tengdist málrækt-
arátaki því sem staðið hefur yfir í
skólum landsins á þessu hausti.
Nemendur í Bárðardal tóku
sér fyrir hendur að kynna verk
skáldbóndans og kennarans Kára
Tryggvasonar frá Víðikeri, en
hann var kennari í Bárðardal um
áratugaskeið. Öllum íbúum í
Bárðardal var boðið til vökunnar
og mætti fólk frá flestöllum bæj-
um í dalnum. Á vökunni fluttu
nemendur æviágrip Kára Tryggva-
sonar og gerðu grein fyrir bókum
líans. Alls hafa komið út 26 bæk-
ur eftir Kára, bæði ljóðabækur og
barna- og unglingabækur. Nem-
endur lásu ljóð og sögur, fluttu
leikgerðir ljóða, sýndu litskyggn-
ur, sem hæfðu efni ljóðanna,
leikgerðu sögur og sungu nokkur
lög við ljóð Kára. Þar á meðal
var lagið Nóttin kemur eftir
bróðurson skáldsins, Hauk Harð-
arson frá Svartárkoti.
Dagskrá þessi þótti takast með
afbrigðum vel og þökkuðu áhorf-
endur fyrir sig með hressilegu
lófataki. Að lokinni dagskránni
drukku menn veislukaffi og síðan
var dansað af kappi fram á nótt.
Nemendur í skólanum eru aðeins
15 í vetur og kont því æði mikið
starf f hlut hvers og eins, en dag-
skráin stóð yfir í hálfa aðra
klukkustund.
Nemendur Barnaskólans í Bárðardal eru einungis 15 talsins og tóku þeir allir þátt í hinni vel heppnuðu sýningu á
menningarvökunni.
KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700
miR MJ1R0MPAIIENDI?
SKILAFRESTUR í HUGMYNDASAMKEPPNI
ATVINNUMÁLANEFNDAR ER AÐ RENNA ÚT. i
LOKADAGUR ER 15. DESEMBER 1989.
Atvinnumálanefnd Akureyrar
Áferð
og flugi
- spurningar og svör um alnæmi
í Degi birtist fyrir skömmu
grein um alþjóða alnæmisdag-
inn 1. desember og fræðslu-
hefti um alnæmi sem Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin gerði fyrir
fjölmiðla og voru þá birtar
nokkrar surningar úr þessu
hefti. Hér birtum við fleiri
spurningar og svör úr sama
hefti og nefnist þessi kafli “A
ferð og flugi.“
Ættu ferðalangar að hafa
áhyggjur af ainæmi?
Allir sem ferðast ættu að láta
alnæmi sig varða, vegna þess að
smitsjúkdómurinn alnæmi fyrir-
finnst um allan heim í dag. Hins
vegar ætti vitneskjan um alnæmi
ekki að vera fyrirstaða til ferða-
laga. Að forðast að smitast af
alnæmi er auðvelt og fyrst og
fremst háð hverjum einstaklingi
fyrir sig. Þú getur auðveldlega
varið þig smiti þegar þú ert á
ferðalagi með því að þekkja og
fara eftir nokkrum einföldum
leiðbeiningum - þ.e. þeim sömu
og verja þig smiti hér heima.
Getur ferðamaður smitast af
alnæmi í daglegum samskiptum
við fólk í ókunnu landi?
Nei alnæmi smitast ekki í dag-
legum samskiptum manna á
milli, hvorki heima né í ókunnum
löndum. Til dæmis, þá smitast
menn ekki með mat, matarílát-
um eða drykkjarvatni, ekki með
andrúmsloftinu og ekki af salern-
um, í sundlaugum eða með
skordýrum.
Hvað um alnæmi og blóðgjöf í
ókunnum löndum?
Á mörgum stöðum er í dag
athugað hvort blóð er sýkt af
alnæmisveirunni (mótefnamælt)
áður en blóðið er gefið. Ef þú
þarft á blóðgjöf að halda, reyndu
að ganga úr skugga um að bíóðið
sé ósýkt.
Hvað um lyfjagjöf í æð?
Forðist lyfjagjafir í æð nema
alger nauðsyn sé. Ef þú þarft
lyfjagjöf í æð, gakktu úr skugga
um að nálin og sprautan komi
beint úr dauðhreinsuðum
umbúðum eða hafi verið fyllilega
dauðhreinsuð. Ef þú notar fíkni-
efni af einhverju tagi þá notaðu
aldrei annarra sprautur eða
nálar.
Hvað ef þú ert þegar smitaður
af alnæmi?
Ef þú ert smitaður af alnæmi,
hafðu samband við og leitaðu
ráða hjá lækni þínurn, eða öðrum
heilbrigðisráðgjafa sem hefur
annast þig, tímanlega áður en þú
leggur af stað í ferðalagið.
Unnið af Sigurbirni og
Eggerti í starfskynningu.