Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. desember 1989 - DAGUR - 15 íþróttir Konráð Óskarsson og Stefán Pétursson berjast um knöttinn í viðureign Þórs og Tindastóls á Akureyri fyrir skömmu. Mynd: kl Nágrannaslagur á Króknum: Léttur sigur Stólanna Þórsarar sóttu ekki gull í greip- ar Tindastólsnianna er liðin áttust við í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik á Sauðárkróki í gærkveldi. Jafnræði var með liðunum framan af en um miðjan síðari háldeik fór Tindastólsvélin að ganga ug eftirleikurinn var auðveldur. Lokastaðan var 108:80. Fyrri hálfleikur var frekar í jafn- vægi en þó höfðu Stólarnir yfir- leitt nauma forystu. Um miðjan hálfleikinn komust Þórsarar yfir en heimamenn náðu aftur frum- kvæðinu og leiddu í hálfleik 44:40. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri cndaði og alltaf vantaði herslumuninn að Stólunum tæk- ist að stinga gestina af. Það tókst á endanum mest fyrir stórleik þeirra Vals og Bo Heidens sem gerðu hverja körfuna á fætur annarri. Fór svo að lokum að Tindastóll vann stórsigur á erki- fjendum sínum Þórsurum 108:80. Tindastólsliðið lék mjög yfir- vegað í leiknum og nýtti tímann vel. Bestu menn liðsins vor þeir - unnu Þór örugglega Valur og Bo, voru algerlega óstöðvandi á lokamínútunum. Höfðu mé'nn það á orði að Valur hefði líklega komið ineð fjölina með sér heim sem hann fann í Hafnarfirðinum í síðustu viku. En hann gerði aðeins fjórar þriggja stiga körfur í leiknum. Þess má geta að Bo tók 20 varn- arfráköst. Sturla var mjög góður í vörninni og sá til þess að Kenn- ard gerði enga stóra hluti. Sverrir var einnig öruggur og lék liann með fjórar villur á bakinu nær allan seinni hálfleik. Ólafur var sterkur að vanda. Þá áttu Pétur og Björn ágæta spretti. Þórsarar virkuðu þungir í jeiknum og náðu ekki að sýna sitt rétta andlit. Munar þar mestu um að Dan Kennard náði sér aldrei á strik enda var hann í strangri gæslu allan leikinn. Hann tók þó mörg fráköst að vanda. Jón Örn var bestur Þórsara, hitti ágætlega og lék góða vörn. Það vakti at- hygli að Guðmundur Björnsson skyldi ekki vera í byrjunarliðinu, en þegar hann kom inn á sýndi hann sínar bestu hliðar. Konráð var ágætur franian af en dalaði þegar á leið. Stig Tintlaslóls: Bo 37. Valur 35. Sverrir 17, Sturla 8, Pétur 6. Björn 3 og Ólafur 2. Stig Þórs: Jón Örn 25, Guðniundur 16. K.onráð 12, Dan 10; Stefán og Ágúst 6, Jóhann 3 og Davíð 2. kj Áfall fyrir Þórsara Halldór áfram með Valsmömmm - „Ekki fullreynt aö Hlíðarenda,“ sagði Halldór Halldór Áskelsson knatt- spyrnumaður hefur ákveðið að leika áfram með Valsmönnum í 1. deildinni í knatt- spyrnu.„Ég tel að það sé ekki fullreynt með þennan mann- skap sem Valsmenn hafa og hef því ákveðið að leika áfram að HIíðarenda,“ sagði Halldór í samtali við Dag í gærkvöld. Halldór segir að mannskapur- inn hjá Val sé áfram mjög sterkur jafnvel þó t.d. Atli Eðvaldsson leiki ekki nteð liðinu og enn sé spurning með Sigurjón Kristjáns- son. „Það styrkir Valsliðið mikið að Antony Karl Gregory ætli að leika með því næsta sumar og það verður gaman að spila með honum. Svo má ekki gleyma því að 2. flokkur félagsins varð íslandsmeistari þannig að efni- viðurinn er fyrir hendi. Síðan má ekki gleyma Inga Birni Alberts- syni sem hefur sýnt það og sann- að að hann er snjall þjálfari.“ Halldór heldur suður eftir ára- mótin en ekki er alveg ákveðið hvenær það verður. Hann tnun æfa sjálfur til þess að koma sér í íslensk knattspyma 1989 komin út Jólagjöf knattspyrnumannsins, bókin íslensk knattspyrna 1989, eftir Víði Sigurðsson er komin í búðir. Þetta er níunda árið í röð sem bókin kemur út en hún hefur þegar skipað sér sess sem ómissandi uppsláttar- rit um menn og máíefni sem tengjast knattspyrnunni. Bókin er svipuð að sniðum og undanfarin ár en að sjálfsögðu er mikið rætt um sigur KA á íslandsmótinu í knattspyrnu. Einnig er fjallað um allar aðrar deildir og rætt við Þorvald Örlygsson KA-mann og Ólaf Jóhannesson þjálfara FH. Sérstakur kafli er um Bikar- keppnina, annar um landsleiki, um Evrópuleiki og atvinnumenn- ina. Þá er haldið áfram að rekja sögu íslenskrar knattspyrnu og að þessu sinni er fjallað um árin 1963-1966. í bókinni er mikið magn upp- lýsinga um lið og einstaka leik- menn, svo sem leikjafjöldi og mörk leikmanna í öllum deildum á íslandsmótinu á árinu. Sem sagt, jólabók knattspyrnumanns- ins og knattspyrnuáhugamanns- ins í ár. VítMr Sigurðsson ISLENSK KNATTSPYRNA 1989 form en síðan er ekki ólíklegt að hann skreppi nokkrum sinnum suður til þess að heilsa upp á félaga sína fyrir sunnan. Þessi ákvörðun Halldórs er nokkurt áfall fyrir Þórsara sem margir hverjir höfðu vonast til að Halldór mundi konta aftur til síns gamla félags. En liðið þarf ekki að kvíða sumrinu því margir ung- ir og efnilegir leikmenn banka nú á dyr meistaraflokksins. Knattspyrna: Kristinn áfram með Dalvíkinga Nú liggur það næsta Ijóst fyrir að Kristinn Björnsson niun þjálfa Dalvíkingana áfram í 3. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Á tímabili leit út fyrir að Kristinn kæmist ekki norð- ur aftur vegna erfíðleika að fá leyfí frá vinnu sinni en nú hafa þau mál gengið í gegn. Kristinn þjálfaði Stjörnuna í nokkur ár og kont þeint úr 4. deild í 2. deild. Á síðasta ári náði hann góðum árangri með Dalvík- ingana sem tryggðu sér sæti í hinni nýju 3. deild. Dalvíkingar mæta erkifjendun- um frá Árskógsströnd í fyrstu umferð deildarinnar 25. eða 26. ntaí. Þá mætast einnig TBA og Einherji á Akureyri, ÍK og Völsungur í Kópavoginum, Haukar og Þróttur R., og Þróttur N. og BÍ á Norðfirði. Kristinn Björnsson. KA svarar Þrótti: „Fóraum ekki hagsmunum kvennaliðsms“ - ekki mikill metnaður að mæta með 7 leikmenn Ég varð vægast sagt undrandi þcgar ég las í Degi í gær klögu- bréf Ól. Sigurðssonar formanns blakd. Þróttar. Finnst mér sem Ól. sé að kasta steini úr glerhúsi og það reyndar ekki í fyrsta skipti. Það er markmið okkar í blak- deild KA að fá sem flesta áhorf- endur á leiki okkar. Því er reynt að hafa leikina ekki á sarna tíma og vinsælir íþróttaviðburðir í sjónvarpi ss. beinar útsendingar í knattspyrnu. Ól. bendir rétti- lega á að hann hafi, fyrr í vik- unni, samþykkt að umræddur leikur hæfist kl. 13.30 og er því tilgangslaust að tala um leik- tíma skv. mótaskrá þar sem allir aðilar voru samþykkir auglýst- um leiktíma. Viö leggjum mikið uppúr því að auglýsa leikina og leiktíma bæði með beinum og óbeinum hætti. Þess vegna frestum við ekki leikjunt nema í algerum undantekningartilfellum. Reyndar kom aldrei fram beiðni um það frá Þrótti eins og fullyrt er í bréfinu. Hins vegar voru leikmenn m.fl. karla tilbúnir til að láta kvennaleik félaganna fara fram á undan. Það strandaði á því að tveir leikntenn kvennaiiðsins voru í prófum í VMA frá kl. 13.30 og ein í vinnu auk þcss sem ein fastamanneskja var fjarverandi vegna veikinda. Þcssi leikur var mjög mikilvægur fyrir kvcnna- lið KA þar scnt þessi tvö lið virðast ætla að berjast um 4. sæti í deildarkeppninni, og þar með um sæti í úrslitakeppninni scm hefst í febrúar. Það er því auðskilið að kvennalið KA fór ekki að fórna sínum hagsmun- um fyrir karlalið Þróttar. Það var því ekki hægt fyrst svona stóð á aö flýta kvenna- leiknum sem annars hefði verið gert í þcssu tilfelli. Þetta eru fullgild og auðskilin rök og heföi því ekki þurft að efna til blaðaskrifa með því yfir- bragði sem Ólafur Sig. hefur á skrifum sínum. Ég held að væri nær fyrir Ólaf að beina spjótum sínum að Flugleiðum þar sem niðurfelling á áætlun kl. 11 umræddan morgun varö þcss valdandi að varauppspilarinn komst ekki norður í leikinn. Það heföi heldur ekki verið nein goðgá fyrir varauppspilarann að taka fyrstu vél um morguninn og tryggja sig þannig á réttum tínta í leikinn. Menn geta líka velt fyrir sér af hverju Þróttur ætlaði að mæta í leikinn með aðeins 7 leikntenn og þar af með vara- uppspilara sem lítið sem ekkert hefur æft eða spilað með liöinu í vetur. Það er eins og þeir hafi ekki lagt mikinn metnað í þenn- an leik. Það verður svo hver að meta það fyrir sig hvaða framkoma er blakinu til vansæmdar í þessu tilfelli. en blakdeild KA mun hér eftir sem hingað til reyna að tryggja að áhorfendur geti treyst því að leikirnir fari frarn á auglýstum tíma. Meö blakkveðju, Stefán Magnússon, forin. blakd. KA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.