Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 13. desember 1989 - DAGUR - 11 s______. bœkur Bangsi á afmæli Iðunn hefur sent frá sér mynd- skreytta barnasögu eftir hinn sí- vinsæla rithöfund Enid Blyton, sem skemmt hefur börnum um allan heim í áraraðir með ljúfum, skemmtilegum og spennandi barnasögum sínum. í fyrra kom út bókin Þegar leikföngin lifnuðu við, og nú kemur önnur fagurlega myndskreytt saga eftir Enid Blyton, Bangsi á afmæli. Það er Sue Pearson, sem hefur tciknað gullfallegar og skemmti- legar myndir við þessa ljúfu barnasögu. Þar segir frá því þeg- ar Benni bangsi fór að undirbúa afmælið sitt og ætlaði að bjóða öllum hinum leikföngunum tii veislu - en þá fór illa, því að þau héldu að hann væri að hnupla frá þeim sælgæti og kökum. Og Benni varð mjög óvinsæll í leikherberg- inu . . . Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Tvær nýjar barnabækur - Litla rauða hænan og Dýrin og raaturinn þeirra Bókaútgáfan Björk hefur nýlega sent frá sér tvær barnabækur, sem báðar eru í hinum kunna bókaflokki: Skemmtilegu smá- barnabækurnar. Þær heita Litla rauða hænan og Dýrin og matur- inn þeirra. Litla rauða hænan, sem er nr. 22 í bókaflokknum, kont fyrst út í Bandaríkjunum 1981 og oft ver- ið endurprentuð síðan. Hún er hvort tveggja í senn bráð- skemmtileg fyrir börn og felur jafnframt í sér sígildan vísdóm. Fallegar litmyndir eftir Lilian Obligado prýða allar síður bók- arinnar og gefa henni mikið gildi. Sigurður Gunnarsson fyrrv. skólastjóri þýddi bókina úr ensku. Dýrin og maturinn þeirra, er nr. 14 í sama bókafiokki, en kemur nú út í 2. útgáfu. Hún kom fyrst út 1983 og er löngu uppseld. Stefán Júlíusson rithöf- undur íslenskaði bókina úr dönsku. Teppa- og húsgagnaheinsun Fiber-Seal óhreininda- vörn. Pantanir, upplýsingar og bæklingar. Fiber-Seal á Akureyri Sími 96-27261 Bjössi englabarn Iðunn hefur gefið út nýja barna- bók eftir Ólaf M. Jóhannesson. Heitir hún Bjössi englabarn. Þetta er sprellfjörug og fyndin saga þar sem ímyndunaraflið fær að leika lausum hala. Bjössi er fimm ára strákpolli sem var vanur að fá allt sem hann langaði í. Hann átti leikföng af öllum stærðum og gerðum, og auðvitað var hann í miklu uppá- haldi hjá Karíusi og Baktusi því að hann var hinn mesti sælkeri. Hann var svo sannarlega engla- barnið þeirra pabba og mömmu og jafnaðist alveg á við heilan barnahóp! En einn morguninn þegar Bjössi vaknaði brá öllum í brún því að um nóttina hafði svo- lítið óvænt gerst . . . Bókin er prýdd fjölda mynda eftir höfundinn. Bókhald - Reikningsskfl Við leitum að góðu fólki til starfa við bókhald og uppgjör. ★ Verslunarmenntun og grunnþekking á tölvu- vinnslu nauösynleg. ★ Heilsdags störf, mikil vinna. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. ENDURSKOÐUN AKUREYRI FELL H/F Tryggvabraut 22, sími 25455. RÁÐNINGAR Eindagjnn er 2Zdesember vegna söluskatts í nóvember A / 1 ð gefnu tilefni er athygli vakin á því að eindagi söluskatts vegna nóvembermánaðar 1989 er miðvikudagurinn 27. desember 1989. Forðist örtröð - gerið skil tímanlega RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.