Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 13. desember 1989 t Minning: Kristín Pétursdóttir Fædd 8. janúar 1900 - Dáin 5. desember 1989 Ég get ekki látið hjá líða að skrifa nokkrar línur til ömmu minnar sem farin er yfir móðuna miklu. Elsku amma ég þakka þér inni- lega allar okkar samverustundir sem voru mér svo kærar. Þú tókst mér alltaf opnum örmum, hvort sem var um styttri eða lengri tíma. Margar góðar minningar á ég úr Spítalavegi 8. Hjá þér og afa meðan hann lifði. Eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu breyttist ekkert, þú tókst henni eins og þinni eigin. Fyrir þetta allt vil ég þakka þér amma mín og vona ég að þér muni ganga vel á þinni nýju braut á leið til ást- vina þinna sem farnir voru á und- an þér. Helgi Aðalsteinsson og fjölskylda. í dag verður til moldar borin, Kristín Pétursdóttir, fyrrum hús- móðir að Spítalavegi 8, Akur- eyri. Hún lést þann 5. desember sl. að Dvalarheimilinu Hlíð, en þar hafði hún dvalið hátt á annan áratug. Kristín var af eyfirsku bergi brotin í föðurætt en húnvetnsku í móðurætt. Faðir hennar, Pétur Björnsson, var fæddur í Ásgerð- arstaðaseli í Hörgárdal árið 1851, en þar bjuggu foreldrar hans, Björn Benediktsson frá Flöguseli og Guðrún Guðmundsdóttir frá Lönguhlíð. Pétur flutti ungur í Húnavatnssýslu til elsta bróður síns, sem var vinnumaður á Keldulandi í Skagahreppi. Þar óx hann úr grasi. Móðir Kristínar hét Guðrún Guðmundína, for- eldrar hennar voru Anna Gísla- dóttir frá Harastöðum í Skaga- hreppi og Guðmundur Jónasson, líklega fæddur að Stóru-Ásgeirsá í Viðidalstungusókn. Föður sinn sá Guðrún aldrei, hann drukkn- aði í fiskiróðri áður en hún fæddist. Pétur og Guðrún hófu fyrst búskap að Ósi en bjuggu síðar að Tjörn í Nesjum á Skaga og þar fæddist Kristín þann 8. janúar árið 1900. Hún fæddist inn í stór- an barnahóp. Hún var 10. barn foreldra sinna en alls urðu syst- kinin þrettán. Þar af komust tólf til fullorðinsára. Börnin voru: Guðmundur f. 1884, Álfheiður f. 1888, Páll f. 1889, Anna f. 1890, Sigurlaug f. 1893, Jóninna Mar- grét f. 1894, Guðrún f. 1895, Guðmundur f. 1897, Halldóra f. 1898, Kristín f. 1900, Soffía f. 1901, Sigurður f. 1904 og Pétur f. 1906. Eftirlifandi systkini í dag eru Soffía, fyrrum húsfreyja á Holtastöðum í Langadal, sem býr nú á Vistheimilinu á Blöndu- ósi, og Pétur sem lengst af starf- aði sem sjómaður á strandferða- skipum Skipaútgerðar ríkisins. Hann er nú búsettur í Hvera- gerði. Heimilið að Tjörn var mann- margt, því auk barnanna og for- eldra þeirra voru þar nokkrir vinnumenn og tvær til þrjár vinnukonur. Þau hafa því verið ófá handtökin sem þurfti til að metta alla munnana á þeim bæ. Aldrei varð þar matarskortur. Stunduð voru jöfnum höndum landbúnaður og sjósókn. Pétur átti skip og stundaði útróðra jafn- framt búskapnum. Reyndist hann kappsmikill og aflasæll for- maður, sem fór ýmist til dagróðra eða í hákarlalegur, og stundaði einnig selveiði og hrognkelsa- veiði. Guðrún var enginn eftir- bátur manns síns við öflun fanga til heimilisins, þótt minna hafi e.t.v. farið fyrir hennar störfum. Henni var þannig lýst af dætrum sínum, að hún hafi verið fremur hlédræg og hljóðlát kona, en að hann hafi aftur á móti verið hnellinn, léttur í spori og glettinn. Er börnin uxu úr grasi, urðu þau strax að taka þátt í öllum störfum, hvort sem um var að ræða hin hefðbundnu sveitastörf eða öflun sjávarfanganna, og stóðu dæturnar við beitingu ekk- ert síður en synirnir. En ekki held ég að þær hafi stundað sjó- róðra, a.m.k. ekki að jafnaði. Þegar þau urðu eldri réðu þau sig síðan í vinnumennsku, ýmist á nærliggjandi bæjum eða þá að lagt var land undir fót og haldið til fjarlægari staða. Kristín réði sig sem vinnukonu að Hvammi í Eyjafirði, líklega skömmu eftir 1920. Ári síðarréði hún sig í vist til Sigríðar og Hall- gríms Davíðssonar, verslunar- stjóra Höepfnersverslunar á Akureyri, en hjá þeim hjónum starfaði hún í mörg ár. Er Kristín hélt úr foreldrahúsum var hún alvön öllum þeim störfum sem til féllu á venjulegu íslensku sveita- heimili. En á þeim árum sem nú fóru í hönd var Kristín á heimili sem bar með sér mikinn menn- ingarbrag. Þar voru ýmsar dyggð- ir í hávegum hafðar og þar lærði Kristín margvíslega matargerð sem ekki þekkist á þeim árum á venjulegum alþýðuheimilum. Gagnkvæm vinátta og virðing hélst með Kristínu og fyrrum húsbændum hennar á meðan ævin entist. Við Höepfnersverslun starfaði ungur verslunarsveinn, Helgi Pálsson, sem síðar varð eigin- maður Kristínar. Helgi lauk námi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og gerðist útgerðarmaður, og kaupmaður síðar á ævinni. Helgi varð eindreginn sjálfstæðismaður og starfaði mikið að félagsmál- um. Hann sat í bæjarstjórn til fjölda ára og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum í bæjarmálum á veg- um flokksins. Flestum ber saman um að Helgi sé einn aðalfrum- kvöðull að stofnun Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. Hann barð- ist einarðlegast fyrir tilveru félagsins, ásamt Tryggva Helga- syni, á erfiðleikatímum þess. Helgi og Kristín eignuðust sjö börn: Margréti, sem giftist Aðal- steini Björnssyni bifreiðarstjóra í Borgarnesi. Hann er látinn. Mar- grét býr í Borgarnesi og starfar við dvalarheimili aldraðra; Guð- rúnu, kaupkonu á Akureyri, sem gift er Jóhanni Ingimarssyni; Pétur, vélstjóra á Akureyri, sem giftur er Ásu Ásbergsdóttur hjúkrunarfærðingi; Sigurlaugu, hjúkrunarfræðingi í Reykjavík, gift Ragnari A. Ragnarssyni; Hallgrím, vaktmann hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa; Björgu, Hvíti víkingurinn heitir sjón- varpsmyndaflokkur sem norrænu sjónvarpsstöðvarnar hafa sam- einast um að gera. Þetta verða fjórar sjötíu mínútna myndir til sýningar í sjónvarpi, en jafnframt verður gerð ein löng útgáfa af verkinu í kvikmyndahúsum. Undirbúningur við verkið hófst fyrir um þrem árum, þegar leiklistarstjórar norrænu sjón- varpsstöðvanna ákváðu að fela Hrafni Gunnlaugssyni að skrifa frumhandrit að þáttaröð sem byggði á íslenskum sögum um kristnitökuna á Norðurlöndum. Jafnframt var ákveðið að Lars Bjálkeskog hjá sænska sjónvarp- inu tæki að sér að stjórna undir- búningi verklegra framkvæmda. Þegar frumhandrit og fyrsta framkvæmdaáætlun lágu fyrir, var ákveðið að Hrafn skrifaði lokahandrit Hvíta víkingsins í samvinnu við Jonathan Rumbold, þekktan enskan handritahöfund sem hefur unnið fyrir BBC. Jafn- skrifstofukonu hjá Hagkaup í Reykjavík, gift Magnúsi Fr. Sig- urðssyni skipstjóra hjá Eimskip; og Pál, kennara og organista á Kjalarnesi, giftur Bjarneyju Ein- arsdóttur frá Akranesi. Barna- börn og barnabarnabörn eru orð- in fjölmörg. Þrátt fyrir mannmargt heimili starfaði Kristín einnig mikið að félagsmálum. Hún var ein af stofnendum sjálfstæðiskvenna- félagsins Varnar á Akureyri. Hún gegndi m.a. því trúnaðar- starfi fyrir kvenfélagið Hlíf á Akureyri að vera Pálmholtsfor- maður þeirrar deildar félagsins um hríð, en kvenfélagið rak barnaheimilið Pálmholt til fjölda ára. Henni voru þökkuð óeigin- gjörn störf í þágu félagsins er hún var kjörin heiðursfélagi þess. Kristín var mikilhæf og fram- úrskarandi dugleg kona. Það vekur furðu mína hve miklu hún gat áorkað, en jafnframt látið fara lítið fyrir því. Reyndar naut hún oft á tíðum dyggilegrar aðstoðar systur sinnar, Laugu, sem ávallt framt tóku Norðmenn að sér að ganga frá lokaáætlun um verkið. Fullunnið handrit lá fyrir sl. sum- ar og samþykktu leiklistarstjórar allra Norðurlanda að sækja sam- eiginlega um fjárveitingu til verksins að upphæð 20 milljónir sænskra króna til Norræna sjón- varpssjóðsins. Jafnframt ákváðu stöðvarnar fimm að leggja fram eina og hálfa milljón sænskar hver, eða samtals 7,5 milljónir sænskra króna. Heildarkostnað- ur er um 32 milljónir sænskra króna (rúmlega 300 milljónir íslenskra) og er gert ráð fyrir að þær 4,5 milljónir sem á vantar komi frá einkafyrirtækjum og sjónvarpsstöðum utan Norður- landa. Á 30 ára afmælisfundi Nord- visionar hér í Reykjavík í síðustu viku, var umsókn leiklistarstjór- anna lögð fram. Formaður Nord- visionar er Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, cn hann á jafnframt sæti í stjórn var boðin og búin til að aðstoða hana. Kristfn hafði að nógu að hyggja. Auk þess að hugsa um nokkuð stórt hús og börnin sjö, var heyjað á sumrum, því lítils- háttar fjár- og kúabúskap stund- aði hún. Ræktaðar voru kartöfl- ur, unnið var við sláturgerð og fleira og fleira. Kristín og Helgi voru efnalega sjálfstæð og höfðu oftast nóg að bíta og brenna, þótt stundum hafi verið þröngt í búi á útgerðar- árum Helga. Húsmóðirin hafði hlotið sjálfsbjargarhvötina í vöggugjöf og kunni ýmislegt fyrir sér þegar illa áraði. Hjartað höfðu þau bæði á réttum stað og var Helgi einkar vinsæll hjá þeim sem þurftu tímabundinnar aðstoðar við vegna fjárhagserfið- leika. Það vináttubragð sýndu þau norskum hjónum á stríðsár- unum að taka þau ásamt stórri fjölskyldu þeirra inn á heimili sitt og var ærið fjölmennt á Spítala- vegi 8 allt til stríðsloka, en þá flutti þetta flóttafólk aftur til síns heima. Á þeim tíma voru bundin vináttubönd sem aldrei slitnuðu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að giftast dóttur þessara heiðurshjóna. Því miður voru kynni okkar Helga allt of stutt. En Kristínu þekkti ég í 32 ár og í 16 ár leið vart sá dagur að ég hitti hana ekki. Eftir því sem kynni okkar urðu lengri, þess betur lærði ég að meta mannkosti hennar. Allt til hinstu stundar þótti mér hún afskaplega fríð kona. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir þá hlýju og góðvild sem hún átti í svo rík- um mæli, glaðværð hennar og smitandi hlátur, og allar þær ánægjustundir sem hún veitti okkur hjónunum og börnum okkar. Ég votta látinni tengdamóður virðingu mína. Guð geymi hana. Ragnar Ásgeir Ragnarsson. Norræna sjónvarpssjóðsins. Umsóknin til Norræna sjón- varpssjóðsins var unnin af Svíum og lögð fram af Ingrid Dalberg leiklistarstjóra TVl í Stokk- hólmi. Sjóðsstjórnin samþykkti að veita umbeðnar 20 milljónir sænskra króna tii „Hvíta víkings- ins“. Hvíti víkingurinn segir frá ungu fólki á tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga. Hin æva- forna Ásatrú feðranna er á undanhaldi og ný trúarbrögð eru að ryðja sér til rúms. Ný heims- mynd tekur við af þeirri fornu og í umróti tímans þarf að endur- skoða mörg gildi mannlegs lífs. Leikurinn hefst í Noregi á dög- um Ólafs Tryggvasonar en berst síðan til íslands og víða um Norðurlönd. Hvíti víkingurinn er ekki sagnfræðilegt verk eða til- raun til heimildasmíði um þenn- an tíma, heldur skáldverk um einstaklinga og örlög þeirra í ölduróti tímans. í bakgrunni ger- ast atburðir sem breyttu fram- vindu sögunnar. Hvíti víkingurinn verður leik- inn á íslensku. Upptökur hefjast vorið 1990 og verður um fjórð- ungur verksins kvikmyndaður hér á íslandi, en inniatriði og það sem gcrist á Norðurlöndum verð- ur tekið upp í Noregi og Svíþjóð. Þáttaröðin verður unnin á 35 mm filmu. Enn hefur ekki verið ráðið í nein hlutverk og verður það gert upp úr áramótum. Leikstjóri myndaflokksins er Hrafn Gunn- laugsson. Opio til kl. 21 í kvöld HAGKAUP Akureyri Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar^ST 96-24222 Norræni sjónvarpssjóðurinn veitir 195 miflj. tfl Hvíta vflángsins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.