Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 13
Hvernig viðrar? Iðunn hefur gefið út nýja bók eft- ir Markús A. Einarsson veður- fræðing, og nefnist hún Hvernig viðrar? Þetta er alþýðleg fræði- bók um veður og veðurfar, eink- um á íslandi og í kringum landið. Bókina prýðir mikill fjöldi ljós- mynda, korta og skýringarteikn- inga í lit. í kynningu útgefanda á bókinni segir meðal annars: „Veðrið er algengasta um- ræðuefni íslendinga og fátt setur meiri svip á umhverfi okkar og daglegt líf. Hvernig viðrar? er bók um veður og veðurfar, þar sem sagt er frá öflunt sem ráða veðri og vindum. Framsetning efnisins er skýr og einföld og ætti að Ijúka upp leyndardómum veðurfars og veðurspádóma fyrir hverjum og einum. Mest áhersla er lögð á ísland og íslenskt veðurfar. Lýst er helstu flokkum veðurlags sem einkenna íslenska veðráttu og raktar eru veðurfars- breytingar á íslandi. Bókin er hentug og handhæg til að fletta upp í og fræðast um veður og vinda, storma og stillur, hæðir og lægðir og ótal önnur atriði.“ Lífsspegill Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Lífsspegill. Hún fjallar um Ingólf Guðbrandsson, en hann skráði hana með aðstoð Sveins Guðjónssonar blaða- manns. Ingólfur hefur lengi staðið í straumróti íslensks þjóðlífs. Hann hefur verið umræddur og umdeildur. En áhrifa hans sér víða stað í samtíðinni á sviði menntamála, tónlistar og ferða- mála. Ingólfur Guðbrandsson segir í formála bókarinnar: „Minningar þessar af störfum og samferðafólki eru hvorki skáldskapur né sagnfræði, en þær greina frá sannleika sem ekki er öllum ljós, skoðunum sem eru kjarni lífsreynslu minnar og lífs- viðhorfi sem fæst af leitinni að hreinum tón. Sagnfræðin vill að ráði Ara fróða hafa það heldur sem sannara reynist, en samtíðin kærir sig ekki alltaf um það.“ OÞPf £!■ timshdiIivrtjlW — flllöíkfl — íf Miðvikudagur 13. desember 1989 - DAGUR - 13 Ég og lífið - minningar Guðrúnar Ásmundsdóttur, leikkonu Ást og trú, gleði og sorg, hjóna- bönd og tilfinningar. Þetta eru meginþræðirnir í bókinni Ég og lífið sem komin er út hjá Vöku- Helgafelli. Þetta eru minningar Guðrúnar Ásmundsdóttur, leik- konu, sem Inga Huld Hákonar- dóttir hefur skráð. Bókin skiptist í sautján efnis- kafla og er form þeirra mismun- andi efni, viðtöl, beinar frásagnir Guðrúnar og hugleiðingar bókar- höfundar um viðmælanda sinn. Fjöldi mynda prýðir bókina bæði úr einkalífi Guðrúnar og af list- ferli hennar. í kynningu Vöku-Helgafells á bókarkápu segir meðal annars: „Ég og lífið er lifandi reynslu- saga konu. Á opinskáan hátt ræðir Guðrún um bernsku sína og sérstæða foreldra, ást sína og hjónabönd, starf sitt og list. Af næntu innsæi og tilfinningu segir hún frá konum sem hún hefur kynnst á lífsleiðinni. Hún hefur mikið að gefa öðrum konum og öllum þeim sem láta sig mann- eskjuna nokkru varða. Eg og líf- ið er einhver óvenjulegasta æviminningabók sem út hefur komið á íslandi." Ljóðaárbók Hjá Almenna bókafélaginu er nú komin út Ljóðaárbók 1989, fram- hald af Ljóðaárbók 1988 sem var ein umdeildasta bók sem út kom á síðasta ári. Ritnefnd Ljóðaár- bókar er sú sama og í fyrra en hana skipa Berglind Gunnars- dóttir, Jóhann Hjálmarsson og Kjartan Árnason. Ljóðaárbók 1989 er önnur bók í ritröðinni Ný skáldskaparmál, sem Almenna bókafélagið gefur út. Fyrsta bókin, sem kom út á síðastliðnu ári, hafði að geyma frumort ljóð 75 skálda, sem ekki höfðu áður birst á bók, auk nokkurra ljóðaþýðinga. Á þessu ári leitaði ritnefnd á „fræðilegri mið“ og fékk til liðs við sig nokkra fræðimenn til að skrifa um íslenska ljóðagerð síðustu áratuga og fram til dagsins í dag, í því skyni að varpa ljósi á sam- tímaljóðlist á íslandi. Þá fékk rit- nefnd einnig nokkur íslensk skáld til þess að leitast við að svara spurningunni: Hvað er ljóðið? Það er trú útgefanda að Ljóða- árbók 1989 gefi vísbendingu um stöðu og þróun ljóðsins og veiti innsýn í stefnur og strauma ljóð- listar á okkar tímum. Bókin er 157 bls. að stærð. Rússlands- deildin Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Rússlandsdeildin eftir John leCarré í þýðingu Ólafs Bjarna Guðnasonar. í kynningu útgefanda á bókarkápu segir: Rússlandsdeildin er nýjasta skáldsaga John leCarré, hins heimsþekkta rithöfundar. Þegar bókin kom út síðastliðið vor hlaut hún frábærar undirtektir gagnrýnenda um allan heim og þaut upp metsölulista erlendra stórblaða. Á bókasýningu í Moskvu afhendir rússnesk stúlka enskum sölumanni dularfullan pakka. Viðtakandinn er bókaútgefandi í London og í pakkanum eru upp- lýsingar frá sovéskunt vísinda- manni sem taldar eru ntikilvægar fyrir varnir Vesturlanda. Breska leyniþjónustan sendir útgefand- ann til að reyna að komast í sam- band við stúlkuna og vísinda- manninn. Þessar þrjár persónur bindast sterkum böndum og mannlegar tilfinningar setja strik í áætlanir Bretanna . . . Rússlandsdeildin er 300 blað- síður að stærð. Hjá okkur er lágt vöruverð og gott að versla Nýtt greiÖslukortatímabil er hafib. Verslunin ÞORPIB ,i Móasíðu 1 • Sími 27755. Opiö alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendiní*arþjónusta. Spilin með Sjálfsbjargar- merkinu eru komin Fást hjá Sjálfsbjörg Bugðusíðu 1, sími 26888. AKUREYRARB/tR UTBOÐ Tilboð óskast í frágang innanhúss 6. áfanga VMA. Áfanginn er 962 fm aö grunnfleti ásamt leiöslu- kjallara 184 fm. í frágangi innanhúss er: Múrverk, tréverk, málning, frárennslislagnir, neysluvatnslagnir, hitalagnir, loftræstilagnir og raflagnir. Verkið skal unniö á tímabilinu 25. jan.-25. júlí 1990. Útboösgögn veröa afhent á Verkfræöistofu Norö- urlands, Hofsbót 4, frá 15. des. 1989 kl. 16.00, gegn 20.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuð á skrifstofu fulltrúa skóla- nefndar VMA í Kaupangi við Mýrarveg 2. hæö, 9. jan. 1990 kl. 14.00. Skólanefnd VMA. Akureyrarkirkja: Lúsíuhátíð í kvöld Karlakór Akureyrar og Karla- kórinn Geysir standa fyrir Lúsíuhátíð í Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20.30. Flytjendur eru karlakórarnir saman undir stjórn Michaels Clarks, kór Barnaskóla Akureyr- ar undir stjórn Birgis Helgason- ar, Margrét Bóasdóttir er í hlut- verki Lúsíu og syngur einsöng, Strengjasveit Tónlistarskóla Akureyrar leikur bæði sérstök verk og undirleik við söng, Björn Steinar Sólbergsson, organisti, leikur einleik og undirleik, lúsí- urnar mynda kvennakór sem syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur, en Guðrún A. Krist- eins og þú vilt að aorir aki! ||UMFERÐAR insdóttir raddþjálfaði kórana og leikur jafnframt undir á píanó. Lúsíuhátíðin verður endurtek- in laugardaginn 16. des. á sama stað og tíma. EHB Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 14. desember 1989 kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Gísli Bragi Hjartarson og Sigríður Stefánsdóttir til við- tals á skrifstofu bæjarstjórnar, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæðurieyfa. Síminn er 21000. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og vinur, SIGURÐUR BJÖRGVIN JÓNASSON, frá Hróarsdal, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 6. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaqinn 15. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Lilja Sigurðardóttir, Þorvaldur Sigurðsson, Björg Sigurðardóttir, Jökull Einarsson, Vaigerður Anna Sigurðardóttir, Hlynur Þór Hinriksson, Sigurður Björgvin Jökulsson, Kristín Þóra Jökulsdóttir, Þórey Sigurðardóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, STEINÞÓR ÓSLAND SIGURJÓNSSON, Álfabyggð 8, Akureyri, lést af slysförum að kvöldi 8. desember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 13.30. Sigríður Olgeirsdóttir, Unnur Steinþórsdóttir, Olgeir Steinþórsson, Andri Steinþórsson, Bjarney Bjarnadóttir, Sigurjón Jónasson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.