Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 16
Akureyri, miðvikudagur 13. desember 1989 Mjólkursamlag KEA: Eldur í búnings- klefa starfsmanna - vindill í vasa kveikti eldinn Lækkum matarreikninginn! KEJX NETTÓ Höfðahlíð 1 Snemma í gærmorgunn kom upp eldur í búningsklefa karla í Mjólkurstöð KEA á Akureyri. Starfsmönnum tókst að slökkva eldinn áður en slökkviðliðið kom á vettvang og fór þar bet- ur en á horfðist. Eldsupptök munu vera þau, að starfsmaður sem var að koma til vinnu hafði stungið vindli í vasa Húsavík: um útsölu í vor Samþykkt var samhljóða, að kosið skuli um opnun áfengis- útsölu á Húsavík, á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur í gær. Mun atkvæðagreiðslan fara fram um leið og næstu kosningar til bæjarstjórnar, vorið 1990. Bæjarstjórn hafa borist undirskriftalistar frá 362 ein- staklingum, með áskorun um að atkvæðagreiðsla um opnun áfengisútsölu fari fram sem fyrst. Bæjarstjórn var þó ekki skylt að verða við þessari áskor- un þar sem fjöidi áskorenda náði ekki tölu sem nemur þriðj- ungi af tölu atkvæðisbærra bæjarbúa. Lítið var rætt um áskorunina á bæjarstjórnarfundinum, aö- eins tveir bæjarfulltrúa tóku til máls; Jón Ásberg Salomonsson og Kristján Ásgeirsson, en síð- an var hún samþykkt sam- hljóða. brisvar hefur verið kosið um opnun áfengisútsölu á Húsavík síðan í júni 1970, og síðast fyrir rétt tæpum þrernur árum. IM sinn en ekki tekið eftir að glóð var enn í vindlinum. Fötunum stakk hann síðan í skáp sinn og hélt til vinnu. Um hálftíma síðar tóku menn eftir því að reyk lagði undan hurðinni á búningsklefanum. Kallað var á slökkvilið, en tveim- ur starfsmönnum tókst að slökkva eldinn áður en liðið kom á vettvang. Eldurinn hafði ekki náð að breiðast út í aðra skápa sem í herberginu eru og því varð tjón með minnsta móti. Þá barst enginn reykur inn í vinnslusali Mjólkursamlagsins. VG Bræðurnir Ketkrókur, Kertusníkir og Stekkjastaur skemmtu börnum í göngugötunni á Akureyri á sunnudaginn. Sungu þeir og trölluðu og fengu lánaðar svalirnar hjá KEA svo börnin sæu betur. Mynd: kl Atvinnuástandið í nóvember: Atvinnuleysi jókst mest á Norðurlandi eystra mikil aukning á Akureyri, Húsavík og Siglufirði Atvinnuleysi á íslandi það sem af er þessu ári, liefur aldrei verið meira frá því skráning atvinnuleysisdaga hófst árið 1975. Aukningin milli mánað- anna október og nóvember sl. nam að jafnaði 18,5% og mest var hún á Noðurlandi eystra. Fjöldi skráðra atvinnuleysis- daga í nóvember svarar til þess að 2200 manns hafi að meðal- tali verið á atvinnuleysiskrá í mánuðinum, eða 1,7% af áætl- uðum mannafla á vinnumark- aðnum. Ef nánar er litið á tölur úr ein- stökum landsfjórðungum kemur í ljós að á Norðurlandi eystra var 351 maður að meðaltali atvinnu- laus í nóvember sem er 115 fleiri en í október. Á Norðurlandi vestra voru 150 manns að meðal- tali atvinnulausir í nóvember eða 61 fleiri en í mánuðinum á undan. Á Norðurlandi vestra varð aukningin mest á Siglufirði. Atvinnulausum fjölgaði þar úr 13 í október í 36 í nóvember. Mikil aukning varð sömuleiðis á Sauð- árkróki, Hvammstanga og Blönduósi. Á Norðurlandi eystra varð aukningin lang mest á Akureyri og Húsavík. A Akureyri fjölgaði atvinnulausum milli mánaða um 51, þar af 40 karla. Á Húsavík fjölgaði atvinnulausum um 49 þar af 25 karla. Mikil aukning varð sömuleiðis á Dalvík. Talið er að gott veðurfar að undanförnu hafi orðið til þess að aukningin milli mánaða nú er heldur minni bæði tölulega og hlutfallslega en milli sömu mán- aða í fyrra, en vegna veðursins hefur ekki dregið úr útivinnu að neinu marki enn sem komið er. VG Snæfellið selt til Grindavíkur - vertíðabátur tekinn upp í kaupverð í gær var gengiö frá kaupum útgeröarfyrirfækisins Þor- bjarnar hf. í Grindavík á frysti- togaranum Snæfelli EA 740 af Kaupfélagi Eyfirðinga. Form- leg eigendaskipti fara fram um næstu áramót, þ.e. ef þeir aðil- ar sem lánuðu til smíði skipsins samþykkja söluna. Tryggingaverðmæti Snæfells- ins er um 530 milljónir króna og er talið að kaupverð sé vart lægra. Vertíðarbáturinn Sigurður Þorleifsson GK 256 mun ganga upp í kaupin, en hann er metinn á um 100-200 milljónir króna. Sigurður Þorleifsson GK er stálskip, smíðað á Akureyri 1973. Eiríkur Tómasson útgerðar- stjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík sagði í samtali við Dag, að útgerðin hefði að undanförnu verið á höttunum eftir nýju skipi og er ætlunin að breyta urn áherslur í rekstri. „Ef við ætlum að halda áfram í sjávarútvegn- um, verðum við að breyta rekstr- inum.“ VG/óþh Slysið í Fljótum: Nafii hins látna Nafn mannsins sem lést í slysinu í Fljótum um síðustu helgi var Fjólmundur Karls- son. Hann var 67 ára gamall vél- smiður til heimilis að Berg- landi II Hofsósi. Hann lætur eftir sig konu og fjögur upp- komin börn. kj VILTU MEIRITEKJUR? ------------•------------ Leitaðu ráða um arðbærar sparnaðarleiðir hjá sérfræðingum. Verðbréfamarkaður Fj árf estingarf élagsins hf.: ------------•---:-------- Er umsýsluaðili fyrir Verðbréfasjóði sem veita sparifjáreigendum góða vexti með lágmarks- áhættu. Er umboðsaðili fyrir Spariskírteini ríkissjóðs. Kaupir og selur hlutabréf. Tekur að sér umsjón fjármála fyrir einstaklinga og félagasamtök. ... .....- ...........—• ----------------------i_. Hefur umsjón með frjálsa lífeyrissjóðnum sem er stórmerk nýjung í lífeyrismálum íslendinga. <n> VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF Ráðhústorgi 3, Akureyri, sími 25000

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.