Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 13. desember 1989 Jólaskemmtun Brekkukots Það var líf og fjör í Húsi aldr- aðra síðastliðinn sunnudag en þá hélt skóladagheimilið Brekkukot sína árlegu jóla- skemmtun. Krakkarnir á Brekkukoti voru sjálfir í aðal- hlutverkum en foreldrar og aðrir ættingjar fylgdust með skemmtiatriðum þeirra. Að sjálfsögðu létu jólasveinarnir líka sjá sig. Öll börnin á Brekkukoti tóku virkan þátt í jólaskemmtuninni. Einn hópurinn teiknaði myndir af jólasveinunum og las upp kvæði Jóhannesar úr Kötlum. F>á var leikþáttur um kiðlingana níu, sem tekur mið af ævintýrinu um kiðlingana sjö. Geitamamma þurfti að skreppa út en þá kom úlfurinn og át alla kiðlingana nema einn. Framhaldið þekkja flestir. Nokkrir galvaskir strákar stofnuðu hljómsveit og tróðu upp við mikil fagnaðarlæti. Peir „spil- uðu“ norræn lög úr ýmsum áttum á heimasmíðuð hljóðfæri. Pað var hátíðleg stund þegar Lúsíurn- ar komu í salinn í hvítum kjólum með kerti í hönd og sungu. Einnig var vel heppnuð danssýn- ing, tvö skref til hægri og tvö skref til vinstri o.s.frv. Atriði barnanna voru mjög vel útfærð og greinilegt að þau hafa lagt mikla vinnu í undirbúning ásamt starfsfólkinu á Brekku- koti. Loks var slegið upp heil- miklu jólaballi þar sem allir döns- uðu í kringum jólatréð og sungu af hjartans lyst. Skyndilega ruddust Hurða- skellir og Ketkrókur inn og þá fór nú kliður um salinn. Þeir komu nefnilega ekki tómhentir. Þetta reyndust bráðhressir jólasveinar og héldu þeir uppi mikilli stemmningu við jólatréð uns skemmtuninni var slitið og þeir kvöddu með miklum hurðaskell- um. SS Þetta er úlfurinn í leikritinu um kiðlingana. Það var dansað í kringunt jólatréð og sungið af hjartans lyst. Lúsíurnar voru afskaplega hátíðlegar. Jólasveinamyndir krakkauna á Brekkukoti. Vinkonurnar Linda og Auður. Myndir: ss /------------ LÚLSÍuhátíð bœkur í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. desember og laugardaginn 16. desember kl. 20.30 báða dagana. Miðaverð aðeins kr. 500,- Karlakór Akureyrar. Karlakórlnn Geyslr. V____________________________________/ íspan auglýsir: Spegla-blómasúlur Spegla-flísar Speglar í römmum Speglar meö myndum Smellurammar Speglar skornir eftir yðar óskum Plexygler ISPAN HF. Norðurgötu 55 Símar: 96-22688 og 96-22333. Tvær harð- spjaldabækur frá Erni og Örlygi Hjá Erni og Örlygi eru komnar út tvær harðspjaldabækur fyrir litlu börnin. Þær nefnast Tíu litl- ar mýs og Tíu litlir hvuttar. Kristján frá Djúpalæk þýðir textann í bundnu máli sem hon- um einum er lagið. Will Durant: Siðaskiptin - 1. bindi Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út nýtt bindi úr hinu mikla ritverki bandaríska sagn- fræðingsins og heimspekingsins Will Durant sem hann kallar sögu siðmenningar, og út kom í tíu bindum á árunum 1935-75. Þetta bindi, sem nú kemur út í íslenskri þýðingu Björns Jóns- sonar, skólastjóra, fjallar um tímabilið 1300-1517, og er fyrii hluti. Höfundur þessarar bókar er Bandaríkjamaðurinn Will Durant (1885-1985). Að loknu námi var hann tungumálakennari í heimahögum sínum í New Jers- ey, síðar í New York. Árið 1917 lauk hann doktorsprófi í heim- speki. Árið 1927 sneri Durant sér alfarið að því að semja risavaxið verk um sögu mannkynsins undir heitinu „The Story of Civilizat- ion“. Tii að kynnast söguslóðum með eigin augum fór hann m.a. tvívegis í hnattferð. Fyrsta bindið, um frumsögu austrænna þjóða, birtist árið 1935, en ellefta og síðasta bindi, um frönsku bylt- inguna og Napoleon, kom út 1975. Nú kemur út upphaf þess hluta verksins, sem fjallar um siða- skiptin. Sá hluti greinir frá tíma- bilinu 1300-1517, frá John Wyclif til Marteins Lúthers. Á þessu tímabili „urðu straumhvörf sem settu svip á vestræna siðmenn- ingu og áttu þátt í mótun þeirrar heimsmyndar sem blasir við okk- ur á líðandi stund," segir þýðandi þessa bindis, Björn Jónsson, skólastjóri, í formálsorðum. Siðaskiptin 1. bindi, er 230 bls. að stærð, og er bókin prýdd all- mörgum myndum. Á kápu er mynd af enska siðbótarfrömuðin- um John Wyclif. Skólaskop Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Skólaskop - Gamansögur af kennurum og nemendum -en efninu hafa tveir kennarar, Guðjón Ingi Ein'ksson og Jón Sigurjónsson, safnað. I Skólaskopi er að finna kafla úr ritgerðum nemenda, föst og laus skot sem kennarar hafa orð- ið fyrir í tímum og gullvægar samræður lærifeðra og náms- manna. í bókinni eru bæði nýjar frásagnir og aðrar sem heita má að séu orðnar sígildar. Eftirfarandi saga gefur nokkra hugmynd um efni bókarinnar: Á skyndiprófi í íslandssögu í 7. bekk Grundarskóla áttu nemend- ur að skilgreina nokkur hugtök. þar á mcðal orðið landráðamað- ur. Ein útskýringin var: „Land- ráðamaður er gamalt orð sem er lítið notað nú á dögum, en á nútímamáli mcrkir landráðamað- ur það sama og forsætisráð- herra." bókin er myndskrcytl af Hjör- dísi Ólafsdóttur. ALVEG SKÍNANDI n

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.