Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 13. desember 1989 Jólasveinarnir Kjutkrókur, Kertasníkir og Stékkjastaur, brugðu undir sig betri fætinuni á laugdardaginn og héldu með flugvél Flugfélags Norðurlands í heini- sókn til Grímseyjar. IVIeð þeim í för var hópur barna frá Akureyri og cinnig slóst Ijósmyndari Dags með í förina og tók þessa mynd við það tækifæri. Siglunes hf. er með áframhaldandi rækjuvinnsluleyfl á Siglufirði - deilan stendur um afnot af verksmiðjuhúsi Sigló sem slegið var Ríkissjóði Siglunes hf. hefur fengið stað- festingu á vinnsluleyfi sínu hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru ákveðnir í að halda rekstri rækjuverksmiðju áfram á Siglufirði, og hafa augastað á húsi sem hentar starfseminni. Guðmundur Arnaldsson, framkvæmdastjóri Sigluness, segir stjórn fyrirtækisins staðráðna í að halda vinnslunni áfram í bænum. „Við höfum tækin, þrjár pillunar- vélar og framleiðslulínuna, og munum verða annað hvort í hús- inu sem Ríkissjóður keypti eða einhverju öðru húsnæði. Þetta er það sem að okkur snýr og okkar hluthöfum,“ segir hann. Fulltrúaráð Kennarasambands íslands lýsir yfir fullum stuðningi við þá sjálfsögðu kröfu BSRB að samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög verði þegar í stað komið á. Fulltrúaráð KÍ krefst þess að leiðrétt verði sú mikla kjara- skerðing sem launafólk hefur orðið fyrir og tekur jafnframt Menn hafa velt því fyrir sér hvort Siglunes muni festa kaup á frystihúsi ísafoldar, sem varð gjaldþrota fyrir skömmu. Að ■sögn forráðamanna Sigluness var húsið skoðað en það þykir of lítið og óhentugt og verður ekki keypt. „Það liggur fyrir munnleg stað- festing á að við erum með vinnsluleyfi frá ráðuneytinu. Meginmálið er að við höfum til- skilin leyfi, eins og Sunnumönn- um hefur verið tjáð, og við erum með kaupleigusamning að vélun- um við sænskt kaupleigufyrirtæki auk viðskiptasambanda. Þetta getur hver sem vill kannað,“ seg- ir Guðmundur Arnaldsson. Samkvæmt nýjustu fréttum frá undir þá kröfu BSRB að leiðrétt- ur verði sá mikli munur sem á undanförnum áruin hefur mynd- ast á launum félagsmanna BSRB og starfsmanna við sömu störf en í öðrum stéttarfélöguin. Misræmi af því tagi sem þannig kemur fram er óþolandi öllu launafólki og skapar einungis togstreitu og ágreining á vinnustöðum. Siglufirði hafa þrír Sunnumenn gerst hluthafar í almennings- hlutafélaginu Siglunesi, en tog- streita virðist ríkja milli þessara félaga um afnot af verksmiðju- húsi Sigló. Á meðan deilt er um þetta ganga 30 fyrrverandi starfs- menn atvinnulausir. Athugasemd frá Fangelsismála- stofhim rðdsins í tilefni af viðtali við refsi- fanga, sem birtist í Degi þann 7. desember sl. og vegna frétt- ar á forsíðu blaðsins, vill Fang- elsismálastofnun ríkisins taka fram, að hún ræðir ekki í fjöl- miðlum um mál einstakra fanga né eltist við rangfærslur um störf hennar. Þó er það skiljanlegt að ekki eru allir menn sáttir við ríkisstofnun sem meðal annars hefur það hlut- verk að fullnusta refsivistardóma þeirra. Hins vegar verður ekki hjá því komist að mótmæla þeirri röngu fullyrðingu að stofnunin fari ekki að lögum, eins og segir bæði í viðtalinu og í fréttinni. Að lokum skal bent á þá leið íslensks réttar að telji aðili stjórnvöld brjóta á sér lög eða ekki beita réttum aðferðum við meðferð máls er ætíð hægt að leita úrlausnar dómstólanna. Á Siglufirði er mikið rætt um þreifingar Þormóðs ramma vegna bátakaupa frá Þorlákshöfn, eins og áður hefur komið fram. Eru sumir þeirrar skoðunar að fyrir- tækið vilji kaupa bát sem hentar til rækjuveiða, en ætlunin sé að koma þorskkvóta Stapavíkur yfir á Sigluvík og Stálvík, til að gera rekstur þeirra arðbærari. Aðrir hafa bent á að Stapavíkin þarfn- ist milljóna króna klössunar eigi að gera skipið út áfram. Því sé það „hálfgert neyðarbrauð að skipta á henni og 127 tonna pung frá Þorlákshöfn,“ eins og einn viðmælandi blaðsins komst að orði. EHB Plasteinangrun hf.: Óskað eftír írekari gögnum Arnar Sigfússon, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, hef- ur sent bréf til Plasteinangrun- ar hf. þar sem hann óskar frek- ari upplýsinga og gagna til þess aö geta tekið afstööu til fram- kominnar beiðni fyrirtækisins um heimild til nauðasamninga. „Við yfirferð fyrirliggjandi gagna frá fyrirtækinu voru nokk- ur atriði sein ég taldi ástæðu til að fá frekari upplýsingar um. Fyrir- tækinu var gefinn frestur til nk. nránudags til að koma þeim á framfæri.“ óþh Ályktun frá fulltrúaráði Kennarasambands íslands: Hin mikla kjaraskerðing launafóiks verði leiðrétt frétfir Húsavík: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hcfur borist erindi frá Húsnæöisstofnun ríkisins, þar sem fram kemur að Húsnæðismálastjórn hefur samþykkt að þær fimm leigu- íbúðir sem bæjarsjóður er aö láta byggja að Grundargarði 4, veröi yfirteknar af Búseta á Húsavík. í frarohaldi af þessu erindi, samþykkir bæjarráð að ræða við Búsetafélagiö um framgang málsins. ■ Bæjarráði hcfur borist erindi frá Sjúkrasanrlagi Húsa- víkur. En vegna fyrirhugaðra breytinga á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, hefur Sjúkrasamlagsstjórn sagt upp núverandi þjónustusamningi við bæinn, frá og með næstu áramótum. ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá Starfsmannafélagi Húsavíkur, þar sem ni.a. er óskað eftir frágangi á lista yfir þá starfsmenn bæjarsins, sem mega samkvæmt lögum vinna, ef til verkfalls kemur. Einnig >var lögð fram krafa um sömu laun fyrir sömu vinnu og vitn- að til samanburðar við almennan vinnumarkað. ■ Alls bárust 13 umsóknir um starf við íþróttahöllina en bæjarráð hefur samþykkt að ráða Valdimar Ingólfsson Túngötu 15, í starfið frá 1. janúar n.k. ■ Byggingafulltrúi lagði fram á fundi bygginganefndar nýlega, bréf frá Herði Þórhalls- syni, sem fjallar um bygginga- framkvæmdir í kirkjugarðín- um viö Höfðabrekku. Hörður cr ósáttur við framgang málsins, m.a. mcð lilliti til útsýnis frá húsi sínu við Skjói- brekku 12. Höröur eróánægð- ur með staðsetningu og hæð hins nýja þjónustuhúss í kirkju- garöinum og lýsir einnig óánægju með gróðursetningu trjáa á lóðarmörkum kirkju- garðsins að norðan, auk fleiri atriða. Bygginganefnd tók ekki afstöðu til bréfsins. ■ Byggingancfnd hefur borist erindi frá Húsnæðissamvinnu- félaginu Búseta, þar sem félagið óskar eftir lóð fyrir 4 íbúða hús á tveimur hæðum, eða 4 íbúða raðhús. Einnig óskar félagið eftir lóð fyrir 12 íbúða fjölbýlishús. Ncfndin tekur jákvætt í erindið og bendir á lóðir við Grundar- garð fyrir Búseta að sækja um. Jafnframt var byggingarfull- trúa falið aö auglýsa lausar byggingalóðir. ■ Bygginganefnd hefur borist erindi frá íslenska Stálfélag- inu, þar sem óskað er cftir afmörkuðu svæði, sem öllu til- fallandi brotajárni og bílflök- um verður safnað á. Félagið mun síöan skuldbinda sig til þess aö hrcinsa þetta svæði með reglulegu millibili. Bygg- inganefnd tekur jákvætt í mál- ið og felur byggingafulltrúa að athuga það nánar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.