Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 1
Fimm loðnuskip tilkynntu um samtals 3300 tonna afla í gær: „Þetta er skárra en verið hefur undanfarið“ - segir Þórður Karlsson á Sjávarborg „Ég held að þarna sé ekki mjög mikið af loðnu, hún stend- ur djúpt og er ekki í þéttum torfum. Hún er byrjuð að mjaka sér austur fyrir land og núna er veiðisvæðið um 50 mfl- ur beint út af Sléttu. Þetta er skárra en verið hefur undan- farið en þetta er lélegt miðað við þennan tíma á undanförn- um árum,“ sagði Þórður Karlsson á loðnuskipinu Sjáv- arborg í gær þegar skipið var á leið á loðnumiðin á ný eftir að hafa landað 750 tonnum á Raufarhöfn. Fimm loðnubátar tilkynntu um afla í gær, samtals 3300 tonn. Sjávarborgin var með 750 tonn og landaði á Raufarhöfn, Þórs- hamar landaði 550 tonnum á Þórs- höfn,Dagfari landaði 580 tonnum á Þórshöfn, Dagfari landaði 350 tonnum á Siglufirði og Bjarni Ólafsson landaði 1130 tonnum, þ.e. fullfermi, á Seyðisfirði. Alls voru um 11 bátar á miðunum í fyrrinótt og fengu flestir ágæt köst þrátt fyrir að loðnan stæði djúpt. Hvalurinn hefur gert loðnu- sjómönnum marga skráveifu á miðunum og í fyrrinótt fengu skipverjarnir á Dagfara ÞH tvo hnúfubaka í nótina. Hvalirnir stórskemmdu nótina og fór skip- ið til Siglufjarðar í gær til að láta gera við. „Þetta voru feikna skepnur. Þeir fóru með stór stykki úr nót- inni og þá vorum við komnir með ágætt kast. Við náðum um 100 tonnum en höfum áreiðanlega misst a.m.k. annað eins. Við höf- um séð mikið af hval á síðustu sólarhringum. Annars er ég víst dálítið lunkinn við að fá hval, ég held að þeir finni af okkur lyktina eða eitthvað," segir Hinrik Þór- arinsson, skipstjóri á Dagfara í gær. Hann segir að viðgerð á nót- inni eftir hvalinn sé kostnaðar- söm og gott þyki ef þessi farmur borgi kostnað við viðgerð ásamt olíu og launakostnaði. Hinrik sagði mikinn frétta- flutning af loðnumiðunum síð- ustu daga hafa kostað að of margir hafi farið á miðin en haft lítinn árangur. Þegar loðnan standi djúpt eins og nú og ekki finnist meira af henni ráði minni skipin ver en þau stóru við veið- arnar. Stærri skipin geti fengið ágæt köst með nótum sem eru 100 faðma djúpar á meðan minni skipin ná ekki lengra en niður á 60-80 faðma. Þetta skipti miklu máli við aðstæður eins og nú. JÓH Krakkarnir í Oddeyrarskóla voru önnuni kafín við laufabrauðsgerð í gærmorgunn og mátti þar inga framtíðarinnar í faginu. greinilega sjá snill- Mynd: KL Aðalfundur Álafoss í gær: Tap ársíns 724 milljónir króna frekari uppsagnir starfsfólks ekki á döfinni Aðalfundur Álafoss hf. fyrir árið 1988 var haldinn í Reykja- vík síðdegis í gær. Sem kunn- ugt er hefur fundi þessum ver- ið frestað í tvígang, en ástæðan fyrir því er að undanförnu hefur verið unnið að fjárhags- legri endurskipulagningu fyrir- tækisins. Til að rétta stöðu Álafoss við mun ekki vera inni í myndinni að grípa til frekari uppsagna starfsfólks. Á fund- inum kom fram að rekstrartap síðasta árs nam 724 milljónum króna og fjármagnskostnaður, þ.e. fjármagnsgjöld og gengis- tap var um 273 milljónir. í árslok 1988 var skuldastaða Álafoss rúmir 2 milljarðar króna. Eigið fé fyrirtækisins var á 3ja hundrað milljónir í lok ársins og að sögn Ólafs Ólafssonar for- stjóra var stefnt að því að lækka skuldastöðuna um 850 milljónir. Til að rétta við hallann hafa farið fram sölur eigna Álafoss upp á 3-400 milljónir, þar á með- al verksmiðjuhús í Mosfellsbæ og Hekluhúsið á Akureyri. Þá er hlutafjársjóður Byggðastofnunar að koma inn með nýtt hlutafé upp á 100 milljónir og atvinnu- tryggingasjóður er að skuld- breyta skammtímaskuldum sem nema 200 milljónum króna. „Aðgerðirnar hafa skilað þeim árangri sem ætlast var til. Þess ber þó að geta að staða Álafoss er ennþá mjög þung. Við væntum þess að ekki þurfi að koma til frekari uppsagna starfsfólks,“ sagði Ólafur Ölafsson forstjóri Álafoss í samtali við Dag að Ioknum aðalfundinum í gær. -bjb Húsavík: Útsvör verða 7,5% Verkamannabústaðir á Akureyri: Samið við verktaka um kaup á 20 Mðum fyrir 126 miUjónir króna Álagningarreglur fyrir útsvör og fasteignagjöld á Húsavík voru samþykktar á fundi Bæj- arstjórnar í gær. Ákvörðun um álagningarstiga aðstöðugjalda var frestað. Utsvör munu nema 7,5% vegna staðgreiðsluskila 1990, sem jafnframt verður álagningarprósenta útsvara 1991. Þetta var samþykkt sam- hljóða. Fasteignaskattur á íbúðarhús- næði verður 0,45% og hækkar um 24% milli ára, cn fasteigna- skattur á atvinnuhúsnæði verður 1,20% og hækkar um 26% milli ára. Þetta var samþykkt með fimm atkæðum meirihluta, eftir að tillaga frá G-listamönnum, um 0,42% skatt á íbúðarhúsnæði og 1,10% skatt á atvinnuhúsnæði, hafði verið felld. Bæjarstjórn samþykkti síðan samhljóða lóðaleigu, 1,5% vegna almennra lóða en 2,5% vegna lóða á hafnarsvæði. Vatnsskatt sem verður 0,2% af íbúðarhús- næði en 0,4% af atvinnuhúsnæði og holræsagjöld sem verða 0,16% af öllu húsnæði. Einnig voru sorpgjöld sam- þykkt samhljóða. Þau verða kr. 3.250 af íbúðarhúsnæði og er það 25% hækkun milli ára. Atvinnu- húsnæði verður nú flokkað í fimm flokka en var áður flokkað í þrjá. Sorpgjöldin munu hækka um 32,5% og munu nema frá kr. 3.250 til 95 þúsunda. IM Uppskriftasamkeppni MSKEA: „Sumarskyr“ í 1. sæti Stjórn verkamannabústaöa á Akureyrí hefur gert kaup- samninga við þrjá bygginga- verktaka á Akureyri um kaup á 20 íbúðum í fjölbýlis- og raðhúsum á Akureyri. Samn- ingsupphæð allra samning- anna nemur um 126 milljón- um króna sem er um helm- ingur af þeirri upphæð sem ráðstafað hefur verið á veg- um vcrkamannabústaða á þessu ári. Sainningarnir eru við Aðal- geir Finnsson hf., Fjölni sf. og Harald og Guðlaug sf. Aðalgeir Finnsson hf. mun byggja 9 íbúðir í fjölbýlishúsi við Mela- síðu 1 og hljóðar samningsupp- hæðin við hann upp á tæpar 50 milljónir króna. Við Vestursíðu 1 niunu Haraldur og Guðlaugur sf. byggja fjórar 4ra herbergja raðhúsaíbúðir á einni hæð. Samningsupphæð vegna bygg- inganna við Vestursíðu nemur um 28,6 milljónum króna. Að lokum mun Fjölnir sf. byggja fjórar raðhúsaíbúðir við Fögru- síðu og þjár íbúðir í fjölbýlis- húsi við Múlasíðu númer 9. Samningsupphæð þessara sjö íbúða hljóðar uppá rúmlega 47 milljónir króna. Aö sögn Hákonar Hákonar- sonar formanns stjórnar verka- mannabústaða á Akureyri, cr hér um að ræða lok á samning- um stjórnarinnar vegna fram- kvæmda ársins 1989, en íbúð- irnar í verkamannabústaðakerf- inu hafa þegar verið auglýstar til sölu. Þá eru sömuleiðis inni í þessum samningum við verkt- akana, leiguíbúðir, en nú cr verið að ganga frá kaupum á síöustu íbúðunum fyrir leiguí- búðakerfið líka. vg Það var „skyrætan“ Magnús Kristinsson sem hreppti fyrsta sætið í uppskriftasamkeppni Mjólkursamlags KEA um bestu skyruppskriftina, en úr- slitin voru gerð kunn með við- höfn í gær. „Skyrætan“ var einmitt dul- nefni Magnúsar í keppninni, en uppskriftina sína kallar hann „Sumarskyr". Fimm aðrar uppskriftir hlutu aukaverðlaun í keppninni, Sig- ríður Jóhannsdóttir fyrir Epla og bananaskyr, Orri Ingþórsson fyr- ir Ávaxtaskyr, Rósbjörg Jónas- dóttir fyrir Berjaskyr, Guðný Matthíasdóttir fyrir Peruskyr og Konný Kristjánsdóttir fyrir Veisluskyr. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.