Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 13.12.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 13. desember 1989 Húsavík: Sameiginleg fullveldishátíð skólanna - Vel vandað til dagskrár Fullveldisfagnaður skólanna á Húsavík var haldinn í íþrótta- húsinu 30. nóv. sl. Fjölmenni var á hátíðinni, 6-700 manns að talið var, nemendur skól- anna, kennarar og annað starfslið, auk foreldra, systkina og fleiri gesta. Nemcndur Barnaskólans, Framhaldsskól- ans, Dansskólans og Tónlistar- skólans tluttu fjölbreytta og vandaða dagskrá, voru þau sjálfum sér og skólum sínum til sóma og var framlagi þeirra vel tekið. Léttsveit Húsavíkur lék í upp- hafi hátíðarinnar sem sett var af Bylgju Steingrímsdóttur, nemanda í Framhaldsskólanum, en hún kynnti einnig dagskrárliði. Nemendur efstu bekkja Barna- skólans fluttu dagskrá í tali og tónum um fullveldisdaginn 1918, í samantekt kennaranna, Arn- heiðar Eggertsdóttur og Guðrún- ar Kristínar Jóhannsdóttur; sagt var frá hátíðahöldum dagsins, líf- vörður stóð heiðursvörð, nokkrir nemenda brugðu sér í hlutverk ráðamanna og fluttu brot úr ávörpum þeirra, og íslenski fán- inn var dreginn að húni meðan 21 fallbyssuskoti honum til heiðurs var skotið af stærstu trommu lúðrasveitarinnar. Áhorfendur vottuðu þjóðsöngnum virðingu með því að rísa úr sætum og einnig fengu þeir að endurtaka húrrahróp 1. desemberdagskrár- innar 1918. Kórar Barnaskólans og Fram- haldsskólans sungu saman og sinn í hvoru lagi undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur og við undirleik David Thontpson. M.a. sungu nemendur Barna- skólans lagið Áin er alltaf að vaxa eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni og dönsuðu um leið. Dansskóli Svölu kom með gott framlag til hátíðarinnar, tvö pör, eldri og yngri nemenda sýndu dans og stóðu sig vel. Steingrímur Þórhallsson, nem- andi í Framhaldsskólanum, flutti frumort Ijóð af miklum skörungs- skap, og ekki kæmi á óvart þó hann ætti eftir að láta meira til sín heyra síðar. Nemendur voru ekkert að ráð- ast á garðinn þar sent hann er lægstur og tveir leikarar úr leik- klúbbi Framhaldsskólans fluttu atriði úr fslandsklukkunni eftir Halldór Kiljan Laxnes. Þetta voru Heimir Týr Þórhallsson og Þórný Birgisdóttir. Svala Hermannsdóttir, for- maður Soroptimistaklúbbs Húsa- víkur og nágrennis færði Barna- skólanum og Framhaldsskólan- um gjafir frá klúbbnum. Tók Guðmundur Birkir Þorkelsson. skólameistari Framhaldsskólans við íslensku orðsifjabókinni, en Halldór Valdimarsson, skóla- stjóri Barnaskólans við íslensku orðsifjabókinni og fánastöng fyr- ir íslenska fánann, sem klúbbur- inn gaf skólanum árið áður til notkunar við hátíðleg tækifæri innanhúss. Að lokum lék léttsveit Fram- haldsskólans. Þetta er í annað sinn sem skólarnir efna til sameiginlegrar fullveldishátíðar, vel hefur til tekist og mættu slíkar hátíðir því verða að föstum liö í starfsemi skólanna. Mikill metnaður var í efnisvali fyrir hátíðina og mega aðstandendur vera stoltir af og hafa þökk fyrir ánægjulega stund. IM Fylgst með dagskránni af athygli. Safnahúsinu á Húsavík barst góð gjöf: „Bréfasafii Helga er hluti af íslandssögunni“ - segir Finnur Kristjánsson forstöðumaður Safnahússins. Safnahúsinu á Húsavík barst gjöf frá Guðrúnu Stefánsdóttur og börnum hennar 3. des. sl. Um var að ræða bréfasafn Helga Benediktssonar sem orðið hefði níræður þennan dag. Bræðurnir Páll og Arnþór Helgasynir afhentu safnið, en það telur um tíu þúsund bréf sem eru frá einni síðu, upp í 50-60 vélritaðar síður hvert. í tilefni af afhendingunni var haldið kaffiboð að Hótel Húsavík þar sem Arnþór afhenti Finni Kristjánssyni, forstöðumanni Safnahússins, lykla að kistu þeirri er bréfasafnið geymir. Við afhendinguna flutti Arn- þór kveðju frá móður sinni og sagði ágrip af sögu föður síns sem hér fer á eftir: „Hann var fæddur að Grenjaðarstað 3. des. 1899 og fluttist með Jóhönnu móður sinni að Héðinshöfða á sjöunda mán- uði. Jóhanna dó frá honum á Þorláksmessudag árið 1900. Helga var síðan komið í fóstur til ágætra sæmdarhjóna hér á Húsa- vík; hjá Sigtryggi Péturssyni og Hólmfríði Magnúsdóttur sem bjuggu hér í Borgarhóli, og þessa fósturforeldra sína mat Helgi ákaflega mikils. Hann fluttist til Vestmanna- eyja árið 1920 og setti þar á fót mikinn atvinnurekstur. Hann var á sínum tíma landskunnur athafnamaður, stundaði útgerð, fiskverkun, verslun, rak iðnað- arfyrirtæki, var með búskap og átti hlut að ýmsum þjóðþrifamál- um þar í bæ og reyndar um allt land. Faðir okkar tók virkan þátt í stjórnmálum. Hann gekk í Fram- sóknarflokkinn skömmu eftir að hann var stofnaður og var mikill og einlægur aðdáandi Jónasar frá Hriflu. Svo mikill aðdáandi Jón- asar að við bræður erum aldir upp í svipaðri aðdáun á Jónasi og Kínverjar voru aldir upp í aðdá- un á Mao. Þessvegna þoli ég t.d. aldrei að heyra Jónasi hallmælt, þá fer mér að líða illa. Faðir okkar skrifaði gríðarlega mikið um dagana. Hann mun hafa ritað um tíu þúsund sendi- bréf, og greinar í blöð og tímarit eru fjölmargar. Þessi sendibréf sem hann skrifaði voru frá einni síðu og upp í 50-60 þéttritaðar, vélritaðar síður. Þessi bréf fjöll- uðu um ýmsa atburði en vegna bersögli sinnar og óhlýðni við forustumenn Framsóknarflokks- ins fór svo að Helga Benedikts- syni var lokaður Tíminn. Þá greip hann til þess ráðs að koma sér upp hópi pennavina, sem hann sendi afrit af þeim bréfum sem hann skrifaði. Það má segja að hann hafi verið sískrifandi. Hann fór snemma á fætur á morgnana og afkastaði miklu dagsverki. Ég man ekki eftir hon- um öðruvísi en að hann væri með eitthvert bréf í smíðum, eða grein. Hann skrifaði fjöldan allan af minningargreinum og þar kom hann einnig víða við. Hann gat átt það til að skrifa greinar um góðvini sína, rithöfunda, stjórn- málamenn og róna. Það skipti engu máli hvar í stétt maðurinn var, ef tilefni gafst til þá skrifaði hann. Þessar greinar urðu oft þörf hugvekja um þau málefni sem þá voru ofarlega á baugi og höfðu kannski snert viðkomandi einstaklinga. Nú kem ég loks að erindi okk- ar hér í dag. Á jólum 1970 bað faðir minn þess að skjalasafni því er hann léti eftir sig, sem voru þessi tíu þúsund sendibréf, bréf frá ýmsum einstaklingum til hans og greinar þær sem hann hafði skrifað í blöð og tímarit, að þessu skjalasafni yrði komið í vörslu Þingeyinga, og þar yrði það varð- veitt til þess að menn gætu nýtt sér það og notfært í sambandi við stjórnmála- og atvinnusögu þessa lands. Hér er um gríðarlega merkar heimildir að ræða um ýmis mál. Hann hafði gott samband við stjórnmálamenn í flestum flokk- um og vissi því ótrúlega vel hvað var að gerast hverju sinni. Þess má geta að hann spáði fyrir um örlög Hafskips, sagði að upp- bygging fyrirtækisins væri þess eðlis að það hlyti að hrynja. Hann spáði fyrir um örlög Útvegsbankans. Ef menn á ann- að borð fara að kynna sér þessi bréf og þær greinar sem hann skrifaði, þá kemur fljótlega í ljós að þarna var á ferðinni óvenju- lega glöggskyggn maður sem vissi mætavel hvað hann var að tala um. Ef til vill hafði hann sínar skoðanir sem féllu ekki öllum vel. Þessvegna óttaðist hann að ef þessu skjalasafni yrði ekki komið fyrir á öruggum stað, færu kannski ýmsir að hirða úr því það sem óþægilegt væri. Því er ekki að leyna að í þessu skjalasafni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.