Dagur - 20.12.1989, Side 3
Miðvlkudagur 20. desember 1989 — DAGUR — 3
Hann er komirni til að vera
agarnir líða og hverfa á vit
minninganna, og stöðugt
nálgast sú hátíð sem við
kristnir menn eigum mesta,
- þegar ljósið sigrar myrkrið
og kærleikurinn breiðir yfir
hverja óvildarmisfellu í sam-
skiptum okkar mannanna.
Vonandi ert þú lesandi
góður sáttur við Guð og
menn. Svo sannarlega óska
ég þess að í hjarta þínu finnir þú fyrir því sem er í vænd-
um og ert þegar farinn að undirbúa.
Aðventan er gjarnan sögð tími mikils amsturs og
margir eru þeir sem leggja neikvæða áherslu á orðið.
Fólk gengur stundum of langt í undirbúningnum og sm'ð-
ur sér ekki stakk eftir vexti. Þannig er það víst með okkur
íslendinga, - við erum dálítið stórtækir í flestu sem við
tökum okkur fyrir hendur. Gætum þó þess að tapa ekki
þeim tóni sem er grunntónninn í allri þessari simfoníu.
Þú hefur vafalaust einhvern tímann heyrt að einkunn-
arorð aðventunnar eru: „Sjá konungurinn kemur til
þín.“ Þetta eru orð úr Matteusarguðspjalli og boða þér
komu Krists, ekki bara um jóhn sem tímabundinn
gestur, heldur er hér tilkynning sem hefur gildi allan
ársins hring.
En er þá nokkur ástæða til að veita þessari orðsend-
ingu athygli? Hljómar hún ekki sem kunnugleg þula lít-
ið spennandi og hefur ekkert „sprengitilboð" fram að
færa? Hverfur hún ekki í allt auglýsingaflóðið?
Já, hver heyrir þau tíðindi nú á dögum að konungur
sé að koma? Þú heyrir e.t.v. ekki þá hógværu rödd sem
þetta flytur, en viss er ég um engu að síður að í undir-
meðvitund þinni finnur þú og veist að amstur þessara
daga í desember byggist á þessum tíðindum.
Vissulega er komið fullmikið skraut á hina sönnu
mynd og oft á tíðum hylur allt þetta ytra þann mikla
sannleika sem að baki er.
En konungurinn gleymist ekki, - þinn innri maður
lætur ekki ytra skart eitt duga. Trú þín kallar á ljósið
sem hvergi finnst nema við fætur konungsins.
En hver er þá þessi konungur? Þannig spurðu Jerúsal-
embúar forðum og enn þann dag í dag er spurt: Hver er
þessi Jesús? Eru þessi árvissu skilaboð um komu hans
ekki úr sér gengin, - tilheyrir þessi boðskapur ekki lið-
inni tíð? Hverju viltu trúa og hvað segir þú barninu um
jólin?
Auðvitað segir þú frá drengnum í jötunni, fjárhirðun-
um í Betlehem, stjörnunni og englunum, og kannski
bætir þú því við svona til að fá meiri rómantík í frásögn-
ina að drengurinn þessi hafi fæðst i gripahúsi.
Þetta er allt saman satt og rétt, - jólin eru svo sann-
arlega haldin vegna fæðingar þessa litla drengs. En ef
þú segir ekkert meira þá hefur þú í fljótheitum rekið
saman rammann, en myndina vantar að mestu.
Sagan sem við látum lifa í hjarta okkar og segjum
börnunum má ekki enda við jötuna, - hún verður að
halda áfram. Hún verður að fá líf í okkar lífi, - verður að
vera ljós sem lýsir upp tilveru okkar.
Jólin mega ekki einungis fá sykurhúð, þau verða líka
að vera bitastæð.
Það eru alltaf að fæðast börn, - Guði sé lof fyrir hverja
þá sköpun sem okkur er falin. Jesús var líka lítið barn,
en hann er í raun mikið meira og þess vegna er hann
sérstakt lítið barn sem skiptir máli fyrir allan hinn
kristna heim.
Hann skiptir máli fyrir líf mitt og ég er viss um að
hann skiptir máh fyrir þitt líf. Þess vegna ertu að undir-
búa þig. Hann er konungurinn sem kemur og hann kem-
ur einnig til þín.
En ég veit það af eigin reynslu að við erum mjög upp-
tekið fólk og þurfum að velja og hafna úr því sem að
okkur er rétt.
Og svo sannarlega erum við ekki skilin eftir gleymd
og yfirgefin á aðventunni. Það er sífellt verið að bjóða
okkur eitt og annað til að gera jólin sem best. Og á þess-
- Sr. Pétur Þórarinsson
um síðustu tímum þegar kreppa ríkir og kaupmáttur
dalar þá er vissulega þörf á því að gefa gaum hinum
hagstæðari tilboðum.
Og þú velur og þú hafnar, - metur hlutina eftir því
sem skynsemi þín leyfir. En oft nær sá athyglinni sem
hæst hefur og bægslast hvað mest, en þar með er ekki
fullyrt að þar sé i boði það sem best hæfir okkur og jól-
unum.
Kristur er sífellt að reyna að ná til þín, - koma til móts
við þig á lífsgöngu þinni og vill slást í för með þér. Hann
vill vera þér samferða á vegi lífsins. Hann bíður ekki
efstu vegamóta, þegar hinsta stundin rennur upp. Nei,
hann vill vera þér samferða hvern dag og hverja stund
á þessari jörð.
Og innan tíðar verður allt tilbúið hjá þér til að halda
heilög jól. Hátíð ljóssins eru jóhn gjarnan kölluð. Og það
er hann, Jesús Kristur, sem er þetta ljós, - konungurinn,
sem ekki fjarlægist eða hverfur þótt dagar jólanna liði
hjá. Hann er kominn til að vera. Ert þú ekki einmitt að
undirbúa allt til að geta veitt honum sem bestar
aðstæður og skilyrði til að vera með þér?
Þú veist það eins vel og ég að jólin eru ekki bara ljós
í skammdeginu, - ekki einungis heppilegur tími til að
koma saman og njóta spariheitanna. Þú veist lika að jól-
in eru ekki bara hátíð barnanna, þau eru hátíð alha sem
gefa sér tíma til að hlýða á raust englanna á Betlehems-
völlum, - allra sem í fótspor vitringanna ganga að dýra-
stalli lágum og krjúpa við hlið þeirra.
Þú hefur vafalaust ár eftir ár gengið þessa slóð í hug
þínum. Komið að jötunni og skynjað í baminu sem þar
liggur að þar er „konungur Ufs vors og ljóss". Þannig get-
um við upplifað hin fyrstu kristnu jól og fundið fegurð
þeirra snerta við dýpstu strengjum sálar okkar.
Megi Guð gefa þér hinn eina sanna jólatón í hjarta
sem hljóm frá hinum fyrstu jólum, „því sjá, ég boða yður
mikinn fögnuð, - yður er í dag Frelsari fæddur".
Guð gefi þér og þínum sanna og gleðiríka hátíð.
Gleðileg jól.