Dagur - 20.12.1989, Page 4

Dagur - 20.12.1989, Page 4
4- — DAGUR — Mldvlkudagur 20. desember 1989 Jólaundirbmringur á Bestabæ - „Yndislegur árstími,u segir Helga Nína Á íjölda heimila norðanlands er búið til laufa- brauð fyrir jólin. Eitt þessara heimila, og með þeim alíra íjölmennustu, er Bamaheimil- ið Bestibær á Húsavík. Þar vom gerðar 80 laufabrauðskökur 4. desember. Starfsfólkið greip í laufabrauðsgerðina milli verka og skar út í kökumar, en dagheimilisbörnin fengu síð- an að bretta upp laufunum. Það lá jólaundir- búningsstemmning í loítinu, jólalög vom leikin af snældu, jólastjaman komin á borðið, og þar var meira að segja nammi í skál. í eldhúsinu tóku Guðrún Guðbjömsdóttir og Sigríður Þórðardóttir við kökunum og steiktu þær. Forstöðumaður Bestabæjar er Helga J. Stefánsdóttir og hún var beðin að segja okkur svolítið frá laufabrauðsgerðinni og öðmm jóla- ímdirbúningi á Bestabæ. „Það eru alls 120 börn hér á Bestabæ, á dagheimili og leik- skóla. Við höfum látið dagheimil- isbörnin sitja fyrir við laufa- brauðsgerðina því það eru þau sem koma til með að fá brauðið með jólamatnum. Ég hef haft þann sið frá upphafi, að á litlu- jóladaginn okkar hef ég boðið öllu starfsfólki; fastráðnu fólki, ræstingafólki og afleysingafólki, til hátíðaverðar og þá er að sjálf- sögðu borðað laufabrauð með jólamatnum. Við laufabrauðsgerðina látum við börnin ekki skera út kökur, en þau fletta laufunum og eru mörg mjög snjöll og vinna þetta fallega. Sum eru búin að hjálpa til við laufabrauð heima og önn- ur eiga það eftir. Börnin geta öll flett, bara ef þau fá smávegis tilsögn, og mér finnst að foreldr- ar ættu allir að leyfa þeim að fletta og skera, því annars læra þau það ekki. Ég er alveg á móti því að nota laufabrauðshjól, því mér finnst að kunnátta glatist ef við kennum börnunum ekki að skera. Einnig finnst mér kökurn- ar virka eins og vélunnar þegar hjólin eru notuð, þær verða ekki nógu persónulegar og skemmti- legar, eins og þær sem handunn- ar eru. Mér finnst börnin hafa gaman af laufabrauðsgerðinni hérna. Þetta er framandi fyrir sum, sér- staklega þau sem ekki eru inn- fæddir Húsvíkingar, þó ekki hafi alveg allir vanist laufabrauðs- gerð hér, en fyrir flest innfæddu börnin virðist þetta vera eðlileg- ur þáttur jólaundirbúningsins." - Er þetta í eina skiptið á árinu sem börnin fá að hjálpa til við matargerð eða önnur eldhús- verk? „Eiginlega, þó hafa þau fengið að baka brauð, og svo vinna þau úr leikdegi sem stundum er bak- að í ofni. Þau fá að vera í eldhús- inu þegar verið er að poppa handa þeim og þegar við grillum fá þau meira og minna að vera með, þó þau séu aldrei látin ein um þessa hluti." - Gætir jólaundirbúningsins mikið á Bestabæ? „Við leggjum áherslu á jólin, af hverju þau eru haldin, hvert er tilefni jólanna. Við höfum rólega stund, alla daga í desember, í rökkri með kertaljós. Þá eru sagð- ar jólasögur og sungin jólalög. Börnin vinna við þetta hefð- bundna föndur; jólaskóinn, jóla- trésskraut og á hverju ári gera þau jólagjafir handa foreldrum, mismunandi gjafir frá ári til árs. Börnin útbúa jafnvel jólapappír- Unga fólkið á Bainaheimilinu Bestabæ á Húsavík leggur síðustu hönd á laufabiauðskökuinai áðui en þeim ei stungið í pottinn. inn, merkimiðana og jólakortin með aðstoð starfsfólksins. í ár æfa eldri börnin jólaleikrit, einu sinni í viku komum við saman á sal og syngjum og nú erum við að æfa jólalögin fyrir jólaballið. Þannig að jólaundirbúningur er talsverður og flest börnin taka virkan þátt í honum. Starfsfólkið kemur alltaf sam- an einn dag fyrir jólin og málar gluggana með helgi- og jóla- myndum. Krakkarnir búa líka til skraut, ásamt starfsfólkinu. Við erum með jóladagatal og ræðum um hvern dag aðventunnar, þannig að það er jólasvipur á heimilinu hjá okkur." - Býrð þú til laufabrauð heima hjá þér? „Já, og ég bý alltaf til laufa- brauðsdeigið sjálf og flet það út. Get ekki hugsað mér ennþá að kaupa það, en það getur breyst með árunum. Ég get ekki heldur hugsað mér að nota laufa- brauðsjárn. Börnin mín hafa lært að skera frá unga aldri og halda því áfram. Eins og hér hef ég jólastemningu heima, við spilum jólalög, höfum kertaljós og gott- erí í skál, því laufabrauðsdagur- inn er svolítill jólahátíðardagur. “ - Ertu farin að hlakka til jól- anna? „Já, ég hlakka alltaf til jól- anna. Ég er alltaf sama barnið og hlakka tií, mér finnst þetta yndislegur árstími. “ IM Við steikaipottinn: Guðiún Guðbjöinsdóttii og Sigríðui Þóiðaidóttii. Myndir: IM Helga Nína laðar tilbúnum laufabiauðskökum Þæi eiu fallega skornai kökurnar hjá starfsfólkinu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.