Dagur - 24.05.1990, Side 4

Dagur - 24.05.1990, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 24. maí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ábyrgð kjósenda er mikil Allir sem kynnst hafa atvinnuleysi vita, að það er eitt mesta böl sem hent getur einstaklinga á lífsbrautinni. Þegar svo er ástatt að fjöldi atvinnulausra á Akureyri skiptir tugum og hundruðum, hljóta allir bæjarbúar að gera sér grein fyrir alvöru málsins. Þá skiptir miklu að traustir aðilar haldi um stjórnartaumana, og láti atvinnulífið í bænum ekki koðna niður fyrir sjónum sínum. En fær hinn almenni borgari engu breytt til hins betra í þessum efnum? Það er kjósenda að velja á laugardag þá fulltrúa sem þeir treysta best fyrir málefnum og velferð Akureyrarbæjar. Ábyrgð þeirra er mikil. í umræðunni um atvinnumál má það aldrei gleym- ast, að heilbrigt atvinnulíf byggist á markvissri sam- stöðu allra bæjarbúa um að leggja sitt af mörkum til að efla þau atvinnutækifæri sem fyrir eru, og koma með hugmyndir að nyjum. Það er síðan hlutverk bæjaryfir- valda að gera sitt ýtrasta til að koma málum í fram- kvæmd og aðstoða þá aðila sem eftir því leita. Nauðsynlegt er að efla Framkvæmdasjóð bæjarins, og gera atvinnumálanefnd og Iðnþróunarfélagið þannig virkari. Það eitt er þó ekki nægjanlegt, því bæjarstjórn og stofnanir á vegum sveitarfélagsins eiga að bjóða fram aðstoð að fyrra bragði, ef ljóst þykir að fyrirtæki eigi í vandræðum, og af því kunni að hljótast atvinnuleysi. Aðstoð bæjarins þarf ekki endilega að vera bundin við fjárframlög. Hjá Akureyrarbæ starfa sérfræðingar á mörgum sviðum, sem gætu aðstoðað við endurskipu- lagningu og knúið á um opinbera fyrirgreiðslu, þar sem slíkt væri talið nauðsynlegt. Sú röksemd dugar því ekki að Akureyrarbær sé van- megnugur til að rétta atvinnulífinu í bænum hjálpar- hönd, vegna slæmrar fjárhagsstöðu og skulda. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi, gerir atvinnumálin að umræðuefni í kynningarriti frambjóð- enda Framsóknarflokksins. Þar segir hún m.a.: „Mikið hefur verið rætt um atvinnuleysið á Akureyri. Mér finnst grátlegt að horfa upp á fullfrískt fólk sem vantar atvinnu. Fólki í fullu fjöri er hafnað á vinnumarkaðin- um. Hér er ekki eingöngu um að ræða tekjutap, heldur er það mikið áfall fyrir hvern og einn að vera hafnað. í .apríl fyrir fjórum árum voru 92 atvinnulausir í bænum, og þótti þá ýmsum ástandið svart. Nú (apríl 1990) eru 285 á atvinnuleysisskrá. Við þetta megum við ekki sætta okkur. Akureyrarbær verður að rétta atvinnulausum hjálp- arhönd, ekki síst yngra fólkinu. Námskeið og kynning á réttindum og möguleikum sem til boða eru tel ég spor í rétta átt fyrir ungt fólk, sem er atvinnulaust en á þeim aldri að það stígur fyrstu spor sín á vinnumark- aði. Akureyrarbær verður að leggja miklu meira fé í Framkvæmdasjóð, Iðnþróunarfélagið og Atvinnu- málanefnd. Annað gengur ekki í ástandi eins og nú ríkir í atvinnumálum. “ EHB Taka þarf til hendinni Við framsóknarmenn á Akureyri göngum til komandi kosninga með bjartsýnina að leiðarljósi. Ég hef oft bent á þetta að undan- förnu í samtölum mínum við fólk. Viðbrögðin hafa verið mis- munandi eins og gefur að skilja. Að mínu mati hefur þó alltof oft gætt vonleysis. Sumir segja að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni: Atvinnuleysi hafi stóraukist að undanförnu og sé nú um það bil 3,5 af hundraði, sem jafngildir því að á þriðja hundrað séu atvinnulausir. Þá eigi flestar atvinnugreinar í bænum undir högg að sækja og atvinnutækifær- um fari fækkandi. Erfitt hefur verið að mótmæla þessu. Og síðan hafa þessar spurningar fylgt í kjölfarið: „Hvað ætlið þið framsóknar- menn, þið frammarar, að gera? Hver er ástæða ykkar til bjart- sýni?“ Við þessum spurningum getum við ekki gefið stutt og skorinort svar, nema ef vera skyldi: Af mörgu er að taka. Jákvæðari tónn Víkjum fyrst að atvinnumálun- um. Ég ætla ekki að fjölyrða um orsakir núverandi ástands og ég ætla ekki einu sinni að kenna núverandi/fráfarandi meirihluta bæjarstjórnar algerlega um. Ábyrgð meirihlutans er mikil, þó að sjálfsögðu megi finna jákvæð atriði sem unnið hefur verið að undir hans stjórn. En það sem okkur framsóknarmönnum hefur þótt á skorta er jákvæðari tónn og markvissari aðgerðir. Á yfir- standandi kjörtímabili hefur meirihluti Bæjarstjórnar Akur- eyrar ekki borið gæfu til að ýta undir trúna á okkur sjálf, bæjar- búa, og þá möguleika sem vissu- lega eru fyrir hendi. Ég nefni ferðamál. Menn virð- ast sammála um möguleika bæjarins okkar sem ferðamanna- bæjar og tala þá í raun um Eyjafjarðarsvæðið allt. Hlutverk Akureyrarbæjar ætti að vera að gefa tóninn, hafa markvissa for- ystu um stefnumörkun sem hefði það að aðalmarkmiði að laða fram nýjungar og nýta krafta og hugmyndir þeirra aðilja, sem þegar vinna myndarlega að ferðamannaþjónustu á svæðinu. Hlutverk bæjaryfirvalda Á sviði útgerðar og fiskvinnslu eigum við Akureyringar tvö af best reknu og blómlegustu fyrir- tækjum landsins. Af þeim er ástæða til að vera stoltur. Fram- sóknarmenn vilja að bærinn haldi meirihlutaeign sinni í Útgerðar- félagi Akureyringa og gegnum þá aðild verði stuðlað að enn frekari viðgangi fyrirtækisins. Jakob Björnsson. Iðnaður hefur lengi verið einn af hornsteinum atvinnulífs hér í bæ. Hlutverk bæjaryfirvalda í stuðningi við iðnaðinn er að mínu mati fólgið í því að þau skapi fyrir sitt leyti sem best skil- yrði í bænam fyrir allan iðnrekst- ur, fylgist jafnframt með almenn- um rekstrarskilyrðum viðkom- andi greina og þrýsti duglega á stjórnvöld um aðgerðir þar sem skórinn kreppir. Við eigum ýmsa ónýtta möguleika og neitum að taka undir raddir sem segja að álver eða ekki álver sé spurning um „líf eða dauða Eyjafjarðar- svæðisins". Vissulega er mjög þýðingarmikið að við fáum álver- ið til okkar en ef svo fer ekki megum við ekki leggja árar í bát og lepja dauðann úr skel. Framkvæmdir og forgangsröðun En þótt atvinnumálin séu undir- staðan, snýst daglegt líf á Akur- eyri um ýmislegt annað. Það þarf víða að taka til hendinni. Hol- ræsamálin hér í bæ eru vægast sagt í ólestri. Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða og aðgerðir til úrbóta eru kostnaðar- samar. En mín skoðun er sú að ekki verði beðið lengur með að taka ákvörðun um framkvæmdir og forgangsröðun. Markvissari vinnubrögð þarf að taka upp í skipulagsmálunum. Nefna má að nú mun unnið að skipulagi fyrir Oddeyri. Seina- gangur þar hefur staðið mörgu framfaramálinu fyrir þrifum. Það sem mér finnst vera aðalvandinn er að menn virðast oft vera að leita að einhverri fullkominni heildarlausn. í þessum málum, sem svo mörgum öðrum, er hún líklega ekki til. Hér gildir að taka ákvörðun eftir bestu samvisku og fylgja henni eftir. Hitaveitan og skuldasúpan Eitt af þeim málefnum sem bæjarbúar velta mikið fyrir sér eru málefni Hitaveitunnar. Hennar vandi er fyrst og fremst skuldastaðan. Skuldir veitunnar voru 3,2 milljarðar króna um síð- ustu áramót. Á síðasta kjörtíma- bili var gert átak til hagræðingar og lækkunar skulda veitunnar og ber síst að lasta það. En betur má ef duga skal og mörgum finnst að leita verði annarra leiða til að lækka skuldir Hitaveitu Akureyr- ar. Ég er í hópi þeirra sem vilja að sá möguleiki verði kannaður til hlítar hvort ekki sé ráðlegt að selja eignarhlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun gagngert til að lækka skuldir hitaveitunnar. Um síðustu áramót var eignarhlutur Akureyrar í Landsvirkjun met- inn á 1,2 milljarða króna. Á síð- asta ári var beinn arður Akureyr- arbæjar af þessum eignarhluta 5 milljónir króna og auk þess 21 milljón króna í hagstæðara raf- orkuverði til Rafveitu Akureyr- ar. Samtals þýðir þetta 26 millj- ónir króna, eða 2,17%, af ofan- greindum eignarhluta. Ég vil að athugað verði í fullri alvöru hvort fleiri hagsmunir, aðrir en arður- inn, kunni að vera fólgnir í því fyrir Akureyrbæ að eiga hlut í Landsvirkjun. Mér er ekki kunn- ugt um þá og allavega hafa þeir ekki verið ræddir opinberlega. Hugsanlega hagsmuni bæjarins þarf síðan að meta með hliðsjón af því hagræði sem af sölu eign- arhlutans myndi hljótast. „Opinn í báða enda“ Framsóknarflokkurinn hefur oft verið sagður „opinn í báða enda“ - og svo er enn. Þótt þessi full- yrðing hafi upphaflega verið sett fram af andstæðingum Fram- sóknarflokksins, er hún sönn og alls ekki neikvæð þegar grannt er skoðað. Ég lít til dæmis á þetta sem einn aðalstyrk flokksins og túlka það svo að hann er opinn öllu jákvætt hugsandi fólki og hugmyndum fólks, sem vill vinna sínu nánasta umhverfi og þjóð- félaginu vel og af heilindum, óháð öfgastefnum til hægri bg vinstri. B - fyrir betri bæ Ágæti lesandi. Ég bið þig að hafa þetta í huga þegar þú mætir á kjörstað og neytir atkvæðisréttar þíns, laugardaginn 26. maí næst- komandi. B-ið getur staðið fyrir svo margt. Það getur táknað bjartsýni og hennar þörfnumst við Akureyringar. Það getur líka táknað betri bæ. í slíkum bæ vilj- um við öll búa. Jakob Björnsson Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í komandi bæjar- stjórnarkosningum á Akureyri. Akureyrarkirkja: Séra Bjöm H. Jóns son predikar á uppstigningardag Undanfarin ár hefur uppstign- ingardagur verið hátíðlegur haldinn í Akureyrarkirkju sem dagur aldraðra. Þá hefur sókn- arnefnd boðið ellilífeyrisþeg- um til kaffidrykkju og sam- verustundar í Kapellunni eftir guðsþjónustu og jafnan verið húsfyllir og vel það. Að þessu sinni verður sami háttur hafður á, en nú verða, einnig bornar fram veitingar í Safnaðarheimilinu svo að það er von þeirra sem að þessu standa að engir þurfi frá að hverfa. Við guðsþjónustuna predikar séra Björn H. Jónsson, nú sókn- arprestur í Staðarfellsprestakalli og áður á Húsavík til fjölda ára. Séra Þórhallur Höskuldsson þjónar fyrir altari og Kór Akur- eyrarkirkju syngur, en stjórnandi Séra Björn H. Jónsson. að þessu sinni verður Jóhann Baldvinsson, organisti Glerár- kirkju. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.