Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 24. júlí 1990 139. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Nýr vegur í Hrútafirði: Heimamenn óánægðir Vegagerð ríksins er nú með hugmyndir um breytingu á veginum í botni Hrútafjarðar og hefur skipulag þess efnis hangið uppi til athugasemda síðan 20. júní sl. Ekki eru allir sáttir við tillöguna, en skipu- lagsnefnd mun taka endanlega ákvörðun. Samkvæmt nýja skipulaginu á að leggja veginn milli Staðarskála og Brúar niður sem aðalveg og byggja nýjan upp töluvert utar í firðinum. Með þvf styttist leiðin milli Akureyrar og Hólmavíkur og tvíbreið brú kemur yfir Hrúta- fjarðará og Síká. Óánægja ríkir hjá Hrútfirðingum með þetta skipulag og Gunnar í Hrútatungu telur að Vegagerðin geti varið fjármagninu betur í aðrar fram- kvæmdir. Sjá nánar bls. 5. Slys í umferðinni 1990: Alvarlega slösuðum fækkar Alvarlega slösuðum í umferð- arslysum hér á landi hefur fækkað um 34% á fyrstu sex mánuðum þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra, eða úr 125 í fyrra í 82 í ár. Lítils háttar fækkun hefur orðið á heildar- fjölda slasaðra, eða úr 362 í 356. Frá áramótum hafa orðið 9 banaslys í umferðinni hér á landi og 13 manns hafa látist. 10 slys urðu á sama tímabili í fyrra og 12 létust. Flestir hafa látið lífið í umferðarslysum í Árnessýslu, eða 6 manns, og 4 hafa látist í umferðarslysum í Húnavatnssýsl- Alls hafa 45 börn, 14 ára og yngri, slasast í ár, en voru 49 í fyrra. Talsvert hærra hlutfall þeirra sem slasast hafa í ár hafa notað öryggisbúnað, þ.e. bílbelti og barnabílstól og er það hugsanleg skýring á fækkun meðal alvarlega slasaðra frá í fyrra. Þannig verða áverkar ekki eins alvarlegir og ella. -bjb A-lið 6. flokks Þórs varð um helgina Pollameistari KSÍ og Eimskips. Pollamót þetta er haldið á hverju ári og er í raun um íslandsmót að ræða. Liðið sigraði Fram 2:1 í úrslitaleik en b-liðið hafnaði í fjórða sæti. Myndin var tekin við heimkomuna á sunnudagskvöld og fremstur fer fyrirliði Þórs, Jóhann Þórhallsson, en hann var kjörinn besti sóknarmaður mótsins. Sjá nánar bls. 7. Stuðmenn á tónleikaferðalagi á Austfjörðum: Neituðu að borga virðisaukaskattirai um. Fyrstu sex mánuði ársins urðu alls 196 slys á Norðurlandi, þar af 29 slys með meiðslum, 3 dauða- slys og 164 slys þar sem einungis var um að ræða eignatjón. Alls hafa látist fimm manns í þessum þrem dauðaslysum á Norður- landi, fjórir í Húnavatnssýslum og einn í Eyjafirði. Á Norðurlandi hafa 40 manns slasast í umferðinni, þar af 18 á Akureyri og 10 í Húnavatnssýsl- um. Fjórir hafa slasast í Skaga- firði, sjö í Eyjafirði og einn í Þingeyjarsýslum. Af þessum 40 sem hafa slasast á Norðurlandi hafa aðeins verið 7 tilvik með meiri háttar meiðsl. Tuttugu og tveimur fleiri ung- menni á aldrinum 17 til 20 ára hafa slasast í umferðinni á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma 1989. Um fækkun er hins vegar að ræða meðal fólks sem er 65 ára og eldra, úr 30 manns í 20. - Síðan skein sól og Sálin hans Jóns míns sluppu ekki í Eyjafirði Stuðmenn voru með tónleika um helgina í Egilsbúð Nes- kaupstað og Valaskjálf Egils- stöðum og á báðum stöðum neituðu þeir að greiða virðis- aukaskatt að tónleikum loknum, þrátt fyrir óskir full- trúa fógeta þar um. Á báðum stöðum hafði stólum verið komið upp á dansgólfum, en þeir fjarlægðir fljótlega af tón- leikagestum. Samkvæmt upp- iýsingum lögreglunnar á Egils- stöðum verða skýrslur sendar til ríkisskattstjóra vegna málsins. Þess má geta að Stuð- menn héldu þessa tónleika sjálfir. Fleiri hljómsveitir voru á tón- leikaferðalagi um helgina. Hljómsveitin Síðan skein sól hafði fyrirhugað að halda tón- leika í Miðgarði í Skagafirði en var synjað um tónleikaleyfi. Því var haldið yfir í Eyjafjörð og leyfi fékkst fyrir tónleika í félagsheim- ilinu Freyvangi. Þar var stólum raðað upp á dansgólfi, en þeir fjarlægðir skömmu síðar. Fulltrúar fógeta voru á staðn- um og gerðu hljómsveitarmeð- limum grein fyrir að um dansleik væri að ræða og því þyrfti að greiða virðisaukaskattinn. „Þeir greiddu skattinn umyrðalaust," sagði Ólafur Ásgeirsson, yfirlög- regluþjónn á Akureyri, í samtali við blaðið, „og sömu sögu er að segja um hljómsveitina Sálina hans Jóns míns sem hafði fengið ieyfi fyrir tónleikum á Dalvík, en þar var ekkert annað en um dans- leik að ræða,“ bætti Ólafur við. -bjb Iðnþróunarfélag Eyjaijarðar hf.: Vilja fúnd með ráðherrum um staðsetningu álvers Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur óskað eftir fundi í Eyja- fírði með forsætisráðherra og iðnaðarráðherra um staðarval fyrir nýtt álver á íslandi. IFE óskar eftir fundinum fyrir hönd forsvarsmanna sveitarfé- laga við Eyjafjörð. Bréf með ósk um fund þennan var sent ráðherrunum á föstudag- inn. Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri IFE, segir að Trillukarlar mótmæla veiðiun snurvoðabáta upp í landsteinum Mikillar óánægju gætir nú meðal trillusjómanna við utan- verðan Eyjafjörð, sérstaklega á Dalvík og Hrísey, en snur- voðabátarnir Hrönn frá Greni- vík og Uggi frá Sauðárkróki hafa verið nánast upp í land- steinum við veiðarnar. Tveir heimabátar hafa verið á snurvoð á Ólafsfirði, Snæbjörg- ÓF og Arnar-ÓF, en Arnar er nú í stoppi en Snæbjörg á rækjuveið- um. Þórður Eyþórsson hjá Sjávar- útvegsráðuneytinu segir þessar veiðar snurvoðabátanna fullkom- lega löglegar, en ráðuneytið gef- ur út leyfi til hvers báts fyrir sig, en í leyfisbréfunum eru tilteknar takmarkanir á veiðisvæðum í til- teknum landshluta. Á Norður- landi er Eyjafjörður lokaður inn- an við línu sem hugsast dregin frá Brimnesi á Árskógsströnd að vestan að Svínárnesi norðan Grenivíkur að austan. Einhverj- ar lokanir eru einnig á Skaga- firði. Leyfisveitingar til handa snur- voðabátum eru tvískiptar, annars vegar frá 1. janúar til 30. maí og þá er landið eitt veiðisvæði með lokanir á tiltölulega fáum stöðum, en frá 1. júní er landinu skipt í sex veiðisvæði og þá er jaframt ívið meiri lokanir inni á fjörðum. Tilraunaveiðar hafa þó verið leyfðar í um vikutíma inni á Laufásgrunni til að kanna hvort þar fáist einhver koli, en árangur hefur ekki verið í samræmi við væntingar. Ragnar Jónsson trillusjómaður á Dalvík segir þá trilllukarla vera óánægða með það að snurvoða- bátarnir geti nánast nagað miðin hér, og það sé ekki óeðliegt að þeir séu hér því flestir aðrir firðir séu lokaðir fyrir snurvoðinni. Trillukarlar eru nú að undir- búa aðgerðir gegn þessum veið- um, og þeim mótmælum verður síðan komið til bæjaryfirvalda og þar meðal annars bent að til skamms tíma hafi snurvoðaveið- ar verið bannaðar allt árið innan línu sem dregin var milli Háls- horns og Sauðaness, og bókun um það er til í gömlum sam- þykktum. Trillukarlar telja að snurvoðabátarnir skemmi eða eyðileggi þeirra hefðbundnu mið, og því er nokkuð heitt í mönnum vegna snurvoðaveiðanna. GG ekki sé neinna viðbragða að vænta við bréfinu fyrr en um miðja vikuna. Ástæðan fyrir ósk- inni um fund með ráðherrunum er sú umræða sem orðið hefur undanfarið um staðarval álvers, og ekki síst þær upplýsingar sem komið hafa í fjölmiðlum úr minn- ispunktum ráðgjafanefndar um stóriðju. „Við ætlum að biðja um skýr- ingar á því hvernig umræðan hef- ur þróast og fá svör við framhald- inu, hver þáttur stjórnvalda verði í staðarvalinu o.s.frv. Við viljum fara yfir stöðu mála og fá vilja stjórnvalda fram, auk þess sem við viljum koma okkar sjónar- miðum á framfæri,“ segir Sigurð- ur P. Sigmundsson. Niðurstöður frá Almennu verkfræðistofunni hf. í Reykja- vík á rannsóknum vegna tilfærslu á álverslóðinni í Dysnesi frá því sem áður var fyrirhugað hafa borist IFE. Sigurður P. gat ekki tjáð sig um það mál í gær, þar sem fyrst þarf að kynna viðkom- andi landeigendum niðurstöð- urnar. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.