Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 24. júlí 1990 Lokað vegna jarðarfarar Skrifstofur Dags og Dagsprents verða lokaðar fimmtudaginn 26. júlí kl. 13.00-15.30 vegna jarðarfarar Erlings Davíðssonar, fyrrverandi ritstjóra Dags. Atvinna í boði! Okkur vantar góðan starfskraft til að sjá um kjötdeild okkar. Þarf að geta unnið sjálfstætt og byrjað strax. Ath! Upplýsingar veittar frá kl. 09.00-12.00 næstu daga. HAGKAUP Einingarfélagar athugið! Eins dags ferð aldraðra verður farin laugardaginn 18. ágúst n.k. Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 10.00 að morgni. Farið verður austur um Víkurskarð og ekið inn Bárð- ardal og snæddur hádegisverður að hótel Kiðagili. Þá ekið áfram að Mýri og þaðan upp á Sprengi- sandsleið, og sem leið liggur í Laugafell. Þaðan verður svo farið niður í Eyjafjörð og til Akureyrar. Fargjald verður kr. 1.000,- Upplýsingar og skráning á skrifstofu félagsins að Skipagötu 14, 2. hæð, sími 23503. Ferðanefnd Einingar. AKUREYRARB/ÍR LAUSAR KENNARASTÖÐUR Við Glerárskóla, Akureyri vantar sérgreina- kennara (íslenska, stærðfræði o.fl.) í eina stöðu, sérkennara í hálfa stöðu og forfallakennara í tímabundið starf. Upplýsingar hjá yfirkennara í síma 96-25243. Við Síðuskóla, Akureyri vantar bekkjarkennara og sérkennara í heilar stöður og sérkennara í smíðar og ensku, auk forfallakennara í tíma- bundin störf. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 96-27527. Einnig veittar upplýsingar hjá skólafulltrúa í síma 96-27245. Skólafulltrúi. Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar® 96-24222 Laugardaginn 21. júlí sl. var borinn til grafar Jörundur Sigurbjörns- son starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins. Jörundur var næst yngstur ellefu barna þeirra hjóna Ingunn- ar Kristinsdóttur og Sigurbjarnar Hannessonar í Kelduneskoti, Kelduneshreppi. Jörundur fæddist 31. október 1951 og var því tæpra 39 ára þeg- ar hann fórst í flugslysi 16. júlí s.l. Jörundur hóf störf í línuflokki Rafmagnsveitna ríkisins árið 1974, vann þá hálft árið og síðan hefur hann unnið stöðugt hjá Rafmagnsveitunum. Fyrstu árin vann hann í línuvinnu en síðari ár við línueftirlit og tölvuskrán- ingu háspennulína. Jörundur var trúr og vandaður starfsmaður. Hann leysti öll verk sem honum voru falin vel af hendi og var því vinsæll starfs- maður. Þegar nú leiðir skilja vil ég f.h. Rafmagnsveitna ríkisins þakka gott samstarf og sendi hugheilar samúðarkveðjur til móður hans og systkina. Ingólfur Arnason. Kveðjuorð: Sigríður Axelsdóttir hjúkrunarfræðingur Fædd 21. janúar 1925 - Dáin 18. júlí 1990 Fregnin um lát vinkonu okkar og samstarfskonu Siggu Axels kom, eins og endranær þegar slys ber að, líkt og reiðarslag. Kynni okk- ar hófust fyrir góðum tveimur áratugum á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Sigga var þá frá- skilin sex barna móðir að koma út á vinnumarkaðinn eftir að hafa haft börn og heimili að aðalstarfi langa hríð. Innan heilbrigðisstéttanna eru framfarir hraðar og oft erfitt að setja sig inn í hlutina enda ein- kennist vinna við fólk af hlýju og nákvæmni. Siggu tókst þetta ásamt því að vaka stöðugt yfir velferð barna sinna. Eitt af einkennum Siggu var hversu kærleiksrík og notaleg hún var við skjólstæðinga sína. Sigga var líka sérlegur unnandi listar og kom það ef til vill mest fram í því hve hún var sí og æ að fegra og bæta heimili sitt. Börn hennar bera smekkvísi hennar gott vitni. Við viljum með þessum kveðju- orðum þakka Siggu fyrir frábær kynni og sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra þá huggun í harmi sem okkur er fær. Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Sólveig Knútsdóttir og Jóhanna Þorsteinsdóttir. kvikmyndarýni f---------------------- Umsjón: Jón Hjaltason Fallnir englar? Borgarbíó sýnir: Við erum engir englar (We’re No Angels). Leikstjóri: Neil Jordan. Aðalhlutverk: Robert De Niro og Sean Penn. Paramount Pictures 1989. Ef ég ætti að lýsa þessari engla- mynd með einu orði kæmi mér lýsingarorðið langdregin fyrst í hug. Við það mætti síðan bæta athugasemdum um ofleik De Niros. Satt best að segja hef ég ekki séð hann í jafn miklu óstuði áður. Um Penn er best að hafa sem fæst orð. Ég fæ ekki betur séð en að ganga hans sé öll á brekkuna og hafi verið það allt frá því hann lék í The Falcon and the Snowman árið 1984. V7ð erum engir englar segir frá tveimur strokuföngum (og örlítið þeim þriðja) og ævintýralegum flótta þeirra til Kanada. Myndin gerist að langmestum hluta í litl- um landamærabæ, Bandaríkja- megin (auðvitað). De Niro og Penn gera örvæntingarfullar til- raunir til að komast yfir til Kan- ada en lenda í heldur skringileg- um hremmingum þegar klaust- urmunkar bæjarins fara manna- villt á þeim og tveimur ákaflega lærðum bræðrum sem von er á til bæjarins. Fyrir bragðið breytast nálega ólæsir tugthúslimirnir í hálærða latínutalandi munka og áður en myndinni lýkur hafa augu bíófarans opnast fyrir öfug- mælunum er felast í heiti kvik- myndarinnar; það er að vísu rétt að þeir De Niro og Penn eru eng- ir englar en þeir eru þó ekki fjær því en svo að telja má þá með föllnum englum er enn eiga sér viðreisnar von. Draumur til sölu Borgarbíó sýnir: Drauminn (The Big Picture). Leikstjóri: Christopher Gucst. Aðalhlutverk: Kevin Bacon og Teri Hatcher. Columbia Pictures 1989. Kannski á Draumurinn að vera djúphugsað andlega sinnað verk um helstu eigindir mannsins, þær sem aðgreina hann frá dýrum merkurinnar. Kannski á Draum- urinn að kenna hið eina og sanna siðferði, það sem gerir mann að sönnum manni og aðskilur hann frá ómerkingum götunnar - eða kannski er Draumurinn um eina allsherjar mannkyns-svínastíu og það hvernig einstaka manni tekst að þvo af sér saur ágirndarinnar. Vertu trúr vinum þínum og seldu ekki drauma þína fyrir fulla kornhlöðu - því hvað stoðar það manninn og svo framvegis - ; þessi er lokaniðurstaða Draums- ins og þegar sannleikurinn renn- ur upp fyrir aðalsöguhetjunni þá fyrst fellur allt í ljúfa löð. Þrátt fyrir að eitt og annað megi lesa út úr söguþræði kvik- myndarinnar þá er sá þráður heldur illa spunninn og alls ekki hnökralaus. Sífelld innhlaup í hverfulan draum hins unga nýút- skrifaða kvikmyndaleikstjóra Kevins Bacons er heldur þreyt- andi. Það vantar þó ekkert upp á fjölskrúðugheit draumsins. Hann tekur vaxandi breytingum í réttu hlutfalli við gengissig hugsjóna Bacons leikstjóra. Eitt er þó víst; það er af og frá að kalla megi Drauminn gamanmynd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.