Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 24. júlí 1990 Nýbyggður vegur lagður af... í nýja skipulaginu er reiknað með því að vegurinn liggi á milli símstöðvarinnar og Brúarskála nokkurn veginn eins og Hólma- víkurvegurinn er þar í dag. Einar Gíslason, hjá Vegagerðinni, sagði að sú hugmynd hefði komið fram þegar verið var að skipu- leggja nýja veginn, að hafa hann fyrir ofan Brúarskálann. Fallið var þó frá því þar sem með því hefði Brúarskáli dottið verulega úr sambandi við þjóðveginn. Viljum sómasamlegar tengingar Við Staðarskála koma aðstæður til með að breytast töluvert mikið miðað við Brúarskála. Vegurinn á að færast niður fyrir skálann þannig að einhverjar nýjar teng- ingar verður að gera til að fólk geti ekið upp að honum framan- verðum, eða þá að snúa skálan- um við. Magnús Gíslason, einn af eigendum skálans, sagði að þetta myndi náttúrlega breyta heilmiklu fyrir þau, fólk kæmi til með að aka framhjá bakdyrunum eftir þessum nýja vegi og taka yrði á sig krók til að fara inn á planið. „Við erum samt ekkert að nöldra yfir þessu, málið verð- ur að hafa sinn gang og við mun- um taka þeim breytingum sem verða, ef nýr vegur verður sam- þykktur, með ró. Við förum þó fram á það við Vegagerðina að þeir tengi okkur við nýja veginn á sómasamlegan hátt,“ sagði Magnús. Skipulagsnefnd tekur ákvörðunina Skipulagið að þessum nýja vegi í Hrútafirði hangir uppi í anddyri barnaskólans á Reykjum og í Sparisjóði Hrútfirðinga á Borð- eyri til 1. ágúst næstkomandi og þeir sem hugsa sér að gera athugasemdir við það, þurfa að skila þeim skriflegum til oddvita Staðar- eða Bæjarhrepps í síð- asta lagi 16. ágúst. Hreppsnefnd- irnar taka síðan athugasemdirnar til skoðunar og skila að lokum skipulagsnefnd greinagerð um málið. Að sögn Einars Gíslason- ar er það síðan skipulagsnefndar- innar að taka ákvörðun um það hvort ráðist verður í framkvæmd- ina eður ei. Ef svo fer að þessi breyting verði samþykkt mun trúlega verða byrjað á fram- kvæmdum við veginn strax á næsta ári. SBG 1 m 1 2 fll ' ’j' 'tf; |4§l I § i í* § | ; | . X 1 Y': - h V ; \ % ;r Ifc . d 9m% « j Staðarskáli: Aning í alfaraleið um áratugaskeið Staðarskáli í Hrútafirði er löngu orðin þekkt stoppistöð á leið manna um Norðurlands- veg. Hann stendur á þeim stað sem áður var fastur skiptastað- ur fyrir pósta, sem mættust þar allt þangað til fært var orðið fyrir bfla þessa leið milli Norð- ur- og Suðurlands. Það eru þau Magnús Gíslason, Bára kona hans og Eiríkur bróðir hans sem nú reka skálann og hafa gert það um margra ára skeið. Staðarskáli átti 30 ára afmæli þann 9. júní á þessu ári, en vísir að þeirri þjónustu sem nú er þar fyrir hendi á sér mun lengri sögu. „Árið 1929 settu Danir upp bensínafgreiðslu hér, sem íslenskt fyrirtæki eignaðist síðan og árið 1954 kom hér lítill skúr sem í var til sölu smærri varning- ur handa ferðamönnum. 1960 byggðum við síðan 120 fermetra hús undir reksturinn og hófum veitingasölu, en það var eiginlega strax svo rnikil aðsókn að skálinn varð of lítill fyrir viðskiptin," seg- ir Magnús. „Við fórum raunverulega út í of mikla veitingasölu miðað við húsið og sérstaklega var eldhúsið of lítið miðað við umsvif. Ham- borgara byrjuðum við að selja strax árið 1960 og ég man að það var virkilega erfitt að fá ham- borgarabrauð. Bakaríið á Blöndu- ósi hóf þá að baka brauð fyrir okkur og þróaði þá framleiðslu smátt og smátt, en lítið var um hamborgarasölu úti á landi á þessum tíma,“ skýtur Bára inní. Árið 1971 var síðan byggt við, svo að Staðarskáli varð um 600 fermetrar að stærð. Öll aðstaða breyttist til mikilla mun bæði fyr- ir gesti og starfsfólk og hefur þessi stærð á skálanum dugað hingað til. Bæði ESSO og Skelj- ungur eru með sölu á olíuvörum á staðnum og hefur það verið svo allt frá því 1957. Hægt er að fá gistingu í Staðar- skála, nokkur herbergi eru þar niðri í kjallara og eitt heilsárshús er búið að setja niður hjá skálan- um. Magnús segir að ef einhver stækkun sé í bígerð þá sé það aukning á gistirými. Oft hafa heilu hóparnir þurft að gista í Staðarskála vegna veðurs að vetrarlagi, en aidrei hafa komið upp nein vandamál í því sam- bandi að sögn þeirra staðarhald- ara. „Nú er búið að byggja veginn svo mikið upp að það er orðinn viðburður ef að stórir hópar þurfa að gista hér vegna ófærðar. En áður en vegurinn varð svona góður var þetta alltaf fastur liður, eitt til tvö skipti í jólatraffíkinni og eins um páskana og eitthvað þar á milli,“ segir Bára. Að sögn Magnúsar er stöðug aukning í aðsókninni. Mikið er um það að rútur stoppi í skálan- um og er þetta fastur staður hjá Norðurleið til að hafa viðkomu á. Ferðafólk, jafnt innlent sem erlent, stöðvar farartæki sín við Staðarskála til að rétta úr sér og fá sér einhverja hressingu á leið sinni um Hrútafjörð. „Þessi starfsemi sem við erum með byggist mikið upp á svoköll- uðu þjóðvegastoppi hjá fólki. Fólk ætlar sér að stoppa hér og þá er það okkar að þjónusta það. Til þess að halda því síðan í við- skiptum seinna þegar það á leið um, verðum við að reyna að sjá til þess að sem fæstir fari óánægð- ir héðan. Aldrei verður samt hægt að koma í veg fyrir það að einhver fari óánægður, því að enginn hefur sama smekk. Málið er bara að halda þeirri tölu eins lágri og hægt er og þar kemur starfsfólkið mikið við sögu. Ekk- ert er hægt að gera nema hafa gott starfsfólk og það teljum við okkur hafa,“ sagði Magnús Gíslason í lok samtalsins við Dag. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.