Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. júií 1990 - DAGUR - 13
Kvittað fyrir trúnaðarrof við
Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunaut
Útför,
ERLINGS DAVÍÐSSONAR,
fyrrverandi ritstjóra,
veröur gerö frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 26. júlí kl.
13.30.
Katrín Kristjánsdóttir,
synir, tengdadætur og barnabörn.
Eiginmaöur minn,
GUÐMUNDUR REYNIR ANTONSSON,
vélstjóri, Einilundi 8 a,
veröur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, miövikudaginn 25. júlí
kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árnína Guðjóndóttir.
Þriðjudaginn 17. júlí var birt í
blaðinu Degi á Akureyri, tveggja
síðna viðtal við Kristinn Hugason
hrossaræktarráðunaut, um gagn-
rýni þá sem komið hefur fram á
vinnubrögð ráðunautanna við
forskoðun fyrir landsmót.
Ég undirritaður hefi hvorki í
ræðu né riti tekið þátt í þessari
umræðu, og hafði ekki hugsað
mér að standa í blaðadeilum við
Kristinn Hugason um þau mál,
enda tel ég slík mál hvorki leyst á
æsingarfundum né í dagblöðum.
Það er hins vegar í þessu við-
tali beint ómaklegum og órök-
studdum skeytum til Bændaskól-
ans á Hvanneyri og til mín per-
sónulega, (sem kennara í hrossa-
rækt og ábyrgðarmanns umrædds
hrossaræktarnámskeiðs á Hvann-
eyri) og mér borið á brýn trún-
aðarrof við hrossaræktarráðu-
nautana.
Þessum ásökunum vil ég ekki
sitja þegjandi undir, og vísa þeim
algerlega á bug. Ég sé mér hins
vegar ekki fært annað en að rifja
upp og útskýra málið, enda gefur
viðtalið við Kristinn fullt tilefni
til þess, því hann segir orðrétt:
„Aðstæður þarna á Hvanneyri
voru allar slæmar t.d. húsakost-
ur, og þá var hestakosturinn
mjög takmarkaður."
Námskeið í hrossarækt
á Hvanneyri
og aðstæður á því
Á síðastliðnum vetri bárust fjöl-
margar óskir til Bændaskólans á
Hvanneyri um að halda nám-
skeið í dómum kynbótahrossa.
Bændaskólinn varð við þessum
óskum og var námskeiðið haldið
dagana 29. mars til 1. apríl síð-
astliðinn. Mjög mikil aðsókn var
að 'námskeiðinu svo ekki var
hægt að taka alla sem um sóttu,
en 24 sátu námskeiðið.
Námstilhögun og námsefni var
miðað við að kynna og kenna
þátttakendum forsendur kyn-
bótadóma, bæði með bóklegu
námi og verklegum æfingum í
dómum kynbótahrossa, undir-
búning hrossa fyrir sýningar, og
sýningar fyrir dómi. (Þetta eru
einmitt atriði sem Kristinn Huga-
son kvartar undan í umræddu
blaðaviðtali að menn sem koma
með hross í dóm vanti kunnáttu
f).
Eg undirritaður var sá kennari
sem stóð fyrir námskeiðinu fyrir
skólans hönd (og Kristinn Huga-
son vísar til) og fékk til liðs við
mig þá menn sem ég taldi hafa
staðgóða þekkingu og reynslu
hver á sínu sviði. Þ.e. hrossa-
ræktarráðunautana Þorkel
Bjarnason og Kristinn Hugason í
kynbótadómum, Sigurð Odd
Ragnarsson í fótagerð og hófum
en hann er sérmenntaður í hreyf-
ingarfræði og öllu sem lýtur að
fótum hrossa og járningu, og
Benedikt Þorbjörnsson sem er
landskunnur knapi og reiðkenn-
ari, til að flytja erindi um undir-
búning og sýningu kynbótahrossa
fyrir dómi. Auk þess kom hann
með nokkur hross til að sýna fyrir
hæfileikadómi.
Dómsstörf byggingardóma
fóru fram á lofti framan við fjár-
húsin sem er 35 metrar á lengd og
nálægt 200 fermetrar að flatar-
máli, þar er steypt gólf, hátt til
lofts og mjög góð lýsing. Hæfi-
leikadómar fóru fram á 300
metra hringvelli með beinni
braut norðan hesthúss. Ég þori
að fullyrða að hrossaræktarráðu-
nautarnir hafa ekki víða haft
betri aðstöðu til byggingardóma
yið forskoðun.
Bókleg kennsla fór fram í
kennslustofu í nýlegu rannsókn-
arhúsi skólans, og er hún í sér-
flokki hvað búnað og aðstöðu
varðar. Hvað varðar „takmark-
aðan hestakost á staðnum“ eins
og Kristinn orðar það er það að
segja, að hægt var að velja úr
hópi nálægt 90 hrossa þ.e. rúm-
lega 40 hrossa nemenda, um 20
hrossa sem starfsmenn áttu í
hesthúsi skólans, auk rúmlega 30
hrossa í hesthúsahverfi norðan
við reiðvöllinn.
Kristinn llugason, hrossaræktarráöunautur Búnaðarfélags íslanus, genr upp umdeilda forskoðun ráðu*
nautanna í vor og Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði. Um háværar gagnrýnisraddir
á störf ráðunautanna segir Kristinn:
„Þeir sem hæst höfðu í óánægjumii
voru í svipuðum sporum og
fallkandidatar í skóla“
Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni að
mikil og oft á tíðum snörp umraeða varð um for-
skoðun hrossarxktarráðunauta Búnaðarfélags
íslands fyrir Landsmót hestamanna á Vind-
heimamelum í Skagafirði. Menn létu margir
iverjir þung orð falla í garð ráðunautanna Þor-
kcls Bjamasonar og Kristins Hugasonar og
tóldu suma dóma þeirra orka tvimælis. Að
.loknu Landsmóli hefur ekki borið eins mikið á
þessum háværu gagnrýnisröddum og almennt
rirðast menn vera á þeirri skoðun að á Lands-
móti hafi sjaldan verið fegurri og betri fákar.
Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur, er
kki í vafa um að aldrci hafi verið saman komnir
jafn margir framúrskarandi hestar á svo stóru
móti hérlendis. Kristinn er í viðtali i dag.
í hópi þeirra hrossa sem notuð
voru í kennslu við hæfileika-
dóma, voru hross sem kepptu á
landsmótinu bæði í skeiði, brokki
og góðhestakeppni, auk þeirra
hrossa sem Benedikt Þorbjörns-
son kom með eins og að framan
getur. Úr þessum hópi var því
auðvelt að velja sýnishorn um
bæði kosti og galla í byggingu og
hæfileikum.
Mér fannst rétt að skýra
nákvæmlega frá fyrirkomulagi og
aðstæðum við umrætt námskeið,
þar sem Kristinn Hugason, reynir
að afsaka sjálfan sig með því að
ófrægja skólann, og þá sem að
námskeiðinu stóðu.
Þessar ásakanir Kristins eru
bæði ósmekklegar og ómaklegar,
og nánast atvinnurógur, sem gæti
rýrt álit skólans útávið, ef mark
væri á honum tekið.
Slíkar aðferðir minna helst á
kött, sem gerir stykki sín að
freðna jörð og reynir að klóra
yfir.
Trúnaðarbrot kennarans
Á námskeiðinu á Hvanneyri fóru
fram verklegar æfingar í hrossa-
dómum. Nemendur voru látnir
dæma og stiga hross. Síðan gáfu
kennarar slnn dóm og ræddu
forsendur dómanna, og drógu
fram það sem gott var eða slæmt
1 byggingu hvers hross. Að lok-
um voru 3 hross valin sem eins
konar prófverkefni nemenda.
Þau voru dæmd og stiguð af
nemendum á sérstökum dóm-
blöðum, sem nemendur skiluðu.
Kennarar dæmdu þessi sömu
hross, og voru refsistig hvers
nemanda reiknuð út frá fráviki
frá þeirra dómi, færð inn á dóm-
blöð hvers nemanda ásamt hinni
réttu einkunn (þ.e. einkunn
ráðunautanna) fyrir hvert dóms-
atriði, allra þriggja hrossanna.
Hver nemandi fékk síðan morg-
uninn eftir hin leiðréttu
dómsblöð, og var tveimur
klukkustundum varið til að ræða
dómana, og til fyrirspurna og
skoðanaskipta. Hvergi í þeirri
umræðu var minnst á annað en
að um alvöru dóm væri að ræða,
enda væri það brot á trúnaði við
nemendur ef svo væri ekki, án
þess að taka það fram.
Ein af þessum þremur próf-
hrossum var hin margumrædda
hryssa Hvönn, sem ráðunautarn-
ir völdu sem „verðugt dæmi um
vel byggða hryssu“, eins og þeir
komust að orði. Aldrei var
d—
minnst á að verið væri að teygja
dómsskalann til að ná fram ein-
hverri „æskilegri dreifingu" í ein-
kunnargjöf á þessari hryssu eins
og Kristinn kemst að orði. Nem-
endur töldu víst, að þarna væri
verið að kenna og kynna notkun
dómsskalans í alvöru, en ekki að
verið væri að spila með þá. Ég
trúi ekki öðru en að ráðunautarn-
ir hafi verið sama sinnis, þótt þeir
hafi látið hafa eftir sér í blöðum
„að þetta hafi aðeins verið
kennsla ósamanburðarhæf, við
alvöru dóma“.
Aldrei var minnst á að þessir
dómar væru eitthvað trúnaðar-
mál, enda hafa allir þátttakend-
urnir 24 þá staðfesta á prófblöð-
um sínum, þar á meðal einkunnir
Hvannar. Ráðunautunum hlýtur
einnig að hafa verið það ljóst, að
þessi hryssa myndi koma í for-
skoðun eftir slíkan dóm.
Strax eftir forskoðun í Borg-
arnesi höfðu margir þátttakendur
í umræddu námskeiði samband
við mig, og töldu sig blekkta á
námskeiðinu, þar sem prófverk-
efni þeirra hryssan Hvönn hélt
ekki sömu einkunn í neinu dóms-
atriði og á námskeiðinu, og lækk-
aði um hvorki meira né minna en
0,70 stig fyrir byggingu að meðal-
tali, þ.e. fór úr 8,10 (fyrstu verð-
laun) niður í 7,40 (þriðju verð-
laun). Kristinn Hugason telur í
viðtalinu að þetta sé innan eðli-
legra marka. Það er hans mál.
Ég hélt að þarna hefði eitthvað
víxlast milli hryssa og hringdi því
í báða ráðunautana og skýrði
þeim frá málavöxtum. (Það er
það eina sem ég hefi flíkað í
þessu máli, kannski var það trún-
aðarbrot.) Síðan hef ég ekkert
frá þeim heyrt þar til ég fékk í
hendur kveðju Kristins í Degi.
Þrír fjölmiðlar hafa hringt í
mig út af þessu fræga Hvannar
máli, en ég hefi hingað til neitað
að tjá mig um það.
Mér finnst Kristinn leggja sig
heldur lágt með því að níða
Bændaskólann á Hvanneyri og
ómaklega saka mig um eitthvað
trúnaðarbrot, til að bjarga eigin
skinni. Ég átti síst von á því frá
honum.
Ingimar Sveinsson,
kennari Hvanneyri.
Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför,
STEINUNNAR DAVÍÐSDÓTTUR,
frá Stóru-Hámundarstöðum.
Árni M. Rögnvaldsson,
Hákon Árnason, Bertha Sigtryggsdóttir,
Ingibjörg Árnadóttir, Hrafn Bragason,
Gerður Árnadóttir, Stefán Ólafsson
og barnabörn.
Eg er viljugur.